Morgunblaðið - 23.08.1998, Side 28

Morgunblaðið - 23.08.1998, Side 28
28 SUNNUDAGUR 23. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ VERÐBRÉFAMIÐLARAR og aðrir á fjármálamarkaðnum sem rætt var við fylgjast grannt með gangi mála allan daginn. Einn hafði á orði að matar- tímar væru stuttir og kaffitímar þekktust ekki; „menn fá sér kaffibolla á hlaupum" sagði hann, enda vUl eng- inn fara of lengi frá tölvunni í einu. Gæti misst af góðu tækifæri fyrir vikið. „Við sitjum við tvo tU þrjá skjái, sjónvarp og tölvur og horfum á breytingar á Verðbréfaþinginu; hvað er að hækka og hvað að lækka. Viðskipta- vinimir vilja kaupa og selja á ákveðnu gengi og því þarf að vera vel vakandi. Mikið er talað í símann, suma daga er maður einsog Bella síma- mær - aUtaf í símanum," sagði einn. „Fyrsti vísir að verðbréfamarkaði var tíl staðar þegar ég byrjaði að vinna við þetta, 1989, en hlutabréfamarkaður var varla fyrir hendi. Þá starfaði ég hjá VIB og við rákum Hluta- bréfamarkaðinn hf. og auglýstum verð á hluta- bréfum í nokkrum fyrirtækjum í Morgunblað- inu einu sinni í viku og á grundvelli þess var pínulítið um viðskipti. Annars gerðist h'tið. Svo- lítil viðskipti voru á skuldabréfamarkaði, en stærstur hluti af verðbréfakaupum lífeyrissjóða voru þá með beinum samningsbundum skyldu- kaupum við húsnæðisstofnum," segir Svan- björn Thoroddsen, framkvæmdastjóri mark- aðsviðskipta Fjárfestingarbanka at- vinnulífsins. Albert Jónsson hjá Fjárvangi orðar það svo að „algjör bylting“ hafi orðið í „sölu á fjármálaafurðum“ og Ami Oddur Þórðarson, forstöðumaður markaðsvið- skipta í Búnaðarbankanum, segir þær miklu breytingar sem orðið hafi á verð- bréfamarkaði hafi leitt til þess að viðhorf til hagnaðar fyrirtækja hafi breyst. „Nú er krafa markaðarins sú að fyrirtæki skili góðum arði,“ segh- Ami Oddur. „Og það er mjög skemmtilegt hve hluthöfum í fyrirtækjum hefur fjölgað síðustu ár, al- menningur tekur meiri þátt í atvinnulíf- inu og því eru fleiri raddir sem krefjast þess að hagnaður aukist. Þetta skapar hagræði og aukna framleiðni í þjóðfélag- inu.“ Verðbréfamarkaðurinn tók stórt skref fram á við um 1990. Þá voru fyrstu tvö hlutafélögin skráð á markaði, en skrefin urðu fljótlega stærri og nú eru 50 fyrir- tæki skráð á markaði. Agnar Ágústsson hjá Handsah kom heim frá námi í Bandaríkjunum 1989 og kvað hafa tekið nokkurn tíma að átta sig á íslenska verðbréfamarkaðnum. „Þegar ég kom til starfa voru bara tvö fyrirtæki sem skráðu gengi hlutabréfa, verðbréfa- markaður Fjárfestingarfélagsins og VIB. Ég þekkti vel bandaríska markaðinn, þar sem verðið breyttist nánast á hverri mín- útu en hér breyttist það hálfsmánaðar- lega. Það tók mig töluverðan tíma að átta mig á að þetta væri í raun verðbréfa- markaður. Svo varð töluverð breyting 1990, þegar farið var að skrá gengið viku- lega(!),“ segir Agnai’ en síðan hafa hlut> imir enn breyst verulega. Allir viðmælendur blaðsins sögðu starfið mjög skemmtilegt. Ingólfur Helgason, forstöðumaður hjá Kaupþingi, orðar það svo: „Það sem í raun gerir starfið mjög áhugvavert, og gerir það að FJARHIRDAR FRAMTÍDAR Gífurlegar breytingar hafa orðið í íslenskum fjármálaheimi ó síðustu árum, ekki síst a verðbréfamarkaði. Skaptl Hallgrímsson ræddi við tíu unga menn sem starfa í fjármálaheiminum og allir voru þeir sammála um að um- svifin ættu enn eftir að aukast mjög á næstunni. að verkum að fimm ár eru mjög skammur tími, er að breytingar eru nánast stöðugar; við erum að fást við eitthvað nýtt nánast á hverjum degi.“ Ingólfur bendir á, eins og hinir, að um- fangið hafí verið miklu minna þegar hann hóf störf eftir nám, 1993. „Markaðurinn einkennd- ist þá af óstöðluðum verðbréfum, veðskulda- bréfum og ríkisverðbréfum en verðbréfasjóðir voru reyndar komnir á góðan skrið.