Morgunblaðið - 23.10.1998, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 1998 27
Sagan endur-
tekur sig
SÁ SEM hér heldur
á penna hefir nýlokið
við að lesa yfirgrips-
mikla ævisögu Jóseps
Goebbels hins þýzka.
Allt fyrnist og einnig
fádæmin. Þessvegna
er hætt við að yngri
kynslóðin geri sér ekki
grein fyrir hver sá
maður var og mála-
fylgja hans. Hann hef-
ir verið nefndur áróð-
ursmeistari allra tíma.
Og víst er um það að
hann beitti áður
óþekktri tækni í áróðri
með afleiðingum
skelfilegri en orð fá lýst. Hann
sagði svart hvítt og lygi sannleika
og hélzt það uppi, einnegin vegna
þess að enginn hafði leyfi til þess
að andmæla honum, eins og tíðkað
er í einræðislöndum.
Þótt ólíku sé vissulega saman að
jafna fer ekki hjá því að hin ótrú-
Enginn læs maður er
svo skyni skroppinn og
utangátta, segir
Sverrir Hermannsson,
að hann sjái ekki til
botns í málinu þótt
gruggugt sé.
lega ævisaga Þjóðverjans sæki á
hugann, þegar fyrir augu og eyru
koma hin nýju áróðursbrögð léns-
herranna í íslenzkum sjávarútvegi,
þar sem öllu _ er öfugt snúið.
Leigupenni Utvegsmannafélags
Norðurlands ritar enn eina grein-
ina í gamal-þýzkum stíl í Morgun-
blaðið miðvikudaginn 21. þ.m. Fyr-
irsögn greinarinnar er eftir því.
„Vaxandi sátt um sjávarútveginn“,
stendur þar og innihaldið í sam-
ræmi við hana. Hvorum megin á
Sjöstjörnunni skyldi sá maður eiga
heima sem lætur sér slíka fullyrð-
ingu um munn líða?
Það er fomt máltæki, að betra sé
að veifa röngu tré en öngu. Til þess
ráðs greip forsætisráðherra þegar
hann í hásætisræðu varpaði fram
þeirri sérkennilegu hugmynd að
leysa mætti lénsveldið af hólmi
með því að selja hinum raunveru-
legu eigendum sjávarauðlindarinn-
ar, almenningi, hlutabréf í sjávar-
útvegsfyrirtækjum til „rimelige
priser“. Framkvæmdin yrði þá
væntanlega með þeim hætti að sett
yrðu lög á Alþingi, sem neyddu
eigendur fyrirtækjanna til að selja
ríkinu svo og svo stóran hlut í fyr-
irtækjum sínum. Síðan myndi ríkið
selja hlutabréfin almenningi - fyrst
þeim sem engin eiga auðvitað -
með ríflegum afslætti, sem greidd-
ur yrði með nýjum skattaálögum á
hina sömu. Væri þá hringavitleys-
an fullkomnuð.
Snælduhali Útvegsmannafélags
Norðurlands telur að þessi hug-
mynd sé þess virði að vera athug-
uð, enda eru sægreifarnir tilbúnir í
hvað sem er ef þeir aðeins fá frið til
að arðnýta lungann úr þjóðarauð-
lindinni fyrir sig og sína. T.d. er
Ágúst Einarsson, alþingismaður,
tillögumaður um auðlindaskatt í
þeirri von að á það myndu menn
sættast og hann fá frið með kvót-
ann sinn og þeir bræður báðir.
Auðlindaskattur er engin lausn,
enda myndu eigendur Skinneyjar á
Hornafirði og H.B. á Akranesi
verða fljótir til, með aðstoð stúku-
bræðra í Sjálfstæðisflokknum, að
festa í lög að auðlindaskattur kæmi
til frádráttar öðrum sköttum fyrir-
tækjanna.
Út yfir tekur þó þegar í fyrr-
greindri þulu er tekinn upp ómeng-
aður áróður LÍÚ úr
opnuauglýsingu í
Morgunblaðinu, en
það er líka þýzk kenn-
ing að margendurtekin
lygi festi rætur sem
sannleikur óðar en
varir.
