Morgunblaðið - 23.10.1998, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.10.1998, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Ný skýrsla um áfengis- og frkniefnamál á fslandi Aukin áfengisneysla skýrist af meii’i drykkju kvenna ÖLL aukning á áfengisneyslu landsmanna síðustu tvo og hálfan áratuginn er tilkomin vegna meiri drykkju kvenna. Drykkja karla hefur lítið breyst. Frá 1984 hefur sala á tóbaki hér á landi dregist saman um 23%. Neysla á e-töflum fylgir sama mynstri og neysla ann- arra ólöglegra fíkniefna öfugt við það sem áður var talið. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu um áfengis- og fíkniefna- mál á Islandi, sem gefin er út af Fræðslumiðstöð í fíkniefnavörnum. I skýrslunni kemur fram að áfengissala jókst stöðugt frá bannárun- um, þegar áfengissala á mann var innan við 0,5 lítrar af 100% alkóhóli á mann, upp fyrir 4 lítra á mann árið 1989 þegar sala á bjór var leyfð á ís- landi. Árið 1989 jókst sala á áfengi um 23% en minnkaði svo aftur til ársins 1993 en hef- ur verið að aukast síð- an. Neysla sterkra di-ykkja hefur minn- kað á sama tíma og neysla léttra vína og bjórs hefur aukist. Aldís Yngvadóttir afbrotafræðingur, sem hafði umsjón með gerð skýrslunnar, sagði að aukning á áfengisneyslu lands- manna frá 1972 mætti skrifa á reikning kvenna. Afengisneyt- endum meðal kvenna hefði fjölgað en ekki meðal karla. Áfengis- bindindi virtist ekki höfða til kvenna í dag í þeim mæli sem það gerði fyrir nokkrum áratugum. Mörg meðferðarúrræði I skýrslunni kemur fram að í dag er ÁTVR með 26 vínbúðir, en þær voru 9 árið 1980. Um síðustu áramót voru 444 staðir með vín- veitingaleyfí, en 10 árum áður voru þeir 80. í skýrslunni segir enn- fremur að verð á áfengi hafí al- mennt lækkað ef litið sé til síðustu 20 ára. Þó virðst áfengisverð vera heldur hærra í dag en það var t.d. 1988. I skýrslunni kemur fram að ung- lingadrykkja hér á landi er almenn og stúlkur drekka ekkert síður en drengir. Piltar virðast þó iðulega drekka meira magn en þær. Ölvun- ardrykkja meðal unglinga virðist hafa aukist á seinni árum. Aldís sagði að áfengisneysla hér á landi væri þó ekki mikil saman- borið við önnur lönd. Engu að síður væri framboð á meðferðarplássum fyrir þá sem misnota áfengi mun meira hér en í nágrannalöndum okkar. 18,6% landsmanna prófað hass I kafla skýrslunnar um ólögleg fíkniefni segir að flestar _______ kannanir nái aðeins til ungmenna. Helgi Gunn- laugsson félagsfræðing- ur hafi þó gert könnun á síðasta ári á fíkniefna- neyslu fólks á aldrinum 18-80 ára. Könnunin náði til 1.500 manna og var svarhlutfall 72%. Hún leiddi í ljós að 18,6% landsmanna höfðu einhvem tímann prófað kannabis- efni. Sambærilegar kannanir á hin- um Norðurlöndnum sýna að 30,1% hafa prófað kannabis í Danmörku, Konur hafa aukið áfengisneyslu sína á síð- ustu áratugum og drekka stúlkur nú ekk- ert síður en piltar. Stúlkur í 10. bekk reykja ennfremur heldur meira en strákar á sama aldri. Neysla ólöglegra fíkniefna hefur aukist á þessum áratug og unglingar virðast hafa jákvæðari viðhorf til fíkniefna- neyslu en þeir sem eldri eru. Morgunblaðið/Arni Sæberg ALDIS Yngvadóttir kynnir skýrsluna á blaðamannafundi í gær. Stúlkur drekka ekki síður en piltar en 7,3-11,4% í hinum löndnunum. 