Morgunblaðið - 05.11.1998, Side 38

Morgunblaðið - 05.11.1998, Side 38
38 FIMMTUDAGUR 5. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Listamenn jarðsetja gallerí MYIVDLIST Ingólt'sstræti 8 SKÚLPTÚR OG LJÓSMYNDIR MICHAEL ELMGREEN & INGAR DRAGSET Opið fímmtud. til sunnud. frá 14-18. Til 8. okt. MILLI listamanna og gallería ríkir ástar/haturs samband. Þeir geta ekki án gallería verið, en vilja ófúsir viðurkenna það. Gall- eríum hefur m.a. verið borið á brýn að vera helsti þröskuldurinn í vegi fyrir því að listin geti orðið eðlilegur þáttur í daglegu lífi manna. En í staðinn fyrir að segja skilið við galleríin og kjósa sér annan vettvang, þá er alltaf nokk- ur hópur listamanna sem hefur þess í stað einbeitt sér að hugvits- samlegum verkum, sem er ætlað að grafa undan „hugmyndinni" um gallerí, afhjúpa mýtuna um hvíta kubbinn, færa hið daglega líf inn í gerviveröld galleríanna. Það er skemmst frá því að segja að slíkur undirróður hefur ekki breytt neinu um hugmyndir manna um gallerí og starfsemi þeirra. Og þegar róttækir lista- menn sjálfír eiga þess kost að stjórna og reka sína eigin sýning- araðstöðu þá er hún yfirleitt í engu frábrugðin. En bíðum nú við, þá koma tveir Norðmenn, Miehael Elmgi-een og Ingar Dragset, og jarðsetja hug- myndina um galleríið, með því að grafa holu í Klambratúninu og stinga þar niður hvítmáluðu her- bergi, í líki dæmigerðs gallerírým- is. Athöfnin fór fram með fulltingi Gallerís Ingólfsstrætis 8, sem í þessu tilviki var hið táknræna fórn- arlamb. „Powerless structures“, valdalausar byggingar (eða form- gerðir), kalla þeir þennan gjöming sinn. Hér hefur dæminu verið snú- ið við, í staðinn fyrir að vera á valdi gallerísins og umluktir því, hafa Elmgreen og Dragset gert gallerí- rýmið sjálft að skúlptúr og standa yfír því og horfa niður í það. Með því að grafa það niður i jörðina fínnst þeim sjálfsagt að þeir geti sagt að þeir séu hafnir yfír það, á meðan þeir fylgjast með þegar galleríið í jörðinni grotnar niður og fellur saman undan þunga jarðvegs og jarðvatns í Klambratúnsmýr- inni. Aftur á móti í Ingólfsstræti 8, getur að líta ljósmyndaðar og rit- aðar heimildir um þennan og íýrri gjöminga í sömu seríu (þ.e. „Powerless structures"). Þar geta menn hugleitt kreppuna í sam- skiptum listamanna og gallería í ró og næði. Það er stundum talað um „lókal húmor“ og á sama hátt má kalla þessa sýningu „lókal myndlist", myndlist fyrir (suma) myndlistar- menn. En það er umhugsunarvert að bera þennan konseptgjörning saman við sambærilegar athafnir listamanna á sjöunda og áttunda áratugnum. Hér örlar varla á neinu pólitísku biti - nart væri nær lagi. Ef það er verið að jarð- setja eitthvað þá er það frekar minningin um pólitískt meðvitaða konseptlist. Gunnar J. Arnason GALLERÍRÝMIÐ á Klambratúni við Kjarvalsstaði. Morgunblaðið/Kristinn Kammerkór Suðurlands á tónleika- ferðalagi KAMMERKÓR Suðurlands heldur fema tónleika á Suður- landi á næstunni og verða fyrstu tónleikarnir í Hafnar- kirkju, Höfn, Hornafírði, laugardaginn 7. nóvember kl. 16. Aðrir tónleikar verða sunnudaginn 8. nóvember kl. 15 á Kirkjuhvoli, Kirkjubæj- arklaustri, 14. nóvember í Hellubíói, Hellu kl. 16 og í Þorlákskirkju, Þorlákshöfn, um kvöldið, kl. 20.30. Yfírskrift tónleikanna er ,Ástar.stiklui'“ og verður dag- skráin helguð ástinni í sinni fjölbreyttustu mynd, og verða flutt innlend- og erlend lög, segir í fréttatilkynningu. I Kammerkór Suðurlands eru 20 söngvarar sem koma viða að, allt frá Akranesi til