Morgunblaðið - 25.11.1998, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
Afkoma Flugleiða á þriðja ársfiórðungi batnar
349 milljóna hagnaður
af reglulegri starfsemi
HAGNAÐUR af reglulegri starf-
semi Flugleiða og dótturfélaga eftir
skatta nam 349 milljónum króna
fyrstu níu mánuði ársins en var á
sama tíma í fyrra 127 milljónir
króna. Afkoman af reglulegri starf-
semi Flugleiða og dótturfélaga eftir
skatta batnar því um 222 milljónir
króna fyrstu níu mánuði ársins.
Hagnaður af heildarstarfseminni
fyrstu níu mánuði ársins minnkaði
um 35% frá sama tímabili í fyrra, er
339 milljónir króna en var á sama
tíma í fyrra 519 milljónir króna. A
samanburðartímabilinu í fyrra féll
til um 392 milljóna króna söluhagn-
aður, fyrst og fremst vegna flugvéla-
sölu. Ekki er sambærilegur sölu-
hagnaður í níu mánaða reiknings-
skilum fyrir þetta ár. Fyrstu sex
mánuði ársins nam tap Flugleiða
1.578 milljónum króna. Þannig að
mikill viðsnúningur hefur orðið á
rekstri félagsins frá birtingu sex
mánaða reikningsskila.
Hagnaður af rcglulegri starfsemi
samstæðunnar án skatta og óreglu-
legra liða á þriðja ársfjórðungi var
um 2.194 milljónir króna, sem er um
762 milljónum króna betri afkoma
en á sama tímabili í fyrra.
Samþykkt að
selja flugvél
Stjórn félagsins samþykkti í gær
samning sem gerður hefur verið um
sölu Boeing 737-400 flugvélar til
bandarískra aðila sem afhent verður
nýjum eiganda i desember. Aætlað-
ur 350 milljóna króna söluhagnaður
vegna hennar kemur til tekna á
fjórða ársfjórðungi.
Gert er ráð fyrh' að hagnaður
verði af heildarstarfsemi Flugleiða á
árinu vegna söluhagnaðar af flugvél-
inni. Að sögn Einars Sigurðssonar,
framkvæmdastjóra stefnumótunar-
og stjómunarsviðs Flugleiða, er út-
lit fyrir að afkoman verði betri í ár
en í fyrra en þá nam tap af reglu-
legri starfsemi félagins 693 milljón-
um króna eftir skatta. Segir hann að
samkvæmt spám félagsins sé gert
ráð fyrir að afkoman verði að
minnsta kosti 350 milljónum króna
betri en í fyrra og að reksturinn
verði réttum megin við núllið í ár.
I stað Boeing 737-400 flugvélar-
innar, sem verður seld fyrir áramót,
fær félagið nýja Boeing 757-200
flugvél í apríl á næsta ári, en samn-
ingur um kaup hennar var gerður
fyrir rúmu ári. Auk þessa hefur
stjórn Flugleiða samþykkt að breyta
Flugleiðir hf. ÆjSÍ Úr árshlutareikningi 30. sept. 1998 Samstæða Janúar - september
Rekstrarreikningur Muijómr kmna 1998 1997 Breyting
Rekstrartekjur 21.602 19.346 +12%
Rekstrargjöld 20.582 18.757 +10%
Rekstrarhagnaður án fjármagnsliða 1.020 589 +73%
Hrein fjármagnsgjöld 453 248 +83%
Hagnaður fyrir tekju- og eignarskatt 567 341 +66%
Hagn. af reglul. starfsemi eftir skatta 348 127 +274%
Hagnaður (tap) af sölu eigna (10) 392 -
Hagnaður tímabitsins 339 519 -35%
Efnahaqsreikningur 30. Sept.: 1998 1997 Breyting
Fastafjármunir 15.829 13.273 +19%
Veltuf jármunir 8.585 7.200 +19%
Eignir samtais 24.415 20.474 +19%
I Skuld/r oq eigið 16:1
Eigið fé 6.566 7.075 -7%
Skuidbindingar 428 553 -23%
Langtímaskuldir 9.657 6.662 +45%
Skammtímaskuldir 7.764 6.183 +26%
Skuldir og eigið fé samtals 24.415 20.474 +19%
Kennitölur og sjóðstreymi 1998 1997 Breyting
Veltuf járhlutfall 1,10 1,16
Eiginfjárhlutfall 0,27 0,35
Veltufé til rekstrar Milljónir króna 1.933 1.508 +28%
kauprétti tveggja Boeing 757-200
flugvéla í fastar pantanir og kemur
önnur flugvélin til félagsins í mars
árið 2000 og hin í mars árið 2003.