29,6% íslendinga á aldrínum 18-29 ára höfðu prófað kannabis, 26,9% þeirra sem voru á aldrinum 30-39 ára og 21,1% þeima sem voru á aldrinum 40—49 ára. Innan við 3% fólks eldri en 50 ára höfðu prófað ________ þessi efni. Könnunin leiddi enn- fremur í ljós að kanna- bisneysla var algengari ________ meðal karla en kvenna og langflestir hættu allri neyslu þegar þeir komust á full- orðinsár. Þá var ekki hægt að greina tölfræðilegan mun á kanna- bisneyslu í aldurshópnum 16-36 ára milli áranna 1984 og 1997. Hins vegar var hlutfall þeirra sem hafa prófað efnið hæst í yngsta aldurs- hópnum sem bendir til þess að neyslan sé að aukast meðal yngra fólks. Ungt fólk virðist hafa jákvæðara viðhorf til neyslu ólög- legra fíkniefna en þeir sem eldri eru og telja skýrsluhöfundar að það geti haft forspárgildi um hvemig neyslan gæti þróast á komandi árum.----------------------------- I skýi’slunni segir að Reykingar það sé mat lögreglu og ungmenna að meðferðarstofnana að á aukast aftur ámnum 1994 og 1995 hafí fíkniefnaneytendum fjölgað hér á landi og aldur neyt- enda farið lækkandi. Almennt megi segja að neysla fíkniefna hafi auk- ist allan tíunda áratuginn og bendi tölur til þess að hún sé útbreiddari með 10. bekkinga nú en árið 1984, en ívið minni meðal framhalds- skólanema nú en það ár. Magn efna sem lögreglan leggur hald á gefur visbendingar um neyslu og efni í umferð. Frá 1990 er greinileg aukning á amfetamíni og meira ber á LSD og e-töflum. Þessi efni komi öll til viðbótar stöðugu framboði á hassi sem hef- ur verið ráðandi efni á íslenska fíkniefnamarkaðinum undanfarna áratugi. Svipuð þróun hefur orðið á hinum Norðurlöndunum þar sem hass og amfetamín eru þau efni sem mest eru notuð. Skýrsluhöfundar leggja áherslu á að flestir þeir sem segjast hafa prófað fíkniefni hafí gert það í fáein skipti. Algengustu vímuefnin sem ís- lenskir unglingar noti séu hass, sniffeíhi og sveppir. Ennfremur sé ljóst að neysla ólöglegra fíkniefna sé algeng- ari meðal pilta en stúlkna. Tengsl áfengis- drykkju og neyslu ólöglegra efna Aldís sagði að því hefði verið haldið fram að neysla e- töflunnar fylgdi öðru mynstri en neysla annarra ólöglegra efna að því leyti að ung- menni neyti hennar án undangenginnar neyslu á öðrum vímuefnum eins og áfengi. Ný rannsókn Rannsóknastofnun- ar uppeldis- og menntamála sýndi hins vegar að þetta ætti ekki við rök að styðjast. Neysla e- taflna fylgdi sama mynstri og neysla annarra ólöglegra efna, þ.e. að hún hæfist í kjölfar talsverðrar áfengisneyslu og reykinga. í skýrslunni kemur fram að frá 1984 minnkaði sala á tóbaki hér á landi um 23%. Sala á hvern íbúa 15 ára og eldri hefur minnkað um 34% frá 1984. Reykingar ungmenna minnkuðu á síðasta áratug líkt og reykingar í öðrum aldurshópum, en kannanir virðast hins vegar benda til að reykingar ungmenna hafí heldur aukist aftur á þessum áratug. Hlutfallslega fleiri stúlkur en piltar í 10. bekk reyktu daglega bæði árin 1992 og 1997. Ráðstefna um vímuvarnir Fræðslumiðstöð í fíkniefnavörn- um heldur upp á fímm ára afmæli sitt um þessar mundir. Af því til- efni efnir miðstöðin til ráðstefnu undir yfírski-iftinni „Vímuvarnir á villigötum?