Morgunblaðið - 23.08.1998, Síða 64

Morgunblaðið - 23.08.1998, Síða 64
jgg AS/400 f u 11 k o m i n fyrirtækjatölva |T|N|T| Express Worldwide 580 1010 íslandspóstur hf Hraðflutningar MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.1S, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 SUNNUDAGUR 23. ÁGÚST 1998 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Áhrif Hvalfjarðar- ganga á mengun Um 2% minni los- un koldí- oxíðs ÆTLA má að nú þegar dregið hef- ur úr umferðarþunga fyrir Hval- fjörð þar sem mikill meirihluti bíla fer um Hvalfjarðargöngin muni draga úr losun koldíoxíðs frá bflum þar sem vegalengdin hefur styst. Einar Pálsson, tæknifræðingur hjá ___ Hollustuvernd ríkisins, telur að með tilkomu ganganna sé losun koldí- oxíðs frá umferðinni rúmum 13 þús- und tonnum minni á ári, sem er um 2% af áætlaðri losun frá bflum og tækjum á þessu ári. Einar Pálsson segir að þótt flestir fari um göngin og dregið geti úr mengandi útblæstri frá bflum sem spara sér krókinn megi samt ekki gleyma því að umferð geti aukist miðað við það sem áður var. Flutn- ingar hafi í auknum mæli færst frá skipum á vöruflutningabíla og • —* styttri vegalengdir milli staða geti kallað á almennt aukna umferð. Hvalfjörðurinn hafi verið ákveðin hindrun, til dæmis við vetrarferðir manna í sumarbústaði í Borgarfirð- inum og hugsanlega verði þær tíð- ari með tilkomu ganganna. Um 5.000 bflar á dag Setja má fram þær forsendur að meðalfjöldi bfla á dag um Hvalfjarð- argöng sé kringum fjögur þúsund bflar en fram til þessa hefur meðal- umferð um göngin verið um og yfir fimtn þúsund bílar á dag. Þessir fjögur þúsund bílar spari sér um 40 mínútna akstur á þeim 40 km sem leiðin styttist. Sé meðalbensíneyðsla --it þeirra kringum 10 lítrar á 100 km eyða þeir um 4 lítrum minna en ella með því að aka um göngin. Þetta þýðir 16 þúsund færri bensínlítrar sem umreikna má í um 37.500 kg af koldíoxíði á dag sem losun þehra er minni. Á ári myndi þetta þýða kringum 13.700 tonn af koldíoxíði. Einar segir að þetta svari til um 2% minnkunar á áætlaðri losun koldíoxíðs frá bflum og tækjum á þessu ári, sem er um 0,5% af heild- arlosun landsmanna. Morgunblaðið/RAX STJÓRN Landsvirkjunar og aðrir fulltrúar fyrirtækisins voru á fóstudag staddir á há- lendi Austurlands þar sem skoðaðir voru fyr- irhugaðir virkjunarstaðir á svæðinu. Hópur- inn fór upp undir Snæfell og skoðaði fyrir- hugað stæði stíflu Eyjabakkalóns skammt of- an við Eyjabakkafoss. Ráðgert er að stíflan verði um fjórir kflómetrar að lengd. Hópurinn fór einnig upp undir Kárahnúka við Hafrahvammagljúfrin sunnanverð þar sem fyrirhugað er að stærsta stífla Hálslóns Virkjunarstað- ir skoðaðir muni standa, 180 metrar að hæð. Á myndinni eru Jóhannes Geir Sigurgeirsson stjórnarfor- maður Landsvirkjunar, Halldór Jónatansson forstjóri og fleiri úr hóþnum á bökkum Hafrahvammagljúfra, sem einnig kallast Dimmugljúfur. Fyrirhugaður stífluveggur mun ná upp í miðjan Kárahnúk innri, sem sést til hægri á myndinni og þvert yfir gljúfrið. Lengra til vinstri má sjá hvar unnið er við tilraunaborholur. í gær, laugardag, hélt stjórn Landsvirkjun- ar fund með fulltrúum ýmissa hagsmunaaðila á Austurlandi þar sem stjórnin leitaði við- horfa og upplýsinga frá aðilum á svæðinu, vegna þess sem er á döfinni í virkjunarmál- um. Forsætisráðherra á ráðstefnu SUS um erfðarannsóknir og gagnagrunna Einkaleyfí hvetja frum- kvöðla til að taka áhættu Tíðarfar fækkar tjaldbúum FÆRRI ferðamenn gistu á tjaldstæðum norðanlands og austan í sumar vegna lélegs tíðarfars. Til dæmis fækkaði gistinóttum í Ásbyrgi og Vest- urdal um rúmlega 4.600 í júlí miðað við sama tíma í fyrra. Þór Þorfinnsson skógarvörð- ur og umsjónarmaður segir að orðið hafi algert „hrun“ í heim- sóknum á tjaldstæðið í Atlavík milli ára. „Fjöldinn hefur vaxið jafnt og þétt í júlí undanfarin ár. I júlí á þessu ári voru gistinætur 2.850 og 576 í júní. Á sama tíma í fyrra voru þær 7.207 