Morgunblaðið - 25.11.1998, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 25.11.1998, Qupperneq 10
10 MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ - FRETTIR A Þrír af hverjum fímm Islendingum á aldrinum 50 til 60 ára vita ekki hver eftirlaun þeirra verða UM ÞRÍR af hverjum fimm ís- lendingum á aldrinum 50 til 60 ára vita ekki hvað þeir munu fá í mánaðarlegan lífeyri við ! 67 ára aldur samkvæmt könnun, sem gerð var á vegum Félagsvísinda- stofnunar Háskóla Islands og birt var í gær. Karl Sigurðsson kynnti niðurstöðurnar á blaðamannafundi, sem haldinn var á vegum nýs fyrir- tækis, Fjárfestingai' og ráðgjafar, á Hótel Borg í gær og sagði að af þeim : mætti draga tvær ályktanir: fólk á þessum aldri hefði fulllitlar áhyggjur af eftirlaunaárunum og hefði ekki nægar upplýsingar um hvað biði j þess. I könnuninni kom fram að 40 af hundraði vissu hver lífeyrir þeirra yrði við 67 ára aldur. Þá kváðust 65 af hundraði á aldrinum 50 til 60 ára hafa tryggt sér nægilegt fjárhags- legt öryggi á eftirlaunaárunum. 35 af hundraði aðspurðra svöruðu spurn- ingunni um það hvort nægilegt fjár- hagslegt öryggi á eftirlaunaárunum væri tryggt játandi. Aðeins þriðjungnr svarenda með reglulegan sparnað I niðurstöðum könnunarinnar, sem gerð var fyrir fyrirtækið Fjár- festingu og ráðgjöf, segii' að þrátt fyrir að minnihluti svarenda þekki lífeyrismál sín nægilega vel og hafi ekki tryggt sér nægilegt fjárhags- legt öryggi leggi aðeins þriðjungur þessa aldurshóps fyrir í formi reglu- bundins sparnaðar umfram greiðslur í lífeyrissjóð. 67 af hundraði kveðast ekki leggja fyrir með þeim hætti. Einnig kemur fram að um 64 af hundraði fólks á aidrinum 50 til 60 ára eigi sparifé í vörslu sjóða eða banka. Segh- Karl að þetta sé svipað hlutfall og mældist í þjóðmálakönn- un Félagsvísindastofnunar árið 1988, en þá var hlutfallið 63%, „þannig að ekki [sé] að sjá að spamaður fólks á þessum aldri hafi aukist á þessu tíu ára tímabili, a.m.k. ekki hvað varðar fjölda þeirra sem spara“. I könnuninni kom í ljós að 28 af hundraði svarenda eiga bæði sparifé og leggja reglulega fyrir, um 37 af hundraði eiga sparifé, en leggja ekki reglulega fyrir, og 30 af hundraði Hafa of litlar áhyggjur og vant- ar upplýsingar * A blaðamannafundi í gær kom fram að fólk á aldrinum 50 til 60 ára væri illa að sér um sparnaðarúrræði, en gera ætti átak fyrir þennan hóp með ávöxt- unartengdum trygging- um. Nýtt fyrirtæki, Fjárfesting og markað- ur, kynnti einnig leiðir til sparnaðar. Upplýsingaöflun: 25.-29. sept. 1998 Aldurshópur: 50-60 ára Framkvæmdamáti: Símaviðtöl Úrtak: 500 manns Búseta: Allt landið Nettósvörun: 62% SKOÐANAKÖNNUN FÉLAGSVÍSINDASTOFNUNAR: Þekkir þú hvað þú kemur til með að fá í mánaðarlegan lífeyri við 67 ára aldur? Telur þú þig vera búinn að tryggja þér nægilegt fjárhags- legt öryggi á eftirlaunaárunum? eiga hvorki sparifé né leggja reglu- lega fyrir. Um fimm af hundraði segjast leggja fyrir reglulega, en eiga þó ekki sparifé, samkvæmt könnuninni. Innan við helmingnr telur sig geta sparað meira Innan við