Morgunblaðið - 23.10.1998, Side 10
10 FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 1998
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Fimm ára fang-
elsi fyrir tilraun
til manndráps
Morgunblaðið/Kristinn
INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri veitir móttöku viðurkenn-
ingu Jafnréttisráðs 1998 úr hendi Páls Péturssonar félagsmálaráð-
herra.
Reykj avíkurborg
hlýtur viðurkenningu
Jafnréttisráðs
TÆPLEGA tvítugur karlmaður
var í gær í Hæstarétti dæmdur í
fímm ára óskilorðsbundið fangelsi
fyrir tilraun til manndráps, líkams-
árás og þjófnað.
Manninum, Kristjáni Braga
Valssyni, var gefið að sök að hafa
hinn 26. desember 1997 veist að afa
sínum á heimili hans við Kiappar-
stíg, stungið hann með hnífum og
skærum, svo að hann hlaut fjölda-
mörg sár. Náði sár á hálsi inn að
barka, sár á brjósti inn í hægra
brjósthol, inn á lunga og komst loft
inn í brjóstholið og sár á kviði náði
inn í kviðarhol og blæddi þar inn.
Kristján gat enga skýringu gefið á
háttalagi sínu en bar við minnis-
leysi sökum ofneyslu áfengis og
lyfja. Hafði hann búið um skeið hjá
afa sínum og sagði sá að árásin
hefði komið eins og þruma úr heið-
skíru lofti.
Um líshættulega
árás var að ræða
í dómnum segir að um lífs-
hættulega árás hafi verið að ræða
með hættulegum vopnum og að
tilviljun ein hafi ráðið því að ekki
fór verr. Enda þótt ekki yrði litið
svo á að fyrir Kristjáni hafi vakað
að svipta afa sinn lífi, hafi honum
ekki getað dulist að langlíklegast
væri að bani hlytist af atlögu hans.
Þótti brotið varða við 211. gr., sbr.
20. gr., almennra hegningarlaga
nr. 19/1940. Þá voru einnig stað-
fest ákvæði héraðsdóms um
skaðabætur til fórnarlambsins, kr.
300.000, en hafnað var bótum
vegna örorku þar sem krafa þar
að lútandi var ekki studd neinum
gögnum.
Fundinn sekur
um fleiri afbrot
Þá taldist Kristján hafa brotið
gegn 217. gr. almennra hegningar-
laga með því að hafa veist að manni
með spörkum og höggum aðfara-
nótt 15. nóvember 1997 í sam-
komusal KFUM og K í Austur-
stræti 20, með þeim afleiðingum að
hann nefbrotnaði. Einnig var hann
fundinn sekur um árás á leigubíl-
stjóra aðfaranótt 14. desember
1997. Leigubílstjórinn hafði ekið
honum heim en þá vildi ákærði
ekki greiða fargjaldið. Kom til
stympinga og laust ákærði bílstjór-
ann með steini í ennið. Vitni kom
þar að og sneri ákærða niður. Tald-
ist atlagan varða við 217. gr. al-
mennra hegningaiiaga.
Þá var Kristján fundinn sekur
um þjófnað með því að hafa við
þriðja mann brotist inn á veitinga-
staðinn Mekong, Sóltúni 3, Reykja-
vík, aðfaranótt 24. desember 1997
og stolið þaðan peningakassa.
í héraðsdómi kom fram að
ákærði teldist fyllilega sakhæfur
en hann hefði frá árinu 1995 hlotið
sjö refsidóma fyrir umferðarlaga-
brot, skemmdarverk, nytjastuld,
auðgunarbrot og líkamsárásir.
Málið flutti Ragnheiður Harðar-
dóttir saksóknari af hálfu ákæru-
valdsins en skipaður verjandi
ákærða var Kristján Stefánsson
hæstaréttarlögmaður.
REYKJAVÍKURBORG hlaut í
gær viðurkenningu Jafnréttis-
ráðs fyrir árið 1998. Athöfnin
fór fram í Borgartúni 6.
I greinargerð Jafnréttisráðs
vegna viðurkenningarinnar seg-
ir m.a. að á vegum borgarinnar
fari fram víðtækt og markvisst
starf sem miði að jafnrétti kynja.
