Morgunblaðið - 23.10.1998, Page 14

Morgunblaðið - 23.10.1998, Page 14
14 FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Húsmóðir þrífur ANNA Richards dansari hefur síðustu föstudaga verið á ferð- inni í miðbæ Akureyrar, göngugötunni milli Bókvals og Bláu könnunnar og boðið þar upp á dansgjörning. Hún bregður sér í gervi húsmóður og tekur til óspilltra málanna við þrifín, en spunadans þenn- an, sem kalla má hreingjörn- ing nefnir hún Húsmóðir þríf- ur. Anna verður á ferðinni í dag kl. 16.30 og hyggst halda áfram á sama stað og tíma í allan vetur. Kvenna- kaffíboð JAFNRÉTTISNEFND Akureyrar efnir til menning- arlegs og afslappaðs kvenna- kaffiboðs í Menntasmiðju kvenna við Glerárgötu á morgun, laugardaginn 24. október. Þá verða 23 ár liðin frá því að konur efndu til svo- nefnds kvennafrídags og fóru í allsherjarverkfall á íslandi til að minna á stöðu sína á vinnu- markaði. Nú verður rætt um hvað konur vilja gera í lok 20. aldar, enda ekki seinna vænna en fara að huga að 25 ára af- mælinu. Tíu mínútna mót TIU mínútna mót verður hald- ið í skákheimilinu við Þing- vallastræti 18 á Akureyri föstudagskvöldið 23. október og hefst það kl. 20. Messur LAUFÁSPRESTAKALL: Guðsþjónusta verður í Sval- barðskirkju kl. 14 á sunnudag, 25. október. MÖÐRUVALLAPRESTAKALL: Sunnudagaskóli verður í Möðruvallakirkju á sunnudag, 25. október kl. 11. Skólinn er í umsjá Söru Helgadóttur og Hannesar Blandon. AKSJÓN 23. október, föstudagur 12.00^Skjáfréttir 18.1 ö^Kortér Fréttaþáttur í samvinnu við Dag. Endm-sýndur kl. 18.45,19.15,19.45, 20.15 og 20.45. 21.00ÞMarmónikkuball í Iþróttahöllinni með sænska tríó- inu „Nya bröderna Farm“ Morgunblaðið/Kristján Snjómokstur og mal- bikunarframkvæmdir FÆRÐ á götum Akureyrar var nokkuð erfið í gærmorgun, enda mikið krap og því var í nógu að snúast hjá stjórnendum snjóruðn- ingstækja bæjarins. Að sögn Jó- hanns Aðalsteinssonar, verk- stjóra hjá Akureyrarbæ, gekk nokkuð vel að hreinsa helstu um- ferðargötur og var staðan því orðin nokkuð góð seinni partinn í gær. „Menn ættu því að geta ver- ið í góðum gír.“ Á sama tíma og snjóðruðnings- tækin snérust um götur bæjarins í norðanhríðinni, var annar flokkur á vegum bæjarins í mal- bikunarframkvæmdum á Hjalt- eyrargötu en þar var verið að gera við götuna eftir að grafinn hafði verið skurður í gegnum hana. „Við látum okkur snjó- moksturinn engu skipta," sagði Gunnþór Hákonarson, verkstjóri hjá bænum og einn þeirra sem var að malbika. Gangandi vegfarendur lenda oft í erfiðleikum með að komast leiðar sinnar, eftir að snjóruðn- ingstækin hafa rutt snjónum upp á gangstéttirnar. Vinkonurnar Anna Sigríður og Hildur Ósk létu það þó ekkert á sig fá og voru glaðhlakkalegar í snjóskafli á gangbrautinni í Þverholti. Bág staða Leikfélags Akureyrar rædd í bæjarráði Grípa verður til víð- tækra ráðstafana GREINARGERÐ endurskoðanda bæjarsjóðs Akureyrar um fjárhag Leikfélags Akureyrar var rædd á fundi bæjarráðs í gær, en sýnt þyk- ir miðað við það sem þar kemur fram að grípa verður til víðtækari ráðstafana í fjármálum Leikfélags Akureyrar en tillögur menningar- málanefndar bæjarins gerðu ráð fyrir. Sigurður J. Sigurðsson forseti bæjarstjórnar sagði ljóst að rekstur og fjárfestingar leikfélagsins hefðu farið þannig úr böndunum að við verulegar skuldir væri nú að glíma, en þær næmu tæpum tveimur millj- ónum króna. Þar vega fjárfestingar í Renniverkstæðinu m.a. þungt auk fleiri atriða. Sigurður sagði það mat bæjar- ráðs að tillögur þær sem menning- armálanefnd lagði fram í síðasta mánuði til að leysa vanda leikfélags- ins myndu ekki