Morgunblaðið - 23.08.1998, Síða 38

Morgunblaðið - 23.08.1998, Síða 38
38 SUNNUDAGUR 23. ÁGÚST 1998 SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ J FÓLKIÐ - TRUIN - KIRKJAN i. KIRKJAN er um margt óviðbúin því að takast á við þann vanda sem steðjar að samtímanum. En stund- um er dregin upp mynd af kirkj- unni, sem er engan veginn sönn eða trúverðug. Þetta er alvarlegt mál eigi kirkjan að vera athvarf og vegvísir í margvíslegum vanda lífs- ins. Er hún það salt og ljós sem henni er ætlað að vera? Prestastefna þjóðkirkjunnar lagði til árið 1988 að flestir þættir kirkjulegs starfs verði endurskoð- aðir í ljósi safnaðareflingar. Bent var á helgihald safnaðarins, líknar- þjónustu, fræðslumál, samstarf við aðrar kirkjudeildir, byggingu nýrra kirkna og safnaðarheimila og nýtingu þeirra. Prestastefnan 1988 taldi brýnt að efla menntun starfsfólks safnað- anna og komið yrði á ráðgjöf í safn- aðaruppbyggingu. Bent var á sam- þykkt kirkjuþings frá 1986 þess efnis að efling kirkjulegs starfs skuli vera meginmarkmið hátíðar- halda vegna þúsund ára afmælis kristnitökunnar árið 2000 og telur safnaðaruppbyggingu verðugt við- fangsefni þennan áratug, sem að- draganda hátíðarhaldanna alda- mótaárið. Víða hefur verið tekin upp sér- þjónusta sem er mikils virði, eins og þjónusta presta á sjúkrahúsum, þjónusta í sambandi við missi og sorg, hjónafólk, fanga, fræðsla í fjölmiðlum, auk margvíslegrar líknarstarfsemi og einingarviðleitni kirknanna. Haft hefur verið eftir framkvæmdastjóra Alkirkjuráðs- ins, að það sem gerist ekki í söfn- uðunum gerist ekki í kirkjunni. Mörg viðleitnin innan kirkjunnar hefur hvorki fært fólk til kirkjunn- ar né kirkjuna til fólksins. I sumum tilvikum hafa leikmenn verið svipt- ir ábyrgð eða ekki viljað gangast undir ábyrgð. Kirkjunni ber vissu- lega að vera hvort tveggja í senn kirkja Mörtu, sem mæddist í mörgu, og Maríu, sem valdi góða hlutann, og það má aldrei gleymast að þær voru systur. Kirkjan er samfélag þjónustu og trúar sem sameinar og nær yfír allt sem sundrar. Hún skerðir ekki frelsi einstaklingsins þótt hún kalli menn til samfélags við Guð og náungann. Það er hægt að hefja umbætur í söfnuðunum. Menn hafa í því sam- bandi komið á margs konar gras- rótarhreyfíngum í safnaðarstarfi. Eg nefni sem dæmi umræðuhópa um margs konar málefni. Leik- menn geta stjórnað þessum um- ræðum, en um leið notið leiðsagnar manna með sérþekkingu. En í stað slagorðsins „kirkjan fyrir fólkið", kæmi „kirkja fólksins“, kirkja sem lifir þjáist, gleðst og starfar meðal fólksins sjálfs. Þessar grasrótar- hreyfingar gætu orðið það súrdeig sem umskapar kirkju og samfélag og þannig unnið að nýju gildismati. Menn hafa í því sambandi talað um „steinana í kirkju framtíðarinnar". Trúarbrögð eru upp á teningn- um í dag og þess vegna er nauð- synlegt að hugsa skýrt svo við leið- umst ekki afvega. Sumir ímynda sér að allt snúist um Guð. Þannig geta menn týnt sjálfum sér. Ef Guð hefur alltaf á réttu að standa, þá hef ég alltaf rangt fyrir mér. Við getum annars vegar treyst um of eigin dómgreind og hins vegar van- rækt hana vegna guðshugmyndar, sem við viljum að gefi okkur full- komin svör við öllu. Það er til ýkt sjálf, sem hleypir Guði aldrei að, og það er til ýkt guðshugmynd sem gerir ekkert úr manninum. Þeir sem hafa ýkt sjálf enda oftast einir og þeir sem hafa ýkta guðshugmynd lenda í lífsaf- neitun. Hvort tveggja ber því vitni að skortur sé á samskiptum og tjáningu og lífið endar í þögn. Sam- skiptin eru ekki möguleg, þar sem tjáning er að engu gerð annaðhvort vegna eigingimi eða undirgefni. Kirkjunni ber að endumýja sig í anda fagnaðarerindisins og pré- dika boðskapinn um fyrirgefningu, kærleika og miskunnsama nær- vem Guðs í mannlegri neyð bæði í orði og verki. Til þess hefur hún kennivald og kenni- skyldu en ekkert póli- tískt vald. Þörfin er brýn í miskunnarlaus- um heimi og samfélagi. En geri hún það ekki verður hún ekki trú- verðug og glatar ásjónu sinni í heimi samtímans, þrátt fyrir allar nýjungar og ný- breytni. II. Hjálmar Ámason, einn af þingmönnum Reyknesinga, skrifar athyglisverða grein í sunnudagsblað Morg- unblaðsins 26. júlí sl. Þar segir hann frá því að unnið sé á vegum Kirkjan þarf vissulega að halda vöku sinni ef hún ætlar að standa undir nafni sem þjóð- kirkja, segir