Fimleikamaðurinn
norðlenzki segir svo
orðrétt: „Það er
ánægjulegt að geta
bent á það, í þessu
samhengi, að eigna-
dreifing í sjávarútvegi
er mjög mikil nú þeg-
ar. Lítum á tíu stærstu
sj ávarútvegsfyrirtæki
landsins. I eigendahópi þeirra eru
a.m.k. 13.790 einstaklingar, 7.269
stór og smá fjárfestingafyrirtæki í
ýmsum greinum, lífeyrissjóðir með
154.289 félaga, hlutabréfasjóðir og
fjárfestingafélög með a.m.k. 56.343
eigendur og bæjar- og sveitarfélög
með 27.197 íbúa.“
Þessi vinnubrögð þarfnast ekki
skýringa. Enginn læs maður er svo
skyni skroppinn og utangátta að
hann sjái ekki til botns í málinu
þótt gruggugt sé. I stað þess að
elta ólar við slíka endileysu verður
hér varpað fram nokkrum spurn-
ingum til þess að lesendur geti
glöggvað sig betur á „eignadreif-
ingunni".
1. Er það rétt, að 3 - þrír - menn
eigi um 75% í Samherja á Akureyri?
2. Er það rétt að hlutur hvers og
eins teljist um 4 - fjórir - milljarð-
ar - fjögur þúsund milljónir króna?
3. Hvað eiga „dreifðu“ eignarað-
ilarnir í Samherja hver um sig?
4. Er það rétt, að af nýrri úthlut-
un „gjafakvóta" á liðnu sumri hafi
hlutur Samherja numið nær 1 -
einum - milljarði króna og hlutur
hvers aðaleiganda þar af leiðandi
um 250 milljónum króna?
5. Hvað er svokallaður „skip-
stjórakvóti"?
6. Er það rétt, að einum af þrem-
ur aðaleigendum Samherja hafi
verið úthlutaður „skipstjórakvóti"
sem nam 4.318 þorskígildistonnum,
þegar hann gekk úr skiprúmi hjá
ÚA og tók við Akureynni?
7. Hvers virði er sá kvóti í dag?
Væri kannski hægt að selja hann á
3.756 milijónir króna?
8. Tók Samherji til sín skattfrítt
á árinu 1994-5 leigu af karfakvóta
og rækju í eign alþjóðar fyrir kr.
314.586.000 - þrjúhundruðogfjórt-
ánmilljónir fimmhundruðátta-
tíuogsexþúsund ?
9. Er það dæmi um „eignadreif-
ingu“ í sjávarátvegi, að 25 stærstu
fyrirtækin „eigi“ yfir helming af
öllum aflaheimildum?
10. Er það rétt, að „viðbótar-
gjafakvótinn" til þessara fyrir-
tækja á liðnu sumri hafi að and-
virði numið rúmlega 13 þúsund
milljónum króna?
Skutulsveini þeirra nyrðra ætti
ekki að verða skotaskuld úr að
svara þessum spurningum. Hann
hefir aðgang að öllum upplýsingum.
En sagan endurtekur sig. Nú
ætla lénsherrar sjávarins að heila-
þvo íslenzka þjóð með gegndar-
lausum áróðri í arískum stíl frá
fyrrihluta aldarinnar og greiða fyr-
ir umsýsluna það sem upp verður
sett. Og úr ytri vasa kvótaúlpunnar
munu þessir gjafþegar ríkisstjórn-
arflokkanna taka hundruð milljóna
og afhenda þeim til „gottgjörelsis"
sér í kosningabaráttunni á vori
komanda. Vald peninganna mun
ekki láta að sér hæða, ef að líkum
lætur.
Af því tilefni mun Hannes Hólm-
steinn ljúka sérstökum lofsyrðum á
þróun lýðræðisins á íslandi og
„Nýmyndun eignarréttinda".
Höfundur er fv. bankastjóri.
Sverrir
Hermannsson
Hver gagnrýnir hvern?
ÞÆTTIR Þrastar
Helgasonar í Útvarpinu
þrjá laugardaga í sept-
ember og október eru
með því gagnmerkasta
sem heyrst hefur á öld-
um ljósvakans um ís;
lenska listgagnrýni. I
fáeinum afmörkuðum
samtölum við listamenn
á ýmsum sviðum hefur
Þröstur brugðið ljósi á
vanda og viðfang inn-
lendrar gagnrýni, í bók-
menntum, leiklist, tón-
list og myndlist.
Það er athyglisvert
hve Þresti veitist auð-
velt að blása til um-
ræðu án þess að þurfa
að draga allt út úr viðmælendum
sínum með töngum. Miklu fremur
þurfti hann að hafa á þeim taum-
hald svo afmarkaður útsendingar-
tíminn fuðraði ekki upp í einni
ákafri allsherjarkrufningu. Með því
að kalla til möguleg fórnarlömb í áð-
urnefndum greinum lista losaði
Þröstur um málbeinið á þeim sem
töldu sér með einhverjum hætti
ógnað af almennri gagnrýni. Sjálfan
sig lagði hann hins vegar undir sem
eins konar blóraböggul og varði sig
og sína með skjaldborg útdrátta af
málþingi því sem hann stýrði á dög-
unumj Odda, hugvísindasetri Há-
skóla Islands.
