Morgunblaðið - 23.10.1998, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 23.10.1998, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 1998 41 MINNINGAR legt fyrir mig. Þú munt alltaf eiga vísan stað í hjarta mínu. Þinn dóttursonur, Birkir Jóhannsson. Elsku afí minn. Þú varst besti afi í heimi en núna ertu farinn frá mér. Ég man svo vel þegar ég hringdi til þín á laugardagsmorgnum og bað þig um að koma með mér í Kolaportið. Þá varst þú alltaf tilbúinn að koma hvemig sem stóð á hjá þér. Ég man líka svo vel eftir sunnudagsmorgnum þegar þú fórst með mér í bama- messu. Það var alltaf gott að koma til þín því þú tókst svo fagnandi á móti mér og varst svo uppörvandi við mig. Afi minn, ég mun sakna þín mjög mikið en það er svo gott að eiga minningar um besta afann í heimi. Þitt barnabam, Harpa. „... Og sumarsólin skein á sundin blá, og út við unnarstein lék aldan smá..." kvað Örn Araar. Þessi fagri sígildi óður um Eyjarnar átti sannar- lega við, er við minntumst þess á undurfögrum júlídögum, að 25 ár voru liðin frá lokum jarðeldanna 1973. Meðal aufúsugesta sem fógnuðu með okkur var kær vinur, Eyþór Þórðarson frá Sléttabóli, sem við kveðjum í dag. Þótt Eyþór yrði fyrir þeirri stóru sorg og lífsreynslu á unglingsaldri ásamt móður sinni og systkinum að sjá á bak föður sínum í hina votu gröf, var hann tengdari átthögum hér en almennt gerist hjá þeim sem fluttust héðan fyrir áratugum. Taugin slitnaði aldrei og síðustu árin þegar fleiri tómstundir gáfust, kom Eyþór ótal sinnum og ávallt er haldið var upp á minnisverða at- burði. Eyþór hafði um áratugi safnað öllu ritmáli, sem út var gefið um Eyj- arnar, og er ekki kunnugt um annað eins safn í einstaklingseigu. Hann vann síðustu árin á Þjóð- skjalasafninu, þar var réttur maður á réttum stað. Þótt Eyþór hefði ekki prófgráðu í fræðunum, var hann vin- sæll starfsmaður, ekki síst hjá þeim er til hans leituðu. Hann hafði ein- staklega fágaða framkomu og lagði sig fram af ljúfmennsku að leysa málin. Þeir Eyjamenn, sem fundu sér skjól á Suðurnesjum í upphafi jarð- eldanna 1973, minnast allir með þökkum hve Eyþór og félagar hans þar reyndust fjölskyldunum vel við úrlausn húsnæðismála sem voru mörgum hvað erfiðust áður en Við- lagasjóðshúsin vom komin upp. Öll sú fyrirhöfn og vinna sem sjálfboða- liðar unnu verður aldrei fullþökkuð. I framhaldinu var stofnað átthagafé- lag á Suðurnesjum og starfar það ennþá. Eyþór var fræðasjór, lærdómsríkt var að ræða við hann um menn og málefni. Þekking hans á fólki og ætt- um var einstök. Hann hafði undan- farið unnið ötullega að ættartölu Long-ættarinnar sem nýlega er komin út, áhugavert og yftrgrips- mikið rit. Eyþór átti því stærsta láni að fagna að eignast tryggan lífsfóm- naut, Svanlaugu Jóhannsdóttur, sem bjó honum og dætmm þeirra einkar fagurt og glæsilegt heimili sem gott hefur verið að vera velkominn á. Ég minnist Eyþórs með söknuði, þakka Guði gjöfula vináttu sem óx með ár- unum. Drottinn blessi Svanlaugu, dætur og fjölskyldur þeirra um ókomin ár. Jóhann Friðfinnsson. Tómleikinn sækir á nú þegar kvaddur er góður vinur til margra ára. Eyþór vinur minn var fyrir- mynd á flestum sviðum heiðai-legur, vandaður, vinnusamur og orðvar. Hann var fæddur í Vestmannaeyjum á Sléttabóli við Skólaveg 4. nóvem- ber 1925, sonur hjónanna Þórðar Þórðarsonar skipstjóra og konu hans Guðfinnu Stefánsdóttur. Eyþór missti föður sinn 1942, en hann drukknaði á vetrarvertíð í Vest- mannaeyjum, þá var Eyþór aðeisn 16 ára. Eftir andlát fóðurins létti hann mikið undir með heimilis- rekstrinum á Sléttabóli og stóð þétt við hlið móður sinnar. Ungur að ár- um fór hann í sveit eða frá 6 ára aldri, en þá dvaldi