Morgunblaðið - 23.08.1998, Side 41

Morgunblaðið - 23.08.1998, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 23. ÁGÚST 1998 41 I 1 i I ! I ! I i í i Í Í i i i í i i i ! i g i I LISELOTT SIEMSEN Þegar þau erfiðu tíðindi bárust að Jens Olafsson verslunarstjóri hefði orðið bráðkvaddur á heimili sínu að morgni laugardagsins 15. ágúst síð- astliðinn kom upp í huga mér, að það er skammt stórra högga á milli. Á skömmum tíma hefur starfsfólkið hjá kaupfélaginu þurft að sjá á eftir tveimur vinnufélögum sem hafa fall- ið frá svo skyndilega og ótímabært. Fyrst Gísli Sigurðsson flutningabíl- stjóri sem lést í umferðarslysi í júní sl. og nú Jens Olafsson verslunar- stjóri sem varð bráðkvaddur á heimili sínu. Það er sárt að horfa á eftir góðum félögum og erfítt að skilja hvers vegna þeir fengu ekki að vera lengur á meðal okkar. Fyrstu kynni mín af Jens Olafs- syni voru þegar hann tók við af mér sem vöruhússtjóri hjá KA á Selfossi, síðan lágu leiðir okkar saman á ný hér á Höfn þegar ég flutti hingað um mitt ár 1992. Fljótlega eftir að ég kom var ég svo lánsamur að fá Jens til starfa sem verslunarstjóra í matvörudeild kaupfélagsins þannig að við unnum náið saman í tæp sex ár. Jens starfaði hjá Kaupfélagi Austur-Skaftfellinga í samtals 11 ár sem verslunarstjóri í matvörudeöd félagsins. Fyrst á árunum 1976-1981 og aftur frá árinu 1992 til dauða- dags. Jens hóf feril sinn sem verslunar- stjóri hjá KEA aðeins 23 ára gamall og hefur lengst af unnið ýmiss kon- ar stjórnunarstörf í verslun. Á mörgum sviðum var hann frum- kvöðull og naut virðingar fyrir dugnað og þjónustulipurð. Hann var verslunarmaður af lífi og sál og gaf sig allan í þau verkefni sem hann fékkst við hverju sinni. Þegar ég hugsa til baka og reyni að lýsa helstu eiginleikum Jens í fáum orð- um kemur fyrst upp í hugann „vinnusemi, trúmennska og þjón- ustulund „. Sem dæmi um þetta má nefna að Jens kom ávallt fyi-stur til vinnu að morgni og fór síðastur heim að kvöldi. Þannig sýndi hann starfsmönnum sínum gott fordæmi. Einn nágj'anni hans sagði mér að það hefði verið hægt að stilla klukk- una eftir ferðum Jens þvi hann fór alltaf á sama tíma til vinnu og það féll aldrei dagur úr hjá honum vegna veikinda. Jens gekk í öll verk í versluninni og var alltaf í góðu sambandi við viðskiptavini sína og lagði sig fram um að þjóna þeim og óskum þeirra. Hann var staðfastur og ákveðinn stjórnandi sem gerði miklar kröfur til starfsmanna sinna, en gerði þó . alltaf mestar kröfur tö sjálfs sín. Með þessum fáu orðum kveð ég hinstu kveðju Jens Olafsson versl- unarstjóra og þakka honum fyrir samfylgdina. Eg og fjölskylda mín sendum eftirlifandi eiginkonu hans, Helgu Steinunni Ólafsdóttur, börn- um þeirra, barnabörnum og öðrum ættingjum og vinum hugheöar sam- úðarkveðjur. Fyrir hönd Kaupfélags Austur-Skaftfellinga og samstarfs- fólks flyt ég hugheilar hluttekingn- arkveðjur. Pálmi Guðmundsson. Létt skóhljóð og hringlið í lyklunum er þagnað. Jens Ólafsson, verslunarstjóri í vöruhúsi KASK, er allur. Enn á ný á þessu sumri hefur verið höggvið skarð í raðir okkar starfsmanna KASK. Straumar lífsins bera okkur hin áfram í daglegum störfum þótt söknuður og tómleiki sé ríkjandi nú. Vöruhús KASK hefur misst mikinn leiðtoga og við höfum misst ljúfan vin þótt yfirbragðið væri stundum hrjúft. Jens var vinnusamur, ósérhlífinn og hafði þjónustulund sem margir nutu. Með þessum fátæklegu orðum langar okkur til að kveðja Jens og þakka samstarfið. Við sendum Helgu, börnum, fjölskyldum þeirra og öðrum aðstandendum okkar innilegustu samúðarkveðjur. + Liselott Siemsen fæddist í Liibeck í Þýskalandi 11. febrúar 1906. Hún lést í Liibeck 2. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Heinrich Rosen- berg kaupmaður í Liibeck og kona hans, Henriette Gláser Rosenberg. Hinn 16. júlí 1935 giftist Liselott Árna Siemsen stórkaupmanni og ræðismanni íslands í Lubeck. Hann var fæddur 22. febrúar 1908 í Hafn- arfirði. Foreldrar hans voru Franz Eduard Siemsen sýslu- maður og Þórunn Siemsen, dóttir Árna Thorsteinssonar landfógeta. Systkini Árna Siemsens voru Sigríður, kona Páls Einarssonar hæstaréttar- dómara, Soffía, kona Magnúsar Kjarans stórkaupmanns, og Látin er í Lubeck í Þýskalandi Liselott Siemsen, ekkja Árna Siem- sens stórkaupmanns og fyrrum ræðismanns Islands í Hamborg og Lubeek. Hún var fædd 11. febrúar 1906 í Lúbeck. Foreldrar hennar voru Heinrich Rosenberg kaup- maður í Ltibeck og kona hans, Hen- riette f. Gláser. Liselott andaðist 2. ágúst síðastliðinn, 92 ára gömul. Hún hafði borið aldurinn vel fram á síðasta ár. Hún átti þrjú systkin, sem öll eru látin. Lúbeck er sérstæð borg vegna legu, ásýndar og viðburðaríkrar sögu allar götur frá 12. öld. Hún var um aldir sjálfstætt borgríki og langa hríð öflugust borga í „Hansa- sambandinu". Það var hagsmuna- bandalag margra hafnar- eða versl- unarborga á norðanverðu Þýska- landi og átti verslunarítök og rétt- indi víðs vegar um norðanverða Evrópu, allt frá Lundúnum til Norður-Noregs og austur til Novgorod í Rússlandi. Kaupmenn voru þar hin ráðandi stétt, ekki að- alsmenn. Þótt langt sé síðan, bera helstu „Hansaborgirnar" og íbúar þein-a enn ýmis merki þessa, og er sagt, að þar sé víðara sjónarhorn til umheimsins en sunnar í landi. Þannig kom þetta einnig mér fyrir sjónir, þegar ég á námsárum mínum í Þýskalandi 1930-36 heim- sótti Árna Siemsen móðurbróður minn í Lúbeck og svo 1936, þegar ég kynntist Liselott og var gestur hennar, skömmu eftir að hún giftist Árna. Liselott var greind og fógur kona, sem bar tögerðarlausan hefð- arbrag með sér, þar sem hún fór. Hún var þá orðin íslenskur ríkis- borgari og íslensk konsúlsfrú, og það var ýmislegt nýstárlegt, sem fyrir hana bar og öðruvísi en grón- ar venjur í Lúbeck. Ami Siemsen var ekkjumaður, þegar hann kvæntist Liselott, - Lilo kölluðum við hana. Hann hafði farið aðeins 16 ára gamall tö versl- unarnáms í Þýskalandi, sem var fá- heyrt í þá daga. Hann öentist í Ltibeck og varð vel metinn kaup- sýslumaður þar. Hann átti verslun- arsambönd víða um lönd en hjarta hans var íslenskt alla tíð. Ami giftist fyrri konu sinni Theódór Siemsen kaupmaður, kvæntur Weru Scheteiig frá Liibeck. Áður hafði Árni Siem- sen verið kvæntur Elisabeth Hartwig, f. 4.4. 1893 í Lubeck, d. 9.7. 1927. Synir þeirra voru: 1) Ludwig Hartwig Siemsen, f. 4.6. 1920, d. 8.11. 1996, kvæntur Sigríði Ólafsdóttur Theódórs, og 2) Franz Eduard Siemsen, f. 14.11. 1922, d. 30.10. 1992, kvæntur Lore Hiibsch. Eftir heimsstyijöldina síðari fluttu þeir bræður til íslands, en Árni og Liselott, kona hans, bjuggu og störfuðu í Liibeck til ævi- loka. Árni andaðist 13. apríl 1964. Utför Liselott Siemsens fór fram frá Dómkirkjunni í Liibeck 6. ágúst síðastliðinn. Elisabeth 1919. Hún var dóttir þá- verandi húsbónda hans Ludwigs Hartwigs. Þau eignuðust tvo syni Ludwig Hartwig og Franz Eduard. Árið 1927 varð hann fyrir þeim harmi að missa konu sína. Synir þeirra vom þá enn í bernsku. Umhverfis Ltibeck er mikið vatnasvæði, og þar er róðraríþrótt mikið stunduð. Árni og Theódór bróðir hans, sem bjó í Lúbeek um hríð, vora í róðrarfélaginu „Lúbecker Rudergesellschaft". í einni af heimsóknum mínum til Árna fékk ég að fara með honum og sjö félögum hans í róðrarferð á löngum báti á ánni Trave, sem rennur um Ltibeck. Eg var munstr- aður