“ Verðfall hafði orðið á hlutabréfum sem voru að taka við sér á nýjan leik á þessum tíma, að sögn Ingólfs, „en þær breytingar sem fyrst og fremst hafa orðið á þessum tíma eru að fjölmargar nýjung- ar hafa séð dagsins ljós og sífellt fleiri aðdar eru að koma inn á fjármagnsmarkaðinn. Þetta eru ekki bara einstaklingar og lífeyrissjóðir, fyrirtæki eru farin að hugsa meira um stýringu fjármagns og fjármuna og sjóðir af ýmsum stærðum og gerðum eru komnir inn á markað- inn. Áður var fé þessara aðila mest í hefðbund- um innlánum í bankakerfinu en fer nú víða og veltan er sífellt að aukast. Síðan flutningur fjármagns var gefinn frjáls hefur líka mikið opnast fyrir viðskipti til útlanda; sjóðir og ein- stakhngai- fóru að huga að því að Island væri ekki miðpunktur alls í sparnaði frekar en á öðr- um sviðum. Fyrirtækjum bauðst líka að fjár- magna í erlendri mynt með milligöngu bank- anna hér. I stuttu máli má segja að opnun hag- kerfisins hafi breytt markaðnum mjög mikið, hvað varðar sparnað og lántökur. Fleiri eru komnir á markaðinn, flefri af- urðir eru í boði og umfangið er allt orðið mikið meira,“ segir Ingólfur. Friðrik Magnússon hjá VÍB, sem hóf störf á þessum vettvangi fyrir um fjórum og hálfu ári, tekur í sama streng og starfsbræður hans; segir mikið hafa breyst, fyrirtækjum á mai’kaði fjölgað mikið og áhugi einstaklinga og fyrir- tækja á markaðnum hafi aukist gríðar- lega. Með fleiri skuldabréfaflokkum auk- ist valmöguleikamir og með því hafi við- skiptin aukist mjög. Hann nefnfr einnig að aht gangi miklu hraðar fyrir sig en áð- ur. „Hægt er að selja bréf í flestum félög- um á markaðnum strax, en fyrir nokkrum árum gat það tekið drjúgan tíma; allt er orðið miklu virkara og sér- hæfing er sömuleiðis orðin mun meiri.“ Tröhasögur fara af háum launum verðbréfamiðlara erlendis, en svo virðist sem þau séu mun lægri hérlendis. „Tímakaupið er ekki sérstaklega hátt í starfí af þessu tagi. Hjá Islandsbanka er tekið fyrir það að menn séu á markaði með eigið fjármagn, en velgengni þeirra sem eru með milljón á mánuði sam- kvæmt skattaframtölum byggist dálítið á því, held ég,“ sagði Heiðar Guðjónsson hjá Islandsbanka. Einn viðmælenda blaðsins sagði menn á markaði hérlendis ekki þurfa að kvarta undan laununum, „en ég vinn alla sunnu- daga og 12 tíma alla virka daga“. Hann sagði algengt að verðbréfamiðlarar hér- lendis ynnu 60-70 tíma á viku. I London væru sambærilegar tölur 50-60 tímar á viku en hins vegar 90-100 tímar í New York. „Þar hafa menn gífurlegar tekjur en eyða líka mjög miklu jafnóðum því það er svo dýrt að búa þar. Og svo á það fólk ekkert líf fyrir utan vinnuna, hefur Morgunblaðið/Kristínn engan tíma til þess ...“ Ingólfur Helgason Þáttur í daglegu lífi f jölda fólks INGÓLFUR Helgason er þrítugur forstöðumaður hjá Kaupþingi. Hann er viðskiptafræðingar af fjármála- sviði frá Háskóla Islands og hóf nám hjá Kaup- þingi strax að námi loknu. ,Almenningur, fyrirtæki og fag- fjárfestar eru mun betur upp- lýst um fjár- magnsmarkaðinn - nú en fyrir nokkrum árum. Mun meira er fjallað um markaðinn nú í fjölmiðlum en áður, upplýsingar um hann voru aðeins á hendi örfárra að- ila sem störfuðu á markaðnum og viðskiptavina þeirra. Almenningur veit nú mun meira; þetta er orðið þáttur í daglegu lífi fjölda fólks,“ segir Ingólfur. Um þróunina næstu ár segir Ingólfur: „Við erum nú mitt í umræðu um sameiningu banka hér á landi. í mínum huga er það ekki spuming um hvort heldur hvenær fjármálastofn- anir renni saman á næstunni og þá hverjar. Þegar hagkerfi opnast, eins og gerst hefur hér, má alltaf búast við samkeppni erlendis frá og ég held að næstu ár verði merkheg að því leyti og er líka viss um að íslendingar fara að skrá verðbréf erlendis í ríkara mæh og í eðlilegu framhaldi af því verður án efa um aukið samstarf kauphalla að ræða. Við höfum þegar séð dæmi þess með undirritun viljayfirlýsinga um samstarf kauphallanna í London og Frankfurt og það held ég að sé það sem koma skal. Evrópa verður sterkari heild, það er búið að gefa tóninn að því með Evrunni, og Evr- ópa mun mynda sterkari blokk en áður á móti sterku verðbréfamörk- uðunum í Bandaríkjunum og Asíu.