Morgunblaðið - 23.08.1998, Síða 44

Morgunblaðið - 23.08.1998, Síða 44
60TT FÓIIC • SU 44 SUNNUDAGUR 23. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ W lnnritun * er hafin! Ný námskeið byrja 31. ágúst FRÁ TOPPI TIL TÁARI Námskeið sem hefur veitt ótalmörgum konum frábæran árangur. Þetta kerfi er eingöngu ætlað konum, sem beijast við aukakílóin. Uppbyggilegt, lokað námskeið. Fimm tímar í viku, níu vikur í senn. Góður matarkúr sem fylgt er eftir daglega með andlegum stuðningi, einkaviðtölum og fýrirlestrum um mataræði og hoUar lífsvenjur. Heilsufúndir þar sem farið er yfir förðun, klæðnað, hvernig á að bera líkamann og efla sjálfstraustið. FRA TOPPI TIL TAARII - framhald Námskeið fyrir þær sem vilja halda áfram i aðhaldi. Frjálsir tímar, 13 vikur. Fundir lx í viku í 9 vikur. þarf paiitaii"' jj. rti>iís(- ' Staðfesta fynr Námskeið á Akureyri um fíkniefnaneyslu, sjálfsvíg og ofbeldi Fjallað um áhættu- hegðun ungs fólks Morgunblaðið/Björn Gíslason FRÁ námskeiði um áhættuhegðun ungs fólks, sem fram fór í Menntaskólanum á Akureyri í vikunni. Akureyri. Morgunbladið. ÁHÆTTUHEGÐUN ungs fólks - fíkniefnaneysla, sjálfsvíg og of- beldi - áhættuþættir og forvarn- ir, var yfirskrift ráðstefnu sem lauk á Ákureyri á föstudag. Ráð- stefnan var samstarfsverkefni Fræðslumiðstöðvar í fíknivöm- um, menntamálaráðuneytis, Endurmenntunarstofnunar Há- skóla Islands og EndmTnenntun- ardeildar Kennaraháskóla Is- lands. Sjálfsvígum ungs fólks hefur fjölgað víðast á Vesturlöndum undanfarna áratugi. Sjálfsvíg eru nú önnur algengasta dánarorsök karlmanna á aldrinum 15-24 ára hér á landi og í heild voru sjálfs- víg fjórðungi fleiri en dauðsföll af völdum umferðarslysa 1950-1994. Þá er ótalinn sjá fjöldi sem gerir tilraun til þess að svipta sig lífí. Þriðjungur nemenda í 9. og 10. bekk hugleitt sjálfsvíg I rannsókn á vegum Rann- sóknarstofnunar uppeldis- og menntamála kemur m.a. fram að um þriðjungur nemenda í 9. og 10. bekk grunnskóla segist hafa hugleitt sjálfsvíg og rúmlega 6% hafa gert tilraun til sjálfsvígs. Mikill hluti fólks sem fremur sjálfsvíg misnotar áfengi eða önnur vímuefni. Námskeiðið á Akureyri stóð yfir í þrjá daga en það var eink- um ætlað skólastjómendum, um- sjónarkennurum, námsráðgjöf- um, forvamafulltrúum, skólasál- fræðingum og skólahjúkrunar- fræðingum í gmnn- og fram- haldsskólum. Fjölmargir inn- lendir sérfræðingar fluttu erindi, m.a. afbrotafræðingur, námsráð- gjafí, geðlæknar, sálfræðingar og fleiri. Þá tók einn erlendur fyrir- lesari þátt, dr. Gil Noam, kennari við Harvard háskóla í Boston. Hann stýrir m.a. verkefni þar um forvarnir í skólum í tengslum við áhættuhegðun barna og ung- linga. Ami Einarsson, framkvæmda- stjóri Fræðslumiðstöðvar í fíkni- vömum, hafði umsjón með nám- skeiðinu og hann sagði námskeið- ið hafa tekist mjög vel. Fyrirles- ararnir hafí boðið upp á framúr- skarandi efni og efnistök, sem muni nýtast skólamönnum við skipulagningu og undirbúning á þessu sviði. Margþætt viðfangsefni ,Á þessu námskeiði var verið að reyna að draga fram hversu margþætt viðfangsefni það era sem valda ungu fólki hér á landi vanda nú um stundir. Einnig hversu mikið sá vandi skarast og það kom mjög vel fram hvernig svokallaðir áhættuþættir tengj- ast innbyrðis. Þetta á að auð- velda okkur að bregðast við þeg- ar fram koma vísbendingar um að eitthvað bjáti á en jafnframt að minna okkur á að varast ber óvönduð vinnubrögð.“ Árni sagði að skólinn kæmi mjög sterkur inn í þessi mál - bæði vegna þess að hann er fyrir hendi og hann er svo mikilvægur snertiflötur allra ungmenna. Öll böm fari í grannskóla og stór hluti þeirra fer einnig í fram- haldsskóla. „Það er því auðveld- ast að ná til ungmenna fyrir til- stilli skólans. Skólinn getur þetta ekki einn og hjálparlaust og því má ekki ætla honum að taka þetta allt á sínar herðar. Við er- um því að reyna að vinna að því með hvaða hætti aðrir aðilar geta komið þar að með faglegum hætti, m.a. heilsugæsla, lög- gæsla, félagsþjónusta og tóm- stundastarf barna og unglinga,“ sagði Árni. Á Fótboltavef Morgunblaðsins finnur þú alla réttu takkana Titlar og afrek Leikmenn og frammistaða þeirra Saga félaganna Liðsstjórinn, gagnvirkur Netleikur Dagbók, yfirlit yfir leiki www.mbl.is/boltinn Fótboltavefur mbl Þar sem þú getur fylgst með boltanum í sumar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.