Morgunblaðið - 25.11.1998, Blaðsíða 21
MORGUNB L AÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 1998 21
ERLENT
Forsætisráðherra Ungverjalands væntir þess að landið fái aðild að ESB árið 2002
Vín. Reuters.
VIKTOR Orban, forsætísráðherra
Ungverjalands, sagði í blaðaviðtali
sem birt var í gær að það væri
„móðgandi" og „niðurlægjandi" að
Evrópusambandið skuli ekM vera til-
búið til að tilgreina neinn ákveðinn
tímaramma fyrir inngöngu Mið- og
Austiu’-Evrópuríkjanna í sambandið.
„Astandið er óþægilegt," tjáði
Orban austurríska tímaritinu
Format. „Petta er að sumu leyti
móðgandi fyrir sjálfsvirðingu þjóð-
anna í Mið- og Austur-Evrópu. Ég
get fullyrt þetta fyrir hönd Ung-
verjalands. Þetta móðgar okkur
vegna þess að Vestur-Evrópa setur
nýjar og nýjar dagsetningar," sagði
hann.
Orban sagðist vænta þess að Ung-
Telur tafír á inn-
göngu „móðgandi“
frá því að vera eins vel búin undir
aðild eins og Ungverjaland, Pólland
og Tékkland eru núna,“ sagði
Orban.
Schussel segir umsóknarríkin
ráða hve hratt er farið
verjaland - sem
ásamt Póllandi,
Tékklandi, Slóv-
eníu, Eistlandi og
Kýpur hóf í ár að-
ildarviðræður
„fyrir alvöru" -
gæti gengið í ESB
árið 2002.
„Við uppfyllum aðildarskilyrðin.
Og ef við gerum það, er innganga
það minnsta sem við höfum kröfu
til,“ sagði for-
sætisráðherr-
ann. Hann sakar
ESB um að beita
mismunandi
mælikvörðum á
þau ríki sem nú
bíða aðildar en
þegar Suður-
Evrópuríkjunum Grikklandi, Spáni
og Portúgal var veitt innganga.
„Þessi ríki voru sannarlega langt
Wolfgang Schússel, utanríkisráð-
herra Austurríkis, sem um þessar
mundir fer með formennsku í ráð-
herraráði ESB, tjáði fréttamönnum
á ráðstefnu samstarfsráðs þjóðþinga
ESB-landanna og Evrópuþingsins
(COSAC) í Vín á mánudag, að um-
sóknarríkin sjálf ákveði hve hratt
þeim gangi að gerast aðilar að ESB.
Fulltrúar frá þingum Mið- og Aust-
ur-EvrópuiTkjunum, auk Kýpur,
tóku einnig þátt í fundinum í Vín.
i
Alnæmis-
smituðum
fjölgar
um 10%
AÆTLAD er að alnæmissmit-
uðum fjölgi um 10% á árinu og
helmingur þeirra sem smituð-
ust af HlV-veirunni í ár er
yngri en 24 ára, að sögn
UNAIDS, stofnunar sem Sa-
meinuðu þjóðirnar komu á fót
til að berjast gegn útbreiðslu
alnæmis. Stofnunin áætlar að á
hveri'i mínútu smitist 11
manns af veirunni sem veldur
alnæmi. Alls hafa 33,4 milljónir
manna smitast, þar af rúmlega
95% í þróunarlöndunum.
Frakkar vilja
fá Pinochet
FRANSKUR rannsóknardóm-
ari gaf i gær út beiðni um hand-
töku Augustos Pinochets, íyrr-
verandi einræðisheiTa í Chile, í
þetta sinn vegna hvarfs fransks
læknis Salvadors Allendes, fyrr-
verandi forseta landsins, og
annars Frakka. Dómarinn gaf
út samskonar beiðni fyrir hálf-
um mánuði vegna hvarfs
þriggja annarra Frakka í Chile
á valdatíma Pinochets. Lávarða-
deild breska þingsins, æðsta
dómstig Bretlands, kveður í dag
upp úrskurð um hvort verða eigi
við beiðni um að Pinochet verði
framseldm- til Spánar.
Kjarnorku-
samningi rift?
NORÐUR-Kóreumenn hótuðu
í gær að rifta kjarnorkusamn-
ingi við Bandaríkjastjórn vegna
ásakana hennar um að þeir
kynnu að hafa smíðað neðan-
j arð arkj arn o rku ver á laun.
Samkvæmt samningnum eiga
Bandaríkjamenn að sjá Norð-
ur-Kóreumönnum fyrir tveim-
ur kjarnakljúfum, sem ekki er
hægt að nota til að framleiða
kjarnavopn, gegn því að þeir
hætti við kjarnorkuáætlun sína.
Kovac í for-
setaframboð
MICHAL Kovac, síðasti for-
seti Slóvakíu, kvaðst í gær ætla
að gefa kost á sér í forseta-
kosningunum, sem ráðgerðar
eru á næsta ári. Slóvakía hefur
verið án þjóðhöfðingja frá 2.
mars þegar kjörtímabili Kovac
lauk vegna sundrungar á þing-
inu á síðustu mánuðum valda-
tíma Vladímírs Meciars, fyrr-
verandi forsætisráðherra og
erkifjanda Kovacs.
Þú qetur komið
miklu i lipran bil
Allir kostir við íjármögnun eru fyrir hendi, þ.á.m. rekstrarleiga.
Nýttu þér þjónustu sölumanna okkar við að finna rétta bílinn
og útbúa hann eftir þínu höfði.
Ford Fiesta Courier
Verð 998.000 kr. án vsk.
Brimborg-Þórshamar
Tryggyabraut 5, Akureyri
sími 462 2700
Bíley Betri bílasalan Bílasala Kefiavíkur
Búðareyri 33, Reyðarfirði Hrísmýri 2a, Selfossi Hafnargötu 90, Keflavík
sími 474 1453 sími 482 3100 sími 421 4444
Tvisturinn
Faxastíg 36, Vestmannaeyjum
sími 481 3141
BRIMBORG
FAXAFENI 8 • SÍMI 515 7010
Ford sendibílar af minni gerðinni sameina mikið flutningsrými
og sérlega mikla burðargetu. Öryggi ökumanns, þægilegt
vinnuumhverfi og hagkvæmni í rekstri sitja í fýrirrúmi.