Morgunblaðið - 23.08.1998, Síða 36
36 SUNNUDAGUR 23. ÁGÚST 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Stundum sjáum við í frétt-
um að í útlöndum séu til
böm sem búa á götunni.
Þau skipta tugum, jafnvel
hundruðum í milljóna-
samfélögum. Við verðum undrandi
og reið og viljum gera „eitthvað".
Gera eitthvað um leið og við h'tum
framhjá því að hér á landi, í Reykja-
vík, skipta þau tugum bömin sem
búa á götunni.
Flest þeirra era í óreglu; áfengi
og fíkniefnum, á skjön við samfélag-
ið; stunda þjófnaði og innbrot, jafn-
vel vændi. En þau eru samt böm, í
vanda - og við viljum ekkert af
þeim vita, ekkert af þeim frétta.
Þau era til vandræða og allir búnir
að gefast upp á þeim.
Allir nema Mummi og Marsibil.
Mummi í Mótorsmiðjunni - og
ásamt konu sinni, Marsibil Jónu
Sæmundsdóttur í Mótorsendlum,
Götusmiðjunni og Virkinu.
Mummi, eða Guðmundur Týr Þór-
arinsson og Marsibil hafa á seinustu
áram verið óþreytandi við að finna
nýjar leiðir tll að virkja götubömin
okkar til jákvæðra athafna. Þau hafa
fundið leiðir til að fæða þau og veita
þeim húsaskjól, finna handa þeim
verkefni og reyna að vekja athygli
„kerfisins" á því að sumir krakkar
þurfa önnur úrræði en þau sem í
boði era. Sjálfur á hann skrautlega
sögu að baki og þekldr því af eigin
reynslu hvemig þarf að taka á móti
bömum sem era djúpt sokkin í eitur-
lyfjavanda og hvaða endurhæfingar-
aðferðir era vænlegar.
Um mánaðamótin mai/júní stofn-
uðu þau Marsibil meðferðarheimili
fyrir ungt fólk, sem hlotið hefur
heitið Götusmiðjan/Virkið og er ætl-
að ungmennum á aldrinum 17-21
árs. Hann hefur þó þegar sótt um
leyfi til að taka inn einstaklinga frá
sextán ára aldri - og er vonandi að
þar til gerð yfirvöld sjái hag í að
veita það leyfi.
Frá því Mummi fór af stað með
Mótorsmiðjuna, hefur hann verið
rödd í íslensku samfélagi - sem við
höfum ekki efni á að skella skolleyr-
um við. Það er eins og hann viti það,
vegna þess að þegar hann tjáir sig,
hefur hann hátt. Hann er hugsjóna-
maður, fullur eldmóðs og það sem
hann tekur sér fyrir hendur, er
framkvæmt af ástríðu. Þegar hann
verður fyrir mótlæti - sérstaklega
„kerfisins" - bregst hann við af
þessari sömu ástríðu og hefur mjög
hátt. Mummi er maður sem ekki er
hægt að láta eins og sé ekki þama.
Jólá götunni
En eitt er Mótorsmiðjan, annað er
heilt fyrirtæki eins og meðferðar-
heimili. Þegar við setjumst niður yfir
kaffibolla einn rigningarmorguninn,
í stofunni hjá Mumma og Marsibil,
umvafin englamyndum, hlýtur því
fyrsta spumingin að vera; hvers
vegna meðferðarheimili?