helmingur, eða 43 af hundraði, fólks á aldrinum 50 til 60 ára telur sig geta lagt meira fyrir en það gerir nú. 57 af hundraði kveðast ekki hafa meira aflögu til að spara. Tveir af hverjum þremur, eða 67 af hundraði, hafa hins vegar hugsað sér að spara reglulega til eftirlauna- áranna. Af þeim, sem eiga spamað og leggja fyrir, kveðst rúmlega helm- ingur geta sparað meira, rúmlega 90 af hundraði þeirra ætla að spara, um 40 af hundraði eru fjárhagslega tryggðir og tæplega 20 af hundraði kveðast hafa áhyggjur af fjárhags- legu öryggi. Af þeim sem eiga sparifé, en leggja ekki fyrir, segist tæpur helm- ingur geta sparað meira, rúmur helmingur ætlar að spara, 40 af hundraði kveðast fjárhagslega tryggð og hlutfall þeirra, sem hafa áhyggjur af öryggi, fer upp í tæplega 30 af hundraði. Aðeins í-úmlega 30 af hundraði þeirra, sem eiga hvorki sparnað né leggja fyrir, kveðast geta sparað meira, eins og það er orðað, um 60 af hundraði ætlar að spara til eftir- launaáranna, um fjórðungur kveðst fjárhagslega tryggður og í þeim hópi hefur tæplega helmingur áhyggjur af framtíðaröryggi. Tæpur fjórðungur með sparifé á sparisjóðsbókum I könnuninni var einnig spurt hvernig viðkomandi ávöxtuðu spai'ifé sitt. 36 af hundraði kváðust hafa sér- kjarareikninga í bönkum og 23 af hundraði almennar sparisjóðsbækur, sem bera það litla vexti að í raun rýrna innstæður á þeim. 28 af hundraði nefndu hlutabréfasjóði og 18 af hundraði verðbréfasjóði. 29 af hundraði kváðust eiga hlutabréf í ís- lensku fyrirtæki, 24 af hundraði spariskírteini ríkissjóðs og tveir af hundraði hafa fjárfest erlendis. Ekki kemur fram í niðurstöðunum að hve miklu leyti sparifjáreign skai-ast, né hve stórt hlutfall sparnaðar er geymt á sparisjóðsbókum, svo dæmi sé tekið. Hér er aðeins átt við hlut- fall svarenda. í niðurstöðunum kem- ur hins vegar fram að fyrir tíu árum k hafi yfir 40 af hundraði sparifjáreig- enda ávaxtað sparifé sitt á almenn- ; um spainsjóðsbókum og 71 af p hundraði á sérkjarareikningum í bönkum. Segii' enn fremur að þótt „verulega hafi fækkað þeim sem geyma sparifé á almennum spai'i- sjóðsbókum, vegna nýrra leiða til aukins sparnaðar, er athyglisvert hversu margir geyma enn sparifé sitt á vaxtalitlum reikningum bank- anna“. Minnstar áhyggjur af að hafa of lítið fyrir stafni Einnig var spm't hve miklar áhyggjur menn höfðu af ýmsum þáttum á eftirlaunaárunum. Mestar áhyggjur höfðu menn af heilsufari og fjárhagslegu öryggi. Kváðust 22 af hundraði hafa mjög eða frekar mikl- ar áhyggjur af heilsufarinu og 29 af hundraði af fjárhagslegu öryggi sínu á eftirlaunaárunum. Fjórðungur L kvaðst hafa miklar eða frekar miklar |i áhyggjur af því að hafa ekki næg fc fjárráð til að sinna tómstundum og |l áhugamáium sínum. Aðeins átta af hundraði kváðust hafa mjög eða frekar mikiar áhyggjm' af félagslegri einangi'un og sex af hundraði af því að koma til með að hafa of lítið fyrir stafni á eftirlaunaárunum. Könnunin var gerð á tímabilinu 25. til 29. september. Um var að ræða 500 manna slembiúrtak úr þjóðskrá. Könnunin var gerð í síma J og voru