Morgunblaðið - 23.10.1998, Síða 16
16 FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 1998
VIÐSKIPTI
MORGUNBLAÐIÐ
Þaö er alltaf gaman þegar nýr einstaklingur kemur íheiminn
Skeifunni 17 • Sími 550 4000 • 0piövirkadaga09:00-18:00»laugardaga10:00-16:00
AKRANES - Tölvuþjónustan - 431 4311 • AKUREYRI - Tölvutœki - 462 6100 • EGILSSTAÐIR - Tölvuþjónusta
Austurlands - 470 1111 • HORNAFJÖRÐUR - Tölvuþjónusta Austurlands - 478 1111 • HÚSAVÍK - E.G. Jónasson -
464 1990 • ÍSAFJÖRÐUR - Tölvuþj. Snerpa - 456 3072 REYKJANESBÆR -Tölvuvæöing - 421 4040
SAUÐÁR KRÓKUR - Skagfirðingabúö - 455 4537 • SELFOSS - Tölvu- og rafeindaþj. - 482 3184
VESTMANNAEYJAR - Tölvun - 481 1122
Tæknival - í fararbroddi
GOÐ HUGMYND
FfEÐIR fl F SÉR . . .
. . . flÐRfi ENN BETRI
NYJfl ÖFLUGfl HEIMILISTÖLVflN
FRÁ COMPflQ fl VERÐI FRfl
KR. 121.900
6 manaSa cf'*
Internetaskrift fylgir Intemet
s/cer öllum viö
Nýja heimilistölvan frá
Compaq, Presario, er ein
öflugasta og fullkomnasta
heimilistölva sem fáanleg er
í dag.
PRESARIO
Presario býður upp á
ótoI möguleiko til vinnu
og leiks ó heimilinu,
m.a. að:
• fara inn á Internetið
• sjó bíómyndir (DVD)
• færa heimilis-
bókhaldið
• læra heima
• sendo og fó tölvupóst
• stunda bankaviðskipti
... og svo mætti enda-
laust telja
Gerðu þér ferð í Tæknival og kynntu
þér eina fullkomnustu heimilistölvu
sem markaðurinn hefur upp á aö
bjóða - á einstöku verði.
Tæknival
TAKMARKAÐ MAGN
Auk alls búnaðar sem finna
má í öðrum góðum heimilis-
tölvum, svo sem öflugs
mótalds fyrir Internetið og
allt að 6,0Gb harðs disks, er
hægt að fá Presario tölvuna
með innbyggðu DVD drifi
sem gerir notendum kleift
að horfa á bíómyndir á
skjánum í bestu hugsaniegu
myndgæðum.
Compaq Presario er tilbúin
til notkunar beint úr
kassanum.
Kögun kaupir 20
prósent í INTIS
KÖGUN hf. hefur keypt 20% hlut í
netfyrirtækinu INTIS af Sjálfseign-
arstofnun Verslunarráðs íslands
um viðskiptamenntun. Kaupverð
bréfanna nam 27 milljónum króna
samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins og hefur verðmæti þeirra
meira en fjórfaldast á tæpum tveim-
ur árum.
Sjálfseignarstofnun Verslunar-
ráðs íslands um viðskiptamenntun
sér um rekstur Verslunarskóla ís-
lands og Viðskiptaháskólans í
Reykjavík. Hún keypti 20% hluta-
bréfa í INTIS í lok ársins 1996 í því
skyni að fylgjast með þróun á Net-
inu og tengjast fyrirtækjum með
þekkingu á því sviði. Árni Árnason,
formaður stjórnar Sjálfseignar-
stofnunar Verslunarráðs Islands
um viðskiptamenntun, segir að
þessi faglegu markmið hafí nú náðst
og því hafí verið ákveðið að selja
hlutabréfin að nýju. „Við höfum náð
tilganginum með fjárfestingunni og
munum áfram viðhalda þekkingu
okkar og ánægjulegum samskiptum
Verðmæti bréf-
anna rúmlega
fjórfaldast á
tveimur árum
við aðila á þessum markaði.“
Nafnvirði bréfanna er þrjár millj-
ónir og samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins voru þau keypt á
genginu 2 í árslok 1996 eða á sex
milljónir króna. Bréfín voru boðin
tuttugu aðilum til kaups og átti
Kögun hf. hæsta tilboðið. Hljóðaði
það upp á gengið 9 eða 27 milljónir
króna. Á tæpum tveimur árum hef-
ur verðmæti bréfanna rúmlega fjór-
faldast og það aukist um 21 milljón
króna.
INTIS er heildsala á sviði netað-
gangs sem þjónar flestum íslensk-
um netnotendum, úthlutar lénum
og sinnir margvíslegri netþjónustu.
Það veitir grunnaðgang að Netinu,
ekki beint til einstaklinga, heldur til
stofnana og fyrirtækja, en almennir
notendur fá síðan aðgang að netinu
með búnaði þeirra. Fyrirtækið er í
eigu um fjörutíu aðila og Kögun
verður nú annar stærsti hluthafinn
á eftir Háskóla íslands, sem á 27%.
Ríkissjóður á 13% en hyggst selja
eignarhluta sinn á næsta ári.
