Morgunblaðið - 23.10.1998, Qupperneq 34
34 FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 1998
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
3
t.
Bruðl og for-
gangsröðun
Þessi hugmyndafrœði krefst því
augsýnilega pólitísks hugrekkis; yfir-
lýsinga í þá veru að tiltekin verkefni
í samfélaginu hljóti að teljast
mikilvægari en önnur. _
Forgangsröðun er eitt
þeirra hugtaka sem
nútímaleg stjórnmál
ættu að grundvallast
á. Pessi hugmynd
felur í sér að verkefnin séu í
raun óendanleg í samfélaginu og
að þeim beri að raða í forgangs-
röð þar eð aldregi verði til reiðu
nægilegir peningar til að sinna
þeim öllum í einu. Það sé síðan á
verksviði ráðamanna í þjóðfélag-
inu hverju sinni að ákvarða
þessa forgangsröðun í sem nán-
ustu samráði við fólkið sem í
landinu býr. Þessi hugmynda-
fræði krefst því
VIÐHORF augsýnilega
------ pólitísks hug-
Eftir Ásgeir rekkis;yfirlýs-
Sverrisson inga í þá veru
að tiltekin
verkefni í samfélaginu hljóti að
teljast mikilvægari en önnur.
Þessi hugmynd hefur aldrei
náð raunverulegri fótfestu á ís-
landi. Fyrir því eru margar
ástæður. Nefna má að engar
hefðir eru fyrir því hér á landi að
efnt sé til skipulegra umræðna
um hvernig peningum skatt-
borgaranna er varið. Þá hefur
pólitískt hugrekki löngum þótt
lítt til vinsælda fallið á Islandi
líkt og í ljós kom á sínum tíma er
svonefndur „flatur niðurskurð-
ur“ var ákveðinn í ríkiskerfinu
þegar harðnaði á dalnum. Þar
með komust þáverandi valdhafar
hjá því að taka óvinsælar
ákvarðanir í nafni forgangs-
röðunar.
Forgangsröðun segir ýmislegt
um samfélagið og þjóðfélags-
gerðina. Hún leiðir einnig í Ijós á
hvaða þroskastigi stjórnmál eru í
tilteknu landi. Við skoðun verður
ekki sagt að slík gi'eining verði
til þess að auka reisn íslensku
þjóðarinnar. Raunar er það svo
að sjaldan sem aldrei er þess
freistað að fá fram raunveruleg-
an vilja meirihluta þjóðarinnar í
þessum efnum. Hvaða hugmynd-
ir skyldu íslendingar almennt
gera sér um eðlilega og rétt-
mæta forgangsröðun í samfélag-
inu?
Ætli lýðurinn í landinu sé al-
mennt sáttur við þá forgangs-
röðun sem birtist í hamslausri og
með öllu ástæðulausri útþenslu
utanríkisþjónustunnar? Skyldu
íslendingar upp til hópa vera
sammála þeirri forgangsröðun
sem birtist í því er ákveðið var
að byggja sendiráð í Berlín fyrir
335 milljónir króna? Ætli það
sama gildi um þau áform sem
uppi eru um að auka framlög til
utanríkisþjónustunnar um 300
milljónir króna á ári? Skyldi
ríkja almenn ánægja meðal þjóð-
arinnar sökum þess að ákveðið
hefur verið að verja 335 milljón-
um króna til að minnast landa-
fundaafmælisins í Vesturheimi
árið 2000? Er þá ekki við hæfi að
upplýsa skattborgarana um hvað
kristnitökuhátíð ríkiskirkjunnar
sama ár kemur til með að kosta
að frátöldum þeim 50 milljónum
króna sem varið verður til vega-
bóta í þjóðgarðinum á Þingvöll-
um? Og loks er að nefna þá for-
gangsröðun sem birtist í
ákvörðun Reykjavíkurborgar og
ríkisvaldsins að verja samtals
510 milljónum króna af al-
mannafé árið 2000 þegar
Reykjavík mun eiga að bætast í
hóp evrópskra menningarborga.