Hornafjarðar, og era allir virkir tónlistarmenn í sinni heimabyggð en heimili kórs- ins er í Skálholti. Hugmyndin að stofnun Kammerkórs Suð- urlands (Collegium Canticor- um) kviknaði þegar hópur söngvara kom saman til að syngja á Skálholtshátíð sum- arið 1997. Kórinn stefnir að því að syngja jafnt andlega og ver- aldlega tónlist og markmiðið er að halda að minnsta kosti tvenna tónleika á ári auk þess að syngja við ýmis tilfallandi tækifæri. Söngstjóri er Hilm- ar Örn Agnarsson organisti í Skálholti. Kórinn hélt sína fyrstu tónleika í mars á þessu ári í Selfosskirkju, Skálholts- kirkju og Digraneskirkju þar sem sungin voru kirkjuleg verk tengd föstunni. Píanóleikari á Höfn og Kirkjubæjarklaustri er Guð- laug Hestnes og á Hellu og í Þorlákshöfn leikur Arni Heið- ar Karlsson. Einsöngvari með kórnum er Kristjana Stefáns- dóttir. Poppjukk á fram- úrstefnuvæng TOIVLIST Tjarnarbfó ERKITÍÐ ‘98 Þorkell Sigurbjörnsson: Bergabesk og Caudae (frumfl.); Atli Heimir Sveinsson: Grand Duo Concertante II og íslenxkt rapp* (frumfl. á ísl.); Sveinn Lúðvík Björnsson: Glerskugg- ar; Atli Ingólfsson: Flecte Lapis II. Kolbeinn Bjarnason, fl.; Eydfs Franz- dóttir, óbó; Guðni Franzson, klar.; Brjánn Ingason, fag.; Emil Friðfinns- son, horn; Eiríkur O. Pálsson, trpt.; Sigurður Þorbergsson, bás.; Snorri S. Birgisson, Atli Heimir Sveinsson, pnó.; Steef van Oosterhout, slagv.; Zbigniew Dubik, Hildigunnur Hall- dórsdóttir, f.; Guðmundur Krist- mundsson, vla.; Sigurður Halldórs- son, selló; Richard Korn, kb. Stjórn- andi (*): Guðmundur Óli Gunnarsson. Tjarnarbíói, sunnudaginn 1. nóvember kl. 17. UNDIR fyrirsögninni Afmælis- börnin fóru tónleikar nr. 2 á ErkiTíð ‘98 af stað, og „í loftið" eins og sagt er á magnaravarða- máli (þeim var útvarpað beint af RUV), á slaginu 17 á sunnudaginn var við ágætis aðsókn. Átti hún vissulega rétt á sér, því af þrenn- um tónleikum þessarar ErkiTíðar höfðu þessir upp á mestan metnað, mesta fjölbreytni og mesta skemmtun að bjóða. „Afmælisbörnin" voru Þorkell og Atli Heimir, báðir sextugir á þessu ári og í fyrirrúmi á hérumræddri dagskrá. Var vissulega ekki öf- undsvert fyrir yngri og óreyndari starfsbræður að lenda í saman- burði við afkastamestu tónhöfunda lýðveldisins, en verk ungherjanna voru engu að síður áheyrileg og fallin til að auka enn fjölbreytni einhverra skrautlegustu tónleika hérlendis um alllangt skeið. Blásarakvintettinn Bergabesk (= Bergenskar arabeskur) eftir Þorkel Sigurbjömsson var saminn 1979 í Björgvin. 8 tóna steffrum sem hljómaði nauðahkt og lenging á skrautnótu þeirri er Bach neíhir „Trillo und Mordant" var gegnum- gangandi, en annars sldptust á margskonar blæbrigði í þessu afar velhljómandi verki, sem í norrænni heiðríkju sinni gat leitt hugann að bjartari augnablikum Carls Niel- sens. Fimmmenningamir úr Caput léku flestallt skínandi vel, og ekki dró úr litaauðgi verksins að flautuleikarinn dobblaði á pikkóló og klarínettleikarinn á bassaklarínett eins og að drekka vatn. Listmúsík þessa síðasta aldarþriðjungs er ekki ofsæl af hlustvænni kammertónlist, og gegnir því furðu að eymahnoss af hérumræddri gráðu skuli enn ekki fyrirfinnast á geisladiski. Undirritaður heyrði síðast Grand Duo Concertante II (Schumann ist der Dichter) Atla Heimis fyrir flautu, klarínett og tónband fyrir tveim árum í Leik- húskjallaranum. Hélt verkið vel upphaflegum ferskleika og náði nú sem fyrr miklum áhrifum með sér- kennilegu samblandi sínu af barns- hljóðum á bandi og framsæknum og stundum