Morgunblaðið - 23.10.1998, Síða 26
26 FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 1998
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Einu
KVIKMYMIIR
IVorræna
barnainyndahátfðin
Rognboginn
BÖRN GLERBLÁSARANS
„GLASBLÁSARANS BARN“ ick'k
Leikstjórn og handrit: Anders
Grönros. Byggð á samnefndri
skáldsögu Maria Gripe. Fram-
leiðandi: Anders Birkeland.
Aðaihlutverk: Stellan Skarsgárd,
Pernilla August. Sænsk. 1998.
BÖRNIN Klas og Klara búa hjá
foreldrum sínum í stórum skógi.
Faðirinn er glerblásari og annálað-
ur í héraðinu fyrir Mstfengi en
móðirin vildi óska þess að hann
skipti sér meira af henni og er
stundum pirruð út í börnin; sleppir
því einu sinni út úr sér að hún vildi
fá frið fyrir þeim. Sú ósk á illu
heilli eftir að rætast því herrag-
arðseigandi einn lætur ræna böm-
unum handa konunni sinni sem
hann elskar mikið og vill allt gera
fyrir. Hún hafði nefnt það að hún
óskaði þess að eignast böm og
—
sinni var
Ungur prins
svona fer maður hennar að því að
uppfylla ósk hennar. En þau vita
ekkert hvað þau eiga að gera við
börn og óska sér bamfóstm er
birtist þeim í líki voðakvendis sem
gerir Frenjuna í Matthildi að lítilli
kisulóru.
Bama- og fjölskyldumyndin
Börn glerblásarans eftir Anders
Grönros, sem er ein af fjölmörgum
myndum á Norrænni bama-
myndahátíð í Regnboganum, er
byggð upp í anda klassísku ævin-
týranna og fær ýmislegt lánað úr
þeim um leið og höfundurinn, And-
ers Grönros, reynir að segja frá á
frumlegan og ferskan hátt. Lík-
lega er innihaldið full flókið og
snúið fyrir börn en hin myndræna
úrvinnsla ætti að geta haldið þeim
við efnið. Myndin lýsir undraheimi
þar sem nornir em partur af
mannlífinu og forspáir hrafnar
þeirra kranka eineygðir (búnir að
missa augað í viskubranninn),
töfrahringur gegnir miklu hlut-
verki, barnfóstrasadisti kemur
mjög við sögu og uppfylltar óskir
og aðrar glataðar era þungamiðjan
í frásögninni.
Myndin fjallar um margt sem við
kemur samskiptum foreldra og
bama í sögu um fátæka fólkið í
skóginum annars vegar og yfir-
stéttina í kastalanum hins vegar og
kannski ólík viðhorf til bama og
barnauppeldis. Hún er öðram
þræði um ótta foreldra við að missa
börnin sín sakir vanrækslu og hún
er um uppfylltar óskir sem kalla á
lífsleiða svo ekkert rúm er lengur
fyrir drauma. Hvort nokkur krakki
geti ráðið í rúnir myndarinnar er
svo annað mál.
Myndin er ágætlega leikin,
krakkarnir gera fína hluti og full-
orðnu leikararnir, Stellan Skars-
gárd og Pemilla August, sem
kannski era þekktust á sínu sviði
nú um stundir á Norðurlöndunum,
gera margt gott úr foreldrahlut-
verkunum. Það
vill teygjast óþ-
arflega mikið á
söguþræðinum en
annars er hér um
athygUsverða og
forvitnilega mynd
að ræða.
Arnaldur
Indriðason
og örg fól
KVIKMYIVDIR
Norræna
bui'iiamv nilahátfði n
Rcgnboginn
ARNARAUGA (ÖRNENS ÖJE)
Leikstjóri Peter Flinth. Handrits-
höfundur Nikolaj Scherfig. Tónsmið-
ur Sören Hyldgaard. Kvikmynda-
tökustjóri Eric Kress. Aðalleikendur
Nfjas Örnbak-Fjeldmose, Lasse
Baunkilde, Lars Lohmann, Björn
Granath, Maj Bockhahn Bjerregaard,
Björn Floberg. 91 mín. Dönsk.
Metronome 1997
DANAVELDI
á þrettándu öld.
Ófriðarblikur á
lofti, konungur-
inn (Lars
Lohmann) send-
ir son sinn, rfkis-
arfann Valdemar
(Nijas Ömbak-
Fjeldemose), á
öruggan stað, í
latínunám til
Eskills biskups (Björn Granath) á
meðan hann lemur á óvininum. Bisk-
up hugsar sér gott til glóðarinnar,
varpar prinsi í dýflissuna og undir-
býr valdarán með fulltingi riddarans
eineygða (Björn Floberg). Valdemar
sér við uppreisnarseggjum, strýkur
úr haldi með aðstoð vinar síns Aske
(Lasse Baunkilde) og kemur fóður
sínum til hjálpar.
Amarauga er ein fjölda langra
barna- og unglingamynda, flokkast
því sem fjölskyldumynd, ætluð börn-
um fyrst og fremst. Efnið er hins
vegar heldur einhæft og efnistökin
um of einfólduð fyrir fullorðna.