“ Ráðstefnan verður haldin i Reykjavík dagana 5. og 6. nóvember nk. Á ráðstefnunni flytja erindi tveir af þekktustu sér- fræðingum í Bandaríkjunum í --------- vímuvörnum. Þeir eru Gail G. Milgram, sem á 30 ára starf að baki við rannsóknir og kennslu um forvamir, og Thom- as Griffin, sem hefur starfað við skipulag og kennslu í forvörnum fyrir skóla og mennta- stofnanir í 26 ár. Á ráðstefnunni verður leitast við að meta árangur af því forvarnastarfi sem unnið hef- ur verið hér á landi fram að þessu og reynt að meta hvaða aðferðir duga best í framtíðinni. Grunnskólarnir Nefnd metur þörf fyrir kennara Menntamálaráðherra hefur skipað nefnd til að meta þörf fyrir kennara í grunnskólum fram til ársins 2010. I nefndinni eiga sæti: Hrólf- ur Kjartansson, deildarstjóri menntamálaráðuneytisins, for- maður, Eiríkur Hilmarsson, staðgengill hagstofu- stjóra, Guðrún Ebba Ólafs- dóttir, vara- formaður Kennara- sambands Islands, Gyða Haraldsdóttir, lektor, Háskólanum á Akureyri, Ólaf- ur H. Jóhannesson, deildarfor- seti Kennaraháskóla íslands, Sigrún Magnúsdóttir, formað- ur fræðsluráðs Reykjavíkur og Tómas Ingi Olrich, alþingis- maður. Með hliðsjón af þróun grunn- skólans á næstu árum er nefnd- inni ætlað að kanna m.a. raun- venilega þörf fyrir nýmyndun í kennarastétt; árlega þörf á endumýjun að meðaltali; hve stórt hlutfall réttindakennara er við kennslu; hve stór hluti útskrifaðra kennara fer í kennslu á hverju ári; þróun nemendafjölda; aldursdreifíngu í kennarastétt og hvaða áhrif hár meðalaldur kennara hefur á fjölda stöðugilda. Nefndin mun hefja störf á næstu dögum og er þess vænst að hún skili menntamál- aráðherra skýrslu um næstu áramót. Fór í gegn- um rangt tollhlið með málverk HALD var lagt á 13 málverk eftir ensk-íslenska málarann Harald Bilson á Keflavíkui’- flugvelli í fyrradag. Nítján ára sonur eigenda Gallerís Foldar hugðist flytja málverkin inn í landið fyrir sýningu í galleríinu um jólin, en fór í gegnum rangt tollhlið með verkin. Að sögn Þorgeirs Þorsteinssonar sýslu- manns á Keflavíkurflugvelli er verið að leita að matshæfum manni til að meta verðmæti verkanna. Málverkin era í vörslu sýslu- manns meðan rannsókn fer fram. „Okkur þykir þetta ákaflega leitt því við höfum einsett okk- ur að fara eftir settum reglum á allan hátt og höfum alltaf greitt okkar gjöld," sagði Tryggvi Friðriksson, sem rek- ur Gallerí Fold með eiginkonu sinni. í fyrra hélt Gallerí Fold sýn- ingu á verkum Bilsons og var það jafnframt í annað skipti sem galleríið hélt sýningu á verkum hans. Listamaðurinn er sjálfur væntanlegur til landsins um helgina. Samkvæmt tollalögum eru öll listaverk tollfrjáls, en milli- liðir þurfa að greiða virðis- aukaskatt af þóknun sinni. Björn Bjamason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.