hann sumarlangt í Hrútafellskoti undir Eyjafjöllum, sumarlaunin vom jafnan í formi ein- hverra landbúnaðarafurða og kom Eyþór því færandi hendi að hausti þótt ungur væri að ámm. Fjórtán ára byrjaði hann til sjós en þá réð hann sig sem háseta á sfld- arbát við Norðurlandið, stundaði hann þessar veiðar um þriggja ára skeið. Afskiptum Eyþórs af sfldinni vai' hvergi lokið þegar þessum veiði- ferðum lauk því að um fimm ára skeið vann hann við sfldarverksmiðj- ur á Norðurlandi, bæði á Raufar- höfn, stað sem hann hafði alveg sér- stakar taugar til alla tíð og einnig vai' hann um skeið á Siglufirði. Ég held að enginn staður á jörðinni hafi samt staðið hjarta hans nær en æskustöðvamar Vestmannaeyjar, harn talaði svo oft um Eyjamar, mannlífið og gömlu minningarnar, hann þekkti nánast alla í Eyjum þrátt fyrir langa fjarveru og fylgdist grannt með öllu sem fram fór þar alla tíð. Hann sýndi það í orði og verki að hann var sannur Vest- mannaeyingur og var sannarlega trúr þeirri köllun því að mikla vinnu lagði hann í það að safna heimildum um Eyjamar og koma þeim í varan- legan frágang þannig að varðveitast mætti um langa framtíð. Eyþór var námfús og þrátt fyrir að ekki gæfist á æskudögum kostur á langri skólagöngu var hann alla tíð að leita sér þekkingar þegar tími gafst til. Þannig að strax 15 ára fór hann á sjóvinnunámskeið heima í Eyjum og svo 17 ára í vélvirkjanám í Vélsmiðjunni Magna, þaðan lá leiðin í Vélskóla Islands, lauk hann skólan- um 1949 og síðan sérstöku prófi frá rafmagnsdeild skólans árið eftir. Þessi gmnnur átti eftir að nýtst hon- um vel í ævistarfi hans sem var til sjós og lands. Hann var vélstjóri á togara og einnig vann hann við uppsetningu búnaðar í Irafossvirkjun. Lengst vann Eyþór á Keflavíkurflugvelli en þar vann hann fyrst sem verkstjóri og við vélaeftirlit. Hann var sjálf- stæður atvinnurekandi og verktaki á vellinum um 27 ára skeið og annaðist hann þá umsjón og eftirlit með öllum frysti- og kælitækjum á Keflavíkur- flugvelli. Þegar starfsvettvangi hans lauk á vellinum flutti hann búferlum ásamt konu sinni að Alftamýri 17 í Reykjavík og bjó hann þar til ævi- loka. Eins og áður er getið í þessum minningarbrotum var hann ætíð námfús og vil ég geta nokkurra nám- skeiða sem hann tók gegnum tíðina: blaðamennskunámskeið, námskeið í framsögutækni og íyrir nokkmm ár- um fór hann á námskeið í vörslu skjala en hann vann á Þjóðskjala- safni íslands frá 1988-1995. Eyþór var sæmdur riddarakrossi hinnai' ís- lensku fálkaorðu 1. desember 1995 fyrir fræða- og félagsstörf. Snemma á lífsleiðinni kom fram áhugi hans á félagsmálum og vom honum falin fjölmörg störf á því sviði um ævina og er við hæfi að geta nokkurra þeirra nú við leiðarlok: formaður skólafélags Vestmannaeyja 1944 -1946, í stjórn skólafélags vélstjóra 1948, fulltrúi á þingum Farmanna- og fiskimannasambands Islands 1951-1953, meðstofnandi Sparisjóðs vélstjóra 1961, í stjórn Iðnaðar- mannafélags Suðurnesja 1958-1973, formaður í því félagi 1966-1973, full- trúi á iðnþingum 1958-1980, formað- ur rit- og útgáfunefndar Iðnaðar- mannatals Suðurnesja 1970-1983, heiðursfélagi Iðnaðarmannafélags Suðurnesja frá 1984, formaður sér- eignasjóðs félagins, styrktarsjóðs frá 1971 og lífeyrissjóðs frá stofnun hans 1972, í stjórn landssambands iðnaðarmanna 1973-1975 í milli- þinganefnd til undirbúnings að stofnun almenns lífeyrissjóðs iðnar- manna 1962-1963, í stjórn þess sjóðs frá stofnun 1964, formaður frá 1968, í stjórn landsambands lífeyi'issjóða 1970- 1990, formaður fegrunarnefnd- ar Njarðvíkurhrepps 1966-1974, vai-amaður í hreppsnefnd 1970-1978, formaður stjórnar verkamannabú- staða í Njarðvík 1972-1974, í