Morgunblaðið - 15.11.1998, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 15.11.1998, Qupperneq 8
8 SUNNUDAGUR 15. NÓVEMBER 1998 FRÉTTIR JOHNSENINN létti þungu oki af þjóðinni með því að fá annan til að syngja fyrir sig í baráttunni um fyrsta sætið. Morgunblaðið/Kristinn FULLTRÚAR Háskóla íslands tóku við framlögum frá fyrirtækjunum Aco og Gagnalind í tilefni Tölvu- átaks Háskóla íslands á föstudag. Frá vinstri eru Ragnhildur Hjaltadóttir, formaður Hollvinasamtaka Há- skóla íslands, Þorsteinn Víglundsson frá Gagnalind, Pál! Skúlason, rektor HÍ, Ásdís Magnúsdóttir, formað- ur SHÍ, Helen María Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri átaksins, Sigurður Hlöðversson, markaðssljóri Aco, og Jón Krisfjánsson, þjónustustjóri Aco. Stúdentar fá gefnar tölvur og forrit TÖLVUFYRIRTÆKIÐ Aco afhenti Háskóla ís- lands 10 Apple tölvur að gjöf á föstudag, en um þessar mundir stendur yfír Tölvuátak Stúdenta- ráðs Háskóla Islands. Fyrirtækið Gagnalind gaf Háskólanum af sama tilefni sjúkraskrárkerfíð Sögu, og verður það notað við kennslu í heilbrigðis- vísindum. Tölvuátak Stúdentaráðs Háskóia íslands hófst 30. september sl. og hefur nú verið safnað hátt í 10 milljónum króna í tækjum, hugbúnaði og fjárfram- lögum, að sögn Helenar Marfu Ólafsdóttur, fram- kvæmdastjóra átaksins. Af þeim 10 tölvum sem Aco gaf stúdentum eru 5 iMac vélar sem eru nýjustu tölvur Apple fyrirtækis- ins. Við afhendingu gjafanna komu stúdentar sam- an í Stúdentaheimilinu, hljómsveitin Bítlarnir spil- aði og seldir voru tölvudiskar og hulstur til styrkt- ar átakinu, sem Tæknival og S.H. Egilsson gáfu. Unnið að málefnalegri umræðu um hálendið HAFIÐ er samstarfsverkefni um há- lendi íslands á vegum Landvemdar, en ætlunin er að halda opna ráð- stefnu um hálendisverkefnið þann 23. janúar næstkomandi í Ráðhúsi Rykjavíkur. Tilgangur verkefnisins er að koma á samstarfí áhuga- og hagsmunaaðila um að afla og kynna sem víðtækasta þekkingu um hálend- ið og skapa þannig grundvöll fyrir rökstudda og málefnalega umræðu um vemd og nýtingu hálendisins. Á kynningarfundi, sem haldinn var á fostudag, gerðu formenn fjög- urra starfshópa grein fyrir starfs- sviði sínu, en hlutverk starfshópanna er að taka saman upplýsingar um hvern málaflokk, viðhorf og áform um vernd og nýtingu hálendisins. Málaflokkamir varða umhverfis- og náttúmvemd, orkuvinnslu og orku- nýtingu, ferðaþjónustu og útivist og beitar- og hlunnindaafnot. Hópamir hafa ennfremur með höndum að undirbúa framsetningu efnisins á ráðstefnunni 23. janúar. Á fundinum á fostudag kom einnig fram Geir Oddsson, forstöðumaður umhverfís- stofnunar Háskóla íslands og gerði grein fyrir verðmætamati náttúr- unnar. Ámi Finnsson og Steinar Friðgeirsson fjölluðu um orkunýt- ingu norðan Vatnajökuls og Isólfur Gylfi Pálmason, 4. þingmaður Suður- landskjördæmis, reifaði nokkur sjón- armið um málefnið. MORGUNBLAÐIÐ Dagur íslenskrar tungu á morgun Unga fólkið velur mælska útvarpsmenn Þorgeir Ólafsson HALDIÐ verður upp á Dag ís- lenskrar tungu í þriðja sinn á morgun, mánudag. Af því tilefni gengst menntamálaráðu- neytið fyrir ýmiss konar uppákomum í tengslum við eflingu íslenskrar tungu. Kjörorð dagsins er „Móðurmálið mitt góða“. Þorgeir Olafsson, deildarsérfræðingur menntamálaráðuneytinu og formaður fram- kvæmdastjórnar Dags ís- lenskrar tungu, rifjar upp að Dag íslenskrar tungu megi rekja til ákvörðunar ríkisstjómarinnar síðla ársins 1995. „Ríkisstjórn- in samþykkti að tillögu menntamálaráðherra að gera 16. nóvember ár hvert, fæð- ingardag Jónasar Hallgrímsson- ar skálds, að Degi íslenskrar tungu. Við sama tækifæri var ákveðið að veita verðlaun kennd við Jónas, Verðlaun Jónasar Hall- gifmssonar, fyrir framlag einnar manneskju til íslenskrar tungu á Degi