Morgunblaðið - 23.08.1998, Page 40
40 SUNNUDAGUR 23. ÁGÚST 1998
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+
Ástkær amma, tengdamóðir, langamma og langalangamma,
MAGNEA V. EINARSDÓTTIR,
Sólvangi,
áður Grænukinn 17,
Hafnarfirði,
lést á Sólvangi föstudaginn 21. ágúst 1998.
Jarðarförin auglýst síðar.
Haraldur R. Gunnarsson, G. María Gunnarsdóttir,
Ársæil Már Gunnarsson, Magnea Þ. Gunnarsdóttir,
Olga Gunnarsdóttir, Auður Gunnarsdóttir,
tengdabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabörn.
Eiginmaður minn, fósturfaðir og faðir,
GUÐJÓN GUÐMUNDSSON
framreiðslumaður
og umsjónarmaður hjá
Krabbameinsfélagi íslands,
Álfheimum 6,
verður jarðsunginn frá Áskirkju þriðjudaginn
25. ágúst kl. 13.30.
Gunnþórunn Sigurjónsdóttir,
Gunnar G. Kristjánsson,
Magnús Guðjónsson,
Indíana Guðjónsdóttir,
Þórarinn Guðjónsson,
Aðalheiður Guðjónsdóttir,
Svava Kristjana Guðjónsdóttir,
Margrét Ásta Guðjónsdóttir.
+
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
BRAGIHALLDÓRSSON,
Vallargötu 18,
Keflavík,
verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju mánudaginn 24. ágúst kl. 14.00.
Fjóla Bragadóttir,
Baldur Bragason, Valgerður Óladóttir,
Pétur Georgesson,
Valgerður Fjóla Baldursdóttir, Árni Baldursson,
Bragi Baldursson
og langafabörn.
+
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma,
GUÐNÝ ÞORBJÖRG ÁGÚSTSDÓTTIR,
frá Aðalvík,
Bergþórugötu 51,
verður jarðsungin frá Grafarvogskirkju þriðju-
daginn 25. ágúst kl 15.00.
Böm, tengdabörn
og barnaböm.
+
Innilegar þakkir til allra, sem auðsýndu okkur
samúð og hlýhug með blómum, kveðjum og
heimsóknum vegna andláts og útfarar
ÞRÚÐAR S. BJÖRGVINSDÓTTUR.
Sérstakar þakkir viljum við senda starfsfólki
handlækningadeildar FSA og starfsfólki
Sundabúðar fyrir einstaka umönnun.
Ólafur Pétursson,
Elísabet S. Ólafsdóttir, Jón Arnar Guðmundsson,
Eva Hrönn Jónsdóttir og Stefán Óli Jónsson.
+
Hinn 6. ágúst síðastliðinn var haldin minningarathöfn í Dómkirkjunni í
Liibeck um tengdamóður okkar, ömmu og langömmu,
LISELOTT SIEMSEN,
fædd Rosenberg,
sem lést sunnudaginn 2. ágúst síðastliðinn.
Þökkum auðsýnda samúð.
Sigríður Siemsen, Lore Siemsen,
og fjölskylda. og fjölskylda.
JENS
ÓLAFSSON
+ Jens Ólafsson
fæddist 11. mars
1936 í Stærra-Ár-
skógi. Hann lést á
heimili sínu Hlíðar-
túni 1, Hornafirði,
15. ágúst síðastlið-
inn. Poreldrar hans
voru Ólafur Eiríks-
son bifreiðastjóri, f.
10.10. 1910, d. 26.4.
1993, og Sigrún
Jensdóttir, f. 7.2.
1915, húsfrú. Þau
slitu samvistir. Jens
var elstur úr stórum
systkinahópi. Alsyst-
ir Kristjana Ólafsdóttir, f. 8.7.
1937, d. 28.3 1975. Systkini sam-
feðra: Kristján, f. 1939, Hafliði, f.
1942 og Rögnvaldur, f. 1949.
Systkini sammæðra: Rósa, f.
1941, Reynir, f. 1942, Fjóla, f.
1944, Signý, f. 1945, Benna, f.
1947, Helga, f. 1948, Anna, f. 1951
og Árni, f. 1953, Rósantsbörn.
