Morgunblaðið - 23.10.1998, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.10.1998, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 1998 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Tyrkir krefjast framsals Ocalans MESUT Yilmaz, forsætisráð- herra Tyrklands, fór í gær fram á það við rússnesk stjóm- völd að þau framseldu Abdullah Ocalan, leiðtoga skæruliða- sveita Kúrda, en Tyrkir halda því fram að Ocalan hafi nýverið flúið til Moskvu eftir að hafa dvalist í Sýrlandi. Tyrkir hót- uðu nýverið hernaðarárásum á Sýrland framseldu þarlend stjómvöld ekki Ocalan en átök- um milli landanna virðist hafa verið afstýrt. Adams þekkist boð Arafats FULLTRÚAR , Sinn Féin, stjómmálaarms írska lýðveld- ishersins, sögðu í gær að Gerry Adams, leið- togi flokksins, hefði ákveðið að þeklgast boð Yassers Arafats, leið- toga Palest- ínumanna, um að heimsækja sjálfstjómar- hérað Palestínu í Miðaustur- löndum. Ræddust þeir við sím- leiðis á miðvikudag. Annan óánægður KOFI Annan, framkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna, sagðist í gær ósáttur við að Bandaríkja- menn skyldu ekki hafa greitt þann eina milljarð Bandaríkja- dala, tæplega 70 milljarða ísl. kr., sem þeir skulda SÞ og sagði að stjórnvöld í Washington gætu ekki ætlast til þess að þau fengju að halda áhrifum í samfélagi þjóðanna ef þau greiddu ekki gjöld sín. De Gaulle til liðs við Le Pen? FRÖNSK dagblöð leiddu í gær að því líkur að Charles de Gaulle, elsta bamabarn de Gaulles fyrrverandi leiðtoga Frakklands, yrði í framboði fyrir Þjóðfylkinguna, flokk öfgamannsins Jean Marie Le Pen, í kosningum til Evrópu- þingsins næstkomandi vor. Þjóðfylkingarmenn hafa jafnan fyrirlitið arfleifð de Gaulles hershöfðingja en líklegt er að Le Pen geti aflað sér mikillar athygli takist honum að fá de Gaulle hinn yngri á sitt band. Gerry Adams POLLINI ESB spáir minni hagvexti í Bretlandi en í öðrum ESB-ríkjum Hart veist að Blair vegna samdráttar London, Brussel. Reuters, The Daily Telegraph. Reuters Minnisvarði Alberts endurreistur ELÍSABET Bretadrottning af- hjúpaði í fyrrakvöld endurreist- an minnisvarða um langalangafa sinn, Albert prins, eiginmann Viktoríu drottningar. Viðgerð- irnarkostuðu 11 milljónir punda, andvirði tæpra 1,3 millj- arða króna, og þetta er í fyrsta sinn f 80 ár sem minnisvarðinn er endurreistur og færður í sína upprunalegu mynd með þremur lögum af blaðgulli. „Eg gleðst yfír því að minnis- varða Alberts hefur verið bjargað með svo ástríkum og rausnarlegum hætti,“ sagði drottningin. Flugeldum var skotið á loft í tilefni af afhjúpuninni í London. TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, hefur sætt harðri gagn- rýni íhaldsmanna vegna minnkandi hagvaxtar í landinu og frétta um að bílafyrirtækið Rover hyggist segja upp 2.400 starfsmönnum stærstu bílaverksmiðju landsins vegna sam- dráttarins. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur spáð því að hagvöxturinn í Bretlandi verði mun minni en í öllum öðrum aðild- arríkjum sambandsins á næsta ári og Blair viðurkenndi á breska þing- inu í fyrradag að framundan væru „erfiðir tfmar“ fyrir Breta. William Hague, leiðtogi íhalds- flokksins, gagnrýndi frammistöðu stjómarinnar í efnahagsmálum á þinginu, sakaði Blair um að hafa sýnt „stórfurðulegt andvaraleysi“ í atvinnumálum og gloprað niður „blómlegri efnahagsarfleifð“ íhalds- manna. Blair lýsti viðvörunum Hagues um aukið atvinnuleysi og samdrátt sem „heimskulegri