Morgunblaðið - 23.10.1998, Side 42

Morgunblaðið - 23.10.1998, Side 42
42 FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR KRISTJAN EINARSSON + Kristján Einars- son fæddist á Sauðhúsum 13. júlí 1910. Hann lést 14. október síðastliðinn. Kristján var sonur hjónanna Einars Pálssonar og Kristín- ar Bjarnadóttur. Þau bjuggu í Björk og Litlu-Sandvík í Flóa. Þau Kristín og Einar eignuðust þijú börn; Sigurbjama, sem dó 1903, þá tveggja ára gamall, Guðrúnu Sigríði, f. 7.11. 1904, og dó nú í janúar í vetur og svo Kristján, sem nú er minnst. Kristján kvæntist Onnu Sigríði Magnúsdóttur frá Hattar- dalskoti. Hún var fædd 9.10. 1918, d. 30.11. 1995. Kristján og Anna fóm að búa á Lambastöðum í Lax- árdal árið 1943 og bjuggu þar til ársins 1968 en þá fluttu þau að Höskulds- stöðum í sömu sveit. Árið 1984 fóru þau svo á dvalarheimilið Silfurtún í Búðardal þar sem þau bjuggu til æviloka. Þau eignuðust fjögur böm; Kristínu, Hlíf, Einar og Magnús, sem tók við búi for- eldra sinna á Höskuldsstöðum. Utför Kristjáns fer fram frá Hjarðarholtskirkju í Dölum í dag og hefst athöfnin klukkan 11. Jarðsett verður í Gufunes- kirkjugarði. Mig langar að minnast elsku afa míns með aðstoð mömmu. Hann afí minn ólst ekki upp hjá foreldrum sínum. Hann var kornungur þegar hann fór til Gísla og Óh'nu í Pálssel, Hóla og aftur í Pálssel. Með Ólínu ‘>og afa mynduðust mjög sterk tengsl en hún dó þegar hann vai’ aðeins 7 ára gamall, en þeir Gísli fylgdust að þar til Gísli dó. Fóstur- systkini afa voru Jakobína Jakobs- dóttir, Jóhannes Ásgeirsson og Emma Guðjónsdóttir. Svo kom bú- stýra til Gísla, Guðrún Jónasdóttir, systir Jóhannesar úr Kötlum. Þau eignuðust dóttur, Asu. Svo var mikið í Pálsseli Óli Þorsteinsson og þetta vora allt sem systkini. Afí fór í Reykjaskóla og varð bú- "'Afræðingur frá Hvanneyri. Hann stundaði jarðvinnslu með hestum og hestaplóg. Eg er hræddur um að þegar Catarpillarjarðýtan kom til sögunnar hafi honum fundist hann vera í hálfgerðum sandkassa- leik með hest og plóg. Hann var fyrst og fremst fjár- maður, mjög markaglöggur og þreyttist aldrei á að tala um fé og var það eitt það síðasta sem við skildum eftir að hann veiktist núna 29. september síðastliðinn. Þegar hann var smástrákur í Páls- seli sá hann þegar safnið var að koma úr Kollárrétt ofan með Hólmavatni og þá hugsaði hann um hvað væri nú gaman að fá að reka svona stórt safn. Hann grun- aði víst ekki þá að hann ætti eftir að reka féð að norðan 45-50 ár eða fleiri. Á fyrstu búskaparárum hans voru engar vélar, hann sló allt með orfi og ljá, rifjaði og rak- aði með hrífu, reiddi heim á hest- um og batt í sátur og reiddi heim á klakk. Hann risti líka ofan af tún- inu svo það væri sléttara. Svo þeg- ar vélarnar komu til sögunnar stækkaði túnið ört. En það vora líka þung áföll í bú- skap afa og ömmu. Tvisvar var allt féð skorið niður vegna mæðuveiki + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi ODDUR ODDSSON, Tangagötu 15a, ísafirði, verður jarðsunginn frá isafjarðarkirkju laugar- daginn 24. október kl. 14.00. Sigrún Árnadóttir Árný H. Oddsdóttir, Kristján Friðbjörnsson, Sigurður Oddsson, Hrefna H. Hagalín, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför hjartkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, LAUFEYJAR LOFTSDÓTTUR, Efstalandi 16. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Sjúkra- húss Reykjavíkur fyrir góða umönnun í veik- indum hennar. Edda Sigurðardóttir, Valdimar Ásmundsson, Anna Sigurðardóttir, Sigurður Georgsson, Gylfi Sigurðsson, Sigurbjörg Ármannsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. Lokað Verslun okkar verður lokuð frá kl. 12-16 í dag vegna jarðarfarar ARNBJARNAR ÓSKARSSONAR. Axel Ó., Vestmannaeyjum. og þá var dapurt í Dölum. En flestir þraukuðu. Það var ekki í tísku að flýja til Reykjavíkur í þá daga. Svo kom riðuveiki á næsta bæ, Hornstaði, en sem betur fór sluppu aðrir bæir, nema nokkrar kindur sem fóru á landið meðan fjárlaust var. Afí var mikill félagshyggjumað- ur og gegndi ýmsum trúnaðar- störfum hjá ræktunarsambandi Suðurdala, veiðifélaginu og Kaup- félagi Hvammsfjarðar, svo eitt- hvað sé nefnt. Eftir að Magnús fór að búa með honum á Höskulds- stöðum og afí búinn að farga kún- um þá vann hann að heyskap og alltaf var hann í húsunum þegar fé var inni, gerði við girðingar og dittaði að einu og öðra. Þá var ég nú oft með og þá var hann að segja manni hvernig var í gamla daga. Eitt fannst afa voðalega leiðin- legt og það var að hann vissi nán- ast ekkert um sína fóðurætt og það opnaðist eiginlega ekkert fyrr en Dóra, kona Einars, fór í ættfræð- ing. En minnið var smáfarið að dala og erfitt að muna öll þessi nöfn sem hann bar ekki kennsl á en ein var kona sem var að skjótast upp á stjömuhimininn í Reykjavík sem hann dáði mjög og var frænka hans, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, og er mér nær að halda að hann hafi verið klökkur þegar hægt var að koma þvi fyrir að hann fékk að hitta hana. En við stríddum honum þá stundum með Kvennalistanum en hann var alltaf ákveðinn fram- sóknarmaður. Okkur mömmu er eitt ferðalag með afa sérlega minnisstætt. Hann langaði svo upp á Kjalames að skoða vatnsbranna sem hann var við að hlaða á stríðsáranum. Þeir era þónokkuð uppi í hlíð. Við keyrðum eins langt og við komumst, svo var haldið á bratt- ann en afí var þá orðinn mjög mæðinn til gangs en upp komst hann og þá sagði hann að hér hefði hann nú lært að svíkjast undan vinnu. Trúleg saga það, þeir trúa því líklega sem til þekkja. Þetta vora allt viljugir strákar en málið var það að þeir komust yfír hörku- reifara sem þeir lásu þarna á bak við holtið en vildu ekki að upp kæmist svo það varð þá alltaf einn að vera á vakt. Að lokum viljum við þakka starfsfólki Silfurtúns fyrir natni við hann og elskulegheit í hans garð. Og einnig lyfjadeild sjúkra- húss Akranes, þar sem hægt var að vera eins og á heimili síðustu dagana í lífi hans. Og nú er komið að kveðjustund, núna þegar sum- arið er búið og vetur gengur í garð. Það er svo margt sem þarf að þakka, allt svo tómlegt í Dölun- um. Það er ekki hægt að skreppa til þín lengur, ekki þar. Eg ætla samt að sjá um ljós hjá þér á jól- unum og þegar koma erfíðar stundir. Ég læt þetta litla ljóð eftir sveitunga þinn fljóta með vegna þess að mér finnst það eiga svo vel við þig. Heyannir Að vera bóndi - ó, gud minn góður! í grænu fanginu á sinni móður og finna ljós hennar leika um sig og lyfta sálinni á hærra stig! Og bónda hitnar í hjartans inni við helgan ilminn frá töðu sinni, og stráin skina í skeggi hans sem skáldleg gleði hins fyrsta manns. Og litlir englar með litla hrífu við ljámýs eltast og hampa fífu, en mamma hleypur á hólinn út með hvíta svuntu og skýluklút. Og sumardagamir faðma fjöllin og fljúga niður á þerrivöllinn, og stíga syngjandi sólskinsdans við sveittan bóndann og konu hans. (Jóhannes úr Kötlum) Elsku afí minn. Guð geymi þig. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Gísli. Morgunblaðið/Ásdís Dregið í Heimabankaleik DREGIÐ hefur verið í Heima- bankaleik sem Morgunblaðið á Netinu stóð að ásamt Islands- banka, Síminn-Intemet og Elko. Leikurinn gekk út á að fara í gegn- um kynningarútgáfu af Heima- banka Islandsbanka. Vinningar í leiknum vora glæsi- legir og hlutu fímmtíu manns árs áskrift að Intemetinu frá Símanum- Intemet og hefur verið haft sam- band við þá. Tveir GSM-símar frá Elko vora í vinning en þá hlutu Að- alsteinn Jónsson og Páll Erlingsson. Aðalvinninginn, tölvu frá Elko, hlaut Páll Sigvaldason sem er hægra megin á myndinni að taka við gjafa- bréfi úr hendi Snorra Gunnars Steinssonar, þjónustustjóra Elko. Um leið og aðstandendur leiks- ins óska vinningshöfum til ham- ingju vilja þeir koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem tóku þátt í honum. Ráðstefna um áhrif virkjana norðan Vatnajökuls NÁTTÚRUVERNDARSAMTÖK íslands, ásamt Félagi um verndun hálendis Austurlands, Fuglavernd- unarfélagi Islands og Náttúra- vemdarsamtökum Austurlands, efna til opinnar ráðstefnu um áhrif virkjana norðan Vatnajökuls. Ráð- stefnan verður haldin hinn 31. októ- ber nk. í hátíðarsal Háskóla Islands. í fréttatilkynningu frá aðstand- endum ráðstefnunnar segir að fjall- að verði um umhverfisáhrif fyrir- hugaðra virkjunarframkvæmda norðan Vatnajökuls, auk þess sem rætt verður um hlutverk mats á umhverfisáhrifum. Á ráðstefnunni verður einnig leitast við að svara spurningunni um þjóðhagslega hag- kvæmni stórvirkjana og stóriðju. Samtökin sem standa að ráð- stefnunni vilja með þessu móti stuðla að því að almenningur eigi aðgang að ítarlegum upplýsingum um fyrirhugaðar virkjanir og áhrif þeirra á náttúra og efnahag lands- ins. Gert er ráð íyrir pallborðsum- ræðum í lok framsöguerinda. JÓHANNES Eggertsson og Margrét Jónsdóttir. Niðjamót á Selfossi AFKOMENDUR Margrétar Jóns- dóttur og Guðmundar Gíslasonar og Margrétar Jónsdóttur og Jóhannes- ar Eggertssonar, síðast til heimilis í Ásum, Gnúpverjahreppi, ætla að koma saman á Hótel Selfossi sunnu- daginn 25. október kl. 14 og eiga saman góðan dag. Námskeið fyrir foreldra barna sem stama JÓHANNA Einarsdóttir talmeina- fræðingur mun halda námskeið fyrir foreldra barna sem stama dagana 29. október, 3. nóvember og 5. nóvember frá kl. 20-22. Á námskeiðinu verður farið yfir helstu kenningar um orsakir stams, hvaða meðferðir hafa gefist best og hvernig foreldrar geta stutt við bakið á bömum sínum sem stama og leiðbeint þeim. „Langárangursríkast er að með- höndla stam fljótlega eftir að það byrjar. Flestir byrja að stama á aldrinum 2 til 3 ára. Það er að vísu eðlilegt að hökta svolítið á þessum aldri en sum börn hökta meira en eðlilegt getur talist og stama. Þeg- ar barn er byrjað að stama þróast samskipti þess við umhvei’fið oft á óeðlilegan hátt. Barnið skilur ekki út af hverju það er svona erfitt að tala og stamið hefur áhrif á sjálfs- mynd þess og hegðun. Oft er hægt að koma í veg fyrir óheillavænlega þróun í tali bamsins og samskipt- um með einföldum leiðbeiningum til foreldra," segir í fréttatilkynn- ingu. Jóhanna Einarsdóttir er tal- meinafræðingur og hefur sl. 3 ár verið að sérhæfa sig í meðhöndlun stams. Málbjörg, félag um stam, mun taka þátt í greiðslu á námskeiðs- gjaldi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.