Morgunblaðið - 23.10.1998, Page 21

Morgunblaðið - 23.10.1998, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Reuters BILL Clinton Bandaríkjaforseti ræðir við Yasser Arafat, leiðtoga Palestínumanna, og Benjamfn Netanyahu, forsætisráðherra ísraels, ásamt samningamönnum, í Wye Mills í gær. Leikræn tilþrif í friðarviðræðum Hvað vakti fyrir Benjamín Netanyahu? Jerúsalem. Reuters. FJÖLMIÐLAR víða um heim veltu í gær vöngum yfír því hvað hefði vakað fyrir Benjamín Net- anyahu, forsætisráðherra Israels, er hann gaf ísraelsku samninga- nefndinni skipun um að pakka nið- ur föggum sínum og binda enda á friðarviðræðurnar við Palestínu- menn í Wye Mills í Bandaríkjunum á miðvikudag. Netanyahu gaf sjálfur þá skýr- ingu að Yasser Arafat, leiðtogi Pa- lestínumanna, hefði reynst ófáan- legur til að fallast á kröfur um að Palestínumenn skuldbyndu sig til að framselja aibrotamenn sem eft- irlýstir eru í Israel, og að palest- ínska sjálfsstjórnarþingið feOdi niður ákall um upprætingu ísraels- ríkis úr stjórnarsáttmálanum. Stjórnmálaskýrendur hafa leitt getum að því að hin raunverulega ástæða hafi þó verið sú að Net- anyahu hafi viljað sýna gagn- rýnendum sínum heima fyrir að hann léti ekki svo auðveldlega undan þrýstingi Bandaríkja- manna. Haft var eftir embættis- manni, sem tengst hefur viðræð- unum, að það væri vissulega freist- andi fyrir hann að gefa Palestínu- mönnum til kynna að hann væri reiðubúinn að semja, en ekki á bandarískri grund. Bent hefur ver- ið á að þótt Netanyahu og Arafat virðist fyrirlíta hvor annan geri þeir sér báðir grein fyrir því að það sé í beggja hag að samningar náist. Þeir geti í sjálfu sér undir- ritað samkomulag hvar og hvenær sem er, en Bandaríkjastjórn hafi hinsvegar mesta hagsmuni af því að málið verði leitt til lykta í Wye Mills. Bill Clinton Bandaríkjaforseti átti frumkvæði að viðræðunum og hefur varið hátt í 60 klukkustund- um með deiluaðilum. Netanyahu veit fullvel hvað er í húfi fyrir Clinton að samningar takist áður en gengið verður til þingkosninga 3. nóvember næstkomandi. Vera kann að hann sé tregur til að veita Clinton þann sigur, minnugur þess að hann lýsti nánast opinberlega yfir stuðningi við Shimon Peres, helsta andstæðing Netanyahus, í kosningunum árið 1996. Sjálfur hefur Netanyahu haft á orði að Likud-flokkur sinn sé „ísraelsk út- gáfa Repúblikanaflokksins“. Steminningin eins og á arabískum útimarkaði Hvað svo sem vakti fyrir Net- anyahu er þetta ekki í fyrsta sinn sem gripið er til leikrænna tilþrifa er Arabar og Israelar sitja við samningaborðið. Jafnvel þegar annar aðilinn missir stjórn á skapi sínu og hinn ypptir öxlum með uppgerðarundrun, má allt eins bú- ast við að tímamótasamkomulag sé í burðarliðnum. James Baker, iyrrverandi utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, þótti lipur samningamaður, og átti stór- an þátt í að koma á fyrstu friðar- ráðstefnunni milli Israela og Pal- estínumanna í Madríd fyrir sjö ár- um. Hann líkti friðarumleitunum í Mið-Austurlöndum við stemmning- una á arabískum útimarkaði, eftir að Palestínumenn kröfðust veru- legra tilslakana aðeins tveimur vik- um áður en viðræður áttu að hefj- ast. __ „Ég hef fengið mig fullsaddan af þessu. Hjá ykkur er eins og mark- aðnum sé aldrei lokað“, sagði Bak- er og strunsaði út úr fundarher- berginu þegar Palestínumenn byrjuðu að prútta. Samningamenn- irnir þrábáðu hann að koma aftur, en hann sagðist ekki myndu taka upp þráðinn nema þeir féllu frá kröfum sínum. Palestínumenn samþykktu það samstundis, en Baker tók þá á taugum og lét þá bíða eftir svari í stundarfjórðung, að því er sagan segir. Frægt er orðið þegar Baker missti þolinmæðina gagnvart Isra- elsmönnum, las upp símanúmerið í Hvíta húsinu á samningafundi og sagði „Hringið í okkur þegar ykkur er alvara um að vilja frið.“ Uppnám í beinni útsendingu Minnstu munaði að allt færi í bál og brand í beinni sjónvarpsútsend- ingu í Kaíró árið 1994. Yasser Ara- fat var í þann mund að skrifa undir samkomulag, sem veitti Palestínu- mönnum sjálfsstjórn á Gaza-svæð- inu og í borginni Hebron á Vestur- bakkanum, er hann fékk skyndi- lega áhyggjur af því að ef til vill væri hann að gefa of mikið eftir, og ýtti blaðinu frá sér án þess að kvitta. Yitzhak Rabin, þáverandi for- sætisráðherra Israels, skellti hnef- anum í borðið og gekk í burtu. Upphófst þá mikil rekistefna, og þurfti milligöngu átta embættis- manna frá Egyptalandi, Israel, Palestínu, Rússlandi og Bandaríkj- unum, áður en Rabin og Arafat fengust loks til að undirrita samn- inginn. „Heimurinn hefur séð glitta í topp ísjakans af þeim vandamál- um sem við munum þurfa að takast á við“, sagði Rabin að fundinum loknum. FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 1998 21 I þjónustuíbúð hjá Unni Arngríms s BA9nA9i“i<?nnn Félagsbústaðir hf. Skráning skuldabréfa á Veröbréfaþingi ísiands Útgefandi: Lýsing á flokknum: Nafnverö útgáfu: Gjalddagar: Félagsbústaðir hf. Suðurlandsbraut 30, 108 Reykjavík, kt. 510497-2799. Heiti flokksins er 1. flokkur A 1997. Bréfin eru verðtryggð til 30 ára og bera 5% árlega vexti. Greiddar eru 30 árlegar jafnar afborganir af bréfunum, í fyrsta skipti 16. júní 1998. Nafnverð er kr. 850.000.000. Fyrsti gjalddagi er 16. júní 1998, síðan árlega, 16. júní ár hvert, með lokagjalddaga 16. júní 2027 Skráningardagur á VÞÍ: Bréfin verða skráð á VÞÍ þann 27. október 1998. Viöskiptavakt á VÞÍ: Búnaðarbankinn Verðbréf verður með viðskiptavakt á flokknum á VÞÍ. Umsjón með skráningu: Búnaðarbankinn Verðbréf, kt. 491296-2249. Hafnarstræti 5, 155 Reykjavík. Upplýsingar varðandi ofangreind skuldabréf liggja frammi hjá Búnaðarbankanum Verðbréf BUNAÐARBANKINN VERÐBRÉF Hafnarstræti 5, 155 Reykjavík. Sími: 525-6070 Fax: 525-6099 Aðili að Verðbréfaþingi íslands. NR.118 7. TBL.1998 KR. 789 M/VSK HUS DOMARANS TEKKIÐ SNYR AFTUR FRONSK AHRIF I HEIMAEY UMVAFIN HLÝJU Á FRAKKASTÍG FYRSTA ÍJBÚÐIN um ofna o

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.