Morgunblaðið - 25.11.1998, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 1998 19
Dauði Starovojtovu kann að marka þáttaskil
Lýðræðisumbæt-
urnar sagðar í hættu
Hvalveiðiflotinn
líklega heim
Tókýó. Reuters.
LIKLEGT þykir að japanski hval-
veiðiflotinn verði kallaður heim úr
Suðurhöfum eftir að kviknaði í
einu skipanna. Sagði talsmaður
eigenda að enn væri verið að
skoða alla kosti í stöðunni en að
allt benti til að ekki yrði um frek-
ari hvalveiðar að ræða á þessu
fískveiðiári.
Astæða þess að allur flotinn,
sem er fimm hvalveiðiskip, verður
líklega kallaður heim er sú að
skipið sem skemmdist í eldinum
er hið eina sem útbúið er nauðsyn-
legum tækjakosti svo hægt sé að
gera að hvalkjötinu.
Flotinn var á leið í Suðurhöf
tólfta árið í röð þrátt fyrir að Al-
þjóðahvalveiðiráðið, IWC, hafi ít-
rekað farið fram á það við Japani
að þeir hættu hvalveiðum sínum
þar. Japanir hafa stundað hvalveið-
ar í vísindatilgangi frá 1987 eftir að
IWC setti bann við hvalveiðum í
viðskiptatilgangi. Ratar hvalkjötið
þá ekki upp á borð japanskra neyt-
enda fyrr en eftir að vísindamenn
hafa rannsakað skepnuna.
Reuters
Nýr forseti
Líbanons
NÝR forseti Libanons, Einile La-
houd, tók við embætti í gær af
Elias Hrawi sem gegnt hefur
forsetaembættinu frá árinu
1990. Lahoud er fyrrverandi yf-
irmaður herafla landsins og nýt-
ur hann stuðnings Sýrlendinga
sem fara með utanríkismál Líb-
ana og hafa 35.000 manna her-
afla í landinu. Lahoud var kjör-
inn á líbanska þinginu og í inn-
setningarræðu sinni í gær hét
hann aukinni áherslu á lög og
reglu í landinu.
Hrawi, t.h., óskar hér eftir-
manni si'num til hamingju.
Moskvu. Reuters.
MORÐIÐ á rássnesku þingkon-
unni Galínu Starovojtovu hefur
beint athyglinni enn einu sinni að
þeirri óvissu sem ríkir í rússnesk-
um stjómmálum og hve spillingin
og ofbeldið hefur sett mark sitt á
þau. Nú spyrja Rússar sjálfa sig
hvert stefni, sjö ámm eftir hran
Sovétríkjanna, og er víst að margir
era uggandi um ástandið, ekki síst
vegna veikinda Borísar Jeltsíns
forseta, sem virðist ekki hafa þann
styrk til að bera sem þarf til að
takast á við aðsteðjandi vanda.
„Enginn bjóst við því að leiðin til
frelsins yrði svo illfær eða að svo
mikið hugrekki þyrfti til að halda
baráttunni áfram og til að veita
hugsjónum okkar bakhjarl,“ sagði
Vladimír Lúkín, þekktur frjáls-
hyggjumaður, við útfor St-
arovojovu í gær.
Efnahagurinn er í rúst, gjáin á
milli kommúnista og frjálshyggju-
manna er dýpri en nokkru sinni,
trúin á dómsmálayfirvöld er horfin
og þrýstingurinn á Jeltsín að láta
af embætti fyrir árið 2000 eykst
Ráðgjafi Schröders
segir getu Jeltsíns
til að sinna emb-
ættinu takmarkaða
enn. Ekki bætir úr skák að ekki er
um marga eða góða kosti að ræða
þegar rætt er um eftirmann forset-
ans og trúin á stjórnvöld minnkaði
enn vegna nýlegrar deilu um kyn-
þáttafordóma þingmanns eins en
stjórnin lét undir höfuð leggjast að
víta hann þrátt fyrir mikinn þrýst-
ing.