„Þegar við voram með Mótor-
sendla, atvinnuúrræði fyrir ungt
fólk, tókum við eftir því að það var
til svo mikið af heimilislausum ung-
lingum, sem bara héngu þarna inn-
frá hjá okkur. Þegar fram liðu
stundir fóram við að finna meira og
meira fyrir því að innan um og sam-
an við vora einstaklingar sem vora í
neyslu. Þau gistu í stigagöngum og
bílhræjum víða um bæinn og við
fóram að velta því fyrir okkur
hvernig við gætum mætt þessum
vanda. Þetta var óviðunandi í vel-
ferðarþjóðfélagi, í borg sem veitir
milljörðum í félagsmálageiranum,"
segir Mummi. ,Á- síðasta ári ákváð-
um við að reyna að mæta þessum
vanda. Það vora að koma jól og við
gátum ekki hugsað okkur jólin, vit-
andi af þessum hópi á götunni,“
bætir Marsibil við og Mummi held-
ur áfram: „Við höfðuðum til þjóðar-
innar, settum af stað söfnun og opn-
uðum athvarf í Skeifunni - á að-
fangadag. Við kölluðum þetta „Jól á
götunni", þar sem heimilislausir
unglingar gátu komið inn af göt-
unni, gist og borðað. Við opnuðum á
aðfangadag og krakkamir birtust
strax til að athuga hvort við væram
með enn eitt kerfisbatteríið."
Hvað áttu við með kerfisbatteríið?
„Mikið af þeim unglingum sem
era á götunni, era í neyslu og jafn-
vel afbrotum til að fjármagna neysl-
Við höfnum ekki
einstaklingi,
heldur athæfí
Málefni ungra fíkniefnaneytenda hafa verið í brennidepli á sein-
ustu árum og mikið talað um að vanda þeirra þurfí að leysa. Guð-
mundur Týr Þórarinsson, betur þekktur sem Mummi í Mótor-
smiðjunni, og kona hans, Marsibil Jóna Sæmundsdóttir, hleyptu
nýlega af stokkunum einkareknu meðferðarheimili fyrir þennan
hóp sem hlotið hefur heitið Virkið. Súsanna Svavarsdóttir ræddi
við þetta eldheita hugsjónafólk um íslensku götubörnin, þarfír
þeirra og úrræðin sem meðferðarheimili þeirra býður upp á.
una. Þeir era búnir að fara í gegn-
um hendurnar á endalausum fræð-
ingum frá unga aldri. Einhverra
hluta vegna stoppuðu málin ekki hjá
þeim, þannig að þau fengu enga
lausn á sínum málum,“ segja þau
Mummi og Marsibil.
„Þetta kerfi náði ekki að hjálpa
þessum einstaklingum en svo hefur
það hjálpað öðram - sem þar af
leiðandi hafa ekki komið til okkar.
Það hentar ekki öllum það sama,“
bætir Marsibil við.
Að mæta þörfum ungra fíkla
Á þeim tíma sem Götusmiðjan
starfaði, frá aðfangadegi og til 7.
febrúar, leituðu fimmtíu ungmenni
aðstoðar þar. Á hverri nóttu vora
sjö til fimmtán manns í rúmum þar
og kostnaðurinn segja þau Mummi
og Marsibil að hafi verið rúmar
tvær milljónir - ríflega sú upphæð
sem tókst að safna hjá þjóðinni til
að reka þetta athvarf. Peningarnir
fóra í leigu á húsnæðinu og í mat,
auk þess sem starfsmenn gengu
launaðar vaktir allan sólarhringinn
- alls tíu manns. „Eg fékk engin
laun,“ segir Mummi, „og við skuld-
um ennþá auglýsingu í Morgunblað-
inu.“
Á þessum vikum sáum við hvem-
ig staðan í málefnum þessara ung-
menna er í raun og vera. Við kynnt-
umst ungum fíklum og tengdumst
þeim. Auðvitað fór mikill tími hjá
okkur í að reyna að mótívera þau til
að snúa við blaðinu og á þessum sex
vikum sóttu þrettán um meðferð frá
okkur. Sex komust inn - en þeir
entust ekki lengi. Þau meðferðarúr-
ræði sem í boði eru virkuðu ekki
fyrir þennan hóp.