sem stýrimaður en stóð tæp- ast undir nafni. En þann dag sá ég, að í róðrarfélagi þar væri margan góðan kvenkost að finna, líkt og ég sá síðar í skíðafélögunum á íslandi. Víst er, að Árni höndlaði hamingj- una á ný 1935, er hann eignaðist Lilo Rosenberg úr Róðrarfélaginu í Lúbeck. Hún gekk sonum hans í móður- stað og var kært með þeim öllum, svo að synirnir litu brátt á hana sem móður. Heimili þeirra í Körn- erstrasse var með fögrum menn- ingarbrag og hafa margir Islend- ingar átt góðar minningar um gest- risni á þeim stað. Eftir heimsstyrjöldina síðari fluttust báðir synimir til Islands, kvæntust og eignuðust fjölskyldur hér. Áríð 1947 stofnaði Ludwig um- boðsverslunina Árni Siemsen í Reykjavík til þess að vinna með samnefndu fyrirtæki föður síns í Lúbeck. Franz bróðir hans varð síðar meðeigandi fyrirtækisins í Reykjavík. Árni andaðist árið 1964. Þau Liselott höfðu þá búið í ástríku hjónabandi í 29 ár en ekki eignast börn. Franz fluttist til Lúbeck eftir lát föður síns. Þeir bræður, Ludwig og Franz era nú báðir látnir. Og nú er Liselott öll. Minningar- athöfn um hana fór fram í Dóm- kirkjunni í Lubeck þann 6. ágúst síðastliðinn. Ég minnist hennar með virðingu og þökk fyrir langa vináttu. Einar B. Pálsson Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig a<5 þér taka, méryfirláttuvaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson). Samstarfsfólk í Vöruhúsi KASK. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓHANNA GUÐMUNDSDÓTTIR frá Hellissandi, verður jarðsungin frá Áskirkju mánudaginn 24. ágúst kl. 13.30. Erna Lárentsíusdóttir, Sigurður Sigurðsson, Brynjólfur Lárentsíusson, Jóhanna Gunnþórsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elsku litli sonur minn, bróðir og barnabarn, STEFÁN DARRI FJELDSTED, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 25. ágúst kl. 15.00. Ingibjörg Alma Fj. Júlíusdóttir, Júlíus Örn Fjeldsted, Júlíus Ólafsson, Sæmunda Fjeldsted Númadóttir. + Ástkær eiginmaður minn, sonur, tengdasonur, faðir okkar, tengdafaðir og afi, JENS ÓLAFSSON verslunarstjóri, Hlíðartúni 1, Hornafirði, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju mánu- daginn 24. ágúst kl. 13.30. Jarðsett verður í Stærri-Árskógskirkjugarði. Helga Steinunn Ólafsdóttir Sigrún Jensdóttir, Sveinbjörg Baldvinsdóttir, Ólafur Jensson, Guðný Björg Jensdóttir, Sigrún Jensdóttir, Halldór Jensson, Eygló Jensdóttir, Ólafur Guðmundsson, Hanna M. Sigurðardóttir, Gunnar Þór Þórarnarson, Torfi Geir Torfason, Margrét Ármann, Björn Austfjörð og barnabörn. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÓLAFUR H. ODDGEIRSSON rafvirkjameistari frá Vestmannaeyjum, Borgarheiði 13v, Hveragerði, sem andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur miðvikudaginn 12. ágúst, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 26. ágúst kl. 13.30. Ragna Lísa Eyvindsdóttir, Eyvindur Ólafsson, Sigríður Ragnheiður Jónsdóttir, Hjörtur Ólafsson, Gunnur Inga Einarsdóttir, Hlynur Ólafsson, Þórdís Magnúsdóttir, Ásta Katrín Ólafsdóttir, Jóhannes Guðmundsson, Lilja Björk Ólafsdóttir, Óskar Óskarsson, Elva Ósk Ólafsdóttir, Andri Örn Clausen, barnabörn og barnabarnabarn. + Útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GARÐARS B. ÓLAFSSONAR, Eyrarlandsvegi 27, Akureyri, fer fram frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 25. ágúst kl. 13.30. Jóhannes Óli Garðarsson, Hulda Jóhannsdóttir, Anna Garðarsdóttir, Magnús Örn Garðarsson, Hrafnhildur Jóhannsdóttir, Kristján Björn Garðarsson, Helga Alfreðsdóttir, Bergur Garðarsson, Margrét Frfmannsdóttir, Ingvar Garðarsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.