svarendur búsettir um ailt g land. Hlutfall svarenda var 62 af jj hundraði. Skekkjumörk voru yfir- leitt um 5,5 af hundraði. Kai-1 Sigurðsson sagði þegar skýrslan var kynnt í gær að full- nægjandi samræmi væri milli skipt- ingar úi’taksins og sambærilegs hóps meðal þjóðarinnar eftir kyni og bú- setu. Því mætti ætla að úrtakið gæfi góða mynd af Islendingum á aldrin- um 50 til 60 ára. k Nýtt fyrirtæki kynnir sparnaðarátak fyrir fólk á aldrinum 50 til 60 ára Hyggjast auka sparn- að með ávöxtunar- tengdum tryggingum Morgunblaðið/Þorkell GEIR Haarde fjármálaráðherra ræddi nauðsyn sparnaðar. FYRIRTÆKIÐ Fjárfesting og ráðgjöf kynnti í gær spamað- arátak fyrir fólk á aldrinum 50 til 60 ára. Arni Sigfússon, stjórnar- formaður fyrirtækisins, sagði að það sérhæfði sig í að veita óháða ráðgjöf á sviði sparnaðar- og tryggingamála. „Það er mikilvægt að geta veitt ráðgjöf, sem tekur mið af ólíkum þörfum einstaklinga og fjölskyldna," sagði Ami á blaðamannafundi, sem haldinn var til að kynna átakið á Hótel Borg í gær. „Þær kalla á ólík- ar lausnir og þá skiptir máli að hafa úrval lausna á einum stað.“ Með Fjárfestingu og ráðgjöf í þessu verkefni eru LÍFIS, sem sam- anstendur af VÍS, Landsbankanum, Líftryggingafélagi Islands, Lands- bréfum og Fjárvangi, Alþjóðalíf- tryggingafélagið, sem eru sparisjóð- irnir og Kaupþing, og erlendu fyrir- tækin Sun Life og Friends Provident. „Það er afar ánægjulegt að sjá þennan^ hóp hér saman kominn,“ sagði Arni. „Hér era fyrirtæki á trygginga- og fjármálamarkaði, sem eru allajafna í fullri samkeppni. Þau verða það einnig í þessu verkefni, en þau standa sameiginlega að kynning- unni, sem er sérstakt." Eins og áður sagði er Árni stjórn- arformaður Fjárfestingar og ráð- gjafar. Framkvæmdastjóri er Hall- dór Björn Baldursson viðskiptafræð- ingur og starfa hjá fyrirtækinu auk skrifstofufólks 17 ráðgjafar. Á fund- inum kom fram að ráðgjöf þess yrði notendum að kostnaðarlausu og kæmi því í sama stað niður að leita beint til samstarfsaðilanna. Tekjur Fjárfestingar og ráðgjafar myndu koma úr fyrírtækjunum og sparnað- inum. Árni sagði að þetta verkefni hefði hafist á því að Félagsvísindastofnun hefði gert könnun á sparnaðaráform- um aldurshópsins 50 til 60 ára og komið hefði í ijós að hann stæði afar illa í þessum efnum. Hefði því verið gengið til viðræðna við öll íslensku líftryggingafélögin og tvö erlend fé- lög um miðlun á nýjum sparnaðar- leiðum í þágu þessa hóps. „Leiðin sem var valin tengist ávöxtunartengdum tryggingum vegna þess að við teljum þær vera afar mikilvæga viðbót við lífeyris- sjóðina," sagði Árni. „Ávöxtunar- tengdar tryggingar hafa ákveðið skattalegt hagræði. Þær geta verið ákveðið mótvægi við lífeyrissjóðina. Það þarf auðvitað að greiða tekju- skatt af þeim tekjum, sem viðkom- andi aflar til sparnaðar, en á móti kemur að við útgreiðslu, sem er að öllu jöfnu innt af hendi með einni greiðslu í lok samningstímans í ávöxtunartengdum tryggingum, er ekki greiddur tekjuskattur. Ávöxt- unartengdar tryggingar eru eigna- skattsfrjáls sparnaður, það er eng- inn erfðafjárskattur greiddur við fráfall, en fjármagnstekjuskatt þarf að greiða við útgreiðslu.