Jens kvæntist árið 1957 Helgu
Steinunni Ólafsdóttur frá Naust-
um, verslunarmanni. Foreldrar
hennar voru Ólafur Guðmunds-
son, f. 15.5. 1918 og Sveinbjörg
Baldvinsdóttir, f. 6.12.1916. Börn
þeirra eru: 1) Ólafur Jensson, f.
8.2. 1959, maki: Hanna Maídís
Sigurðardóttir, f. 11.5.1960, börn
þeirra: Jens, f. 25.4. 1978, Erna
Hrönn, f. 15.6. 1981 og Brynjar, f.
17.8. 1985. 2) Guðný Björg Jens-
dóttir, f. 26.1. 1961, maki: Gunn-
ar Þór Þórarnarson, f. 18.2. 1959,
börn þeirra: Lovísa Þóra, f. 6.5.
1981 og Eyþór Jens,
f. 10.11 1988. 3) Sig-
rún Jensdóttir, f.
26.12. 1962, maki
Torfi Geir Torfason,
f. 11.3. 1963. Barn
hennar: Salome
Gunnur Sævarsdótt-
ir, f. 19.10 1980.
Börn þeirra: Helga
Rut, f. 9.7. 1984,
Andri Geir, f. 30.7.
1992 og Eva Lind f.
29.1. 1995, 4) Hall-
dór Jensson, f. 19.1.
1964, maki Margrét
Ármann, f. 10.10.
1965. Barn hans: Helgi Steinar, f.
21.9. 1984. Börn þeirra: Arndís
Ármann, f. 30.1. 1997 og Björn
Ármann, f. 22.4. 1998. Áður átti
Jens eina dóttur, Ásthildi Eygló,
f. 1.10. 1957, maki Björn Aust-
fjörð, f. 15.4. 1955. Börn þeirra:
Heiðar, f. 17.4. 1977 og Elsa f.
14.6. 1979. Jens hóf ungur störf
við verslun og starfaði m.a. sem
verslunarsljóri hjá Kaupfélagi
Eyfirðinga, Pöntunarfélagi Esk-
firðinga, kaupfélagsstjóri í Kaup-
félagi ísfirðinga, vöruhússtjóri
hjá KÁ Selfossi, kaupmaður í
Grundarkjöri, verslunarstjóri
Hornabæ, Hornafirði og KASK,
Hornafirði þar sem hann starfaði
til dauðadags.
Jens verður jarðsunginn frá
Akureyrarkirkju á morgun,
mánudag, klukkan 13.30. Jarð-
sett verður í Stærra-Árskógs-
kirkjugarði.
Hjartkær eiginmaður. Hér kemur
mín hinsta kveðja.
Astarfaðir hirainhæða
heyr þú bama þinna kvak
EnnídagogaÚadaga
í þinn náúarfaúm mig tak.
Hafðu þökk fyrir allt og allt.
Þín elskandi eiginkona.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaúarviðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
(V. Briem.)
Ósérhlífni, gott hjartalag og
trygglyndi voru einir af ríkustu eig-
inleikum þess mæta manns sem nú
er kvaddur. Mennirnir skilja eftir
sig misdjúp spor á lífsleiðinni. Sá
sem hér kveður, tengdafaðir minn
elskulegur, skilur eftir sig ógleym-
anleg spor í hjörtum þeirra sem best
þekktu hann.
Kynni okkar Jens hófust fyrir
rúmum 10 árum þegar ég kynntist
yngsta syni hans, Halldóri. Eg man
hve ég kveið fyrir þvi að hitta for-
eldra Halldórs í fyrsta skipti -
hvernig ég ætti að haga mér og hvað
ég ætti að segja. Sá kvíði gleymdist
fljótt þegar ég hitti þau því mér var
strax tekið opnum örmum og hefur
allar götur síðan verið yndislegt að
koma á heimili tengdaforeldra
minna.
Mesta lán og blessun Jens í lífmu
var að eignast eftirlifandi eiginkonu
sína, Helgu. Hún var lífsfórunautur-
inn sem gladdist með honum á góð-
um stundum og stóð eins og klettur
við hlið hans á erfiðum stundum,
styrkti hann og studdi. Þeim varð
fjögurra barna auðið og barnabörnin
eru orðin tólf. Jens átti eina dóttur
fyrh- og á hún tvö börn.