“ Hann segir starfið krefjandi. „Kannski er hægt að lýsa því þannig að menn verði að vera stöðugt með hugann nákvæmlega við verðbréfa- markaðinn; vera á tánum allan dag- inn yfir þvi sem þar að gerast og fylgjast með endalausu upplýsinga- flæði.“ Og spurður um hvaða hæfi- leika menn þurfi að hafa th að bera til að standa sig segir hann: „Það þarf að sjálfsgöðu eitthvað að vera spunnið í þá, þar fyrir utan detta mér í hug orð eins og dugnaður og frumkvæði. Menn þurfa að geta unn- ið með öðrum og ekki er verra að hafa svolítinn húmor, þegar unnið er í hóp!“ Verðbréfamiðlarar vinna mikið. Ingólfur segir að á köflum sé um mikla yfirvinnu að ræða. „Það koma miklfr álagspunktar og menn verða að vera tilbúnir að fórna sér. Menn eru í rauninni í vinnunni allan dag- inn, ýkjur væru að segja allan sólar- hringinn því maður reynir að forðast verðbréf í draumalandinu. Auðvitað kemur fyrir að menn dreymi þau, en ekki daglega(!)“ segir hann. Svanbjörn Thoroddsen Ungt og metnaðar- fullt fólk SVANBJÖRN Thoroddsen, fram- kvæmdastjóri markaðsviðskipta Fjárfestingarbanka atvinnulífsins er hagfræðingur að mennt, frá há- skólanum í Leeds á Englandi. Hann er 32 ára og starfaði hjá V er ðbréfamark- aði Islandsbanka 1989 til 1993 og frá 1993-97 var hann fram- kvæmdastjóri VSÓ ar. Hann telur íslenska hlutabréfa- markaðinn kominn af fyrsta þroska- skeiði og skuldabréfamarkaðinn seg- ir Svanbjöm nokkuð þroskaðan. „Þessir markaðir hafa vaxið gífur- lega hratt á undanfórnum árum, ekki síst núna undangengna mánuði þar sem viðskipti á skuldabréfamarkaði hafa aukist mjög mikið og fjárhæð- imar sem bankar og verðbréfafyrir- tæki era tilbúin að skuldbinda sig th að kaupa orðnar mun hærri en áður. Ég held að markaðurinn muni áfram vaxa mjög hratt en jafnframt erum við farin að sjá aðeins breytt hlut- verk millhiðanna, banka og verð- bréfafyrirtækja; hlutverk þeirra er orðið það að skilgreina, meta og miðla áhættu í ýmsu formi en ekki bara að hafa mihigöngu um kaup og sölu á stöðluðum verðbréfum. Jafn- framt erum við að sjá fyrirtæki eins og t.d. FBA og Kaupþing leika nýtt hlutverk; með þátttöku sinni í kaup- um á Hagkaupi og Bónus nýlega eru þessir aðhar að koma fyrirtækjum úr höndum fjölskyldna í hendur markaðarins með aðferðum sem við sáum ekki fyrr. Þetta er auðvitað dæmi um viðfangsefni sem er geró- líkt því að kaupa bai-a eða selja staðl- að verðbréf og við eigum eftir að sjá frekari þróun í viðskiptum með af- leiðusamninga og aðrar fjármálaaf- urðir.“ Svanbjörn segir að hafa verði í huga að íslenski markaðurinn hafi myndast á ótralega skömmum tíma, „ekki áratugum eða árhundruðum eins og víðast erlendis. Af þessari ástæðu er mikið af ungu og metnað- arfullu fólki með fjölbreytta mennt- un starfandi á markaðnum. Það er lykillinn að því að markaðurinn þró- ist hratt og með jákvæðum hætti. Það er líka lykilatriði að þessu spræka fólki sé gefið svigrúm til að þróa áfram viðskiptin og við sjáum það auðvitað gerast, í mismiklum mæli þó, í bönkunum og verðbréfa- fyrirtælg'unum.“ Svanbjörn telur laun góð á verð- bréfamarkaðnum, „með þeim hætti að tekjur era tengdar við árangur. Við höfum líst því yfir hér að við bvggjum laun á árangurstengdu kerfi og ég held að bankai’nir séu all- fr með í bígerð eða komnir með kei’fi til að umbuna þessu fólki fyrir góðan árangur. Sem er mjög eðlilegt því þetta era í dag einir mikilvægustu tekjupóstar fjármálafyrirtækja.“ Árni Oddur Þórðarson Krafa um arðsemi mun aukast ÁRNI Oddur Þórðarson, viðskipta- fræðingur, er forstöðumaðm’ Mark- aðsviðskipta í Búnaðarbankanum. Hann er 29 ára og hefur starfað í fimm ár á verð- bréfamarkaði, síðan hann lauk námi. Fyrir- tækjaþjónusta við stærri fyrir- tæki sem era á verðbréfaþingi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.