Morgunblaðið - 23.10.1998, Qupperneq 12
12 FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 1998
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Ný skýrsla um áfengis- og frkniefnamál á fslandi
Aukin áfengisneysla skýrist
af meii’i drykkju kvenna
ÖLL aukning á áfengisneyslu
landsmanna síðustu tvo og hálfan
áratuginn er tilkomin vegna meiri
drykkju kvenna. Drykkja karla
hefur lítið breyst. Frá 1984 hefur
sala á tóbaki hér á landi dregist
saman um 23%. Neysla á e-töflum
fylgir sama mynstri og neysla ann-
arra ólöglegra fíkniefna öfugt við
það sem áður var talið. Þetta er
meðal þess sem kemur fram í nýrri
skýrslu um áfengis- og fíkniefna-
mál á Islandi, sem gefin er út af
Fræðslumiðstöð í fíkniefnavörnum.
I skýrslunni kemur fram að
áfengissala jókst
stöðugt frá bannárun-
um, þegar áfengissala
á mann var innan við
0,5 lítrar af 100%
alkóhóli á mann, upp
fyrir 4 lítra á mann
árið 1989 þegar sala á
bjór var leyfð á ís-
landi. Árið 1989 jókst
sala á áfengi um 23%
en minnkaði svo aftur
til ársins 1993 en hef-
ur verið að aukast síð-
an. Neysla sterkra
di-ykkja hefur minn-
kað á sama tíma og
neysla léttra vína og
bjórs hefur aukist.
Aldís Yngvadóttir
afbrotafræðingur,
sem hafði umsjón með
gerð skýrslunnar,
sagði að aukning á
áfengisneyslu lands-
manna frá 1972 mætti
skrifa á reikning
kvenna. Afengisneyt-
endum meðal kvenna
hefði fjölgað en ekki
meðal karla. Áfengis-
bindindi virtist ekki
höfða til kvenna í dag
í þeim mæli sem það
gerði fyrir nokkrum
áratugum.
Mörg meðferðarúrræði
I skýrslunni kemur fram að í dag
er ÁTVR með 26 vínbúðir, en þær
voru 9 árið 1980. Um síðustu
áramót voru 444 staðir með vín-
veitingaleyfí, en 10 árum áður voru
þeir 80. í skýrslunni segir enn-
fremur að verð á áfengi hafí al-
mennt lækkað ef litið sé til síðustu
20 ára. Þó virðst áfengisverð vera
heldur hærra í dag en það var t.d.
1988.
I skýrslunni kemur fram að ung-
lingadrykkja hér á landi er almenn
og stúlkur drekka ekkert síður en
drengir. Piltar virðast þó iðulega
drekka meira magn en þær. Ölvun-
ardrykkja meðal unglinga virðist
hafa aukist á seinni árum.
Aldís sagði að áfengisneysla hér
á landi væri þó ekki mikil saman-
borið við önnur lönd. Engu að síður
væri framboð á meðferðarplássum
fyrir þá sem misnota áfengi mun
meira hér en í nágrannalöndum
okkar.
18,6% landsmanna prófað hass
I kafla skýrslunnar um ólögleg
fíkniefni segir að flestar _______
kannanir nái aðeins til
ungmenna. Helgi Gunn-
laugsson félagsfræðing-
ur hafi þó gert könnun á
síðasta ári á fíkniefna-
neyslu fólks á aldrinum 18-80 ára.
Könnunin náði til 1.500 manna og
var svarhlutfall 72%. Hún leiddi í
ljós að 18,6% landsmanna höfðu
einhvem tímann prófað kannabis-
efni. Sambærilegar kannanir á hin-
um Norðurlöndnum sýna að 30,1%
hafa prófað kannabis í Danmörku,
Konur hafa aukið áfengisneyslu sína á síð-
ustu áratugum og drekka stúlkur nú ekk-
ert síður en piltar. Stúlkur í 10. bekk
reykja ennfremur heldur meira en strákar
á sama aldri. Neysla ólöglegra fíkniefna
hefur aukist á þessum áratug og unglingar
virðast hafa jákvæðari viðhorf til fíkniefna-
neyslu en þeir sem eldri eru.