Þarna var ný þörf sem þurfti að
mæta. Við vissum að við hefðum alla
getu, vilja og orku til að setja á fót
meðferðarheimili sem hentar þörf-
um þessara ungmenna. Það er að
segja, meðferðarheimili fyrir unga
fíkla, sniðið að þeirra þörfum."
Hverjar era þeirra sérþarfir?
„Þeirra sérþarfir era, að við
fyrstu kynni séu þau samþykkt. Það
verður að ríkja gagnkvæmt traust
og virðing. Fíkill gengur um samfé-
lagið og ögrar því neikvætt. Samfé-
lagið tekur við þessari ögrun og tal-
ar niður til þeirra í staðinn fyrir að
setja sig á jafnréttisgrandvöll og
samþykkja þau. Þetta eru böm.
Grundvöllurinn í okkar starfi er
að við höfnum aldrei einstaklingi,
heldur athæfi; það er að segja,
skilaboðin írá okkur era, þú ert í
lagi en sumt sem þú gerir kann að
vera þess eðlis að það skaði þig og
umhverfi þitt.“
Við gátum ekki hent
þeim út í snjóinn
Þau Mummi og Marsibil ákváðu
að setja aleigu sína og alla sína orku
í að opna meðferðarheimili. Undir-
búningurinn tók nokkra mánuði og
fyrsti skjólstæðingurinn hóf með-
ferð um mánaðamótin maí/ júní.
Þau höfðu komið upp fullmönnuðum
vöktum, með pláss fyrir fjórtán
unglinga og voru tilbúin til að taka á
móti þeim. Fyrsti skjólstæðingur-
inn hafði fylgt þeim frá jólaathvarf-
inu, Götusmiðjunni. En hvað varð
um hana?
„Þegar við misstum húsnæðið í
Skeifunni, vora fimmtán unglingar
búandi í Götusmiðjunni. Það var
annað hvort að henda þeim út í
snjóinn - eða finna aðra lausn.
Við gátum ekki hent þeim út í
snjóinn, svo við ákváðum að taka
þau að ekkur og buðum þeim hrein-
lega að búa í sjoppunni sem Mótor-
sendlar höfðu til umráða. Við tókum
tvö skrifstofuherbergi og bjuggum
um krakkana þar á nætm-nar. Svo
höfðu Mótorsendlar húsnæðið á
daginn og svo sáum við til þess að
þau fengju að borða.
Auðvitað máttum við ekki gera
þetta, við höfðum ekkert leyfi til að
hafa þessa „starfsemi" þarna. En
þetta var ekki starfsemi, heldur
húsaskjól, hlýja og matur í stórri
neyð - og við vorum ekki að brjóta
nein barnavemdarlög, því þeir sem
gistu þama vora allt sjálfráða ein-
staklingar.“
Var þetta ekki ólöglegt?
„Jú, en hvað áttum við að gera?
Það er líka ólöglegt að búa á göt-
unni hér á íslandi. Hvort lögbrotið
er verra?
Þarna settum við upp næturvakt-
ir sem Mótorsendlar greiddu og
hugsuðum um þessa krakka á með-
an við leituðum að húsnæði til að
stofna meðferðarheimili fyrir ung-
linga.“
Hvemig gekk það?
„Við fengum 31 nei áður en við
fengum húsnæði. Það vildu allir
leigja okkur Marsibil," segir
Mummi, „en þegar fólk vissi til
hvers við ætluðum að nota húsnæð-
ið, vildi það alls ekki leigja okkur.
Svo var það loksins í mars að við
fengum já - og það var besta hús-
næðið sem við höfðum fundið.
Þau fá að vera unglingar í friði
En í þetta sinn vildum við ekki
taka neina áhættu. Við vildum gera
þetta allt rétt; fá öll tilskilin leyfi og
opna tilbúið meðferðarheimili. Á
meðan á þessu stóð borguðum við
gistiheimili fyrir þrjá einstaklinga.
Þeir, og fleiri, komu í dagsprógram