A sama tíma og forgangs-
röðun íslenskra ráðamanna kem-
ur fram með svo afdráttarlaus-
um hætti bíða hundruð gamal-
menna eftir vistun á hjúkrunar-
heimilum. Hundruð manna bíða
eftir bæklunaraðgerðum.
Hjartasjúklingar eru sömuleiðis
ofurseldir biðlistakerfinu.
Sjúkradeildum er lokað í
sparnaðarskyni. Sjúklingum er
gert að liggja á göngum sjúkra-
húsa. Stéttir, sem sinna geðveik-
um, öldruðum og öryrkjum fá
þau skilaboð frá samfélaginu að
störf þeirra séu lítils metin. Sú
afstaða er áréttuð í launaumslög-
unum um hver mánaðamót. I
grunnskólum landsins eru gerð-
ar sífellt meiri kröfur til kenn-
ara, sem sinna einnig störfum
sálfræðinga og hjúkrunarstétta í
sívaxandi mæli. Forgangsröðun-
in, sem blasir við þessu fólki op-
inberast því einnig um hver
mánaðamót. Itrekað hefur komið
fram að stór hluti barna og ung-
linga, sem eiga við geðræn
vandamál að stríða fær ekki
nauðsynlega umönnun. Biðtími
eftir meðferð fyi'ir unga vímu-
efnaneytendur er nú átta mán-
uðir.
Þetta er hin íslenska for-
gangsröðun. Mikilvægara er
talið að byggja steinkastala í
útlöndum en sinna þörfum
þeirra verst settu. Mikilvægara
er talið að fjölga sendifulltrúum
erlendis en bæta kjör þeirra
láglaunastétta sem sinna erfið-
ustu þjónustustörfunum í vel-
ferðarkerfinu. Mikilvægara er
talið að efna til innihaldslausra
hátíðarhalda í nafni menningar-
innar en að bæta kjör þeirra
sem hafa með höndum upp-
fræðslu ungra íslendinga.
Minnimáttarkenndin þjóðlega
lýsir sér í grátbroslegri viðleitni
til að ganga í augun á útlending-
um með því að halda á lofti
ímyndaðri sérstöðu og hámenn-
ingu íslensku þjóðarinnar.
Forgangsröðunin gefur því
miður vísbendingu um á hvaða
menningarstigi íslenskt samfélag
stendur.
Taka ber fram að það
verðmætamat sem birtist í þess-
um ákvörðunum er engan veginn
bundið við forustumenn þeirrar
ríkisstjórnar sem nú situr.
Vinstrimenn í Reykjavík mótuðu
þá forgangsröðun, sem felst í 275
milljóna króna framlaginu vegna
„menningarársins" og fulltrúar
allra flokka töldu brýna nauðsyn
bera til að útgjöld utanríkisráðu-
neytisins yrðu aukin um 300
milljónir króna á ári.
Forgangsröðun verkefna er
ekki eðlileg í þessu landi. Það er
með öllu ótækt að almenningi sé
gert að standa undir kostnaði
vegna ákvarðana, sem ein-
vörðungu verða taldar fráleitar
ekki síst með tilliti til þeirra
risavöxnu verkefna, er blasa við
á vettvangi mennta- og heil-
brigðismála. Þessi tvö svið sam-
félagsins greina sig klárlega frá
öðrum hvað mikilvægi snertir og
eiga að ganga fyrir.
Forgangsröðun krefst vitund-
ar um siðferðislegt inntak starfa
stjórnmálamannsins og pólitísks
hugrekkis.
+ Arinbjörn Þórar-
insson, Krumma-
hólum 2, Reykjavík,
var fæddur á
Djúpalæk í Skeggja-
staðahreppi 9. janú-
ar 1929. Hann lést á
Landspítalanum 12.
október síðastliðinn,
69 ára að aldri. For-
eldrar hans voru
hjónin Þórarinn Ein-
arsson og Jóhanna
Jónasdóttir sem
bjuggu allan sinn bú-
skap á Djúpalæk.