nátt- úruvemdarnefnd Gullbringusýslu 1971- 1978, meðstofnandi og formað- ur félags Vestmannaeyinga á Suður- nesjum frá stofnun 1973-1978, heið- ursfélagi þess 1983, formaður Krabbameinsfélags Suðumesja 1979 -1984, í stjórn Krabbameinsfélags íslands 1981-1983, endurskoðandi félagsins 1983-1989, heiðursfélagi 1995, í stóm Húseigendafélagsins 1982-1988, í stjóm Félags sjálfstæð- ismanna í Háaleitishverfi frá 1988. Eftir Eyþór liggur mikið af rituðu efni og hafa fjölmargar greinar verið birtar í bókum, blöðum og tímarit- um. Síðasta stórvirkið sem Eyþór stóð fyrir var útgáfa bókar um ætt hans en það em afkomendur Ric- hards Long, hann var formaður út- gáfunefndar og tókst honum að ljúka við verkið eins og önnur verk sem honum voru falin því að fyrir skömmu komu út bækur um Lon- gættina. Það var ánægjulegt að fylgjast með af hve miklum áhuga hann vann að þessu hugsjónaverki sínu og var með hugann við það öll- um stundum þar til því var lokið. Ég hefi um árabil átt góðar stund- ir á heimili Eyþórs og hans elsku- legu eiginkonu Svanlaugar Jóhanns- dóttur að Alftamýri 17 í Reykjavík. Eyþór og Svanlaug giftu sig 1. janú- ar 1952 en hún er ættuð frá Blöndu- gerði í Hróarstungu, Norður-Múla- sýslu. Það hefur verið um langt skeið fastur punktur í tilvemnni að renna við í Alftamýrinni og vonandi verður það enn um skeið, ef Guð lofar. Eyþór og Svanlaug eignuðsut tvær dætur, sómakonur sem em í dag vel giftar og eiga þær elskuleg börn sem vora Eyþóri einkar kær. Við leiðarlok sit ég nú lágvær og finnst langsótt í orðanna sjóð það sem við á nú þegar horft er á bak góðum og traustum vini. Efst í huga mínum er kveðjustund sem við átt- um við sjúkrabeð og þakklæti fyrir ljúfa samferð, góðar samverustundir og vináttu sem aldrei féll skuggi á. Bæn mín í dag er að algóður Guð styrki Svönu, börn þeirra hjóna, tengdasyni og barnabörn. Guð blessi minningu vinar míns Eyþórs Þórðarsonar._ Ólafur Granz. Að leiðarlokum minnist ég Eyþórs Þórðarsonar fáeinum orðum með söknuði í huga en jafnframt þökk fyrir ánægjuleg kynni og samstarf í rúman áratug við sameiginlegt áhugamál. Ég þykist mæla fyrir hönd ótal margra samherja, vina og frændfólks nær og fjær er ég læt í ljós þakklæti fyrir framtak Eyþórs, seiglu og einurð við samantekningu á niðjatali Richards Long sem uppi var á fyrri hluta 19. aldar. Eyþór var fmmkvöðull að stofnun Félags niðja Richards Long og sam- antekt niðjatalsins sem kom nýlega út í þremur þykkum bindum. Eyþór var formaður félagsins, en útgáfan var hátindur farsæls samstarfs hans við Gunnlaug Haraldsson, ritstjóra niðjatalsins og höfund merkilegi'a æviþátta, og Pál Braga Kristjónsson, framkvæmdastjóra bókaútgáfunnar Þjóðsögu. Eyþór Þórðarson var jöfnum höndum maður formlegrar reglu- semi sem felst í því að reka félag eins og vera ber og maður sem hlífði sjálfum sér minnst í almennu félags- starfi og við verk sem vinna þarf. Hann hélt stjóm félagsins og rit- nefnd við efnið en taldi ekki eftir sér að ná tali af ótal niðjum, einkum við öflun mynda í ritið. Samherjai- Eyþórs í Félagi niðja Richards Long hai-ma fráfall eldhug- ans er bar nokkuð brátt að. Þrátt fyrir unnin afrek var það Eyþóri ekki að skapi að draga af sér og láta gott heita. Hefði mátt vænta fleiri góðra verka frá hans hendi sem ekki verða. Þeim mun mikilvægara er að haldið verði á loft ósk hans um frek- ari öflun fróðleiks um gengnar kyn- slóðir og örlög einstaklinganna. Eyþór kom víða að málum um dagana og munu aðrir minnast þess, en félagsmenn í Félagi Richards Long kveðja með söknuði góðan samherja og forystumann sem í senn var maður háttvís og laginn að koma verkum áleiðis. Svanlaugu Jóhanns- dóttur og allri fjölskyldu Eyþórs er vottuð samúð í söknuði þefrra. Þór Jakobsson. • Fleiri miimingargrciimr uni Eyþrír Þrírðarson bíða biiiingar og nmmi birtast i blaðinu næstu ríaga. Vinningaskrá 23. útdráttur 22. oktúbcr 1998 íbúðarvinningur Kr. 