Morgunblaðið - 23.08.1998, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 23. ÁGÚST 1998 39
SKOÐUN
átökum og að ýmsir viljí halda því
fram að á fimm hundruð árum hafi
lúterska kirkjan á íslandi þróast
með svipuðum hætti, þ.e. hinn al-
þýðlegi ferskleiki, er einkenndi
hana í byi-jun, hafi vikið íyrir form-
legheitum, stofnanablæ og átökum.
Kirkjan hafi með öðrum orðum
ekki fylgt fólkinu en einhvern veg-
inn lokast af sem stofnun og er nú
sögð súpa seyðið af þeim örlögum.
Hjálmar leggur þó ekki mat á
þetta viðhorf en telur að kirkjunn-
ar fólk hljóti að velta þessu fyrir
sér og er það rétt athugað hjá hon-
um.
III.
í þessu sambandi er ástæða til
þess að geta þess að afhelgun og
aðrar samfélagsbreytingar hafa
haft áhrif á stöðu kirkjunnar. Af-
helgunin þarf þó ekki að vera slæm
í sjálfu sér. Hún gæti veitt kirkj-
unni ný tækifæri. Aftur á móti er
heimshyggjan varasöm, þegar allt
snýst um hið veraldlega. Robert
Bellah og samstarfsmenn hans
skrifuðu bókina Habits of the He-
art, sem er könnun á hvítu milli-
stéttarfólki í Bandaríkjunum, lýsa
aukinni einstaklingshyggju þar,
sem einnig er að finna á Islandi,
einstaklingshyggju sem grefur
undan samfélagi manna á margan
hátt. Ávinningur einstaklingsins
verður þá mikilvægari en almanna-
heill. Einstaklingshyggjan gengur
út frá því að kirkjusókn sé valkost-
ur og margir draga þá ályktun að
hægt sé að vera kristinn án þess að
tilheyra nokkurri kirkjudeild. Trú-
in er þannig alfarið færð inn á svið
einkalífs þar sem menn í besta falli
hafa samskipti við fólk sem er eins
og það sjálft en forðast aðra. Segja
má að trú og kirkja komi þessu
fólki aðeins að gagni ef um er að
ræða persónulegan ávinning eða
fullnægju. Vissulega ber að virða
sjálfræði einstaklingsins, en það
þarf um leið að kalla hann til sam-
félags og ábyrgðar. Auk þess
stöndum við frammi fyrir andstöðu
við stofnanir almennt sem rekja
má til tortryggni í garð valds-
manna og valdastofnana. Það er
vissulega brýnt að einstaklingurinn
finni sig betur heima í þjóðkirkj-
unni og þess vegna hafa söfnuðir
reynt að breyta starfsaðferðum
sínum eins og ég gat um í upphafi,
t.d. með tilkomu margvíslegra
nærhópa þar sem tekist er á við
ólíkustu verkefni. Einnig hefur
fræðslustarf verið aukið og þing-
maðurinn tók einmitt þátt í ráð-
stefnu hér í Keflavíkurkirkju um
gildismat í vor. En þátttakan var
hverfandi. Starf kirkjunnar er þó
ekki spurning um magn fyrst og
fremst heldur gæði og fjölbreyti-
leika. 25 þúsund manns koma í
Keflavíkurldrkju á hverju ári af
einni eða annarri ástæðu og er það
dágóður fjöldi. Inntakið í allri
„andmenningarhreyfingu“ á síð-
ustu áratugum hefur verið tor-
tryggni í garð valds og valdastofn-
ana og þar með talið kirkjunnar.
Ýmsir telja þetta ánægjulega orku,
þar sem hver fer sína leið, en er
hugsanlegt að hér sé einnig á ferð-
inni það sem Emile Durkheim kall-
aði siðrof (anomie)? Svari hver fyr-
ir sig.