“ Árni benti á að ábyrgir stjórn- málamenn legðu nú mikla áherslu á aukinn spamað í þjóðfélaginu og því væri varla verra að sá sparnaður gerðist nú óþvingað á frjálsum markaði eftir þeim leikreglum sem nú væru í gildi „í trausti þess að þær leikreglur versni ekki fyrir þá, sem spara, heldur batni“. Hvatt til spamaðar Geh' H. Haarde fjármálaráðherra sat blaðamannafundinn og tók til máls í því skyni að hvetja til sparn- aðar. „Viðhorfín hafa sem betur fer mik- ið breyst og ekki nóg með það heidur hafa fjárfestingarmöguleikar einnig mikið breyst," sagði hann. „Við lifum í gjörbreyttu þjóðfélagi miðað við það sem var þegar þessi hópur var á aldrinum 20 til 40 ára. Það hefur allt breyst í sambandi við íslenskan fjár- magnsmarkað á undanförnum 10 til 15 árum. Það eru 14 ár síðan fyrstu skrefin voru stigin til að gefa vexti örlítið frjálsari en þeir voru áður.“ Fjármálaráðherra sagði að nú væri mjög brýnt að allir þeir, sem vettlingi gætu valdið tækju höndum saman um að reyna að efla sparnað í þjóðfélaginu og því væri vel til fund- ið að kalla saman alla þá, sem kepptu innbyrðis á þessum markaði um sparifé landsmanna. „Þeirra hlutverk er mjög mikil- vægt þó að það sé stundum misskilið og lagt út á hinn verri veg eins og var í pólitíkinni í gamla daga þegar talað var um milliliðabraskara og stundum einnig afætulýð," sagði hann. „Þessir aðilar á fjármálamark- aðnum skipta gríðarlega miklu máli að því er varðar miðlun fjármagns og || það að leiðbeina fólki, taka fé í vörslu | og koma því í góða ávöxtun. Það er ft hin hliðin á sparnaðinum. Fjárfest- “ ing og sparnaður fara saman og eru í efnahagslegu tilliti spegilmyndin hvort af öðru.“ Geii' sagði að eina alvarlega vandamálið, sem hægt væri að tala um í íslensku efnahagslífi í dag, væri viðskiptahallinn. „Hann er endurspeglun á því að innlendur sparnaður er ónógur til k þess að halda uppi þeirri íjárfestingu t sem nú er í landinu," sagði hann. p „Þess vegna höfum við í ríkisstjórn- f inni lagt mikla áherslu á að efla þjóð- hagslegan sparnað og látið gera sér- staka úttekt á því hvaða úrræði eru tæk í þeim efnum og erum að reyna að hrinda þeim í framkvæmd." Kvaðst hann hafa boðað til fundar á föstudag með að hluta til sömu að- ilum og kæmu að sparnaðarátaki fyrii' fólk á aldrinum 50 til 60 ára, að- L ila á íjármagnsmarkaði, verðbréfa- 1 fýrirtækjum, bönkum og sparisjóð- ^ um, tryggingafélögum og lífeyi'is- I sjóðum til að leita samstarfs um að stórauka þjóðhagslegan sparnað og hvetja fólk til þess að hagnýta sér þá möguleika, sem um áramót yrðu mögulegir varðandi viðbótar lífeyris- sparnað. „Það mun verða mikið ábyrgðar- hlutverk sem fellur á herðar þessara aðila við það að gera þennan viðbót- i ar sparnað aðlaðandi og leiða fólki |i það fyrir sjónir að það borgi sig að ;• leggja til hliðar til viðbótar inn á líf- |i eyrissparnaðaiTeikninga til að njóta ávinningsins síðar,“ sagði hann.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.