Flugleiðir eiga því í pöntun samtals
fímm Boeing 757 flugvélar á næstu
fimm árum. Ekki er gert ráð fyrir
að flugvélum fjölgi í flotanum á
næstu fjórum árum því stefnt er að
því að taka út úr rekstrinum Boeing
737-400 vélar.
Aðhaldsaðgerðir
að skila sér
í fréttatilkynningu frá Flugleið-
um segir Sigurður Helgason, for-
stjóri félagsins, að breyting sú til
batnaðar sem nú sést í rekstrinum
sé mjög ánægjuleg. Afkomubata á
þriðja ársfjórðungi megi rekja til
margra samverkandi þátta. „Við er-
um að sjá árangur af vinnu undan-
genginna missera. Félagið hefur
byggt upp alþjóðlegt leiðakei'fi í far-
þegaflugi milli landa, aukið tíðni og
bætt við nýjum leiðum. Leiðakerfið
hefur nú náð ákveðinni lágmarks-
stærð sem hefur styrkt stöðu Flug-
leiða á alþjóðamarkaðnum. Þessi
uppbygging hefur kostað sitt en við
erum nú að sjá árangur þess í vax-
andi farþegafjölda, betri samsetn-
ingu farþega og betri sætanýtingu.
Sætanýting nú í haust hefur til
dæmis verið óvenju góð. Þegar hall-
aði undan fæti í rekstrinum í fyrra-
vetur var gripið til ýmissa aðgerða
til lækkunar kostnaðar og hagræð-
ingar. Við erum að sjá árangur af
þeim aðgerðum skila sér og munum
sjá meira á næsta ári. Við höfum
sömuleiðis séð árangur af ýmsum
aðgerðum sem við höfum beitt á
sviði áhættustýringar," er haft eftir
Sigurði í fréttatilkynningu.
Eigið fé minnkar
Eigið fé Flugleiða eftir fyrstu níu
mánuði ársins var 6,6 milljarðar
króna en var 7,1 milljarður króna
eftir fyrstu níu mánuði síðasta árs.
Handbært fé frá rekstri fyrstu níu
Flutningasamningur varnarliðsins
Brot á milliríkja-
samningi?
SAMNINGUR flutningadeildar
bandaríska hersins við skipafélögin
Transatlantic Lines og Transatlantic
Iceland (Atlantsskip) um flutninga
fyrir varnarliðið á Keflavíkurflug-
velli, brýtur í bága við milliríkja-
samning íslands og Bandaríkjanna
frá 1986. Þetta er mat forsvarsmanna
Eimskipafélags íslands sem hafa
hafið lögsókn á hendur bandarískum
stjórnvöldum vestra vegna málsins.
Eins og komið hefur fram kveður
samningurinn á um að 65% flutning-
anna eigi að fela skipafélagi þeiirar
þjóðar sem leggur fram lægsta til-
boðið í útboði en 35% skulu koma í
hlut lægstbjóðanda frá hinu landinu.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins snýr athugasemd Eimskipa-
félagsins fyrst og fremst að því að
bæði félögin séu í raun og veru í
meirihlutaeigu bandaríska skipafé-
lagsins American Automar inc. en
Guðmundur Kjærnested, sem skráð-
ur er fyrir fyi-irtækjunum, eigi ein-
ungis 24,5% heildarhlut í samstæð-
unni og sé þ.a.l. einungis leppur fyrir
bandaríska félagið. Þannig hafi
American Automar með ólögmætum
hætti náð til sín öllum flutningum
fyi-ir varnarliðið á Keflavíkurflugvelli
sem sé skýlaust brot á ofangreindum
milliríkjasamningi.
Akveðið var að fara með málið fyr-
ir dómstóla í Bandaríkjunum og
krafðist Eimskip þess að lögbann
yrði sett á samninginn. Eftir að
þeirri kröfu var hafnað lagði Eimskip
málið fyrir almennan dómstól. Efnis-
leg meðferð málsins er enn ekki haf-
in og því Ijóst að niðurstöðu er varla
að vænta á næstu mánuðum.