INTÍS mikilvægt fyrir
íslenskan hugbúnaðariðnað
Gunnlaugur Sigmundsson, fram-
kvæmdastjóri Kögunar, segir að
ákveðið hafi verið að fjárfesta í Intis
hf. þar sem það hafi þýðingarmiklu
hlutverki að gegna fyrir hugbúnað-
ariðnaðinn. „Við viljum leggja okk-
ar af mörkum til að tryggja að þessi
þjónusta verði sem best og band-
vídd verði aukin í samræmi við þarf-
ir fyrirtækjanna. Þessir hlutir þurfa
að vera ef íslenskur hugbúnaðariðn-
aður á að vaxa og dafna og búa við
sambærileg starfsskilyrði og erlend
samkeppnisfyrirtæki," segir Gunn-
laugur.
Tillögur að magninnkaupum á tækjabúnaði fyrir slökkvilið
Endumýja með nýj-
um búum og tækjum
Morgunblaðið/Kristinn
HRÓLFUR Jónsson, Vilhjálmur Vilhjálmsson, Hilmar Pálsson og Sig-
mundur Eyþórsson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Suðurnesja, kynntu
efni skýrslunnar.
AF 173 slökkvibifreiðum á landinu
eru 125 orðnar 20 ára eða eldri og
sumar þeirra eru jafnvel frá því á
stríðsárunum. Þetta kom fram á
blaðamannafundi sem boðað var til í
gær í tilefni af útgáfu skýrslu sem
nefnd á vegum stjórnar Sambands
íslenskra sveitarfélaga og Eignar-
haldsfélagið Brunabótafélag Islands,
EBI, vann með það að markmiði að
gera tillögur um fyrirkomulag
magninnkaupa á tækjabúnaði fyrir
slökkvilið á landinu. Fram kom að
ástandið í bíla- og tækjamálum
slökkviliða í sveitarfélögum úti á
landi er óviðunandi og hái slökkvilið-
um staðanna í starfi.
Vilhjálmur Vilhjálmsson formaður
Sambands Islenskra sveitarfélaga
sagði að sveitarfélög á landinu
þyrftu að gera átak í úrbótum í
brunavörnum.
I skýrslunni er lögð áhersla á að
ekki eigi að endurnýja búnað með
notuðum tækjum, eins og hingað til
hefur verið gert í sveitarfélögum úti
á landi, heldur skuli efla brunavarnir
með nýjum og fullkomun tækjabún-
aði sem tryggir öryggi til lengri
tíma.
Nefndin kannaði ýmsa möguleika
til fjármögnunar á kaupum búnaðar
og mun EBI bjóða upp á fjánnögnun
kaupa á bílum og búnaði hvort sem
er með lánum eða sem milliliðir við
aðrar fjármálastofnanir.
Gamall búnaður letjandi
Á blaðamannafundinum voru m.a.
fulltrúar frá slökkviliðum úti á landi,
sem sæti áttu í nefndinni, og í máli
þeirra kom fram að ekki einungis
væri óviðunandi öryggisins vegna að
vera með gamla slökkvibíla og búnað
heldur væri erfiðara að fá menn til
starfa við slökkviliðið, væri búnaður
lakur.
I Reykjavík og á Akureyri hefur
ástand slökkviliðsbílaflotans verið
ívið betri þar sem endumýjað hefur
verið með nýjum bflum, þó nýjasti
bfllinn í flota Reykvikinga sé þegar
orðinn átta ára gamall, eins og kom
fram í máli Hrólfs Jónssonar
slökkviliðsstjóra í Reykjavík.
Vilhjálmur Vilhjálmsson formaður
Sambands íslenskra sveitai-félaga
sagðist ánægður með skýrsluna og
sagði að sveitarfélögin þyrftu að
gera átak til að koma brunavörnum í
sem best form og sagði þessa sam-
vinnu Sambandsins og EBI við gerð
skýrslunnar lið í að koma hreyfingu
á málin.
„Eg vil að sveitarfélögin setji
markið hátt í þessum mikilvæga
málaflokki og noti besta fáanlega
búnað í brunavörnum. Það skýtur
því skökku við að sveitarfélögin hafa
verið að kaupa notaða bfla sem upp-
fylla ekki fyllstu gæðakröfur," sagði
Vilhjálmur.
Hilmar Pálsson forstjóri EBI
sagði að næsti áfangi yrði að hafa
samband við sveitastjórnir og kanna
áhuga þeirra á að taka þátt í
magninnkaupum fjármögnuðum af
EBI.
Hrólfur Jónsson sagði að hingað
til hefði því verið haldið á lofti að
hagstæðara væri að kaupa notaða
slökkvibíla en í skýrslunni sé sýnt
fram á hið gagnstæða.
Slökkvibúnaði víða ábótavant
Á fundinum kom einnig fram að
úti á landi er búnaði til slökkvistarfs
víða ábótavant eða að hann er hrein-
lega ekki til staðar, eins og til dæmis
væri raunin víða með reykköfunar-
búnað. Ur því væri brýnt að bæta.
Hagnaður
hjá Boeing
Seattle. Reuters.
BOEING, mesti flugvélafram-
leiðandi heims, hefur skýrt frá
347 milljóna dollara hagnaði á
þriðja ársfjórðungi af 12%
söluaukningu miðað við tap
upp á 696 milljónir dollara á
sama tíma í fyrra.
Að sögn íýrirtækisins nem-
ur hagnaður á hlutabréf 36
sentum miðað við 72 senta tap
á sama tíma í fyrra.
Danir
lækka vexti
Kaupmannaliöfn. Reuter.
DANSKI seðlabankinn hefur
lækkað vexti á skuldabréfum í
endursölu og bankabréfum í
4,65% úr 4,75%.
Forvextir verða óbreyttir,
eða 4,25%.