Morgunblaðið - 25.11.1998, Síða 27

Morgunblaðið - 25.11.1998, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 1998 27 LISTIR Píslarsaga heilags Jakobs í menningarborgunum níu Morgunblaðið/Ásdís BURKARD Wehner og Maciej Kazinski skoða handrit Þorlákstíða í Árnastofnun. TÓNLISTIN úr Codex Calixtinus, einu elsta tónlistarhandriti sinnar tegundar sem til er og varðveitt er í dómkirkjunni í Santiago de Compostella, verður flutt í Reykja- vík og hinum menningarborgunum átta árið 2000. Verkið fjallar um líf og píslarsögu heilags Jakobs. Fjórir til sex einsöngvarar flytja tónlistina ásamt stórum karla- eða drengja- kórum, sem æfðir verða á hverjum stað fyi-ir sig. Hér er um að ræða eitt af hinum níu stóru samstarfsverkefnum menningarborganna, framiag Rra- kow í Póllandi, en þema borgarinnar í samstarfinu er einmitt tengsl trúar og menningar. Framkvæmdastjóri verkefnisins er Pólverjinn Maciej Kazinski og listrænn stjórnandi er Burkard Wehner frá Þýskalandi. Þeir komu hingað til lands fyiár skömmu til viðræðna við stjórnend- ur menningarborgarinnar og Rristnihátíðar en kristnihátíðar- nefnd tekur þátt í verkefninu með menningarborginni. Þeir skoðuðu einnig kirkjur og ræddu við nokkra íslenska tónlistarmenn en ekki hefur verið ákveðið endanlega hverjir munu taka þátt í dagskránni hér á landi. Verkið verður væntanlega flutt í Reykjavík snemma vors árið 2000, hugsanlega fyrstri menningar- borganna, og héðan verður haldið til Spánar, þar sem verkið verður flutt í hinni fornfrægu dómkirkju í Santi- ago de Compostella 10. maí. Frásögn Calixtusar páfa af lífi og píslarsögu heilags Jakobs Handritið Codex Calixtinus, sem er einnig þekkt undir nafninu Liber Sancti Jacobi, var skrifað um miðja tólftu öld og höfundur þess, a.m.k. að hluta, er talinn hafa verið Calixt- us páfi, en í því segir frá lífi og písl- arsögu heilags Jakobs, kraftaverk- um og pílagrímaferðum. Tónlistin er sérstök fyrir það að vera tveggja radda, sem ekki var daglegt brauð á þeim tíma sem hún var samin. Handritið er vel varðveitt og hefur Burkard Wehner valið úr því og sett saman dagskrána og mun hann einnig sjá um að æfa söngvarana. Hann vinnur að rannsóknum á evr- ópskri miðaldatónlist, auk þess sem hann syngur og stendur fyrir flutn- ingi á þess háttar tónlist og kennir á námskeiðum. Félagi hans og for- sprakki verkefnisins, Maciej Kazinski, mun syngja með í kórnum en Wehner er ennfremur einn ein- söngvaranna. Hinir einsöngvararnir eru sérstaklega þjálfaðir í flutningi miðaldatónlistar og eru allir vel þekktir í heimalöndum sínum. Wehner segir þá vera valda með til- liti til þess að hver þeirra búi yfir sérstakri þekkingu á miðaldasöng- hefð sinnar þjóðar. Þeir eru frá Grikklandi, Frakklandi og Korsíku. Auk þeirra hefur verið vahnn til þátttöku ungur drengur frá Poznan í Póllandi, sem nú er sjö ára gamall en verður orðinn níu ára þegar að tónleikunum kemur. Með þeim syngur sem áður sagði stór karla- kór, allt að 50 menn, og jafnvel einnig minni sönghópur. Sungið verður á þremur tungumálum; lat- ínu, grísku og hebresku. Fyrirmynd Þorlákstíða? Meðan á íslandsheimsókn Wehners og Kazinskis stóð notuðu þeir tækifærið og skoðuðu gömul ís- lensk tónlistarhandrit í Árnastofn- un. Þeim þótti afar áhugavert að sjá þar handrit Þorlákstíða. „Við komumst að því að snemma á þrett- ándu öld fóru nokkrir Islendingar í pílagrímsferð til Santiago de Compostella. Kannski hefur Liber Sancti Jacobi verið