Morgunblaðið - 23.10.1998, Síða 46

Morgunblaðið - 23.10.1998, Síða 46
, 46 PÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Ljóska Ferdinand Finnst þér ég vera fúllynd, Kalli? Finnst mér að þú sért hvað? Fúllynd ... þú veist... skapvond. Nei, þú ert alls ekki fúllynd... Þarna sérðu! Hvað veist þú, Kalli?! BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Margur heldur mig sig Frá Ágústi Ólafssyni: í MORGUNBLAÐINU hinn 7. þessa mánaðar skrifar Valdimar Kristinsson frétt um meinta eigna- fölsun á stóðhestinum Glúmi frá Reykjavík sem skráður var til keppni á síðasta Landsmóti fyrir hestamannafélagið Hornfirðing. Tildrög málsins eru þau að nokkrir taugaveiklaðir og öfundsveikir knapar í Hornafirði óttuðust Glúm þennan og kærðu þátttöku hans á úrtökumóti Homfirðings til LH. I umræddri frétt rekur Valdimar að- draganda málsins, sem er allnokk- ur ef marka má skrifín, og fær síð- an álit eins þeirra knapa er að kærunni stóðu, Hanní Heiler, en hún er einnig syórnarmaður í Homfirðingi. Utgangspunktur fréttarinnar er sá að foreldrum Guðbjargar Agústsdóttur, sem var annar af skráðum eigendum hests- ins í keppninni, er gert að sök að þeir hafi séð svo um að málið var ekki tekið fyrir í stjórn Homfirð- ings og hestinum ekki vísað frá keppni vegna þess að dóttir þeirra og tengdasonur áttu í hlut. Það er alrangt og ættu allir stjórnarmenn að vita sem á annað borð skilja ís- lensku. Er þessi fréttaflutningur hinn hlálegasti og dæmi um að jafnvel hinir ágætustu blaðamenn geta runnið illilega á rassinn. Hef- ur það annars ekki verið metnaðar- mál góðra blaðamanna að forðast grunna og lélega blaðamennsku, t.d. fréttir þar sem aðeins er rætt við einn málsaðila og þá sérílagi þann sem er viðþolslaus af ein- hverskonar kláða? Fyrir það fyi’sta þá er það ekki í valdi stjóma hestamannafélaga að skera úr um hverjir eru eigendur hrossa og hvernig eða hvenær menn eignuðust þau. í öðra lagi þá hafa stjómir hestamannafélaga enga heimild til að meina hesti þátttöku í keppni þótt hann hafi verið skráður til leiks annars stað- ar. I lögum og reglum LH stendur að hestur megi aðeins keppa fyrir eitt félag á hverju ári. Að hestur sé skráður til leiks þýðir ekki að hann sé búinn að keppa og ekkert stend- ur í lögum LH að ekki megi draga hest út úr keppni og skrá hann annars staðar, t.d. ef hann skiptir um eigendur. Umrædd kæra fór rétta boðleið, fyrst til USÚ og það- an til LH. I þriðja lagi, og það sem er hlálegast, er að þeir sem stóðu að kæranni hafa flestir hverjir neytt ýmsra bragða til að koma sér eða hrossum sínum á framfæri í keppni og er hægt að rekja þau dæmi. Til dæmis þá má sjá í Landsmótsskrá frá 1994 að hryss- an Röst frá Kálfafelli í Homafirði er skráð til keppni í B-flokki fyrir hestamannafélagið Geisla í Breið- dal, knapi Hanní Heiler en eigand- inn úr Breiðdal. Hanní var með Röst í þjálfun og keppni hér í Homafirði um árabil, m.a. í úr- tökukeppni þetta sama ár, og eig- andi hennar jafnan skráður góður og gegn Hornfirðingur. Að því er við vitum best þá er hann eigandi hennar ennþá. Það er sama gamla sagan: Margur heldur mig sig. Það má vel fyrirgefa félögum og vinum þótt þeir geri eitthvað í hita leiks- ins sem þeir hefðu ekki gert ann- ars. Það er hins vegar lakara ef blaðamönnum leyfist að birta órök- stutt níð um saklaust fólk án þess að því sé gefið tækifæri á að bera hönd fyrir höfuð sér. ÁGÚST ÓLAFSSON, fyrrverandi formaður Hornfirðings. Aths. ÞEGAR fjallað er um ágreinings- efni í hestaþætti er viðhöfð sú vinnuregla Morgunblaðsins að gefa báðum málsaðilum kost á að tjá sig. Reynt var að ná í Ágúst við gerð fréttarinnar, en án árangurs. Það vora hins vegar mistök að láta fréttina ekki bíða þar næðist í hlut- aðeigendur og era þeir beðnir vel- virðingar á því. Valdimar Kristinsson Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.