Marína Salje, dálkahöfundur í
Nezavisimaja Gazeta talaði fyrir
munn margra er hún lýsti myrkri
framtíðarsýn. „Morðið á Galínu St-
arovojtovu er ... upphafið á fjölda-
árás á það sem eftir er af lýðræð-
isumbótunum sem ekki hefur verið
lokið við.“ Margir lýðræðissinnar
og frjálshyggjumenn óttast að lýð-
ræðisumbæturnar sem gerðar hafa
verið frá árinu 1991 og fólkið sem
KRAKKAR!
MUNIÐ EFTIR OKKUR
TANNIOGTÚPA
Öll Lionsdagatöl eru merkt:
Þeim fylgir límmiði með Tanna og Túpu og tannkremstúpa.
Allur hagnaður rennur til líknarmála.
staðið hefur að þeim, sé í hættu og
að enginn muni koma þeim til
varnar.
I upphafi áratugarins vora mikl-
ar vonir bundnar við Jeltsín en sjö
ára seta hans á valdastóli hefur
ekki fært Rússum þá hagsæld eða
þann styrk sem þeir vonuðust eftir.
Verðbólga er á hraðri uppleið, iðn-
aðarframleiðsla hefur dregist sam-
an, einkavæðingin virðist fyrst og
fremst hafa nýst þeim sem áttu
nóg fyrir og spilling er gríðarleg.
Leigumorð eru daglegt brauð og
sjaldnast tekst að hafa uppi á
morðingjunum.
Valdatóm og sljórnleysi
Veikindi Jeltsíns, átök við þingið
þar sem andstæðingar hans eru í
meirihluta og umdeildar ákvarðan-
ir, t.d. sú að ráðast til atlögu gegn
uppreisnarmönnum í Tsjetsjníju,
hafa dregið stórlega úr völdum
hans og þess í stað hefur myndast
valdatóm, þar sem stjómleysi ríkir.
„Morðið á Galínu Starovojtovu er
hörmulegt dæmi um skort á stjóm
í þessu landi," sagði í Kommersant
í gær.
Völdin hafa að miklu leyti færst
yfir á hendur forsætisráðherrans,
Jevgenís Prímakovs en margir hafa
Reuters
FJOLDI fyrrverandi og núverandi frammánianna í rússneskum
stjórnmálum var viðstaddur útför þingkonunnar Galínu Staro-
vojtovu í gær. F.v.: Vladimír Lúkín, sem flutti ávarp við útförina,
Sergei Tsiplíajev, fulltrúi forsetans, Anatólí Tsjúbajs, fyrrverandi
aðstoðarforsætisráðherra, Jegor Gajdar, fyrrverandi forsætisráð-
herra og Borís Nemtsov, fyrrverandi aðstoðarforsætisráðherra.
lýst efasemdum um að hann muni
styrkja lýðræðið í Rússlandi, þótt
flestir telji hann geta komið á meiri
stöðugleika en nú sé til staðar.
Hins vegar er Jeltsín enn við
völd að nafninu til og þrjóskast við
að halda þeim. Gúnther
Verheugen, einn helsti ráðgjafi
Gerhards Schröders Þýska-
landskanslara, sem hitti Jeltsín
fyrir skömmu, sagðist í gær telja
að geta Jeltsíns til að sinna emb-
ættisskyldum sínum væri „afar
takmörkuð" og að nær öll stjóm-
málaumræða í Rússlandi snerist
um spurninguna hvenær Jeltsín-
skeiðinu lyki og hvað tæki við.
Lýðræðissinnar
sameinist
En þrátt fyrir myi-ka framtíðar-
sýn vonast frjálslyndh- og lýðræð-
issinnaðir Rússar til þess að dauði
Starovojtovu muni marka tímamót.
Skorað hefur verið á umbótasinna,
lýðræðissinna og frjálslynda
stjómmálamenn að láta af deilum
sínum og sameinast gegn kommún-
istum og þjóðernissinnum. Sú virð-
ist þegar hafa orðið raunin í heima-
borg Starovojtovu, St. Pétursborg,
þar sem þessir hópar hafa ákveðið
að sameinast um einn frambjóð-
anda.
eru komin á alla
útsölustaði