Enn eitt atriði finnst mér ástæða
til að nefna sérstaklega og það er
breytt gildismat samtímans. Við
höfum orðið vitni að því að fólk hef-
ur sagt skilið við gildi sjálfsafneit-
unar en keppist þess í stað eftir
gildum sjálfsfullnægju. Fjölskyldu-
gildin og samfélagsgildin verða
jafnvel að víkja fyrir þessari
áherslu. Það má ekki afneita „líf-
inu“ fyrir eitthvað annað, eins og
samfélag og fjölskyldu. Þessu
tengist einnig nægtasálfræðin,
menn vilja heyra fagnaðarerindi
heilsu og auðs, hagnaðar og ávinn-
ings. En þegar Jesús sagðist vera
kominn til þess að menn hefðu líf,
líf í fullri gnægð, þá átti hann ekki
aðeins við hin veraldlegu gæði,
peninga, auð og völd, hann átti
einnig við andlegu og siðferðilegu
gæðin, sem verða til í samskiptum
fólks. Hjálmar getur þess að kirkj-
an gegni mikilvægu hlutverki í lífi
þjóðarinnar og hún hafi reynst kjöl-
festa fyrir einstaklinga, fjölskyldur
og hópa. Hins vegar hafi verið á það
bent að milli „stóratburða" sé
kirkjusókn og safnaðarstarf með
daufara móti. Söfnuðurinn finni
ekki hjá sér hvöt eða þörf til að
sækja kirkju sína í reglulegu og
■ daglegu trúarlífí.
Eg hef nú þegai- bent á nokkrar
skýringar á þessu. Þingmaðurinn
talar um fjarlægð kirkju frá söfnuði,
en allt eins mætti tala um fjarlægð
safnaðarmeðlima frá kirkjunni
vegna þess að annað tekur hugann
á markaðstorgi allsnægtanna.
IV.
Það er ljóst á máli þingmannsins
að Evrópuráðið vill halda stjórn-
málum frá trúarbrögðum og er það
stutt með rökum lýðræðis og gagn-
kvæmri virðingu fyrir ólíkri menn-
ingu og trúarbrögðum. Þessi meg-
inregla er góð en sá tími gæti kom-
ið aftur, rétt eins og 1934, að kirkj-
an þurfi að segja sitt nei. Hvað
hefði Játningarkirkjan sagt um at-
burðina í Kosovo? Sá tími er einnig
kominn að hún gjaldi jáyrði við
betri skólum og bættri hjúkrun
sjúklinga og fanga. Markaðskerfið,
sem kemur ýmsu góðu til leiðar,
nær ekki til allra þátta samfélags-
ins og er því engin allsherjarlausn
eins og sumir vilja vera láta. Kirkj-
an hefur alltaf verið gagnrýnin á
altæka hugmyndafræði hverju
nafni sem hún kann að nefnast. Eg
tek undir það að Islendingar verða
að virða margmenningarfyrirbrigði
samtímans. Það ber vissulega að
virða rétt fólks til þess að iðka trú
sína og láta í ljós skoðanir sínar.
Því ber að fagna ef þingmaðurinn
hefur rétt fyrir sér í því að Evrópa
sé öll á fleygiferð í áttina að auk-
inni virðingu fyrir mannréttindum
og ólíkum lífsgildum. En þarna
gætir nokkurrar menningarbjart-
sýni að mínu mati. Balkaniseringin
færir okkur heim sanninn um ann-
að. Balkanisering er ekki stað-
búndið landfræðilegt fyrirbrigði
bundið við hörmungaratburðina á
Balkanskaga, þai- sem íslendingar
fóru áður fytr í sumarfrí. Henni
getur skotið upp hvar sem er t.d. í
A-Evrópu Ég tek undir með þing-
manninum að Islendingar láti sig
mannréttindi miklu skipta og ég
fagna því hvað utanríkisráðuneytið
hefur verið að gera á markvissan
hátt og með árangri, eins og í máli
Soffíu Hansen og dætra hennar.
Ég tek einnig undir með þing-
manninum að við getum ekki skot-
ið okkur undan þeirri ábyrgð sem
aðild að fjölþjóðlegu samfélagi á
borð við Evrópuráðið felur í sér.