fyrirmynd hinna íslensku Þorlákstíða, sem eru samd- ar um 150 árum síðar. Verkið var mjög frægt á miðöldum og það voru til yfir 50 útgáfur af þvi. Sú sem við munum flytja er sú sem íslensku pílagn'marnir gætu hafa heyrt í Santiago fyrir 850 árum. Þegar þeir komu heim til íslands aftur getur maður ímyndað sér að þeir hafi sagt „Hlustið á það sem við heyrðum," og raulað eftir minni það sem þeir hlýddu á í Santiago," segir Burkard Wehner. Maciej Kazinski segir það hafa komið þeim á óvart hversu þekktur heilagur Jakob var hér á landi. „Við vissum ekki að Jakob var mjög vin- sæll dýrlingur á íslandi og píslar- saga hans vel þekkt og meira að segja til skrifuð á íslensku,“ segir hann. „Jakob var fiskimaður, kannski er það ein ástæða jiess að hann var svo vinsæll hér á Islandi," bætir Wehner við. Morgunblaðið /Hulda Stefánsdóttir GUÐRÚN Kristjánsdóttir við eitt af verkum sínum sem nú eru til sýnis í Galleríi Luise Ross í New York. Guðrún Kristjáns- dóttir sýnir NewYork New York. Morgunblaðið. MYNDLISTARKONAN Guðrún Kristjánsdóttir opnaði sína fyrstu einkasýningu í New York-borg sl. fimmtudag, 19. nóvember. Banda- ríski galleríeigandinn Luise Ross sótti Island heim fyrir nokkrum árum og komst þá í kynni við verk Guðrúnar. I kjölfarið óskaði hún eftir að selja upp sýningu með verkum listakonunnar í galleríi sínu í Soho-hverfi. Sýningin, sem nefnist Islenskt landslag, stendur yfir til 9. janúar á næsta ári. „Ástæðan fyrir vali mínu er ein- föld. Að rnínu áliti er Guðrún mjög góður listmálari og þess vegna eiga verk hennar erindi í gallerí mitt,“ segir Luise Ross, aðspurð að því hvers vegna hún iiafi sóst eftir að selja upp sýningu með verkum Guðrúnar. „Það er þessi andlega sýn hennar á náttúruna sem hrífur mig. Verk hennar eru á mörkum þess að vera greinanleg fyrirbrigði og þess að vera óhlut- bundnar abstraktsjónir." Luise hefur getið sér gott orð í galleríheimi borgarinnar fyrir sýningar á verkum ólærðra lista- manna og voru það slíkar fyrir- ætlanir sem báru hana til íslands fyrir nokkrum árum. í framhald- inu setti hún upp sýningu á verk- um þriggja ólærðra íslenskra list- málara; Óskars Jónssonar, Egg- erts Magnússonar og Þórðar Valdimarssonar. Þetta er því önn- ur sýning hennar á verkuin ís- lenskra listinálara í New York og verkin gætu vart verið ólíkari. Hluti inálverkanna á sýning- unni eru úr sýningum á verkum Guðrúnar sem nýverið lauk í Samtímalistasafninu f Seattle og í Norræna listasafninu, Nordic Heritage Museum, í sömu borg. Þar hafði Guðrún dvalið um mán- aðarbil í sumar sem gestakennari hjá listaskólanum PRATT Institu- te. Á sýningunni í New York eru einnig nýrri málverk sem ekki hafa verið sýnd aður. Viðfangsefni Guðrúnar eiu ís- lensku íjöllin. Frá því að skoða út- h'nur fjallanna úr fjarlægð í verk- um þar sem allur sjóndeildar- hringurinn var lagður undir, „leikur að hugmyndinni um íjar- lægðina sem gerir allt blátt, og mennina líka,“ eins og Guðrún orðar það, hefur listakonan í nýrri verkum sínum einnig fært sig nær viðfangsefninu. Rýnt er í snjórákir fjallshlíðarinnar og hvert grjót og hver glufa gaumgæfð. Þokan livfl- ir yfir hlíðinni og ljáir henni dulúðugan blæ. „Það að rýna í náttúruna finnst mér samsvara því að rýna inn í sjálfan sig,“ segir Guðrún. „Segja má að þetta séu einhverskonar vangaveltur inn á við, hugleiðingar um okkur sjálf." ENNAR VAR HANDTEKINN í Ruzomberok

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.