Myndin ætti að nýtast smáfólkinu
betur, spuming þó hvort hún sé ekki
fuU löng og gróf fyrir þeirra smekk.
Arnarauga er þó ekki langdregin,
þokkalega gerð að mörgu leyti,
snaggaralegt myndmálið minnir á
teiknimyndafrásögn. Það hefur
einnig sína vankanta því ekki er nein
umtalsverð tengsl að finna á milli
áhorfandans og aðalpersónanna, þær
eru aðsópslitlar. Leikararnir ungu,
Ömbak-Fjeldemose og Lasse
Baunkilde, fara bærilega með sín
hlutvetrk og hinir eldri skila sömu-
leiðis einfólduðum manngerðunum
með ágætum. Ómennin fá sem
endranær bestu línurnar og túlkar
Bjöm Granath biskupsafmánina á
skemmtilega gustmikinn hátt, sömu-
leiðis Björn Floberg sem eineygði
riddarinn. Hér svífur snoturt ævin-
týri yfir vötnunum.
Sæbjörn Valdimarsson
Setníng Ungtistar '98 verður T Ráðhúsi Reykjavíkur,
föstudaginn 23. október kl. 20.
Ljósmynda-, myndlistar og
stuttmyndamaraþoní verður
ýtt út vör. Einnig verður
hönnunarsýning Iðnskólans
opnuð.
Meðal þeírra sem koma fram eru
Jóel Pálsson, saxófónleikari,
sem kynnir geislaplötuna Prím,
Valgerður Guðrún
Guðnadóttír og Garðar Thór
Cortes sem syngja dúetta við
undirleik Krystynar Cortes og
dansarar frá listsmiöju Baha’ía.
Vest-norræn kvikmyndahátíð
HÁSKÓLABÍÓ stendur dagana 23.
október til 2. nóvember fyrir fyrstu
vest-norrænu kvikmyndahátíðinni
sem haldin hefur verið. Sýndar
verða þrjár myndir, Hjarta ljóssins
(Qaamamgup uummataa /Lysets
hjerte) eftir Jacob Gronlykke, Bar-
bara eftir Nils Malmros og Dansinn
eftir Ágúst Guðmundsson.
Jacob Gronlykke, leikstjóri Hjarta
ljóssins, er danskur en meðhandrits-
höfundur hans, Hans A. Lynge, er
grænlenskur og myndin er sú fyrsta
sem gerð er á Grænlandi, tekin ein-
göngu þar og að mestu töluð græn-
lenska í henni þótt danskan slæðist
með. Hún rekur harmsögu fjöl-
skyldu sem er klofin í afstöðu til
nútímans og stjórnar Dana.
Barbara eftir danska leikstjórann
Nils Malmros er gerð eftir sögu
færeysk/danska rithöfundarins
Jorgen-Frantz Jaeobsen sem byggð
er á gamalli færeyskri goðsögn.
Myndin var tekin að öllu leyti í
Færeyjum. Barbara er ekkja
tveggja presta í Færeyjum og þegar
sá þriðji hittir hana fellur hann flat-
ur, og það þrátt fyrir allar viðvaranir.
Súrefiniwriir
Karin
Herzog
• vinna gcgn
öldriuiareinkennuin
• endurupphyggja iiúðiiia
• vinna á appelsúudiúð
og sliti
• vinna á unglingabóluin
• viðhalda ferskleika
liúðarinuar
Ferskir vindar í
umhirðu húðar
Ráðgjöf og kynning
í Hringbrautarapóteki
í dag kl. 14-18
Kynningarafsláttur
Dansinn eftir Ágúst Guðmundsson
er byggð á smásögu færeyska rit-
höfundarins Williams Heinesens
sem skrifaði öll rit sín á dönsku.
Myndin, sem tekin er í Færeyjum og
á Islandi, segir frá brúðkaupi á
örsmárri eyju í ógnþrungnu Atlants-
hafinu þar sem dansa á í þrjá daga.
Dularfullir atburðir gerast hins veg-
ar og setja strik í reikninginn og ým-
is öfl vilja koma í veg fyrir dansinn.
-------«>4-------
Sýningum lýkur
Gerðarsafn
SÝNINGU Magdalenu Margrétar
Kjartansdóttur, Drottningar um
stund, og sýningu Ólafar Einarsdótt-
ur á þrívíðum textílverkum lýkur nú
á sunnudag.
Gerðarsafn er opið alla daga nema
mánudaga frá kl. 12-18.
Listasafn ASÍ
Sýningu Ólafar Erlu Bjarnadóttur
og Ingu Þóreyjar Jóhannsdóttur lýk-
ur nú á sunnudag.
Kjarvalsstaðir
Sýningunni -30/+60, sýning á
verkum tveggja kynslóða íslenskra
listamanna, lýkur nú á sunnudag.
Kjarvalstaðir eru opnir alla daga
kl. 10-18.
intra
Stálvaskar
Intra stálvaskamir fást í möigum
stærðum og gerðum. Þessi vaskur
ber nafnið Eurora og hefur hlotið
maigvíslegar viðurkenningar fyrir
frábæra hönnun.
Fæst í byggingavöruverslunum um landallt.
Heildsöludreifing:
Stniðjuvegi 11. Kópavogi
Tenciehf Sími 564 1088.fax 564 1089