Starfið taki til margra og ólíkra
málafiokka sem snúa að innra
starfi borgarinnar og þeirri
þjónustu sem borgin veitir borg-
arbúum.
í greinargerðinni er þess getið
að konum hafi fjölgað í trúnað-
ar- og stjórnunarstöðum. I 22
helstu nefndum borgarinnar sé
hlutur kvenna 45%. I jafnréttis-
áætlun sem borgarsfjórn sam-
þykkti 1996 vinna allar borgar-
stofnanir sérstaka starfsáætlun í
jafnréttismálum til eins árs í
senn.
Borgarráð hafí brugðist við
niðurstöðum könnunar, sem
sýndi að launamunur milli
kvenna og karla sem vinna sam-
bærileg störf hjá borginni var
14% árið 1996, með samþykkt
sérstakrar áætlunar. Aðgerða-
áætlunin feli m.a. í sér að í
kjarasamningum verði miðað við
þá meginreglu að laun fyrir
hefðbundin kvennastörf hækki
mest og tekið verði á launamun í
tengslum við starfsáætlanir í
jafnréttismálum.
í maí 1996 hafi verið komið á
fót embætti jafnréttisráðgjafa og
jafnréttisnefndar. Á sl. ári hafi
karlar sem vinna hjá Reykjavík-
urborg átt í fyrsta sinn rétt á
fæðingarorlofi í tvær vikur á
fullum launum á fyrstu átta vik-
um eftir fæðingu barns. Undir
lok siðasta árs hafi jafnréttis-
nefnd styrkt konur innan
íþróttahreyfíngarinnar með sér-
stöku átaksverkefni á því sviði.
Dómsmálaráðherra
um viðræður við
fangaverði
30% launa-
hækkun
rúmast
ekki innan
fjárlaga
GUÐNI Ágústsson, þingmaður
Framsóknarflokks, sagði í utan-
dagskrárumræðu á Alþingi í
gær að laun fangavarða hlytu
að verða hækkuð með fjárlög-
um næsta árs í samræmi við
menntun þeirra og reynslu. Um
80% fangavarða hafa sagt upp
störfum frá og með næstu mán-
aðamótum vegna þess að ekki
hefur verið gengið frá aðlögun-
arsamningi og kvaðst Guðni
trúa því að mál þeirra væru
auðleysanleg.
Fangaverðir hafa gert kröfur
um 25-30% launahækkun og
sagði Þorsteinn Pálsson dóms-
málaráðherra að slíkar hækk-
anir rúmuðust ekki innan
ramma fjárlaganna. „En það
verður auðvitað lagt á það kapp
að finna lausn á þessu máli eins
og öðrum,“ sagði hann meðal
annars. „Eg vona að sá tími
sem menn hafa til stefnu nýtist
til þess að komast að skynsam-
legri niðurstöðu fyrir alla aðila í
málinu," sagði hann ennfremur.
Fangelsismálasljóri gagn-
rýndur
Ögmundur Jónasson, þing-
flokki óháðra, og Margrét
Frímannsdóttir, þingflokki Al-
þýðubandalagsins, gagnrýndu í
umræðunum ummæli Þorsteins
A. Jónssonar fangelsismála-
stjóra sem hann viðhafði í frétt
Morgunblaðsins um miðjan
þennan mánuð. Gagnrýndi Ög-
mundur m.a. þau orð fangelsis-
málastjóra að það gæti að sjálf-
sögðu komið sér illa ef margir
fangaverðir segðu upp en „það
væri alltaf hægt að bjarga slík-
um hlutum“. Ógmundur sagði
að fangelsismálastjóri hefði
sýnt slíka óbilgirni með þessum
orðum að ástæða væri til þess
að hafa af því verulegar áhyggj-
ur.
Margrét Frímannsdóttir tók í
sama streng og Ögmundur og
sagði að það ætti í raun að veita
fangelsismálastjóra áminningu
fyrir þá lítilsvirðingu sem hann
hefði sýnt undirmönnum sínum
í umræddri frétt. Margrét sagði
auk þess að það væri rétt hjá
ráðherra að óheimilt væri að
fara út fyrir fjárlagaheimildir
en bætti því við að ef vilji væri
fyrir því að hækka laun fanga-
varða væri það hægt, þar sem
þingmenn ættu eftir að afgiæiða
fjárlög næsta árs.