móðursýki" og sagði að stjórnin myndi ekki falla frá áformun sínum um að auka út- gjöldin til heilbrigðis- og mennta- mála um 40 milljarða punda, and- virði 4.600 milljarða króna. Forsætisráðherrann hæddist einnig að yfirlýsingum íhaldsmanna um að efnahagssamdrátturinn myndi valda 36 milljarða punda Áform um fjölda- uppsagnir hjá Rover auka vanda sljórnarinnar „svartholi" í rikissjóðnum. „Svai’t- holið er þar sem heili íhaldsflokks- ins hefur verið,“ sagði hann. BMW vill draga saman seglin Þessi hvössu orðaskipti benda til þess að breski efnahagurinn verði helsta deilumál flokkanna á breska þinginu í vetur. Peter Mandelson, viðskipta- og iðnaðarráðherra, stað- festi á þinginu að Rover hygðist fækka starfsmönnum sínum í stærstu bílaverksmiðju Bretlands, sem er í Birmingham, í sparnaðar- skyni vegna tapreksturs. Verka- lýðsforingjar sögðu að ástandið væri „miklu verra“ en þeir hefðu talið en Mandelson lagði áherslu á að fyrirtækið yrði sjálft að leysa vandann og stjórnin kæmi því ekki til hjálpar. Mandelson ræddi málið í gær við Bernd Pischetsrieder, stjómarfor- mann þýska bílafyrirtækisins BMW, sem keypti Rover árið 1994, en engar ákvarðanir voru teknar um framtíð bílaverksmiðjunnar. Ákveðið var í júlí að starfsmönnum hennar yrði fækkað um 1.500 og BMW vill að 2.400 til viðbótar verði sagt upp. ESB spáir 1,3% hagvexti Framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins (ESB) spáði því í fyrradag að hagvöxturinn í Bretlandi yrði að- eins 1,3% á næsta ári, með hliðsjón af áhrifum efnahagskreppunnar í Asíu og Rússlandi. Búist er við að í ár verði hagvöxtur meiri í Bretlandi en í tveimur aðildarríkjum ESB, Danmörku og ftalíu, en fram- kvæmdastjórnin spáði því að á næsta ári yrði hagvöxturinn lang- minnstur í Bretlandi af öllum ríkj- unum 15. Embættismenn ESB sögðu að hátt gengi pundsins og tiltölulega háir vextir í Bretlandi væru megin- ástæðan, auk stöðu landsins í efna- hagshringrás heimsins. Virtur breskur hagfræðingur, Gavyn Davies, varaði Vesturlönd við því að telja sig ónæm fyrir áhrif- um kreppunnar í Asíu. Astandið í efnahagsmálum heimsins væri „býsna alvarlegt“ að ýmsu leyti og Vesturlönd þyrftu að lækka vexti frekar til að stuðla að auknum hag- vexti og knýja fram róttækar breyt- ingar á Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Schröder sagður hafa hafnað þátttöku í minningarathöfn um lok fyrra stríðs „ViII sýna nýtt andlit Þýzkalands“ London. The Daily Telegraph. GERHARD Sehröder, verðandi kanzlari Þýzkalands, hefur hafnað því að vera viðstaddur táknræna minningarathöfn, sem Jacques Chirac Frakklandsforseti hafði stungið upp á að efnt yrði til þegar 80 ár eru liðin frá því vopnin hljóðn- uðu í heimsstyrjöldinni fyrri, sam- kvæmt upplýsingum brezka blaðins The Daily Telegraph. „Okkur var sagt að Schröder hefði svarað því til að hann vildi nýtt Þýzkaland sem sýndi heimin- um nýtt andlit en ekki ásjónu sekt- arkenndar," hafði blaðið eftir hátt- settum frönskum embættismanni. Chirac hafði lagt til, að til þess að minnast þess að 80 ár væru liðin frá því vopnahlé var samið í styrjöld- inni í Evrópu 8. nóvember næst- komandi, myndu fara fram tvær sameiginlegar fransk-þýzkar minn- ingarathafnir, önnur á frönskum vígvelli og hin við Aachen, Þýzka- landsmegin við landamærin. Að sögn franska embættismanns- ins hafnaði Schröder ekki aðeins eigin þátttöku í athöfnunum, heldui- hafnaði hann allri opinberri þátt- töku af hálfu þýzkra