Morgunblaðið - 25.11.1998, Qupperneq 26
26 MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 1998
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Kvikmyndir
á mbl.is
www.mbl.is
Á mbl.is er að finna flest það sem tengist kvikmyndum og
myndböndum. Nýjustu myndirnar í kvikmyndahúsunum,
væntanlegar myndir, myndbönd, kvikmyndir í sjónvarp-
inu, stjörnugjöf og margt fleira.
TRÍÓ Gítar Islancio, f.v. Björn Thoroddsen,
Gunnar Þórðarson og Jón Rafnsson.
Gítar Islancio á
Háskólatónleikum
Á HÁSKÓLATÓNLEIKUM í
Norræna húsinu í dag kl. 12.30,
leikur Gítar Islancio tríóið.
Tríóið skipa þeir Björn
Thoroddsen og Gunnar Þórðar-
son á gítar og Jón Rafnsson á
kontrabassa.
Gítar Islancio er nýstofnað
tríó og flytur gítartónlist 20.
aldarinnar. Á dagskrá Há-
skólatónleikanna verða lög eftir
Django Reinhardt, Chick Corea
og Björn Thoroddsen.
Verð aðgöngumiða er 400 kr.
Ókeypis fyrir handhafa stúd-
entaskirteina.
Stdrgrýttur hryll-
ingur á Húsavík
LEIKLIST
Piramus og Þispa,
leikfélag framliahls-
skólans á llúsavfk
ROCKY HORROR
Leikstjóri: Oddur Bjarni Þorkelsson.
Tónlist: Borgar Þórarinsson. Höfund-
ur: Richard O’Brien. Þýðandi: Vetur-
liði Guðnason. Sýningarsfjóri: Guðný
Guðmundsdóttir. Söngstjórn: Ásta
Magnúsdóttir. Leikendur: Kristján
Þór Magnússon, Ásmundur Gislason,
Pétur Pétursson, Rakel Hafliðadóttir,
Óli Árnason, Þóra Hjaltadóttir, Anna
Jónsdóttir, Jóhann Gunnarsson,
Hjálmar Hafliðason, Ingólfur Páls-
son, Guðrún Hannesdóttir, Anna Sig-
urvinsdóttir, Elsa Jakobsdóttir,
Kristinn Haukur Guðnason o.fl. Sýn-
ing í leikhúsinu Húsavík, föstudaginn
20. nóvember.
HÚSVÍKINGAR eiga orðið svo
langa leikhúshefð að áhrifa félags-
legs darwinisma er farið að gæta
með unga fólkinu í bænum: Það er
eins og leiklistin sé því í blóð borin. í
framhaldsskólanum á Húsavík hefur
verið starfandi leikfélag síðan 1989
og þótt sumir nemendur þar hafi
stigið á fjalirnar í sýningum Leikfé-
lags Húsavíkur og gert stormandi
lukku, þá er það í Rocky Horror sem
MARAÞON
fjölvítamín
Vítamín og steinefni fyrir
íþrótta- og athafnafólk
þau bera hitann og þungann af upp-
setningunni sjálf. Það verður að telj-
ast vel af sér vikið og rúmlega það að
koma svona söngleik á fjalirnar í
skóla sem telur aðeins 160 nemend-
ur. Maður hefði haldið að þyrfti einn
af fjölmennu skólunum á Reykjavík-
ursvæðinu til að geta gert Rocky góð
skil.
En öðru nær. Leikstjórinn, Oddur
Bjarni Þorkelsson, hefur augsýni-
lega náð góðu samstarfí við hópinn,
og honum tekst að ná hnökralitlu
flæði í framvindu leiksins og með
góðri fórðun, lýsingu og búningagerð
tekst að skapa eggjandi og dularfullt
andrúmsloft í sýningunni. Þá hefur
hann, í samvinnu við leikhópinn, náð
einföldum og áhrifaríkum lausnum í
sviðsetningunni og nýtir lítið rými
hugvitsamlega. Rocky Horror er
þannig verk að það stendur og fellur
með frammistöðu aðalpersónunnar,
sem ber það kynduga heiti Frank
N’Furter. Kristján Þór Magnússon,
formaður leikfélagsins P&Þ, stendur
sig afbragðsvel í þessu hlutverki.
Sjálfstraustið lýsir af honum og
smitar út frá sér, röddin er góð og
styrk og framkoman öll ögrandi og
tælandi. Þetta er mikill leiksigur fyr-
ir Kristján.
Aðrir leikarar og söngvarar
standa sig einnig vel, þótt þeir hafi
úr minna að moða, og vil ég þar helst
nefna Ásmund Gíslason, sem sýndi
skemmtilega takta og þau Rakel
Dögg Hafliðadóttur og Pétur Veigar
Pétursson. Það er sannarlega
ánægjuefni fyrir Leikhúsið á Húsa-
vík (og áhorfendur alla í Þingeyjar-
sýslum) að vita til þess að þetta unga
fólk er að vaxa úr grasi til að taka við
kyndlinum þar þegar þar að kemur.
Svo er nú ekki verra að þetta leik-
félag, Piramus og Þispa, er ekkert á
því að geispa golunni. í leikskrá
stendur með feitu letri: Þetta leikfé-
lag er komið til að vera!
Guðbrandur Gíslason
H0TEL SKJALDBR