Morgunblaðið - 25.11.1998, Side 8
8 MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
LandssatnbandJögreglumanna um skipuritiö:
JÚ, jú, þii verður alveg glerfínn í þessu Georg minn, þetta er nú líka yfírlöggustjórabúningur góði.
við Snæfellsjökul
SKIPULAGSSTOFNUN hefur
hafíð frumathugun á umhverf-
isáhrifum fyrirhugaðs vikur-
náms við Snæfellsjökul. A kort-
inu má sjá hvert fyrirtækið
Nesvikur ehf. hyggst sækja vik-
urinn, en hann er ætlaður til út-
flutnings.
R i M I N Cj I C) N
Fara vel með þig
Fáanlegar beintengdar,hleðslu
og með rafhlöðum
Fást í raítækjaverslunum,
hársnyrtistofum og
stórmörkuðum um allt land
,„r„. ,. DREIf INGARAÐIU
I . GUÐMUNÐSSON ehf.
Sími: 533-1999, Fax: 533-1995
Jarðgufufélagið
Samið um út-
göngu Hafn-
firðinga
SAMNINGAR hafa tekist með
Hafnarfjarðarbæ, Reykjavíkurborg
og iðnaðar- og viðskiptaráðuneyt-
inu um útgöngu Hafnarfjarðarbæj-
ar úr Jarðgufufélaginu. Þessir þrír
aðilar gengu til samstarfs við áður-
nefnt félag árið 1996 í því skyni að
kanna sameiginlega afhendingar-
kosti á jarðgufu til stórnotenda er
skapað gætu ný tækifæri til þróun-
ar orkuiðnaðar hérlendis.
Reykjavíkurborg og iðnaðar-
ráðuneytið munu halda áfram starfi
Jarðgufufélagsins og ábyrgjast
skuldbindingar þess og viðskipta-
sambönd. Hafnarfjarðarbær skuld-
bindur sig til að virða viðskiptasam-
þönd sem félagið hefur gert í
tengslum við hagkvæmniathugun á
staðsetningu pappírsverksmiðju.
Þá hafa borgin og ráðuneytið
samþykkt að fimm milljóna króna
skuld Hafnarfjarðarbæjar við Jarð-
gufufélagið vegna áfallins rekstrar-
kostnaðar skuli falla niður. Sam-
þykkir Hafnarfjarðarbær að með
niðurfellingu skuldarinnar sé fjár-
hagslegu uppgjöri vegna aðildar
bæjarins að Jarðgufufélaginu lokið
og að ekki verði gerðar neinar kröf-
ur á hendur félaginu eða aðstand-
endum þess.
Samið um
sameiginleg
saltkaup
BORGARRÁÐ Reykjavíkur hefur í
félagi við Garðabæ, Kópavog og
Vegagerðina afráðið kaup á salti til
hálkueyðingar árin 1999 og 2000.
Samið var við lægstbjóðanda,
Ásgeir Pétursson ehf. fyrir hönd Ab
Hansen og Möhring.
Lægsta tilboðið hljóðaði uppá
rúmar 47 milljónir króna, það næsta
var frá Saltkaupum hf. og var það
48,3 milljónir, þriðja þá frá
Hafnarbakka hf. sem bauð 52,2
milljónir og var einnig með
frávikstilboð uppá 45,3 milljónir. Þá
bauð Austfrakt ehf. 59,1 milljón
króna.
ITC alþjóðasamtökin 60 ára
Karlmenn fengu
aðgang að ITC
fyrir 25 árum
Patricia Hand
Landssamtök ITC
(International Tra-
ining in Commun-
ication) á Islandi fagna
um þessar mundir 60 ára
demantsafmæli ITC al-
þjóðasamtakanna.
Patricia Hand var ein af
stofnendum samtakanna
hér á landi og starfaði í
þeim til margra ára.
„ITC alþjóðasamtökin
voru stofnuð í Bandaríkj-
unum fyrir 60 árum, þá
undir nafninu
Intemational Toast-
mistress Club. Aðdrag-
andinn var sá að karl-
menn voru með félags-
skap þar sem þeir hittust,
bættu sig og styrktu,
meðal annars í ræðu-
mennsku. Þeir leyfðu kon-
um sínum að koma með á hátíðar-
fundi. Þær þurftu þó að víkja í
hliðarsal þegar karlmennimir
byrjuðu á félagsmálahluta fund-
ar, þetta þótti ekki á færi kvenna.
Ein eiginkonan, Ernestine
White, var óánægð með að þurfa
að yfirgefa salarkynnin þegar
mennirnir byrjuðu með dag-
skrána svo hún ákvað að stofna
félagsskap sem þennan sem ætl-
aður væri konum eingöngu. Sam-
tökin Intemational Toast-
mistress Club voru síðan stofnuð
árið 1938 og fengu stofnskrár-
númer 1, undirritað af Earnistine
White. Þessi stofnskrá hangir nú
uppi í höfuðstöðvum ITC sem em
í Ánahein í Kaliforníu."