Námskeið
í ATA-
Carnet
LANDSNEFND Alþjóða versl-
unarráðsins stendur fyrir nám-
skeiði um „ATA Carnet skír-
teini“ og notkun þeirra í útflutn-
ingi á morgun, fimmtudag.
Námskeiðið verður í fyrirlestra-
salnum Gallerí á Grand Hóteli
Reykjavík og stendur frá 8:30-
12.
r A námskeiðinu munu Birgir
Armannsson, lögfræðingur hjá
Verslunarráði íslands og Peter
Bishop, yfirmaður alþjóðavið-
skipta hjá Verslunarráðinu í
Lundúnum, (London Chamber
of Commerce and Industiy)
fjalla um grundvallaratriðin í
notkun ATA-Carnet skírteina.
Fjöldi þátttakenda er tak-
markaður. Skráning fer fram
hjá Landsnefnd Alþjóða versl-
unarráðsins í síma 510 7100,
netfang marEchamber.is.
mánuði ársins var 1,9 milljarðar
króna en var 1,4 milljarðar króna á
sama tímabili í fyrra. Handbært fé í
lok tímabilsins var nú 2,5 milljarðar
króna sem er nánast sama fjárhæð
og á sama tíma 1997. Mestu breyt-
ingar í sjóðstreymi eru þær að á
fyrstu níu mánuðum þessa árs tók
félagið 4,1 milljarðs króna lán til
kaupa á nýrri Boeing 757-200 flug-
vél. A síðasta ári seldi félagið hins
vegar Boeing 737-400 flugvél fyrh'
liðlega 2,6 milljarða króna og notaði
féð að mestu til greiðslu langtíma-
lána.
Að sögn Eiríks Jenssonar í grein-
ingardeild Kaupþings, er afkoma
Flugleiða fyrstu níu mánuði ársins
ágæt en samt sem áður sé hagnaður
félagsins minni en vonir stóðu til að
mynda er lítill sem enginn hagnaður
af rekstri félagsins í september
þrátt fyrir ágætis skilyrði. Ánægju-
legt sé að Flugleiðir séu að endur-
nýja flugvélaflotann og kaupa fjár-
festingar til þess að auka tekjurnar í
framtíðinni.
Talsverð viðskipti voru með bréf
Flugleiða á Verðbréfaþingi íslands í
gær, eða fyrir 62 milljónir króna.
Síðustu viðskipti voru á genginu
3,26 sem er 0,6% lækkun frá síðasta
viðskiptadegi. Gengið fór hæst í 3,43
og lægst í 3,15 í viðskiptum með bréf
félagsins á Verðbréfaþingi í gær.
Þarf að hraða
aðhaldsaðgerðum
Heiðar Guðjónsson, verðbréfa-
miðlari hjá viðskiptastofu Islands-
banka, segh' að uppgjörið sé mjög
svipað og markaðurinn hafi búist
við eins og viðskipti á Verðbréfa-
þingi í gær sýndu, þ.e. mikil við-
skipti en lítil breyting á gengi bréf-
anna. Heiðar segir að greinilegt sé
að endurskipulagning á rekstri og
aðhaldsaðgerðir hafi skilað árangri
en enn megi bæta ýmislegt. „Þrátt
fyrir að félagið sé með 348 milljóna
króna hagnað af reglulegri starf-
semi eftir fyrstu níu mánuði ársins
verður tap á árinu og hagnaður af
sölu flugvélar breytir litlu í viðhorfi
fjárfesta til félagsins. Það sem
menn horfa á er hagnaður af reglu-
legri starfsemi. Rekstrarumhverfi
flugfélaga er með hagstæðasta móti
eins og sést á afkomu erlendra flug-
félaga. Þess vegna þurfa Flugleiðir
að hraða sem mest sínum hagræð-
ingaraðgerðum þar sem veður skip-
ast fljótt í lofti í þessari atvinnu-
grein,“ segir Heiðar.
Stuðull
Engar
viðræður
um kaup
á Nóatúni
VE RSLUNARKEÐ JAN
10-11 var í síðasta mánuði
seld Kaupfélagi Eyfirðinga.