Morgunblaðið/Arni Sæberg
ALDIS Yngvadóttir kynnir skýrsluna á blaðamannafundi í gær.
Stúlkur
drekka ekki
síður en piltar
en 7,3-11,4% í hinum löndnunum.
29,6% íslendinga á aldrínum 18-29
ára höfðu prófað kannabis, 26,9%
þeirra sem voru á aldrinum 30-39
ára og 21,1% þeima sem voru á
aldrinum 40—49 ára. Innan við 3%
fólks eldri en 50 ára höfðu prófað
________ þessi efni.
Könnunin leiddi enn-
fremur í ljós að kanna-
bisneysla var algengari
________ meðal karla en kvenna
og langflestir hættu allri
neyslu þegar þeir komust á full-
orðinsár. Þá var ekki hægt að
greina tölfræðilegan mun á kanna-
bisneyslu í aldurshópnum 16-36
ára milli áranna 1984 og 1997. Hins
vegar var hlutfall þeirra sem hafa
prófað efnið hæst í yngsta aldurs-
hópnum sem bendir til þess að
neyslan sé að aukast meðal yngra
fólks. Ungt fólk virðist hafa
jákvæðara viðhorf til neyslu ólög-
legra fíkniefna en þeir sem eldri
eru og telja skýrsluhöfundar að
það geti haft forspárgildi um
hvemig neyslan gæti þróast á
komandi árum.-----------------------------
I skýi’slunni segir að Reykingar
það sé mat lögreglu og ungmenna að
meðferðarstofnana að á aukast aftur
ámnum 1994 og 1995 hafí
fíkniefnaneytendum
fjölgað hér á landi og aldur neyt-
enda farið lækkandi. Almennt megi
segja að neysla fíkniefna hafi auk-
ist allan tíunda áratuginn og bendi
tölur til þess að hún sé útbreiddari
með 10. bekkinga nú en árið 1984,
en ívið minni meðal framhalds-
skólanema nú en það ár.
Magn efna sem lögreglan leggur
hald á gefur visbendingar um
neyslu og efni í umferð. Frá 1990
er greinileg aukning á amfetamíni
og meira ber á LSD og e-töflum.
Þessi efni komi öll til viðbótar
stöðugu framboði á hassi sem hef-
ur verið ráðandi efni á íslenska
fíkniefnamarkaðinum undanfarna
áratugi. Svipuð þróun hefur orðið á
hinum Norðurlöndunum þar sem
hass og amfetamín eru þau efni
sem mest eru notuð.
Skýrsluhöfundar leggja áherslu
á að flestir þeir sem segjast hafa
prófað fíkniefni hafí
gert það í fáein
skipti. Algengustu
vímuefnin sem ís-
lenskir unglingar
noti séu hass,
sniffeíhi og sveppir.
Ennfremur sé ljóst
að neysla ólöglegra
fíkniefna sé algeng-
ari meðal pilta en
stúlkna.
Tengsl áfengis-
drykkju og neyslu
ólöglegra efna
Aldís sagði að því
hefði verið haldið
fram að neysla e-
töflunnar fylgdi
öðru mynstri en
neysla annarra
ólöglegra efna að
því leyti að ung-
menni neyti hennar
án undangenginnar
neyslu á öðrum
vímuefnum eins og
áfengi. Ný
rannsókn
Rannsóknastofnun-
ar uppeldis- og
menntamála sýndi
hins vegar að þetta
ætti ekki við rök að
styðjast. Neysla e-
taflna fylgdi sama mynstri og
neysla annarra ólöglegra efna, þ.e.
að hún hæfist í kjölfar talsverðrar
áfengisneyslu og reykinga.
í skýrslunni kemur fram að frá
1984 minnkaði sala á tóbaki hér á
landi um 23%. Sala á hvern íbúa 15
ára og eldri hefur minnkað um 34%
frá 1984. Reykingar ungmenna
minnkuðu á síðasta áratug líkt og
reykingar í öðrum aldurshópum,
en kannanir virðast hins vegar
benda til að reykingar ungmenna
hafí heldur aukist aftur á þessum
áratug. Hlutfallslega fleiri stúlkur
en piltar í 10. bekk reyktu daglega
bæði árin 1992 og 1997.
