Morgunblaðið - 15.11.1998, Page 8

Morgunblaðið - 15.11.1998, Page 8
8 SUNNUDAGUR 15. NÓVEMBER 1998 FRÉTTIR JOHNSENINN létti þungu oki af þjóðinni með því að fá annan til að syngja fyrir sig í baráttunni um fyrsta sætið. Morgunblaðið/Kristinn FULLTRÚAR Háskóla íslands tóku við framlögum frá fyrirtækjunum Aco og Gagnalind í tilefni Tölvu- átaks Háskóla íslands á föstudag. Frá vinstri eru Ragnhildur Hjaltadóttir, formaður Hollvinasamtaka Há- skóla íslands, Þorsteinn Víglundsson frá Gagnalind, Pál! Skúlason, rektor HÍ, Ásdís Magnúsdóttir, formað- ur SHÍ, Helen María Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri átaksins, Sigurður Hlöðversson, markaðssljóri Aco, og Jón Krisfjánsson, þjónustustjóri Aco. Stúdentar fá gefnar tölvur og forrit TÖLVUFYRIRTÆKIÐ Aco afhenti Háskóla ís- lands 10 Apple tölvur að gjöf á föstudag, en um þessar mundir stendur yfír Tölvuátak Stúdenta- ráðs Háskóla Islands. Fyrirtækið Gagnalind gaf Háskólanum af sama tilefni sjúkraskrárkerfíð Sögu, og verður það notað við kennslu í heilbrigðis- vísindum. Tölvuátak Stúdentaráðs Háskóia íslands hófst 30. september sl. og hefur nú verið safnað hátt í 10 milljónum króna í tækjum, hugbúnaði og fjárfram- lögum, að sögn Helenar Marfu Ólafsdóttur, fram- kvæmdastjóra átaksins. Af þeim 10 tölvum sem Aco gaf stúdentum eru 5 iMac vélar sem eru nýjustu tölvur Apple fyrirtækis- ins. Við afhendingu gjafanna komu stúdentar sam- an í Stúdentaheimilinu, hljómsveitin Bítlarnir spil- aði og seldir voru tölvudiskar og hulstur til styrkt- ar átakinu, sem Tæknival og S.H. Egilsson gáfu. Unnið að málefnalegri umræðu um hálendið HAFIÐ er samstarfsverkefni um há- lendi íslands á vegum Landvemdar, en ætlunin er að halda opna ráð- stefnu um hálendisverkefnið þann 23. janúar næstkomandi í Ráðhúsi Rykjavíkur. Tilgangur verkefnisins er að koma á samstarfí áhuga- og hagsmunaaðila um að afla og kynna sem víðtækasta þekkingu um hálend- ið og skapa þannig grundvöll fyrir rökstudda og málefnalega umræðu um vemd og nýtingu hálendisins. Á kynningarfundi, sem haldinn var á fostudag, gerðu formenn fjög- urra starfshópa grein fyrir starfs- sviði sínu, en hlutverk starfshópanna er að taka saman upplýsingar um hvern málaflokk, viðhorf og áform um vernd og nýtingu hálendisins. Málaflokkamir varða umhverfis- og náttúmvemd, orkuvinnslu og orku- nýtingu, ferðaþjónustu og útivist og beitar- og hlunnindaafnot. Hópamir hafa ennfremur með höndum að undirbúa framsetningu efnisins á ráðstefnunni 23. janúar. Á fundinum á fostudag kom einnig fram Geir Oddsson, forstöðumaður umhverfís- stofnunar Háskóla íslands og gerði grein fyrir verðmætamati náttúr- unnar. Ámi Finnsson og Steinar Friðgeirsson fjölluðu um orkunýt- ingu norðan Vatnajökuls og Isólfur Gylfi Pálmason, 4. þingmaður Suður- landskjördæmis, reifaði nokkur sjón- armið um málefnið. MORGUNBLAÐIÐ Dagur íslenskrar tungu á morgun Unga fólkið velur mælska útvarpsmenn Þorgeir Ólafsson HALDIÐ verður upp á Dag ís- lenskrar tungu í þriðja sinn á morgun, mánudag. Af því tilefni gengst menntamálaráðu- neytið fyrir ýmiss konar uppákomum í tengslum við eflingu íslenskrar tungu. Kjörorð dagsins er „Móðurmálið mitt góða“. Þorgeir Olafsson, deildarsérfræðingur menntamálaráðuneytinu og formaður fram- kvæmdastjórnar Dags ís- lenskrar tungu, rifjar upp að Dag íslenskrar tungu megi rekja til ákvörðunar ríkisstjómarinnar síðla ársins 1995. „Ríkisstjórn- in samþykkti að tillögu menntamálaráðherra að gera 16. nóvember ár hvert, fæð- ingardag Jónasar Hallgrímsson- ar skálds, að Degi íslenskrar tungu. Við sama tækifæri var ákveðið að veita verðlaun kennd við Jónas, Verðlaun Jónasar Hall- gifmssonar, fyrir framlag einnar manneskju til íslenskrar tungu á Degi íslenskrar tungu ár hvert. Fyrsti