Morgunblaðið - 23.10.1998, Síða 4

Morgunblaðið - 23.10.1998, Síða 4
4 FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Jón Steinar Gunnlaugsson ritar ráðherra fyrir hönd Magnúsar Leopoldssonar Rannsókn verði gerð á tilurð „Leirfínnsstyttu“ JÓN STEINAR Gunnlaugsson hæstaréttarlög- maður hefur fyrir hönd Magnúsar Leopoldsson- ar skrifað dómsmálaráðherra bréf með ósk um að ráðherra hafí frumkvæði að því að afla laga- heimildar til þess að opinber rannsókn geti farið fram á gerð leirstyttunnar í Geirfinnsmálinu, sem kölluð var Leirfinnur. Einnig er óskað rannsóknar á tildrögum þess að Magnús og þrír aðrir menn, Einar Bollason, Sigurbjörn Eiríksson og Valdimar Olsen, voru settir í varðhald seint á árinu 1975, þar sem þeir sátu í meira en þrjá mánuði vegna rannsóknar á hvarfi Geirfinns Einarssonar. Jón Steinar og Magnús Leopoldsson eiga fund með ráðherra vegna þessa í dag. „Magnús hefur átt í bréfaskiptum við dóms- málaráðherra í tilefni af því að það hafa komið fram, eins og alþjóð veit, upplýsingar um að leir- myndin fræga hafi hugsanlega verið gerð eftir ljósmynd af Magnúsi, sem verða að teljast hroll- vekjandi upplýsingar ef réttar eru,“ sagði Jón Steinar. Ekki losnað undan málinu í öll þessi ár „Magnús hefur ekki losnað undan þessu máli öll þessi ár. Honum hefur þótt það vera mjög íþyngjandi fyrir sig og meiðandi að vera tengdur við það alltaf. Hann hefur núna ástæðu til að ætla að það sé fyrir tilstuðlan lögreglunnar í byrjun, sem hann lenti í þeim hörmungum og hremmingum. Hann hefur viljað rétta hlut sinn gagnvart þessu og hefur átt mjög vinsamleg samskipti við dómsmálaráðherrann upp á síðkastið. Honum hefur verið tekið mjög vin- samlega þótt það hafi engu skilað því ráðherr- ann hefur svarað því til að hugsanlegar sakar- LEIRMYNDIN, sem kölluð var Leirfinnur. Nýjar upplýsingar þykja benda til þess að lögreglan kunni að hafa látið gera styttuna eftir ljósmynd af Magnúsi Leopoldssyni. giftir í þessu væru fyrndar og ekki til að dreifa miklum lagaheimildum fyrir hann til þess að fara að setja af stað einhverja rannsókn á þessu, sem ég held að sé út af fyrir sig rétt,“ sagði Jón Steinar. Jón Steinar sagði að Magnús hefði leitað til sín og hann hefði fyrir hans hönd skrifað ráð- herra bréf þar sem málið er rakið og óskað eftir því að ráðherra hafi frumkvæði að því að afla lagaheimildar til þess að þessi rannsókn fari fram. „Pað yrði þá rannsókn á gerð leirstyttunn- ar og tildrögum þess að Magnús, og eftir atvik- um hinir mennimir þrír, voru settir í þetta gæsluvarðhald á sínum tíma. Meginrökin fyrir þessari beiðni eru þau að hagsmunir, ekki bara Magnúsar, heldur þjóðarinnar, lúti að því að upplýst sé um þessi vinnubrögð. Það eru líka hagsmunir þeirra manna sem stóðu fyrir rann- sókninni á sínum tíma. Ef þessi orðrómur er rangur eiga þeir skýlausan rétt á því að það komi fram. Allt þetta mælir mjög eindregið með því að lagaheimild sé veitt til þess að þetta sé kannað. Það er ekki hægt að rannsaka þetta nema sá sem rannsakar hafi heimildir rannsókn- armanna samkvæmt lögum,“ sagði lögmaðurinn. Málið verði upplýst Jón Steinar sagði að með