Morgunblaðið - 25.11.1998, Page 1

Morgunblaðið - 25.11.1998, Page 1
STOFNAÐ 1913 269. TBL. 86. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Þjóðverjar taki af skarið Róm. Reuters. UTANRÍKISRÁÐHERRA Ítalíu, Lamberto Dini, þrýsti í gær á Þjóð- verja að taka af skarið um hvort þeir mundu óska eftir framsali Abdullas Öcalans, leiðtoga Verkamannaflokks Kúrda (PKK). Sagði hann að ítalar hefðu einvörðungu handtekið Öcalan vegna þess að Þjóðverjar hefðu gef- ið út alþjóðlega handtökuskipun á hendur honum. Þýska stjómin sagði á föstudag að hún hefði engin áform um að óska eftir framsali Öealans, sem er eftirlýstur í Þýskalandi fýrir að hvetja til mann- drápa. Joschka Fischer, utan- rOdsráðherra Þýskalands, sagði að Þjóð- veijar hefðu ekki skipt um skoðun, en að ítalar hlytu að skilja að Þjóð- verjai' vildu koma Tyrkja og Kúrda í Abdulla Öcalan í veg fyrir átök milli Þýskalandi. I Yilmaz vilI/22 Þúsundir fylgdu Galínu Starovojtovu til grafar Heita því að halda baráttunni áfram St. Pétursborg. Reuters. ÞÚSUNDIR manna, þeirra á meðal þrír fyrrverandi forsætisráðherrar Rússlands, kvöddu í gær þingkonuna Galínu Starovojtovu hinstu kveðju í St. Pétursborg. Þingkonan var myrt við heimili sitt sl. föstudagskvöld. Ávörpuðu þingmenn og ráðherrar mannfjöldann við útförina og hétu því að dauði hennar myndi ekki draga úr baráttu þeirra fyrir lýðræðisumbótum. Sjónvarpað var beint frá útfórinni og rússnesk dagblöð fjölluðu um fátt annað. I gærkvöldi urðu margir við þeii'ri ósk stuðningsmanna Staro- vojtovu að slökkva Ijós í íbúðum sínum til minningar um hana. ÞÚSUNDIR manna vottuðu rússnesku þingkonunni Mynduðust langar raðir við Reuters Galínu Starovojtovu virðingu sína við útför hennar í þjóðháttasafninu í St. Pétursborg í gær. kistuna og dróst útförin um ríflega þrjá klukkutíma af þeim sökum. Kista Starovojtovu stóð frammi í þjóðháttasafninu í St. Pétursborg og gengu um tíu þúsund manns fram hjá henni til að votta hinni látnu virðingu sína. Var röðin svo löng að útförin dróst um þrjá klukkutíma. Að því búnu var kista Starovojtovu flutt í Alexander Nevskí klaustrið þar sem hún var grafln. „Hún var hetja fólksins," sagði eldri kona sem vottaði Starovojtovu virðingu sína. Við athöfnina í safninu flutti m.a. Anatólí Tsjúbaís, fyrrverandi fjár- málaráðherra, ávarp þar sem hann sagði að ekkert fengi stöðvað lýð- ræðissinna. „Þeir drepa félaga okk- ar, vini okkar. Hyggjast þeir stöðva okkur? Vilja þeir hræða okkur? Þeim mun ekki takast það. Engum mun nokkru sinni takast það,“ sagði Tsjúbaís og komst greinilega við. Þá voru Viktor Tsjernomyrdín, Sergei Kíríjenkó og Jegor Gajdar, fyrrver- andi forsætisráðherrar, viðstaddir útförina, auk fleiri lýðræðis- og um- bótasinna. „Fyrirgefðu okkur, sem erum við völd,“ sagði fulltrúi stjórnvalda við athöfnina, Valentína Matvíjenkó, aðstoðarforsætisráðherra. „Fyrir- gefðu okkur, félögum þínum, sem gátum ekki gætt þín.