Ráðstefna
um vímuvarnir
Fræðslumiðstöð í fíkniefnavörn-
um heldur upp á fímm ára afmæli
sitt um þessar mundir. Af því til-
efni efnir miðstöðin til ráðstefnu
undir yfírski-iftinni „Vímuvarnir á
villigötum?“ Ráðstefnan verður
haldin i Reykjavík dagana 5. og 6.
nóvember nk. Á ráðstefnunni flytja
erindi tveir af þekktustu sér-
fræðingum í Bandaríkjunum í
--------- vímuvörnum. Þeir eru
Gail G. Milgram, sem á
30 ára starf að baki við
rannsóknir og kennslu
um forvamir, og Thom-
as Griffin, sem hefur
starfað við skipulag og kennslu í
forvörnum fyrir skóla og mennta-
stofnanir í 26 ár. Á ráðstefnunni
verður leitast við að meta árangur
af því forvarnastarfi sem unnið hef-
ur verið hér á landi fram að þessu
og reynt að meta hvaða aðferðir
duga best í framtíðinni.
Grunnskólarnir
Nefnd
metur
þörf fyrir
kennara
Menntamálaráðherra hefur
skipað nefnd til að meta þörf
fyrir kennara í grunnskólum
fram til ársins 2010.
I nefndinni eiga sæti: Hrólf-
ur Kjartansson, deildarstjóri
menntamálaráðuneytisins, for-
maður,
Eiríkur
Hilmarsson,
staðgengill
hagstofu-
stjóra,
Guðrún
Ebba Ólafs-
dóttir, vara-
formaður
Kennara-
sambands
Islands,
Gyða Haraldsdóttir, lektor,
Háskólanum á Akureyri, Ólaf-
ur H. Jóhannesson, deildarfor-
seti Kennaraháskóla íslands,
Sigrún Magnúsdóttir, formað-
ur fræðsluráðs Reykjavíkur og
Tómas Ingi Olrich, alþingis-
maður.
Með hliðsjón af þróun grunn-
skólans á næstu árum er nefnd-
inni ætlað að kanna m.a. raun-
venilega þörf fyrir nýmyndun í
kennarastétt; árlega þörf á
endumýjun að meðaltali; hve
stórt hlutfall réttindakennara
er við kennslu; hve stór hluti
útskrifaðra kennara fer í
kennslu á hverju ári; þróun
nemendafjölda; aldursdreifíngu
í kennarastétt og hvaða áhrif
hár meðalaldur kennara hefur
á fjölda stöðugilda.
Nefndin mun hefja störf á
næstu dögum og er þess vænst
að hún skili menntamál-
aráðherra skýrslu um næstu
áramót.
Fór í gegn-
um rangt
tollhlið með
málverk
HALD var lagt á 13 málverk
eftir ensk-íslenska málarann
Harald Bilson á Keflavíkui’-
flugvelli í fyrradag. Nítján ára
sonur eigenda Gallerís Foldar
hugðist flytja málverkin inn í
landið fyrir sýningu í galleríinu
um jólin, en fór í gegnum rangt
tollhlið með verkin. Að sögn
Þorgeirs Þorsteinssonar sýslu-
manns á Keflavíkurflugvelli er
verið að leita að matshæfum
manni til að meta verðmæti
verkanna.
Málverkin era í vörslu sýslu-
manns meðan rannsókn fer
fram.
„Okkur þykir þetta ákaflega
leitt því við höfum einsett okk-
ur að fara eftir settum reglum
á allan hátt og höfum alltaf
greitt okkar gjöld," sagði
Tryggvi Friðriksson, sem rek-
ur Gallerí Fold með eiginkonu
sinni.
í fyrra hélt Gallerí Fold sýn-
ingu á verkum Bilsons og var
það jafnframt í annað skipti
sem galleríið hélt sýningu á
verkum hans. Listamaðurinn
er sjálfur væntanlegur til
landsins um helgina.
Samkvæmt tollalögum eru
öll listaverk tollfrjáls, en milli-
liðir þurfa að greiða virðis-
aukaskatt af þóknun sinni.
Björn
Bjamason