Olafur Oddur Jónsson, og hún má aldrei láta bendla sig við kynþátta- og kynjamisrétti og mannréttindabrot. Evrópuráðsins að skýrslugerð og tillögum varðandi trúarbrögð, stjórnmál og virðingu fyi’ir trú- frelsi og að umræðan sé liður í auknum mannréttindum í álfunni allri. Þingmaðurinn getur þess að þessi vinna sé framhald fyrri sam- þykkta þingsins sem fela í sér að- gerðir til að auka gagnkvæma virð- ingu fyrir menningu og trúar- brögðum ólíkra þjóða og þjóðar- brota og þannig vilji þing Evrópu- ráðsins leggja sitt af mörkum til að draga úr kynþáttahatri og öðram fordómum sem einatt leiði til spennu og ofbeldis fólks í millum og þjóða. Hann víkur síðan að því að í áðurnefndri greinargerð um trúar- brögð og lýðræði sé meðal annars bent á að ofsatrú og lýðræði eigi Mtla samleið enda sé eðli lýðræðis að virða öll sjónarmið. Ég vil þó taka fram að þótt viðmiðunar- reglan sé að virða öll sjónarmið, þá þýðir það ekki að öll sjónarmið séu jafngild. Menn verða að færa rök fyrir skoðunum sínum og stundum þarf blátt áfram að snú- ast gegn þeim öfgafyllstu. Hjálmar bendir réttilega á að fylgjendur ofsatrúar telji sig þess umkomna að boða hinn algilda sannleika en fordæma þá sem ekld fylgja þeim á þeirri leið. Þá er á það bent að í nokkram ríkjum heims séu trúar- brögðin notuð sem valdatæki stjómmálamanna og þjóðþinga til að tryggja sjálfa sig í sessi. Við slíku er sterklega varað. Mjög er mælt með því að skilja á milli hinna almennu þátta stjómmálanna og svo trúarlífs. Rökin séu þau að m.a. sé verið að tryggja þannig jafnan rétt og virðingu fyrir ólíkum trúar- hópum og hins vegar að koma í veg fyrir að trúarbrögðin verði notuð í þágu stjómvalda eða öfugt. Það er ástæða til að geta þess í þessu sambandi að árið 1934 tók evangelíska kirkjan í Þýskalandi þátt í svo kallaðri Barmen yfirlýs- ingu, sem var uppgjör við nasis- mann út frá kristnum kenningar- grundvelh. Tilefni Játningarkirkj- unnar, eins og hreyfingin var köll- uð, var ofsóknir nasista á hendur gyðingum. Menn gátu ekki sætt sig við að það væri óviðkomandi krist- indóminum að taka afstöðu til gyð- ingaofsókna og þess mannskilnings sem lá þar að baki. Kirkja sem vildi vera trúverðug kirkja gat ekki samþykkt kynþáttamisrétti nas- ismans. Það þýðir í dag að kirkja sem vill vera trúverðug kirkja get- ur ekki samþykkt brot á mannrétt- indum, hver sem á í hlut. Hjálmar varpar fram þeirri spurningu í grein sinni hver staðan sé á Islandi í dag. Hann getur þess að á Islandi hafi kirkjan starfað í þúsund ár, lengst af undir verndar- væng Alþingis. Hann segir síðan að þetta stríði gegn stefnu Evrópu- ráðsins sem Island er þó aðili að og hann varpar fram þeirri spurningu hvort endurskoða þurfi þessa af- stöðu. Það er ljóst að ný lög um stjóm og starfshætti þjóðkirkjunnar fela í sér nær algjöran aðskilnað ríkis og kirkju að öðra leyti en því að ríkið greiðir prestum laun í ljósi þeirra kirkjueigna sem þjóðkirkjan hefur um leið látið af hendi. Segja má að önnur formleg samskipti séu vart fyrir hendi og að prestastefna og kirkjuþing íslensku þjóðkirkjunnar muni í framtíðinni taka afstöðu um innri mál hennar. Hjálmar heldur því fram að færa megi að því rök að með „ríkistrú" sé verið að setja trúarbrögð hinna nýju þegna sem flust hafa til lands- ins og annarra trúfélaga í landinu skör lægra og þar með sé gengið þvert á stefnumörkun Evrópuráðs- ins. I þessu felist með öðram orð- um ekki gagnkvæm virðing fyrir öllum trúarbrögðum og spyrja megi hvort ekki leynist þarna hætta á fordómum með viðeigandi afleiðingum. Það er af og frá að við höfum það sem þingmaðurinn kallar „ríkistrú" eða ríkiskirkju sem er allt annað en þjóðkirkja, kirkja fólksins, sem hefur vissulega haldið sérstöðu sinni af sögulegum ástæðum. Þing- maðurinn getur þess að þegar Marteinn Lúter reis upp gegn kaþ- ólsku kirkjunni var tilgangur hans ekki síst sá að færa trúarlífið nær söfnuðinum og gera þannig fólkið sjálft virkara í messuhaldinu. Kaþ- ólska kirkjan hafi verið orðin öflug stofnun er fjarlægst hafði söfnuð sinn með stofnanabrag og innri Ólafur Oddur Jónsson Tjöld, bakpokar, svefnpokar, garðhúsgögn, gönguskór, fatnaður o.m.fl. SEGLAGERÐIN |m jjiii fj» 11 ; , ' . H & Eyjaslóð7 Reykjavík S. 51 12200

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.