verðlaunahafinn var Vil- borg Dagbjartsdóttir, rithöfund- ur og kennari, og annar verð- launahafmn var Gísli Jónsson, menntaskólakennari á Akureyri. Verðlaunin verða veitt í þriðja sinn við hátíðlega athöfn í Hafn- arborg í Hafnarfirði kl. 16.30 á morgun. Menningarsjóður Is- landsbanka hefur lagt til verð- launin. Annars vegar er um að ræða peningaverðlaun upp á 500.000 kr. og hins vegar Ritsafn Jónasar Hallgifmssonar í hátíð- arbandi. Eins og áður verður stofnun, fyrirtæki eða félagi veitt sérstök viðurkenning fyrir stuðning við íslenska tungu. Áður hafa orða- nefndir Verkfræðingafélags Is- lands og Hið íslenska bók- menntafélag hlotið verðlaunin." - Hver velur verðlaunahaf- ana? „Menntamálaráðherra hefur skipað sérstaka framkvæmda- stjórn dagsins. Einn liður í starfí nefndarinnar er að velja verð- launahafana. Ég er formaður nefndarinnar. Aðrir í nefndinni eru Ólafur Oddsson, mennta- skólakennari, Sigmundur Ernir Rúnarsson, fréttamaður, Krist- ján Árnason, málfræðingur, og Vilborg Dagbjarts- dóttir. Verkefnisstjóri Dags íslenskrar tungu er Jónmundur Guð- marsson." - Hvert verður framlag ungu kynslóðarinnar til dagsins? „Við höfum sent skólayfirvöld- um tillögur að verkefnum í tengslum við Dag íslenskrar tungu og hvatningu um að halda sérstaklega upp á daginn. Dag- urinn markar því til viðbótar upphaf upplestrarkeppni grunn- skólanna og stendur upplestrar- keppnin yfir fram á næsta vor. Framhaldsskólanemar láta ekki sitt eftir liggja því að nem- endur í fimm framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu hafa valið þrjá bestu dagskrárgerðarmenn- ina í útvarpi með tilliti til ís- lenskrar tungu. Ég er alveg viss um að viðburðurinn mun ekki að- ► Þorgeir Olafsson, formaður framkvæmdasljórnar Dags ís- lenskrar tungu, er fæddur 18. febrúar árið 1956 í Reykjavík. Þorgeir varð stúdent frá Menntaskólanum í Kópavogi ár- ið 1977 og lauk fíl. cand. prófi í Iistfræði frá Stokkhólmsháskóla árið 1984. Hann var dagskrárgerðar- maður í útvai-pinu á árunum 1986 til 1991 og deildarsljóri hjá Listasafni Islands frá árinu 1991 til 1992. Þá tók hann við starfi deildarsérfræðings hjá menntamálaráðuneytinu. Eiginkona Þorgeirs er Anna Margrét Guðjónsdóttir, ferða- málafulltrúi Reykjavíkur, og eiga þau samtals fínim börn. eins vekja athygli heldur einnig undrun og jafnvel hneykslun.“ - Hefur verið haldið upp á daginn með uppákomum fyrr í vikunni? „Framkvæmdastjómin hvetur sérstaklega til umræðu um ís- lenska tungu og fjölmiðla á Degi íslenskrar tungu að þessu sinni. I tengslum við þá áherslu geng- ust Islensk málnefnd og útvarps- réttarnefnd íyrir sérstöku mál- þingi um hvort ljósvakamiðlarnir efli íslenska tungu í gær. Ég get nefnt að á málþinginu hélt Ari Páll Kristinsson, mál- farsráðunautur Ríldsútvarpsins, erindi undir yfirskriftinni „Tján- ingartæki og fyrirmynd". Nem- endur í hagnýtri fjölmiðlun við HI sögðu frá niðurstöðum at- hugunar á notkun íslensks máls á útvarpsstöðvunum og áfram væri hægt að telja upg áhugaverð erindi. Ég get svo nefnt að Orðabók Háskólans hélt kynningarfund um vefsíðu sína í Þjóðarbókhlöðunni á fimmtudag- inn.“ - Hefur almenningur sýnt Degi íslenskrar tungu áhuga? „Framkvæmdastjórnin hefur frá fyrstu tíð reynt að fá sem flesta til að halda upp á daginn. Viðtökumar hafa verið feikilega góðar bæði í fyrra og hittifyrra. Fólk virðist hafa gaman af þessu. Áhuginn fyrir tungumál- inu er alveg ótrúlegur, bæði hjá yngri og eldri kynslóðinni. Ung- lingarnir eru kannski helst á móti eins og gerist og gengur. Annars er ef til vill ekki ástæða til að hafa áhyggjur af því enda ganga unglingsárin yfir á stutt- um tíma eins og allir vita.“ Upphaf upp- lestrarkeppni grunnskólanna

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.