þessu væri ekki ósk- að eftir því að hugsanleg sakarfyming yrði upp- hafin með lagaheimildinni. „Það er ekki verið að óska eftir refsingum yfir einum eða neinum. Það er bara verið að óska eftir því að þetta mál verði upplýst. Það fylgir að vísu með að það verði aflað heimilda til að greiða Magnúsi frekari miska- bætur ef það sannast að handhafar rannsóknar- valdsins hafi átt sök á þeim hörmungum, sem hann mátti þola á sínum tíma. Þau atvik lágu ekki fyrir þegar bótamál hans var dæmt í Hæstarétti 1983, þvert á móti kemur fram í for- sendum dómsins að grunsemdir hafi fallið á Magnús vegna leirmyndarinnar." Jón Steinar sagði að bréf sitt fyrir hönd Magnúsar hefði verið sent ráðuneytinu 19. októ- ber og hefði ráðuneytið bmgðist skjótt við og væri ákveðið að þeir Magnús hittu ráðherra á fundi síðdegis í dag. Krafist björgunarlauna vegna japanska túnfiskveiðiskipsins Utanríkisráðherra um Smuguviðræður Ekki sérstök ástæða til bjartsýni HALLDÓR Ásgrímsson utan- ríkisráðherra segir að ekki sé sérstök ástæða til bjartsýni um lausn Smugudeilunnar þótt tekizt hafi á ný að koma á fundum íslenzkra, norskra og rússneskra embættismanna um málið. Embættismanna- fundi ríkjanna þriggja lauk í Moskvu í gær. Að sögn Halldórs komust embættismannafundimir, sem haldnir vom í síðasta mánuði og aftur nú í vikunni, á eftir samræður hans og Prímakovs, fyrrverandi utanríkisráðherra og núverandi forsætisráðherra Rússlands, annars vegar og Knuts Vollebæks, utanríkis- ráðherra Noregs, hins vegar. Halldór segir að ekki sé um eiginlega samningafundi að ræða. „Það er ekki verið að tala um tölur í þessum viðræð- um. Það er frekar verið að reyna að átta sig á stöðu máls- ins og þeim ramma, sem hugs- anlegir samningar gætu fallið inn í. Því miður er hann mjög flókinn," segir Halldór. Hann segir að í þessum ramma verði að felast viðurkenning á rétti íslendinga í Barentshafinu. Aðspurður hvort eitthvað hafi miðað í samkomulagsátt á fundunum í Moskvu segir Halldór: „Ég get ekki sagt að sérstök ástæða sé til bjartsýni eftir þessa fundi. Það hefur hins vegar ýmislegt skýrzt, sem við munum fara betur yfir þegar samningamenn verða komnir til síns heima.“ KRAFIST verður björgunar- launa fyrir björgun japanska túnfiskveiðiskipsins sem strand- aði í Skeijafirði í síðustu viku og að sögn Stefáns Melsted, lög- fræðings Landhelgisgæslunnar, munu bæði Landhelgisgæslan og Slysavamafélagið krefjast björgunarlauna þar sem um samvinnuverkefni þeirra var að ræða við björgun skipsins. Búið er að halda sjópróf vegna strandsins en að sögn Stefáns em þau nauðsynlegur liður í því að fá upplýst hvemig aðstæður vora á strandstað og hvað þar gerðist. „Við teljum okkur geta stað- hæft það alveg hundrað prósent að þama var um fullkomna björgun að ræða og að skipið var í verulegri hættu. Það var strandað og síðan losnaði það af strandstað og hefði væntanlega rekið upp í fjöru og orðið til, þannig að þetta er fullkomin björgun,“ sagði Stefán. Fjárhæðin ekki verið ákveðin Hann sagði að björgunin hefði verið samvinnuverkefni Land- helgisgæslunnar og Slysavama- félagsins og hann vissi ekki bet- ur en að