stjórnvalda í þeim. Helmut Kohl, sem gegnir kanzl- araembættinu formlega fram í næstu viku, mun þegar hafa þekkzt boðið um þátttöku „í grundvallarat- riðum“, en það hefði orðið hlutverk Schröders að mæta til athafnarinn- ar í Vrigne-Meuse í Ardennafjöll- um, síðasta vígvellinum þar sem franskir og þýzkir hermenn létu líf- ið í orrustu í stríðinu. Talsmaður Schröders sagði ástæðu þess að hann gæti ekki tekið þátt í athöfninni einfalda; annirnar væru of miklar á þessum tíma. En Frakkar, sem nú þegar eru áhyggjufullir yfir því yfirlýsta markmiði Schröders að breyta fransk-þýzka öxlinum í fransk- brezk-þýzkan „þríhyrning", þykjast mega túlka miklu meira út úr ákvörðun hans. Alnæmismaður veldur ótta Stokkhólmi. Reuters. SÆNSKA lögreglan leitar nú al- næmissmitaðs manns, sem hafði mök við að minnsta kosti 70 til 80 konur og óttast er að hann hafi smitað margar þeirra. Sænskir fjölmiðlar skýrðu fyrst frá leitinni fyrr í vikunni þegar lögreglan fann minnisbók með nöfnum 200 ungra kvenna við leit í íbúð hans vegna gruns um að hann hefði nauðgað konu. „Við vitum að hann hafði mök við 70-80 konur og þær eru líklega fleiri sem við vitum ekki um,“ sagði talsmaður lögreglunnar. Konumai’ bíða nú eftir alnæmisprófum til að ganga úr skugga um hvort þær hafi smitast af sjúkdómnum. Margar sænskar konur eru skelfingu lostnar vegna málsins og hafa hringt í lögregluna til að afla upplýsinga um manninn. Lögreglan telur að maðurinn sé Irani en hafi gengið undir fölsku nafni, James Kimball, í mörg ár tO að villa á sér heimildir. Reuters Barist í Bangla- desh EINN maður lést og um 130 manns slösuðust þegar hundruð stjórnarandstæðinga í Bangla- desh lentu í átökum við lögregl- una í höfuðborginni Dhaka í gær á meðan á átta stunda verkfalli stóð. Þetta var þriðja verkfall sinnar tegundar á einni viku en Begum Khaleda Zia, talsmaður sljórnarandstöðunn- ar og fyrrverandi forsætisráð- herra, sagði verkföllin þátt í herferð sem ætlað er að þvinga Sheikh Hasina forsætisráðherra til afsagnar en Zia segir „ólýð- ræðislega" ríkisstjórn hans kúga almenning í Bangladesh. D’Alema kynnir stefnu nýrrar stjórnar Afram haldið á braut umbóta Róm. Reuters. MASSIMO D’Alema sagði í fyrstu þingræðu sinni sem nýr forsætis- ráðherra Ítalíu í gær að ríkisstjórn hans myndi sama dag samþykkja ný drög að fjárlögum næsta árs, sem yrðu að uppistöðu þau sömu og hin fallna stjóm Romanos Prodis hafði lagt fram. D’Alema, sem tók í fyrradag við sem leiðtogi 56. ríkisstjórnar Italíu eftir lok síðari heimsstyrjaldar, sagði miðju-vinstristjórn sína ætla að helga krafta sína því að halda áfram umbótum í ríkisfjármálum, halda áfram einkavæðingu ríkis- fyrirtækja og að láta hana ná einnig til opinberrar þjónustu og ekki sízt baráttunnar gegn at- vinnuleysi. Hann sagði stjómina einnig ætla sér að hrinda í framkvæmd aðgerð- um til að efla þróun hins fátækari suðurhluta landsins og hefja víð- tækar umbætur á stjórnkerfinu, einkum kosningakerfinu. D’Alema, sem er fyrrverandi kommúnisti og fer nú fyrir Lýð- ræðislega vinstriflokknum, stærsta flokknum á Ítalíuþingi, tók skýrt fram að Ítalía myndi virða allar al- þjóðlegar skuldbindingar sínar, svo sem gagnvart Atlantshafsbandalag- inu. Þar með vildi hann vísa á bug áhyggjum af að sú staðreynd, að marxistar skyldu setjast í ráð- herrastóla í hinni nýju stjórn, myndi hafa neikvæð áhrif á virkni Ítalíu innan NATO.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.