í júlí og 834 í júní,“ segir Þór. ■ Samdráttur/D4 DAVÍÐ Oddsson, forsætisráðherra, sagði við upphaf ráðstefnu Sam- bands ungra sjálfstæðismanna í gær, laugardag, um erfðarannsókn- ir og gagnagrunna, að veiting einkaleyfa þar sem þau ættu við væri ekki andstæða hefðbundins samkeppnismarkaðar, heldur for- senda þess að hvati sé fyrir frum- kvöðla að taka áhættu og skapa verðmæti. Davíð sagði í ávarpi sínu að heim- urinn væri til muna fátæklegri ef einkaleyfi væru ekki til. „Fjölmörg lyf, sem við notum gegn allra handa sjúkdómum, sum hver lífsnauðsyn- leg, hefðu ekki orðið til nema vegna tímabundinna einkaleyfa. Ástæðan er einföld og augljós. Oftar en ekki háttar svo til að mikil óvissa ríkir um einstakar rannsóknarniðurstöð- ur. Vísindamenn geta engu að síður í skjóli tímabundinnar verndar var- ið miklu fé til þróunar og athugana án þess að eiga á hættu að aðrir hirði á augabragði allan afrakstur- inn af þekkingarleitinni og þeir sjálfir sitji eftir með sárt ennið og fái ekki borið frumkvöðulskostnað- inn. Dæmisagan um litlu gulu hæn- una sem fann fræ segir okkur að hver og einn mun ekki leggja á sig mikið erfiði umfram aðra, ef allir geta notið til jafns þegar árangur erfiðisins skilar sér, líka þeir sem litlu eða engu hafa kostað til. í þeim tilfellum, þar sem veiting einkaleyfa á við, er slík skipan því ekki and- stæða hefðbundins samkeppnis- markaðar. Þvert á móti. Hún er for- senda þess að hvati sé fyrir frum- kvöðla til að taka áhættu og skapa verðmæti, og í okkar tilfelli fyrir vísindamenn til að skapa þekkingu og stuðla að bættu heilbrigði," sagði Davíð. Víðfeðm áhrif Hann sagði að umræðan um þessi mál og sú niðurstaða sem muni fást í haust kunni að hafa afar víðtæk áhrif um langa hríð. Meðal annars muni hún hafa áhrif á það hvernig takast muni að bæta heil- brigðiskerfið næstu áratugina, beita erfðavísindum sem stýritæki í heilbrigðisþjónustunni og auðvelda fyrirbyggjandi lækningar. „Líklegt er að fjölmörg ný tækifæri bjóðist í menntamálum og þjóðin fái færi á að skapa enn markvissara mennta- kerfi en ella, ef vel úr rætist. Þær ákvarðanir sem við tökum, kunna einnig að hafa áhrif á skilyrði til bú- setu í landinu og geta gefið íjölda ungra og hámenntaðra Islendinga kost á lífvænlegu starfi hér á landi. Einnig snertir málið einstaklinginn beint, einkamál hans, fjölgun at- vinnutækifæra, batnandi lífskjör og fjölbreyttara mannlíf á Islandi." Upplýsingar nánast á glámbekk Davíð undirstrikaði að veiting einkaleyfis vegna gagnagrunns á heilbrigðissviði ætti ekki að hefta aðra vísindastarfsemi, hvorki frá því sem nú væri né þá framtíðar- möguleika sem síðar kynnu að koma upp. Standi vilji til þess að ís- lensk líftækni stuðli að sem mestum framförum í heilbrigðismálum fyrir meðalgöngu gagnagrunns verði hún í upphafi að njóta nokkurs skjóls með þá tilteknu afurð sína og þekk- ingarsköpun. Áfram vei'ði þó fullt svigrúm fyrir fleiri fyrirtæki í þess- ari atvinnugrein. Davíð sagði ennfremur að grund- vallaratriði í þessum efnum væri að einkamál einstaklinga væru ekki hagnýtt gegn vilja þeirra. Fyrir þá sem ékki kjósi að standa utan gagnagrunns af þessu tagi þurfi að vernda upplýsingarnar sem allra best og einnig þui-fi að liggja fyrir vitneskja um hve mikil hætta sé á að slík vernd bresti. „Því miður höf- um við Islendingar ekki gætt nægi- lega vel að því fram að þessu að sjúkrasaga tiltekinna einstaklinga komist ekki að hluta eða öllu leyti í rangar hendur. Ég held að mörgum sjúklingi brygði ef hann vissi hve margir óviðkomandi aðilar, tugir og jafnvel hundruð, hefðu beinan og auðveldan aðgang að þeim upplýs- ingum sem hann hélt að hann væri að segja lækninum sínum einum í trúnaði. Slíkar upplýsingar hafa nánast legið á glámbekk á undan- förnum áratugum hér á landi. Því láta hátíðleg ummæli sumra lækna, þeim sem til þekkja æði undarlega í eyrurn," sagði forsætisráðherra.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.