Jens hafði mjög gaman af barna-
börnunum sínum. Það var ekki að
ástæðulausu sem þau sóttu stíft að
komast í fangið á afa. Hann hafði af-
skaplega gaman af að hossast með
þau og ótrúlega þolinmóður við að
halda áfram í ærslaganginum því
börn vilja jú aldrei hætta.
Jens starfaði lengst af við verslun
og viðskipti. Hann var kaupfélags-
stjóri, verslunarstjóri, rak á tíma
sína eigin verslun og síðastliðin ár
starfaði hann sem verslunarstjóri
við Kaupfélag Austur-Skaftfellinga.
Það er alveg ljóst að íslensk versl-
un hefur misst einn af sínum góðu
framherjum á sviði matvöru. Hann
var sá sem var frumkvöðull að lækk-
uðu vöruverði á matvörumarkaðn-
um. Hann vildi veita viðskiptavinin-
um góða þjónustu og lægra vöru-
verð.
Jens var mikill vinnuþjarkur og
átti erfítt með að taka sér frí. Það
var ósjaldan sem hann vann frameft-
ir og um helgar og eitt er víst að
hann hlúði vel að þeim búðum þar
sem hann sat við stjórnvölinn.
Jens var ákaflega glæsilegur mað-
ur, dökkur á brún og brá og hvers
manns hugljúfi. Hann var glaður á
góðri stund, glettinn og spaugsamur.
I vöggugjöf hafði hann hlotið góðar
gáfur og metnað. Líf hans var dæmi-
gert fyrir það hvernig vinna má sig
upp af eigin rammleik. Hann hafði
fastmótaðar og ákveðnar skoðanir
um menn og málefni. Aldrei heyrði
ég hann kvarta um andsnúin örlög
heldur sótti hann styrk í trú sína.
Ég þakka Jens fyrir samfylgdina
er ég kveð hann nú í hinsta sinn og
er ég þess fullviss að honum verður
tekið opnum örmum á himnum. Góð-
ur og vammlaus drengur er genginn.
Ég þakka fyrir allt og allt. Guð
blessi sál elsku tengdafóður míns.
Margrét Ármann.
Mánudaginn 24. ágúst verður til
moldar borinn mágur minn, Jens
Ólafsson. Hann varð bráðkvaddur á
heimili sínu á Höfn í Hornafirði að
morgni dags laugardaginn 15. ágúst
síðastliðinn.
Jenni, eins og hann var oftast kall-
aður, og Helga systir mín hófu sam-
búð á heimili foreldra okkar. Jenni
varð strax einn af fjölskyldunni. Sá
er þessar línur ritar á einstaklega
góðar minningar frá þessum tíma
um góðvild og hvatningu hans sem
urðu að veganesti til framtíðar. Það
var aldrei að fullu þakkað og verður
aldrei. Samband Jenna og tengda-
foreldra hans einkenndist alla tíð af
einlægri vináttu og reyndist hann
þeim strax mikil hjálparhella. Þau
voru ýmis verkefnin sem leysa þurfti
af hendi við búskap og önnur störf
sem til falla í sveitum. Kom þá vel í
ljós hve ráðagóður Jenni var. Einnig
nutum við systkinin öll aðstoðar
hans og hjálpsemi, hvenær sem
hann gat því við komið. Skipti þá
ekki máli tími eða iyrirhöfn. Á
kveðjustund færum við einlægar
þakkir fyrir hjálpsemi og vináttu lið-
inna ára.