Ef að því kemur að ísland gangi
í Evrópusambandið þá er ljóst að
algjör aðskilnaður ríkis og kirkju
verður fyrirskipaður og reyndar
má segja að hann sé þegar langt
kominn. Ég tek þingmanninn á
orðinu þegar hann segir að hann
sé ekki að veitast að kirkjunni þeg-
ar hann leggur til að beinum af-
skiptum Alþingis og ríkisstjórnar
af hinni lútersku kirkju ljúki og
það er ástæða til að þakka honum
málefnaleg skrif. Það er þó eitt
sem leitar á hugann. Er hugsan-
legt að um leið verði erfiðara að
standa vörð um grundvallargildi
sem skipta miklu máli og við lend-
um í því hafróti sem byrgi okkur
sýn. Trúarbrögð geta sameinað
eða sundrað og ég tel að eitt af
hlutverkum þjóðkirkjunnar sé og
hafi verið að binda þjóðfélagið,
dreifbýli og þéttbýli, saman. Er
hugsanlegt að eftir þessar breyt-
ingar stöndum við uppi með safn-
aðarskilning bandarísku safnaðar-
kirkjunnar, þar sem jafnvel
kirkjustjórnin verði í aukahlut-
verki?
Ég geng út frá því sem prestur
þjóðkirkjunnar að forréttindum
hennar sé að ljúka og það kalli aft-
ur á móti á enn betra, margbreyti-
legra og innihaldsríkara starf
hennar. Vissulega virðir þjóðkirkj-
an önnur sjónarmið og innan henn-
ar þrífast mjög ólík sjónarmið. En
með mannréttindi verður aldrei
verslað. Hjálmar telur að breyt-
ingar á kirkjuskipaninni geti haft
jákvæðar afleiðingar í för með sér.
Þær breytingar verða þó aldrei
nein allsherjarlausn. Það sem
skiptir máli fyrir kirkjuna er, að
þann veruleika, sem hún vill
standa vörð um, sé að finna úti í
samfélaginu, t.d. á íslenskum
heimilum og víðar. Ef bænamálið
þagnar þar þá verðum við illa
stödd. Sjálfur er ég þeirrar skoð-
unar að það að helga sig persónu-
legu trúarlífí, án aðstoðar stofnun-
ar í þjóðfélagi sem er fjölþætt, öfl-
ugt og innbyrðis tengt, sé ekki lík-
legt til árangurs. Trúfrelsi er
vissulega hluti af lýðræði, eins og
þingmaðurinn kemur inn á. Segja
má að trúfrelsi hafi verið upphaf
lýðræðis eins og siðbreytingin ber
glöggt vitni um.
En það er umhugsunarefni að
ýmsar kirkjur í Evrópu hafa farið í
varnarstöðu í sambandi við þróun
mála í Evrópu, t.d. norska og
danska kirkjan. Það má vera að ís-
lenska þjóðkirkjan hafi gért það
einnig. Hún þarf vissulega að
halda vöku sinni ef hún ætlar að
standa undir nafni sem þjóðkirkja
og hún má aldrei láta bendla sig
við kynþátta- og kynjamisrétti og
mannréttindabrot. Kristin trú hef-
ur að geyma sammannleg alþjóð-
leg einkenni sem sérhver þjóð-
kirkja verður að virða.
Höfundur er sóknarprestur í Kefki-
vík og fyrrverandi formaður nefnd-
ar um málefnið Samkynhneigð og
kirkja.
Barnaskor
frá Bopy
St. 24-36 • Svartir
Verð frá 2.490
smáskór
í bláu húsi v/Fákafen
SPECTRONIC
TS-400
Handsími
Bílasími
Festing í bíl
með 12V
hledslutæki,
handfrjálsri
notkun,
tengingu f.
loftnet og
loftnetskapli.
Hleðslutæki f.
230V, 120 klst.
NiMH rafhlaða
iítr*\
- 108 Reykjavil
- Fax. 668-7447
www.mbl.is
HELDIIR AFRAHI