snælduti'ylltum effekt- um í frábærri túlkun þeirra Guðna og Kolbeins. Niðurlagskaflinn, með brot úr flutningi ótilgreindra fjór- menninga á Adagioþætti úr strengjakvartetti eftir Schumann, kallaði aftur fram eftirminnilega friðsæld eftir átök sem minntu að því leyti á Es ist genug, Bach-til- vitnunina í lok fiðlukonserts Bergs. Sveinn Lúðvík Björnsson átti eftir hlé örstutt en því samþjapp- aðra verk fyrir einleiksóbó að nafni Glerskuggar, sem Eydís Franz- dóttir, hverri verkið var tileinkað, lék prýðisvel, að meðtöldum fáein- um vandasömum tvíhljómsnótum. Þvínæst frumfluttu heyrnartóls- búnu Caputspilararnir Snorri Sig- fús Birgisson á rafhljómborð og Guðni Franzson á klarínett ErkiTíðarpöntunarverkið Flecte Lapis II („Sveigður steinn") eftir Atla Ingólfsson, okkar mann í Bologna, eftir skamma bið vegna tæknitafa. Upphafshljóðið barst úr hátölurum og hljómaði helzt líkt og malandi risaköttur, en fljótlega bættust allskyns slaghljóð við í sal- arhornaspannandi fjórrása „sensurround“ og hugartengslin við bassaköttinn dofnuðu, unz klar- ínettið tók snöggvast upp á að „mjálma“ frekjulega, og þá í sópr- anlegu. Væntanlega hefur þó ann- að vakað fyrir höfundi, eða (skv. tónleikaskrá) „tilraun til að mynda nauðsynlegt samband flytjanda og afhljóða“ (á nútíma íslenzku sömpl), „yfírleitt þannig að flytj- andinn leikur með og á móti því sem hann er nýbúinn að leika, en eftir settum reglum sem sameina á einhvern hátt mann og vél.“ Svo mörg vom þau orð, og kannski hafa þau sagt nærstöddum fagbræðmm Atla eitthvað. Undir- rituðum var hins vegar efst í huga þakklæti fyi’ir að þurfa ekki að vakna við ágengan koparslátt sem þennan á bláum mánudagsmorgni. Að hjaðningavfgum Atla afstöðn- um var ákveðinn hugarléttir að frumflutningi kvai'tetts eftir Þor- kel Sigurbjörnsson fyrir flautu, klarínett, víólu og básúnu er hann nefnir Caudae, pöntun fyrir ErkiTíð ‘98. Hafí Bergabeskið ver- ið hánorrænt, þá mátti hér greina eilítinn rómantískan ilm af aust- rænu lagferli. Hvort titillinn („Hal- ar“) eigi við sísköruð en smám saman umbreytt þrástef hvers hljóðfæris, er liðu um loft líkt og þættir í lifandi fléttu, skal ósagt látið, en svo mikið er víst, að í vak- urri túlkun fjórmenninganna leið tíminn undrafljótt, og var það jafn- framt helzti galli verksins. Gott tók of skjótan enda og æpti á meira, en það kom ekki. Loks hneig að því sem allir biðu eftir, Islenzku rappi Atla Heimis fyrir kammersveit, sem Caput framflutti á Varsjárhaustinu nýver- ið í Póllandi. Það þarf ekki að orð- lengja það, verkið sló í gegn. Hlustendur létu varnaðarorð höf- undar í tónleikaskrá um „poppjukk á framúrstefnuvængnum" lítið á sig fá og féllu unnvörpum í hrifning- artrans og hlátursköst við ófeimna útfærslu Atla á kvæðamannahrynj- andinni rammíslenzku er menn þekkja bezt frá „Hani, krammi" og gat verið sitt lítið af hverju í einni kös - Weill, vorblót, vísnakvöld og Spike Jones, svo fátt eitt sé nefnt. Hljómsveitin virtist ekki skemmta sér síður en áheyrendur; kvaðst á og söng af raust inn á milli spilkafla undir röggsamri stjóm Guðmundar Ola Gunnarssonar, svo að hlustend- ur verkjaði í þind og brosvöðva lengi á eftir. Höfundur, sem lék sjálfur með á hljómborð, ætlar skv. tónleikaskrá að gera fleiri röpp, því þau geri svo mikla lukku. Eftir undirtektunum sl. sunnudagskvöld að dæma kæmi það ekki á óvart. Enda áréttir tón- skáldið framar í skránni: „Formúl- an er pottþétt." Ríkarður 0. Pálsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.