Morgunblaðið - 23.10.1998, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 23.10.1998, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 1998 15 Morgunblaðið/Ingimundur SVEITIRNAR er tóku þátt í 13. Sparisjóðshlaupi UMSB. Efst er sveit Umf. íslendings sem kom fyrst í mark en sveitir Skallagríms þar fyrir neðan. Umf. Islendingur vann Sparisjóðshlaup UMSB Borgarnesi - Sveit Umf. íslend- ings vann Sparisjóðshlaups UMSB í fyrsta sinn en hlaupið fór fram í þrettánda sinn sl. Iaugardag. Hlaupið er 30 km boðhlaup. I hverri sveit eru tíu einstaklingar, þar af a.m.k. íjórar konur. Hver einstakling- ur hleypur þrisvar sinnum einn kílómetra í senn. Hlaupið hófst rétt fyrir ofan golfvöllinn að Hamri. Hlaupið var upp Borgarhreppinn yfír síkisbrýmar og Hvítárbrú. Hlaupið var fram hjá Hvann- eyri og í Borgarnes. Endamark- ið var fyrir framan Sparisjóð Mýrasýslu. Þetta var í þrettánda sinn sem Sparisjóðshlaupið fór fram. Sveit Skallagríms hefur hingað til unnið hlaupið. Að þessu sinni kom sveit Umf. Islendings fyrst í mark á tímanum 1 klst. 59,08 mín. I öðru sæti var Góðsveit Skallagríms á 1 klst. 11,18 mín. og yngri sveit Skallagríms var í þriðja sæti á 2 klst. 15,18 min. Að hlaupi loknu bauð Spari- sjóður Mýrasýslu upp á veitingar í Hótel Borgamesi og þar vom afhent verðlaun fyrir hlaupið. Hólmarar eignast ráðhús Stykkishólmi - Skrifstofur Stykkis- hólmsbæjar fluttu í ný húsakynni um síðustu helgi og hófst starfsemi þar þriðjudaginn 20. október. Um er að ræða gamla verslunar- hús Kaupfélags Stykkishólms. Hús- ið var byggt árið 1930 og rak kaup- félagið þar verslun til ársins 1988. Stykkishólmsbær kaupir síðan hús- ið 16. mars árið 1990 af Sambandi ísl. samvinnumanna, en það hafði yfirtekið eignir kaupfélagsins nokkru áður. Strax í upphafi var ákveðið að bæjarskrifstofurnar yrðu þar til húsa. Miídar endurbætur hafa verið gerðar á húsinu og hafa fram- kvæmdir staðið frá árinu 1991 með hléum. Húsið er tvær hæðir með risi og kjallara. Ms er gólfflötur um 500 fermetrar. Á neðri hæð er al- menn afgreiðsla, á efri hæð eru skrifstofur. Fundaraðstaða er í ris- inu og önnur aðstaða sem nýtist fyr- ir margskonar starfsemi. I kjallara verða geymslur. Styrkir kjarnann í miðbænum I viðtali við fréttaritara segist Ólafur Hilmar Sverrisson bæjar- stjóri vera mjög ánægður með hversu vel hefur tekist til með end- urbyggingu hússins. Starfsemi í þessu húsi muni styrkja mjög gamla kjarnann í miðbænum og færa þangað meira líf. Öll aðstaða sveit- arfélagsins gjörbreytist og styrkist. Síðastliðin ár hafa bæjarskrifstof- urnar verið í litlu bráðabirgðahús- næði og segir Ólafur ótrúlegt þegar litið er til baka hvað mikið hefur rámast á þeim stað. Náttúrustofa Vesturlands og minjavörður Vesturlands og Vest- fjarða fá aðstöðu í nýja húsinu. Áætl- aður kostnaður við endurbygginguna er 65 milljónir króna og er þai- inni- falið kaupverð hússins. Ólafur Hilm- ar segir að húsið verði að sjálfsögðu nefnt ráðhús. „Þetta er virðulegt hús sem ber að hafa virðulegt nafn.“ NÝTT ráðhús Stykkishólmsbæjar var tekið í notkun 20. október. Það var byggt árið 1930 og er því 68 ára gömul bygging. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason STARFSMENN skrifstofu Stykkishólmsbæjar fyrsta vinnudaginn: Bjarni S. Einarsson, Guðmundur Andrésson, Þórhildur Pálsdóttir, fris Sigurbjörnsdóttir, Ólafur Hilmar Sverrisson og Sigurður Kristinsson. Akranes Gáma ársgömul GÁMA, sorpmóttökustöð Akra- ness, er eins árs um þessar mund- ir. Stofnun sorpmóttökustöðvar var liður í víðtækri endurskipulagn- ingu sorpmála á Akranesi en þau hafa verið í endurskoðun undanfar- in ár. í fréttatilkynningu frá Gámu seg- ir m.a.: „Margar nýjungar eru í at- hugun hjá Gámu og segja má að ýmsar þeirra gætu valdið enn meiri byltingu í sorphirðu í bænum og jafnvel orðið fyrirmynd annarra sveitarfélaga. Þar má nefna að vigta sorp í sorpbíl strax við móttöku hjá íbúum. Með því er hægt að jafna kostnaði á milli íbúa og það skapaði betri skilyrði til flokkunar." -------------- ■ AÐALFUNDUR kjördæmisráðs Alþýðuflokksins á Norðurlandi vestra haldinn á Sauðárkróki 18. október sl. fagnar þeim áföngum sem nú þegar hafa náðst um sam- fylkingu jafnréttis- og félags- hyggjufólks í landinu. I ályktun fundarins segir: „Fundurinn lýsir fullum stuðningi við sameiginlegt framboð Alþýðuflokks, Alþýðu- bandalags og Kvennalista í öllum kjördæmum við næstu alþingis- kosningar. Fundurinn telur að með því megi vænta þeirra nauðsynlegu 'taflaskila í stjórnmálalífi þjóðarinn- ar sem fært geti okkur með reisn inn í 21. öldina. Fundurinn sam- þykkir að gengið skuli til viðræðna á Norðurlandi vestra um sameigin- legan framboðslista Alþýðuflokks, Alþýðubandalags og Kvennalista við kosningarnar sem fram eiga að fara vorið 1999. Felur fundurinn stjóm kjördæmisráðs að annast þessar viðræður fyrir hönd Alþýðu- flokksins." Húsgagnavika 23.okt til l.nóv. Glœsilegur aldamótastíll Tilboðsdagar í sýningarsal Blómavals,Sigtúni á vönduðum sígildum húsgögnum. 30%-50% afsláttur. Aðeins ein vika - sendum heim. á vegum COLONY ehf. Sími 893 8100 (M)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.