Árni Steinar Jóhannsson í utandagskrárumræðum á Alþingi
Andvaraleysi ríkir í
málefnum landsbyggðar
ÁRNI Steinar Jóhannsson, þingflokki óháðra,
sagði í utandagskrárumræðu á Alþingi í gær að
honum, sem nýlega hefði tekið sæti á Alþingi,
blöskraði það andvaraleysi sem ríkti í málefnum
er vörðuðu íbúaþróun á landsbyggðinni. Hann
sagði að stöðugt bærust fréttir utan af lands-
byggðinni um fækkun íbúa og bætti við að nú
væri svo komið að ekki væri rétt að tala um
„fækkun íbúa á landsbyggðinni", heldur væri
nær að tala „fólksflótta af landsbyggðinni“.
„Þetta eru sennilega stærstu mál sem við
stöndum frammi fyrir í dag og hér er dag eftir
dag, viku eftir viku rætt um hluti sem að mínu
mati mættu nú bíða miðað við þá stöðu sem hér
er uppi.“ Síðar benti hann á að í raun væri ekki
um landsbyggðarmál að ræða heldur landsmál.
„Við verðum að leggjast í þá vinnu hér í þinginu
að ákveða hvemig við ætlum að lifa í þessu
landi.“
Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði m.a.
aðspurður að íbúum landsbyggðarinnar hefði
fækkað um 2,1% frá árinu 1990 til 1997 eða úr
109.700 í 107.700. Hann kvaðst halda að allir
þingmenn hefðu áhyggjur af þessari þróun en
taldi fullmikið að segja að um fólksflótta væri að
ræða eins og Ami Steinar vildi meina.
Ráðherra sagði ennfremur að það stæði til af
hálfu ríkisstjómarinnar að endurflytja á Alþingi
þingsályktunartillögu um stefnu í byggðamálum.
Hann taldi að sú áætlun sem fram kæmi í tillög-
unni væri mjög vel unnin en tók þó fram að hún
leysti ekki endilega allan vanda. „En hún getur
gefið góða viðspymu og vonandi ef vel tekst til
snúið vöm í sókn.“
Ráðherra tók einnig fram að ríkisstjórnin
hefði reynt að stuðla að lausn byggðamála með
stefnu sinni í öðram og sambærilegum málum
og tók stóriðjustefnuna sem eitt dæmi um það.
Síðar í umræðunni tók hann hins vegar fram að
með hugmyndum um að taka upp veiðileyfagjald
væri beinlínis verið að ráðast á byggðir landsins.
Stóriðja engin lausn
Fjölmargir aðrir þingmenn tóku þátt í um-
ræðunum og kom m.a. fram í máli þeirra að þeir
væra ekki ánægðir með umrædda þróun í
byggðamálum. Jón Kristjánsson, Framsóknar-
flokki, sagði m.a. að þetta mál varðaði þjóðina
alla og Hjörleifur Guttormsson lagði áherslu á
að stóriðjuuppbygging væri ekki lausn byggða-
mála.
A. rrribciriclsúr ú íslcincli stcmclcist
Ur eru tollfri
Hjit tZvsmi&num *
Helgi Guðmundsson, Laugavegi 82 • Guðmundur Hermannsson, Laugavegi 74 • Gilbert, Laugavegi 62 • Jón & Óskar, Laugavegi 61 • Franch Michelsen, Laugavegi 15 • Garðar, Lækjatö
Paul E. Heide, Glæsibæ • Gullúrið, Mjódd • Jón Bjarnason, Akureyri • Halldór Ólafsson, Akureyri • George V. Hannah, Keflavik • Guðmundur B. Hannah, Akranesi • Gilbert, Grindavik • Karl R. Guðl
--- Helgi Sigurðsson, Skólavörðustig 3 • Gunni Magg, Hafnarfirði • Tryggvi Ólafsson, Hafnarfirði • Birta, Egi/sstöðum • MEBA, Kringlunni • Axel Eiriksson, isafirði • Carl A. Bergmann, Lac