gera það miðað við þá stöðu sem félagið væri komið í. Tillögur nefndarinnar gengu í þá átt að reynt var að lágmarka útgjöld bæjarsjóðs vegna málsins í þeim von að það myndi duga, „en það er okkar mat að það sé engan veginn fullnægjandi lausn,“ sagði Sigurður en gert var ráð fyrir viðbótarfjár- veitingu á þessu ári og hærri styrk til rekstrarins á því næsta. Frekari stuðnings óskað Atvinnuleikhús verður ekki rekið á Akureyri á sama gi-unni og Leik- félag Reykjavíkur og Þjóðleikhúsið að mati bæjarráðs með óbreyttu sniði, þ.e. að bærinn einn beri ábyrgð. Samþykkti bæjarráð að óska eftir viðræðum við ríkisvaldið um frekari stuðning við rekstur at- vinnuleikhúss á Akureyri. í lok næsta árs, 1999, rennur út samstarfssamningur ríkis og bæjar um framlög til rekstrar leikfélags- ins. Framlögin nema samtals um 50 milljónum króna á ári. Sigurður sagði það ekki ganga upp til lengdar að þegar eitthvað færi úrskeiðis í rekstrinum lenti það á Akureyrar- bæ einum að greiða úr málum. Stefnt er að því að ganga frá mál- um leikfélagsins á fundi bæjarráðs í næstu viku. Fjárhagsáætlun Rekstur kostar 1,7 milljarða REKSTRARGJÖLD Akureyrar- bæjar á næsta ári verða 1.753 millj- ónir króna samkvæmt ramma sem samþykktur hefur verið á fundi bæj- arstjórnar. Skatttekjur bæjarsjóðs eru áætlaðar 2.240 milljónir króna. Gert er ráð fyrir að 112 milljónir króna fari í yfn-stjórn bæjarins á næsta ári, 370 milljónir til félags- mála, 775 milljónir til fræðslumála, 107 milljónir í menningarmál og 122 milljónir í íþrótta- og tómstundamál. Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri sagði að rekstur málaflokka næmi um 80% af skatttekjum. Skatttekjur breytast um 3-4% á milli ára og rekstrargjöld hækka um 2%. Gert er ráð fyrir að fyrri umræða um fjár- hagsáætlun verði 1. desembér næst- komandi og sú síðari 14. desember. Blaðbera vantar í Háagerði/Stóragerði. Blaðburður verður að hefjast um leið og blaðið kemur í bæinn. Góður göngutúr sem borgar sig. Morgunblaðið, Kaupvangsstræti 1, Akureyri, sími 461 1600 Morgunblaöið leggur áherslu á að færa lesendum sínum vandaðar og áreiðanlegar fréttir og upplýs- ingar. Morgunblaðið er eina dagblaðið á Islandi sem er ( upplagseftirliti og eru seld að meðaltali rúmlega 53.000 eintök á dag. Höfuöstöðvar Morgunblaðsins eru í Kringlunni 1 í Reykjavík þar sem eru hátt í 300 starfsmenn. Á Akureyri er starfrækt skrifstofa í Kaupvangsstræti 1. Morgunblaðið kom fyrst út 2. nóvember 1913. Árvakur hf. er útgefandi Morgunblaösins. ► Feðgar sýna FEÐGARNIR Gunnar og Krist- inn G. Jóhannsson opna sýn- ingu í Listhúsinu Þingi, Hóla- braut 13 á Akureyri, á morgun, laugardaginn 24. október kl. 16. Gunnar sýnir ljósmyndir, m.a. myndröðina „1-2 Polizei" sem var á sýningu hans á Mokka, Reykjavík fyrr á þessu ári en hefur einnig verið á sýn- ingum í Þýskalandi. Gunnar er búsettur í Berlín og stundaði nám í Ijómsyndun í Leipzig. Kristinn nefnir sinn hluta sýningarinnar „Málverk um litbrigði jarðarinnar". Það eru olíumálverk með tilvísun til náttúrunnar svo sem hefur verið með verk hans undan- farin ár. Hefur hann gefið sýningum nöfn í samræmi við þetta og má þar nefna „Mál- verk um gamburmosa og stein“ í Reykjavík 1990, „Mál- verk um mannabyggð“ í Reykjavík 1991, „Málverk um langholt og lyngmó“ 1993 og „Málverk um feimna holtsins fegurð“ á Akureyri 1994. Sýningin verður opnuð kl. 16 á laugardag sein fyrr segir en verður síðan opin daglega frá kl. 16 til 19 en frá 14 til 19 um helgar. Sýningunni lýkur sunnudaginn 8. nóvember næstkomandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.