Ari, eins og hann var
yfirleitt kallaður, var þriðji í röð
sjö systkina. Þijú af þeim létust á
undan Ara: Einar, f. 26. 11. 1925,
Ari ólst upp á Djúpalæk hjá for-
eldrum sínum. A heimilinu voru
einnig afi hans og Gunna frænka og
áttu þau drjúgan þátt í heimilishaldi
og uppeldi systkinanna. Þegar aldur
leyfði fóru þau systkin oft til vinnu
utan heimilis. Var Ari þá í vega-
vinnu, hafnargerð og fleiru sem til
féll.
Eftir að Þórarinn bóndi féll frá
1955 hélt Jóhanna áfram búskap
með bömum sínum, sem á næstu
árum fóru alfarin að heiman, en
lengst var Ari með búskap, eða til
ársins 1963. Þá fór Djúpilækur í
eyði og hefur verið svo síðan.
Jóhanna fylgdi dætrum sínum eftir
að hún fór frá Djúpalæk. Hún lést í
Reykjavík árið 1972. Eftir að Ari
fór frá Djúpalæk lá leiðin austur til
Egilsstaða en þar starfaði hann hjá
Rarik um fimm ára skeið. Þaðan
fluttist hann til Akureyrar þar sem
hann var í heimili hjá Aðalsteini
bróður sínum og þáverandi konu
hans, Guðlaugu Jónsdóttur, sem
bjuggu þá á Akureyri. Ari hóf störf
hjá verksmiðjum SÍS og seinna hjá
Vatnsveitu Akureyrar þar til hann
fluttist til Reykjavíkur.
Meðan Ari var á Akureyri og öll
árin síðan var hann öðru hvoru hjá
Dísu frænku sinni og Flosa í Höfða í
Höfðahverfi við ýmis störf:
Sauðburð, fjárrekstur í sumarhaga,
d. 1927; Kristín, f. 4.
4. 1927, d. 13.3. 1992
og stúlka fædd and-
vana 23.12. 1938.
Eftirlifandi eru Að-
alsteinn, Svanhildur
og Þórdís, öll búsett
í Reykjavík. Iljá
Svanhildi og Arna
manni hennar átti
Ari heiniili frá því
hann fluttist til
Reykjavíkur til
dauðadags eða í 18
ár. Ari vai' ókvæntur
og barnlaus.
Utför Arinbjarnar
fer fram frá Bústaðakirkju í
dag og hefst athöfnin klukkan
13.30.
göngur og fleira. Síðast var hann
þar fyrir rúmum tveim mánuðum
við dúntekju í æðarvarpi. Á Akur-
eyri átti hann hesta og hafði af því
mikla ánægju. Hann var mikið gef-
inn fyrir skepnur og skipuðu þar
hross og sauðfé öndvegi. Hann var
glöggur fjármaður og þekkti fleiri
fjármörk og mundi en margur ann-
ar. Ekki þurfti hann langan tíma til
að átta sig á hvort hestur var þess
virði að gefa honum frekari gaum.
Eftir að Ari flutti til Reykjavíkur
starfaði hann hjá Olís við Álfta-
bakka þar til hann lét af störfum
um síðustu áramót. Eg veit ekki til
þess að neinn sem Ari starfaði hjá
eða samstarfsmenn hafi kvartað
undan störfum hans, en ég trúi því
að margir af viðskiptavinum
stöðvarinnar sakni þess að hitta
hann ekki lengur og njóta góðrar
þjónustu hans. Hann kynntist
mörgum í gegnum þetta starf sitt;
en ég ætla ekki að fjölyrða frekar
um það né önnur störf hans. Hól,
þótt verðskuldað væri, var honum
síst að skapi.