Atorka og fi'amkvæmdavilji voru
mági mínum í blóð borin. Að lausn-
um vandamála gekk hann eins og að
hverju öðru verki. Sagt er að til séu
tvenns konar vandamál. Annars veg-
ar þau sem til lausnar eru og hins
vegar þau sem einungis eru til að
horfast í augu við. Auðvelt er að sjá
fyrir sér hvorn flokkinn Jenni vildi
frekar glíma við. Ævistarf sitt við
verslunarstörf hóf hann á unga aldri
á Akureyri. Hann kom víða við á
þessu sviði og kunni afburða vel til
verka. Hann var ósérhlífinn í dag-
legu starfi og markmiðið var ávallt
það sama; að skila góðu dagsverki
og eiga ánægða viðskiptavini. Eftir
því sem árin liðu fækkaði samveru-
stundum vegna búsetu. Síðasta sam-
verustund sem við áttum með Jenna
var á áttræðisafmæli tengdafóður
hans síðastliðið vor. Afram lifir
minningin um margar góðar sam-
verustundir á liðnum árum. Alltof
fljótt er komið að leiðarlokum.
Hafðu heila þökk fyrir samfylgdina.
Fyrir hönd foreldra minna, systra
og fjölskyldna okkar votta ég elsku-
legri systur minni, aldraðri móður
Jenna, börnum og fjölskyldum
þeirra innilegustu samúð og bið góð-
an guð að styrkja þau í sorginni.
Magnús Ólafsson.
Nú ertu dáinn, elsku afi minn. Ég
sakna þín svo mikið. Ég vil þakka
þér fyrir allan þann tíma sem þú
gafst mér um ferminguna mína, þið
amma voruð svo yndisleg. Og öll
sumarfríin okkar saman sem gáfu
mér svo mikið. Takk fyrir allt sem
þú gerðir fyrir mig og mömmu, þú
varst okkur alltaf svo góður.
Ég kveð þig, kæri afi minn.
Þinn,
Helgi Steinar.
Elsku Jenni afi.
Mér finnst eins og merkasti mað-
ur veraldar sé farinn. Því fyrir okk-
ur varstu það, stórmerkilegur maður
sem gat allt og gerði allt. Ég man
eftir því þegar ég var lítil og sat á
skrifstofunni þinni í Grundarkjöri í
Furugrundinni, og horfði á þig tala í
símann og rífast við einhvern sölu-
mann, hvað ég dáði þig og mér
fannst þú svo mikill og máttugur. Að
þú gætir stjórnað svo miklu vanda-
laust. Ég á eftir að sakna þess að
horfa upp á svo mikinn athafna-
mann. Eg leit alltaf á þig sem höfuð
fjölskyldunnar og verndara ömmu.
Mér fannst svo sætt að sjá þig taka
utan um hana og passa hana eins og
þinn dýrmætasta hlut. Þegar
mamma hringdi í mig og sagði mér
að þú værir dáinn þá gat ég ekki trú-
að að þetta væri að gerast. Mér
fannst ekki sanngjarnt að Guð ætl-
aði að láta mig ganga í gegnum svo
mikla sorg alveg strax. En þinn tími
var greinilega kominn og Guð hefur
mikil not fyrir þig uppi hjá sér fyrst
hann tók þig svona langt fyrir aldur
fram. En mér líður eins og einhver
hafi komið fyrir sprengju inni í mér
og núna springur hún smám saman.
En ég get huggað mig við það að
hvar sem þú ert nú niður kominn að
þér líður vel og nú á ég mér minn
eigin vemdarengil. Núna ertu engill-
inn okkar allra og verndari eins og
alltaf áður og lýsir veg okkar á lífs-
leiðinni.
Elsku Helga amma, mamma, Óli,
Guðný, Dón, Sigrún amma, Bogga
amma og Óli afi, megi góður Guð
styrkja ykkur og okkur öll í þessari
miklu sorg.
Salome Gunnur Sævarsdéttir.
Elsku Jenni afi.
Mikið rosalega á ég eftir að sakna
þín. Ég man þegar við krakkarnir
vorum að rífast um það hver ætti að
sitja hjá þér. Ég man líka eftir því
þegar ég kom á sumrin til þín og
ömmu og fjögurra ára gömul var ég
byrjuð að raða í hillurnar. Mig lang-
ar svo að líkjast þér, því þú varst svo
athafnarsamur. Ég lít svo mikið upp
til þín. Elsku afi, ég veit að þér líður
vel þar sem þú ert núna og hefur
nóg að gera.
Vertu sæll að sinni,
þín dótturdóttir
Helga Rut Torfadóttir.