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tvöfaidur) 65909 Ferðavinningur Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvðfaldur) 11972 24270 26090 42116 Ferðavinningur Kr. 50.000 4077 24363 27231 39554 58169 64166 22775 25530 38194 39858 63139 65925 Kr. 10.000 Húsbúnaðarvinningur 512 7591 17889 24492 35288 51595 62309 72790 849 7643 18797 25239 35647 52932 65121 73577 2369 7793 19281 25596 35836 53014 65222 74796 2806 8309 19660 27093 36429 53821 66548 76291 3231 9090 19938 27405 38357 56191 66889 76619 3240 9369 22163 27743 39223 56941 67001 77707 3551 10013 22561 27835 39269 58967 67540 78183 3586 10104 23155 29771 39763 59258 67658 79613 3845 11149 23774 31908 41030 59583 69327 79900 6341 13129 23775 32368 41670 60258 70544 6520 15287 23886 33285 43393 61002 70794 7438 16321 24285 34178 47615 61838 71171 7555 16749 24455 34669 49913 61915 71615 Húsbúnaðarvinningur Kr. 5.000 126 10553 20855 30473 39973 47519 58667 71324 1135 11818 22189 31647 39998 47802 58885 71862 1502 12210 22229 31951 40073 47919 59108 72052 1561 12427 22349 32028 40146 48036 59205 72150 1660 12849 22571 32473 40262 48802 59220 72945 2036 13333 22679 32956 40378 49013 59471 73160 2335 13499 23030 33133 40532 49085 60673 73285 2576 13987 23097 33738 41237 50438 60927 73353 2693 14007 23189 33752 41316 50575 61418 73546 3009 14861 23501 33759 41324 51453 62432 74141 3155 14864 23552 33991 41478 52796 62734 74315 3365 14998 23668 34112 41702 52957 62847 74396 3470 15390 23819 34282 42034 53288 63155 74703 3784 15419 23873 34310 42217 53534 63372 75413 3806 16082 23931 35372 42738 54429 63713 76426 4029 16204 23933 36153 43287 54564 64177 77114 4266 16320 24462 36159 43785 54986 64381 77284 5289 16510 24531 36196 43921 55903 65062 77437 5307 16685 25452 36358 44155 56254 65553 77894 5391 16923 26108 36873 44328 56403 66486 78018 6168 17015 26114 37317 44346 56408 66625 78363 6548 17042 26803 37766 44522 56861 66756 78422 6830 17103 27139 37991 44607 56986 66776 78491 8112 17407 27986 38238 45149 57217 67294 78832 8703 17566 28177 38421 45356 57413 67899 78905 8781 17642 29158 38426 45478 57519 67946 79993 8812 18108 29185 38716 45649 57537 69026 9361 18409 29310 39192 46092 57720 69264 9492 18471 29418 39211 46625 57734 69411 9558 19891 29700 39329 46638 57878 69952 10298 20018 29948 39578 47366 57936 70111 10444 20050 30000 39825 47436 58231 71159 4— Næsti útdráttur fer fram 29. október 1998 Heimasíða á Intemetí: www.itn.is/das/ t Faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, HALLDÓR GÍSLASON frá Halldórsstöðum, verður jarðsunginn frá Glaumbæjarkirkju á morgun, laugardaginn 24. október, kl. 14.00. Ingibjörg Halldórsdóttir, Sigrún Halidórsdóttir, Sverrir Svavarsson, Björn Halldórsson, Hrefna Gunnsteinsdóttir, Kristín Jóhannsdóttir, Efemía Halldórsdóttir, Björn Jóhannsson, Erla Halldórsdóttir, Jón Alexandersson, Skúli Halldórsson, Erna Hauksdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KARÓLÍNA JÓHANNESDÓTTIR, lést á dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, þriðju- daginn 20. október. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju mið- vikudaginn 28. október kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á dvalarheimilið Hlíð. Gunnar Brynjar Jóhannsson, Fríður Jóhannesdóttir, Margrét Jóhannsdóttir, Helgi Sigurðsson, María Jóhannsdóttir, Einar Örn Gunnarsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.