“ Forseti landsins, Borís Jeltsín, var hins veg- ar fjarstaddur en hann liggur á sjúkrahúsi með lungnabólgu. Sagði talsmaður forsetans að morðið á Starovojtovu hefði komið afar illa við Jeltsín og að rekja mætti veik- indi hans að nokkru leyti til þess. Fleiri minntust Starovojtovu í gær, þeirra á meðal Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætisráð- herra Bretlands, og Mary Robin- son, framkvæmdastjóri mannrétt- indastofnunar Sameinuðu þjóðanna, sem sagði morðið fyrirlitlegt. ■ Lýðræðisumbæturnar sagðar/19 Rannsókn á fjáröflun Gores varaforseta Reno skipar ekki saksóknara Reuters Skref í átt að sjálfstæði? Washington. Reuters. JANET Reno, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, lýsti því yfir í gær að hún myndi ekki skipa óháðan saksóknara til að rannsaka fjáröfl- un varaforsetans, Als Gores, í for- setakosningunum 1996. Þá höfðu starfsmenn dómsmálaráðuneytisins rannsakað málið í þrjá mánuði. Er þetta mikill léttir fyrir Gore, þar sem rannsókn óháðs saksóknara hefði getað dregist á langinn og staðið í vegi fyrir framboði hans til forseta árið 2000. Veigalítil sönnunargögn Reno segist telja að sönnunar- gögn þess efnis að Gore hafi logið að bandarísku alríkislögreglunni, FBI, um fjáröflun til kosningabaráttunn- ar hafi reynst svo „veigalítil að eng- in ástæða er til frekari rannsóknar". Rannsókn á fjáröflun fyrir for- setakosningarnar 1996 hefur staðið í nokkurn tíma og hafa pólitískir andstæðingar forsetans fullyrt að hvorki hann né varaforsetinn hafi farið að lögum. Hefur gagnrýnin einkum beinst að Gore en meðal þess sem fullyrt er, er að Gore hafi hringt úr síma Hvíta hússins til að biðja fjársterka stuðningsmenn flokksins um fjárframlög til endur- kjörs síns og forsetans. Hann segist hins vegar hafa talið að framlögin hefðu átt að renna til Demókrata- flokksins. I haust fannst minnisblað sem þótti benda ti) þess að Gore hefði þarna talað gegn betri vitund en Reno hefur nú úrskurðað að minn- isblaðið sé ekki næg sönnun þess að Gore hafi logið. PALESTINUMENN opnuðu al- þjóðaflugvöll á Gaza-svæðinu í gær og fögnuðu honum sem stóru skrefi í sjálfstæðisbaráttu sinni. Þetta er fyrsti fiugvöllur Palest- ínumanna á sjálfstjórnarsvæðum sínum. Hann hefur verið tilbúinn í tæp tvö ár en opnun hans tafðist vegna þráteflisins í friðarviðræð- unum við Israela. Flugvöllurinn hefur mikla þýð- ingu fyrir efnahag Palestínu- manna og aðalsamningamaður þeirra í friðarviðræðunum, Saeb Erekat, sagði í gær að opnun hans yki mjög líkurnar á því að draum- ur þeirra um fullt sjálfstæði rætt- ist. ■ Tákn Palestínuríkis/22 Lokatilraun til að semja um íjárlög SKRIÐUR er nú kominn á viðræður norsku stjórnarinnar, Hægriflokks- ins og Framfaraflokksins og bendir margt til þess að flokkarnir fallist á að styðja fjárlagafrumvarp stjómar- innar sem lagt verður fyrir þingið í dag og á morgun. Hefur stjómin lát- ið undan mörgum kröfum flokkanna og í gærkvöldi hófst fundur fulltrúa stjórnar og flokkanna tveggja, sem gert var ráð fyrir að stæði fram á nótt. Jan Petersen og Carl I. Hagen, leiðtogar Hægriflokksins og Fram- faraflokksins, lýstu þvi yfir í gær að breytingamar sem stjórnin hefði gert á fjárlagafrumvarpinu gæfu til- efni til að setjast að samningaborði. í nýjasta uppkasti stjórnarinnar fellur hún að mestu leyti frá fyrir- ætlunum sínum um skattahækkanir. Til að di'aga úr áhrifum þess leggur stjórnin til niðurskurð útgjalda, m.a. lækkun barnabóta.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.