Morgunblaðið - 23.10.1998, Blaðsíða 52
52 FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
/ /
Urslit réðust í vikunni í handritasamkeppni Kvikmyndasjóðs Islands. Styrk til lokafrágangs á handritum
-------------------------* *...—■——------------------------------------------------------------------------
fengu Sjón og Margrét Ornólfsdóttir fyrir Regínu og Pétur og hins vegar Huldar Breiðfjörð fyrir Villiljós.
Pétur Blöndal talaði við þau um handritið, framhaldið og fleiri verkefni,
tÆorgW1’
HULDAR Breiðfjörð
gefur út ferðasögu fyrir jólin.
^aðið/Ásdís
Nú er bara að koma
handritinu á tj aldið
„AUÐVITAÐ felst í því ákveðin viðurkenn-
ing að hafa verið í þessum góða hópi og
komist alla leið,“ segir Huldar Breiðfjörð að-
spurður um þýðingu þess að hafa fengið
lokastyrkveitingu úr handritasjóði Kvik-
myndasjóðs. „Nú er bara að koma handrit-
inu í framleiðslu og upp á tjaldið."
„Handritið hét fyrst Þegar rafmagnið fór
af, en þegar ég fékk framleiðendurna Skúla
_____________________ Malmquist og Þórí
„Svo gátu veðr-
ið og vegirnir
verið ansi blóð-
hreinsandi."
Snæ Sigurjónsson til
samstarfs við mig
gerðu þeir mér strax
ljóst að sá titill gengi
ekki upp,“ segir
...........—'■■■— Huldar og hlær.
„Það er byggt á eigin smásögu og í því eru
fímm Reykjavíkursögur sem skarast og
koma svo saman í lokin. Þær gerast jafn-
framt allar á sama tíma og allar eru sögurn-
ar uppgjör persónu ýmist við sjálfa sig eða
aðra og fjalla um sambönd í ýmsum mynd-
um.“
Vegasjoppur
hjarta bæjarins
En Huldar er ekki maður einhamur. I næstu
viku gefur Bjartur út nýja ferðasögu eftir
hann sem nefnist Góðir Islendingar. „Sagan
var skrifuð á ferðalagi um Island sem ég fór
í janúar og febrúar á þessu ári. Eg keyrði
hringinn á Volvo Lapplander og bjó í bílnum
þennan tíma.“
Blaðamanni verður kalt við tilhugsunina
eina um myrkrið og kuldann en leyfir Huld-
ari samt að halda áfram: „Eg skrifaði dag-
bækur á leiðinni. Þær eru að miklu leyti
skrifaðar í vegasjoppum en þar slær hjarta
hvers baejar úti á landi.
Bæði Island og þorpin spila stóra rullu.
Eg var að fara hringinn í fyrsta skipti og
lagði áherslu á að heimsækja sem flest
þorp og kaupstaði, sjá landið og hitta þjóð-
ina. Eins og almennt á ferðalögum var för-
inni heitið inn á við líka. Enda er það mun-
urinn á ferðalögum og fríi. Þeir sem eru á
ferðalagi skoða sjálfa sig í leiðinni en þeir
sem eru í fríi vilja helst gleyma sjálfum
sér.“
íslendingar
óvenju gestrisnir
Þetta er fyrsta bók Huldars. Hann hefur áð-
ur fengist við blaðamennsku og lært bók-
menntafræði í Háskóla Islands. Hvernig var
ferðalagið íyrir bókamanninn? „Það var mik-
il upplifun," svarar hann. „Það kom mér
helst á óvart hvað það eru afskaplega fáir á
ferli á þessum tíma. Svo gátu veðrið og veg-
irnir verið ansi blóðhreinsandi."
Hvernig voru viðtökurnar? „Mér var alls
staðar vel tekið,“ svarar Huldar. „Eg sann-
færðist enn frekar um að Islendingar eru
óvenju gestrisin þjóð, sérstaklega á lands-
byggðinni. Það var snarað upp hlaðborðum
hvar sem ég kom og ég þurfti að slá mig ut-
an undir til að minna mig á að ég værí bara
maður.“
Maður á náttúr-
lega að þjást
„ÉG KOM hingað stundum þegar ég skutlaði
dóttur minni í píanótíma og þurfti að bíða eft-
ir henni í hálftíma," segir Margrét Örnólfs-
dóttir þegar hún tyllir sér niður með kaffí-
bolla á Gráa kettinum.
„Svo dóttir þín spilar líka á píanó?“ segir
blaðamaður forvitinn.
„Já,“ svarar Margrét og brosir móðurlega.