- Hvenær bárust þessi samtök
til íslands?
„Upprunalega var deildin
Puffin stofnuð á Keflavíkurflug-
velli árið 1973 og þar fóra fund-
irnir aðallega fram á ensku. Síð-
an var það árið 1975 að deildin
Varðan var stofnuð í Keflavík og
til að byrja með fóru fundirnir
þar fram bæði á ensku og ís-
lensku. Smám saman voru síðan
fleiri deildir stofnaðar víða um
land.“
Patricia átti drjúgan þátt í
starfi útbreiðslunefndar hér á
landi. ITC deildir fá stofnskrár-
númer eftir röð og nýjasta stofn-
skráin í dag er númer 3.660. Alls
eru um 11.000 meðlimir í ITC í
dag. „Nýjasta deildin hér á landi
er ITC Isafold með undirtitilinn
Grand ladies. Hún er númer
3.656. Enn eru starfræktar níu
deildir í heiminum sem hafa
stofnskrárnúmer undir hundrað."
Félagsmönnum hefur fækkað á
undanförnum árum hér á landi en
þeir eru um 200 talsins. „Við höf-
um verið í harðri samkeppni við
ýmsa sem bjóða svipaða fræðslu
og við, eins og sjálfsstyrkingar-
námskeið, ræðumennsku og svo
framvegis. Við höfum
ekki bolmagn til að
auglýsa samtökin því
við stöndum ekki að
neinni fjáröflun.“
- Karlmenn geta
núna gengið í samtök-
in?
„Já, þeir hafa í nokkur ár getað
verið meðlimir og alls eru nú 8 ís-
lenskir karlmenn í ITC á íslandi.
Það var fyrst árið 1973 að al-
þjóðasamtökin samþykktu að
karlar gætu fengið inngöngu. í
fyrsta skipti er Iandsforseti ITC
á íslandi núna karlmaður, Vil-
hjálmur Guðjónsson.
-Hvert er markmið samtak-
anna?
„Það er að efla og styrkja ein-
staklinginn til að takast á við
► Patricia Hand er fædd 2.
janúar árið 1949 í Warrackna-
bial í Victoriu-fylki í Ástralíu.
Hún vann við ýmis störf eft-
ir að hún Iauk námi og ferðað-
ist um heiminn. Um skeið
vann hún sem lögfræðiritari í
Sidney og vann t.d. í London
og Skotlandi milli ferðalaga.
Patricia kom til íslands í
júní árið 1968 og hóf störf hjá
íslenskum aðalverktökum
fyrst sem ritari og síðar sem
innkaupafulltrúi en því starfí
gegnir hún núna.
A árunum 1970-1971 starf-
aði Patricia hjá starfsmanna-
deild Sameinuðu þjóðanna.
Patricia er listmálari og hefur
haldið nokkrar einkasýningar
hér á landi og gefið út kvæða-
bók um fsland á ensku.
sjálfan sig og öðlast áræði. Þá er
markmið ITC að ýta undir rétta
notkun þjóðartungunnar og efla
samskipti manna á milli.
Að læra öguð og rétt fundar-
sköp er stór hluti af þjálfuninni.
Þjálfunin hefur skilað sér út í
þjóðfélagið og haft áhrif á líf
fjölda einstaklinga og þá sérstak-
lega kvenna.
Fundir era haldnir tvisvar í
mánuði, í hverri deild eru minnst
10 meðlimir og mest 30. Lögð er
áhersla á að fundarmenn standi
upp og tali, hlýði síðan á fræðslu-
erindi og einu sinni á ári er haldin
ræðukeppni. Fólk þjálfar sig t.d. í
bókakynningum og ræðir þá um
bækur sem það hefur lesið og
gefur hæfnismat að loknum
ræðuhöldum.“
Patricia segir að með því að
koma fram og efla sjálfstraustið
sé ekki þar með sagt að fólk losni
við kvíðít þegar það á að koma
fram. ,Árangurinn er líka alltaf
bestur þegar fólk kvíðir aðeins
fyrir en hefur þor til að láta til
skarar skríða. Sam-
felld þjálfun og aefing
skapar meistarann."
-Hvað verður svo
gert í tilefni afmælis-
ins?
„Afmælishátíð
verður haldin á Broa-
dway föstudaginn 27. nóvember.
Meðal gesta verða t.d. alheims-
forseti ITC sem heitir E. Dean
Turner og varaforseti þriðja
svæðis sejn heitir Wilna Wilkin-
son en Island tilheyrir þriðja
svæði ásamt löndum eins og
Bretlandi, Suður-Afríku, Grikk-
landi, Hollandi, Belgíu og Aust-
urríki. Aðalmarkmið kvöldsins er
að gamlir og nýir félagar úr ITC
og málfreyjur hittist og eigi sam-
an góða stund.“
Karlmaður f
fyrsta skipti
formaður sam-
takannaá
íslandi