Slysavamafélagið myndi krefjast björgunarlauna eins og Landhelgisgæslan ætlaði að gera. „Hins vegar höfum við ekki komist svo langt að koma okkur niður á íjárhæð í þessu sam- bandi vegna þess að við höfum verið að bíða eftir ákveðnum grundvallarupplýsingum sem við þurfum að hafa, m.a. um það hvaða verðmæti vom í þessu skipi og hvaða verðmæti voru í farminum. Síðan er það sem skiptir veralega miklu máli, en það er hver verður viðgerðar- kostnaður á skipinu en hann dregst frá. Skipið er komið upp í slipp og ég veit að það er verið að meta viðgerðarkostnaðinn, þannig að það er unnið í málinu á öllum vígstöðvum,“ sagði Stef- án. .. * n , , Morgunblaðið/Golli JAPANSKA túnfiskveiðiskipið var tekið upp í slipp í Reykjavík. Sýna áhuga á að fá ál- bátinn RÚSSNESKI kapalbáturinn sem varðskipið Ægir tók í tog um 50 sjómflur norðaustur af Glettingi 8. október sl. liggur enn í fjörunni í Seyðisfirði. Helgi Hallvarðsson, yfirmaður gæsluframkvæmda, segir að tveir aðilai- hafi sýnt því áhuga að eignast bátinn. Hann er smíðaður úr áli. Þeir sem vilja taka við bátn- um eru m.a. útgerð í Grindavík og rekstraraðili Viðeyjarferj- unnar. Helgi telur líklegt að unnt sé að nota bátinn til af- markaðra verkefna og nefndi hann sem dæmi að hann geti sómt sér vel sem skemmtibátur á Lagarfljóti, en þar hafa verið uppi hugmyndir um rekstur slíks báts. Helgi segir að ekkert sé því til fyrirsjöðu að láta bátinn af hendi. „Ég get ekki séð að það ætti að kosta neitt,“ segir Helgi. Ekki er til ryð í bátnum þar sem hann er smíðaður úr áli. Hann er vélarlaus. Björgunar- sveitin á Seyðisfirði hefur fest bátinn við jarðýtu þar sem hann liggur í fjörunni. Spáð er hvass- viðri fyrir austan. Fundað með Færeyingum og Grænlend- ingum DAVÍÐ Oddsson forsætisráð- herra, Amfinn Kallsberg, lög- maður Færeyja, og Jonatan Motzfeldt, formaður lands- stjórnar Grænlands, hittast á fundi í Ráðherrabústaðnum kl. 9.30 í fyrramálið. Ólafur Davíðsson, ráðuneyt- isstjóri í forsætisráðuneytinu, segir að á fundinum skiptist menn á upplýsingum um það sem efst er á baugi í hverju landi. Einnig verði rædd nokk- ur tiltekin, sameiginleg verk- efni og skipst á skoðunum um Evrópumál og samband þess- ara þriggja landa við Evrópu- sambandið. Fundir af þessu tagi voru haldnir milli landanna 1987 og 1988 en síðan lögðust þeir nið- ur. Ólafur segir að verið sé að endurvekja þessa fundi og rætt verður um að halda þá með reglubundnum hætti, t.d. einu sinni á ári. Ólafur segir að ekki verði gengið frá neinum samningum milli landanna á fundinum. „Fundurinn er fyrst og fremst til þess að skiptast á skoðunum og upplýsingum,“ segir Ólafur. Ók á bifreið o g stakk af BIFREIÐ var ekið í veg fyrir aðra bifreið í umferðinni í Reykjavík síðdegis í gær með þeim afleiðingum að þær rák- ust saman. Sá sem tjóninu olli stöðvaði ekki bifreiðina þrátt fyiár áreksturinn og ók á brott en ökumaður hinnar bifreiðarinn- ar fylgdi honum eftir. Kom hann að bifreiðinni mannlausri við Árbæjarsafn. Ekki var búið að hafa upp á tjónvaldinum í gærkvöldi en málið er í rannsókn lögregl- unnar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.