„Hún heitir Sunna og er níu ára. Ömólfur
-------------------- sonur minn er þrem-
„Eg hef ekki
unnið venjulega
vinnu í mörg,
mörg ár - eigin-
lega aldrei.“
ur arum yngri og er
raunar líka í tónlist-
arskólanum. Hann er
að læra á selló.“
Sjálfsagt mætti
búa til hljómsveit úr
—þessum efniviði en
stofnað var til samræðnanna vegna þess að
Margrét ætlar að byrja á því að búa til kvik-
mynd. Hún og Sigurjón B. Sigurðsson eða
Sjón hafa unnið að handriti undanfarið ár
sem ber heitið Regína og Pétur. „Það eru að-
alsöguhetjurnar," segir Margrét.
Syngur og hlutirnir gerast
„Regína er 10 ára og Pétur er 8 ára,“ held-
ur hún áfram. „Þetta er dans- og söngva-
mynd sem gerist í byrjun sumars. Þá verður
Regína fyrir algjöru áfalli vegna þess að „all-
ir“ krakkarnir í götunni ætla í sumarbúðir -
nema hún.
Hún á sér engan draum heitari en að kom-
ast með krökkunum og þegar hún hittir Pét-
ur ákveða þau að vinna saman að þessu
markmiði, þótt það verði að teljast óraun-
hæft. Regína kemst brátt að því að hún býr
yfir dýrmætum hæfileikum. Þegar hún syng-
ur getur hún látið hluti gerast. Pétur er síðan
orðsins maður, hjálpar henni að finna rétt
rímorð og gerir það sönginn enn máttugri.
Þetta er þeirra ævintýri.“
Margrét Ornólfsdóttir
Sjón og Margi-ét fengu lokastyrkinn úr
Kvikmyndasjóði Islands og er því fróðlegt að
vita hvað tekur við. „Við þurfum að byrja á
því að finna framleiðanda að myndinni til
þess að geta sótt um framleiðslustyrk. Við
erum byrjuð að vinna í því en það er ekki frá-
gengið ennþá. Ég vona að það verði bíómynd
úr þessu,“ svarar Margrét.
Ekki vinslit ennþá
Margi-ét spilaði á sínum tíma með Sykurmol-
unum og Sjón var viðloðandi þann hóp. En
hafa þau unnið áður saman?
„Við höfum verið vinir lengi,“ svarar Mar-
grét, „en við höfum aldrei unnið saman á
þennan hátt. Ég bjóst nú við öllu og þetta
var svolítil áhætta en það hafa ekki orðið
vinslit ennþá. Þetta gekk án erfiðleika. Þeg-
ar annað okkar var orðið svolítið stressað
skiptumst við á að taka skorpu. Ég skamm-
ast mín næstum fyrir að segja frá því hversu
auðvelt þetta var. Maður á náttúrlega að
þjást,“ segir hún og hlær. „En við þjáðumst
svolítið líka.“
Margrét hefur áður unnið handrit að
barnaþáttum fyrir Stöð 2 „en aldrei svona
mikla sögu“. Hins vegar hefur hún komið
víða við í tónlistarlífinu. Hún hefur samið
tónlist við þrjú síðustu leikritin í Hafnar-
fjarðarleikhúsinu, nú síðast Feðgana, og er
að vinna að tónlist fyrir leikrit sem Árni Ib-
sen er að skrifa og verður sett upp í febrúar á
næsta ári. Einnig er hún að vinna tónlist fyr-
ir heimildarmyndina Sement. Er þá listin
hennar lifibrauð?
„Það má segja það í seinni tíð,“ svarar hún.
„Ég hef ekki unnið venjulega vinnu í mörg,
rnörg ár - eiginlega aldrei," bætir hún við.
„Ég hef bjargað mér á því að vera svo vitlaus
að segja já - halda að ég geti allt. Ég hef
aldrei viljað ráða mig í launavinnu. Það hefur
oft gengið erfiðlega en síðustu tvö árin hef ég
haft stanslaus verkefni."
<r
9feturflalmn
Smiðjuvegi 14, Kjppavofji, sími 587 6080
%
Loksins — loksins — loksins
Mættir aftur til leiks hinir einu sönnu
Lúdó og Stefán
Föstudags- og laugardagskvöld.
Opið frá kl. 22-3.
Borðapantanir í símum 557 9717 og 587 6080
Næturgalinn alltaf lifandi tónlist
Tveir samliggjandi
veitingastaðir.
Fjaran:
Villbráðar- og
sérréttamatseðill
Jón Möller spilar Rómantíska
píanótónlist fyrir matargesti
í Fjörunni og Víkingasveitin
kemur í heimsókn.
Fjörugarðurinn:
Víkingasveitin leikur
fyrir veislugesti
Dansleikur:
Víkingasveitin
Fös og Lau.
Fjaran - Fjörugarðurinn
Strandgötu 55 - Hafnarfirði
Sími 565 1213, fax 565 1891
vikings@istandia.is
www.islandia.is/vikings
MARGRET
Örnólfsdóttir er með mörg
járn í eldinum.
Arna Þorsteinsdóttir og
Stefán JÖkulsson halda uppi léttri
°g góðri stemningu
á Mímisbar.
« i
w |
-þín saga!