Það er ekki auðvelt að brydda
upp á umræðu um jafnviðkvæm mál
og listgagnrýni, né finna kjarnann í
slíku samtali. Svo fjálglega sem
listamenn tjá sig um vankanta og
vonsku gagnrýnenda gleyma þeir
oftast þeirri grundvall-
arstaðreynd að engin
gagnrýni er jafnbitur
og óvægin og þeirra
eigin orðræða um
kollega sem þeir telja
að standi sig ekki sem
skyldi. Til dæmis hefur
undirritaður á tuttugu
ára ferli sínum aldrei
vogað sér að nota orð-
bragð í líkingu við það
sem hann hefur oft
heyrt listamenn við-
hafa um aðra lista-
menn. Hugtökin heið-
arleiki og einlægni,
sem oft skýtur upp í
orðaforða undirritaðs,
Staða gagnrýnenda í
samfélagi lista, segír
Halidór Björn Runólfs-
son, er álíka eftirsókn-
arverð og staða gyð-
inga í samfélagi bænda.
eiga því aldrei við um afstöðu eins
listamanns til annars heldur ein-
göngu um afstöðu listamanns til
sjálfs sín og eigin viðfangsefnis.
Nú er það svo að íslensk gagnrýni
verður að teljast miklum takmörk-
unum háð. Einungis bókmenntum er
boðið upp á þann munað að um þær
sé fjallað í sérstökum tímaritum og
þar með í lengra máli en sem nemur
dálki eða tveim. Og þó segi ég meira
en ég get staðið við því að fæstum ís-
lenskum bókmenntatímaritum virð-
ist ætlað að fjalla um leikhús sem
bókmenntir. Umfjöllun um leikrit og
uppfærslu þeirra er með öðrum orð-
um ekki talin eiga heima á sama
vettvangi og umfjöllun um skáldsög-
ur, smásögur og ljóð. Ekki veit ég
hvað ræður þessari sundurgreiningu
nema ef vera kynni heimska.
Þá minntist enginn viðmælenda
Þrastar á þá augljósu staðreynd að
afkoma hamlar þróun gagnrýni á öll-
um sviðum. Gagnrýnendur fá sama
og ekkert í sinn vasa þótt þeir reyni
að sinna starfi sínu af natni. Þar sem
Islendingar neita að flokka gagnrýni
undú bókmenntir - rúmum 130 ár-
um eftir andlát Charles Baudelaire
og 80 árum eftir enn sviplegra fráfall
Guillaume Apollinaire - er staða
þeirra í samfélagi lista álíka eftir-
sóknarverð og staða gyðinga í sam-
félagi bænda.
Vonandi berum við gæfu til að
heyra Þröst taka sem fyrst aðra og
dýpri syrpu um málið á öldum ljós-
vakans, ekki er vanþörf á. Á meðan
íslenskir listamenn eiga jafnerfitt
með að slíta sig frá spegilmynd
sinni og Narkissus forðum daga eru
þeir ófærir um að gá kringum sig og
sjá hvernig menningarlegt og list-
rænt bakland þeirra lítur út. Að
meta slíkt kalt og yfirvegað þykh-
svo óendanlega krefjandi og leiðin-
legt. Því er líklegt að sá eitraði bik-
ar falli okkur gagnrýnendum í
skaut, svona eins og svo mörg önnur
skítverk sem vinna þarf í þágu ís-
lenskrar menningar.
Höfundur er myndlistar-
gag’nrýnandi.
Halldór Björn
Runólfsson
EiOEnn] o GfiiDlMni? o fígáMD
Œ0(íMeqBSM1md QmiM]
Q^GgMliO^SIE^oaiEMi^
ORMSSONHF
Sími 533 2800
|^ÓWiRMS?utvarpsmagnari með
2? stöðva minni • Geislaspilari
Aðskilin bassi og diskant
Stafræn tenging
Tviskiptur hátalari (2-way) 80W
Mini-disk spilari kostar kr. 49.900.
(ekki innifalið i verði).
NS-5 Heimabió
4x30W RMS-útvarpsmagnafrmeð
24 stöðva minni • 5 hátaíarar
Geislaspilari • Aðsldinfibassi* '^
og diskant • StafrænJengingj
Tvískiptur hátalári (2-wav,ll50wll
ÍRríggjávara ábyrgðfáráílum Pioneewhljðmfliltningsfækjunv
MJJómtæki skipta miálH