Skjótt skipast veður í lofti. Það
eru ekki nema tveir mánuðir síðan
Ari fór suður úr sinni árvissu sum-
arferð norður í land sem tók yfir-
leitt um tvo mánuði. Þá dvaldi hann
á Akureyri, í Höfða og hjá Laufeyju
foðursystur sinni á Bjarmalandi
sem byggt er í Djúpalækjarlandi.
Tengsl hans við heimabyggðina
voru mjög sterk. Hann hefði getað
tekið undir með Kristjáni fóður-
bróður sínum í Ijóðinu „Til Strand-
ar“ en hér fylgja íyrsta og síðasta
erindi þess:
Ég ann þér, bemskubyggðin mín,
meé bæjaröð og yrkta jörð,
með hálsa, drög og holtin þín
og hvamm og sand og nes og fjörð.
Að hnjúkatám sig teygir lyng
og töðugrös um fjörugrjót.
Þig mai'ka fjöll í hálfan hring,
en haf á mót.
Ég ann þér heitt, mín æskusveit.
Hve oft við brjóst þitt sæll ég var.
Og enn er best í bernsku reit
og bjart um allt, sem man ég þar.
Þótt ég eigi að una hér
og yrkja jörð, sem kallast mín,
ég sé þig hinst í huga mér
og hverf til þín.
(Kristján frá Djúpalæk)
Ari heimsótti oft frændur og vini
á Ströndinni og Beggu föðursystur
sína og Hálfdán á Kirkjumel í
Norðfirði. I þessum sumarferðum
sínum dvaldi hann fyrstu sumrin á
Akureyri hjá Aðalsteini bróður sín-
um en mörg þau síðustu var hann
hjá okkur Jónínu í Helga-
magrastræti 36 og hjá Aðalheiði
föðursystur sinni. Það var með Ara
eins og farfuglana. Hann kom íyrir-
varalaust. Þá var sumarið komið.
Þegar hann fór á sama hátt var
haustið í nánd. Það var okkur ljúft
að hafa Ara á heimili okkar. Hann
var einstaklega prúður og tillits-
samur í allri umgengni, fróður um
menn og málefni og minnugur um
liðna tíma. Við þökkum honum fyrir
samveruna og alla hjálpina sem
hann veitti okkur við það sem við
vorum að bjástra á þessum árum:
endurbætur á húsi, lóð og fleira.
Það hvarflaði ekki að okkur að
koma hans í sumar yrði sú síðasta.
Hann virtist við góða heilsu. Meðan
á dvöl hans stóð vorum við ýmislegt
að gera, meðal annars að mála
bílskúrinn og húsþakið og ekki sást
á Ara nema allt væri í lagi. Ari var
heilsuhraustur alla tíð fram að því
að hann fékk hjartaáfall fyrir um
það bil tveimur og hálfu ári. Þá fór
hann í fyrsta sinn á sjúkrahús.
Hann náði góðum bata eftir það, en
ARINBJÖRN
ÞÓRARINSSON
ÞORFINNUR
EGILSSON
+ Þorfinnur Eg-
ilsson fæddist á
fsafirði 26. ágúst
1940. Hann and-
aðist á Landspítal-
anum 14. október
síðastliðinn eftir
skammvinn veik-
indi. Þorfinnur var
sonur hjónanna
Ástrúnar Jónsdótt-
ur frá Miðbæ í
Norðfírði og Egils
Þorfinnssonar
skipasmíðameistara
í Keflavík en hann
var fæddur og upp-
alinn á Spóastöðum í Biskups-
tungum. Lifa þau bæði son sinn.
Einnig eiga þau eina dóttur
Steinunni fædda 1948. Skömmu
eftir fæðingu fluttist Þorfinnur
ásamt foreldrum sínum til
Keflavíkur þar sem faðir hans
tók við verkstjórastöðu í drátt-
arbraut Keflavíkur.
Þorfinnur var tvíkvæntur.
Fyrri kona hans var Margrét
Thordersen og átti hann með
henni tvö börn: Egil, f. 27.8.