Aður en formlega var búið að
ganga frá kaupunum hætti Ei-
ríkur Sigurðsson, eigandi
keðjunnar, við að selja KEA
10-11 verslunarkeðjuna.
Sögusagnir hafa verið um að
KEA sé í samningaviðræðum
um kaup á Nóatúnskeðjunni
en að sögn Eiríks Jóhannsson-
ar, kaupfélagsstjóra Kaupfé-
lags Eyfirðinga, er ekkert
hæft í þeim sögum.
XXX Millifyrirsögn á tveim
hæðumXXXXX
Samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins gerði Kaupfé-
lag Eyfirðinga samning um
kaup á verslunarkeðjunni
10-11 af Eiríki Sigurðssyni í
síðasta mánuði. Var kaupverð-
ið um 900 milljónir króna. Áð-
ur en gengið hafði verið end-
anlega frá kaupunum hætti
Eiríkur Sigurðsson skyndi-
lega við að selja KEA verslun-
arkeðjuna. I síðustu viku var
síðan gengið frá sölu á 70%
hlut í Vöruveltunni hf., rekstr-
arfélagi 10-11-verslunarkeðj-
unnar með milligöngu Islands-
banka. Kaupendur voru Eign-
arhaldsfélagið Alþýðubankinn
hf., Landsbréf hf., Lífeyris-
sjóðurinn Lífiðn auk nokkuira
fyrirtækja sem ekki eru á
matvörumarkaði. Einnig tók
Islandsbanki að sér sölu á 5%
eignarhlut til viðbótar á al-
mennum markaði í dreifðri
sölu. Hjónin Eiríkur Sigurðs-
son og Helga Gísladóttir eiga
áfram 25% hlut í fyrirtækinu.
XXX Millifyrirsögn XXX
Ekki hefur verið gefið upp
hvert kaupverðið var en get-
gátur eru um að það hafi verið
tæplega 1.500 milljónii- króna.
Að sögn Eiríks Jóhannssonar,
kaupfélagsstjóra KEA, mun
félagið ekkert aðhafast í mál-
inu. „En ljóst er að þegar verð
keðjunnar hækkar jafnmikið
og raun ber vitni spyr maður
sig að því hverjir borgi mis-
muninn og óneitanlega hvarfl-
ar hugurinn til neytenda.“
Plastprent hf. og Plastos umbúðir hf.
Arangurslausar sam-
einingarviðræður
PLASTPRENT hf. og Plastos um-
búðir hf. hafa átt í samningaviðræð-
um, með milligöngu íslandsbanka,
um kaup Plastprents á ráðandi hlut
í Plastosi með það að markmiði að
sameina félögin. Þetta kemur fram í
yfirlýsingu frá Plastprenti.
í yfirlýsingunni kemur fram að
sögur af hugsanlegi'i sameiningu
hafi leitt til þess að lokað var fyrir
viðskipti með hlutabréf í Plast-
prenti hf. í fyrradag.
í yfirlýsingunni segir orðrétt. „í
haust voru fyrir milligöngu íslands-
banka hf. kannaðir möguleikar á
kaupum á ráðandi hlut í Plastos um-
búðum hf. með það að markmiði að
sameina síðan félögin. Viðræðum
þessum lauk án niðm’stöðu fyrir um
tveimur vikum.
Síðastliðinn föstudag var málið
tekið upp að nýju og gerði íslands-
banki hf. þá aðilum tilboð með það
að markmiði að sameina félögin. Að
mati Plastprents hf. var tilboðið
óaðgengilegt og var því ekki tekið,“
segir í yfirlýsingunni.
Eins og fram hefur komið í Morg-
unblaðinu hefur rekstur fyrirtækj-
anna beggja ekki gengið sem skyldi
að undanförnu.
Sagði Eysteinn Helgason fram-
kvæmdastjói'i Plastprents í samtali
við Morgunblaðið nýlega að samein-
ing umbúðafyrirtækja væri ekki
ólíkleg í framtíðinni, og gæti skilað
samkeppnishæfari rekstrareiningu.
Hvorki hann né Sigurður Odds-
son, framkvæmdastjóri og einn eig-
enda Plastos umbúða hf., vildu tjá
sig um málið, er Morgunblaðið hafði
samband við þá í gær.