íslenskrar tungu ár hvert. Fyrsti verðlaunahafinn var Vil- borg Dagbjartsdóttir, rithöfund- ur og kennari, og annar verð- launahafmn var Gísli Jónsson, menntaskólakennari á Akureyri. Verðlaunin verða veitt í þriðja sinn við hátíðlega athöfn í Hafn- arborg í Hafnarfirði kl. 16.30 á morgun. Menningarsjóður Is- landsbanka hefur lagt til verð- launin. Annars vegar er um að ræða peningaverðlaun upp á 500.000 kr. og hins vegar Ritsafn Jónasar Hallgifmssonar í hátíð- arbandi. Eins og áður verður stofnun, fyrirtæki eða félagi veitt sérstök viðurkenning fyrir stuðning við íslenska tungu. Áður hafa orða- nefndir Verkfræðingafélags Is- lands og Hið íslenska bók- menntafélag hlotið verðlaunin." - Hver velur verðlaunahaf- ana? „Menntamálaráðherra hefur skipað sérstaka framkvæmda- stjórn dagsins. Einn liður í starfí nefndarinnar er að velja verð- launahafana. Ég er formaður nefndarinnar. Aðrir í nefndinni eru Ólafur Oddsson, mennta- skólakennari, Sigmundur Ernir Rúnarsson, fréttamaður, Krist- ján Árnason, málfræðingur, og Vilborg Dagbjarts- dóttir. Verkefnisstjóri Dags íslenskrar tungu er Jónmundur Guð- marsson." - Hvert verður framlag ungu kynslóðarinnar til dagsins? „Við höfum sent skólayfirvöld- um tillögur að verkefnum í tengslum við Dag íslenskrar tungu og hvatningu um að halda sérstaklega upp á daginn. Dag- urinn markar því til viðbótar upphaf upplestrarkeppni grunn- skólanna og stendur upplestrar- keppnin yfir fram á næsta vor. Framhaldsskólanemar láta ekki sitt eftir liggja því að nem- endur í fimm framhaldsskólum á höfuðborgarsvæðinu hafa valið þrjá bestu dagskrárgerðarmenn- ina í útvarpi með tilliti til ís- lenskrar tungu. Ég er alveg viss um að viðburðurinn mun ekki að- ► Þorgeir Olafsson, formaður framkvæmdasljórnar Dags ís- lenskrar tungu, er fæddur 18. febrúar árið 1956 í Reykjavík. Þorgeir varð stúdent frá Menntaskólanum í Kópavogi ár- ið 1977 og lauk fíl. cand. prófi í Iistfræði frá Stokkhólmsháskóla árið 1984. Hann var dagskrárgerðar- maður í útvai-pinu á árunum 1986 til 1991 og deildarsljóri hjá Listasafni Islands frá árinu 1991 til 1992. Þá tók hann við starfi deildarsérfræðings hjá menntamálaráðuneytinu. Eiginkona Þorgeirs er Anna Margrét Guðjónsdóttir, ferða- málafulltrúi Reykjavíkur, og eiga þau samtals fínim börn. eins vekja athygli heldur einnig undrun og jafnvel hneykslun.“ - Hefur verið haldið upp á daginn með uppákomum fyrr í vikunni? „Framkvæmdastjómin hvetur sérstaklega til umræðu um ís- lenska tungu og fjölmiðla á Degi íslenskrar tungu að þessu sinni. I tengslum við þá áherslu geng- ust Islensk málnefnd og útvarps- réttarnefnd íyrir sérstöku mál- þingi um hvort ljósvakamiðlarnir efli íslenska tungu í gær. Ég get nefnt að á málþinginu hélt Ari Páll Kristinsson, mál- farsráðunautur Ríldsútvarpsins, erindi undir yfirskriftinni „Tján- ingartæki og fyrirmynd". Nem- endur í hagnýtri fjölmiðlun við HI sögðu frá niðurstöðum at- hugunar á notkun íslensks máls á útvarpsstöðvunum og áfram væri hægt að telja upg áhugaverð erindi. Ég get svo nefnt að Orðabók Háskólans hélt kynningarfund um vefsíðu sína í Þjóðarbókhlöðunni á fimmtudag- inn.“ - Hefur almenningur sýnt Degi íslenskrar tungu áhuga? „Framkvæmdastjórnin hefur frá fyrstu tíð reynt að fá sem flesta til að halda upp á daginn. Viðtökumar hafa verið feikilega góðar bæði í fyrra og hittifyrra. Fólk virðist hafa gaman af þessu. Áhuginn fyrir tungumál- inu er alveg ótrúlegur, bæði hjá yngri og eldri kynslóðinni. Ung- lingarnir eru kannski helst á móti eins og gerist og gengur. Annars er ef til vill ekki ástæða til að hafa áhyggjur af því enda ganga unglingsárin yfir á stutt- um tíma eins og allir vita.“ Upphaf upp- lestrarkeppni grunnskólanna
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.