1963, og Sigþrúði, f. 27.8. 1967.
Einnig átti Þorfinnur eitt
barnabarn sem er
Stefán Barði, f.
23.7. 1986 og er
hann sonur Egils og
fyrrum sambýlis-
konu hans Krist-
jönu Barðadóttur.
Þorfinnur og
Margrét slitu sam-
vistum 1973. Seinni
eiginkona Þorfinns
var Kristín Hjardar.
Þau voru barnlaus
og slitu samvistum
1988.
Þorfinnur lauk
landsprófi í Kefla-
vík 1956. Hann útskrifaðist frá
Menntaskólanum í Reykjavík
1960. Hann lauk embættisprófi
frá lagadeild Háskóla íslands
1967 og rak upp frá því eigin
lögfræðiskrifstofu til æviloka.
Ennfremur var hann umsvifa-
mikill fasteignasali og skipa-
miðlari um langt árabil og hafði
umboð fyrir ýmis erlend vöru-
merki.
Útför Þorfinns fer fram frá
Háteigskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 10.30. Jarðsett
verður í Skálholtskirkjugarði.
Ég ætla ekki að fara að rekja ævi
föður míns nákvæmlega, heldur
langar mig til þess að minnast hans
með nokkrum orðum og hans
jákvæðu hliða og þeirrar hjálpfýsi
sem hann átti til þegar hans nánustu
áttu í erfiðleikum. Hann var á marg-
an hátt margbrotinn persónuleiki og
kannski ekki allra en eftir því sem
fólk kynntist honum betur kom í ljós
að hann var bóngóður og veitti
mörgum hjálp sem leituðu til hans í
erfiðleikum og á ég, Egill sonur
hans, honum margt að þakka hvort
sem það snerist um peninga eða að
mig vantaði andlegan stuðning ef
eitthvað bjátaði á. Einnig reyndist
hann syni mínum einstakur afí og
eftir margar samverustundir sem
þeir áttu í sumar held ég að Stefán
sonur minn hafi verið búinn að eign-
ast einn sinn besta vin. Mér og Dúu
systur minni reyndist hann mjög
hjálpsamur þegar við hófum búskap
með mökum okkar og höfðum lítið í
höndunum til að byrja með. Þá var
hann boðinn og búinn til að hjálpa
okkur á allan þann hátt sem hann
gat til þess að við gætum eignast fal-
leg heimili. Einn góðan kost hafði
faðir minn, stundum kom fyrir að
okkur sinnaðist, fórum í fýlu og
töluðumst ekki við í nokkrar vikur
en á endanum kom hann alltaf til
mín eftir nokkrar vikur með sáttar-
hönd, bauð mér í mat eða bíó og
aldrei minntist hann á fyrri ágrein-
ing okkar. Alltaf gátum við fyrirgef-
ið hvor öðrum þótt við værum báðir
þverhausar. Nú síðustu árin átti
hann við erfið veikindi að stríða sem
drógu úr starfsþreki hans sem var
mjög leitt því að á sínum tíma rak
hann stórt fyrirtæki og var stórtæk-
ur í margskonar viðskiptum en því
miður komu veikindi og önnur áföll í
lífi hans í veg iyrir að hann gæti
haldið áfram á brautinni upp á við.
Síðustu árin, þegar margt hvíldi á
þér, þá fórst þú oft austur að
Spóastöðum þar sem foreldrar þínir
eiga sumarbústað. Þar undir þú þér
vel og virtist öðlast innri frið og
góða hvíld sem þér svo sannarlega
veitti ekki af. En nú er komið að
leiðarlokum og þú búinn að fá þá
hvíld sem þú eflaust varst farinn að
þrá. En þinn persónuleiki, sérstæði
húmor og stórhugur áttu fáa sína
líka.
Að öllum öðrum ólöstuðum vil ég
færa Páli Ólafssyni og fjölskyldu
sérstakar þakkir fyrir ómetanlega
hjálpsemi og fórnfýsi í garð föður