Morgunblaðið - 25.11.1998, Síða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 1998
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Snorrastofa
Fyrirlestur um
bókmenntir og
bændamenn-
ingu
VIÐAR Hreinsson, bókmenntafræð-
ingur og kennari við Háskóla Is-
lands, mun halda fyrirlestur á vegum
Snorrastofu
fimmtudaginn 26.
nóvember kl. 21,
í sal Reykholts-
safnaðar í kjall-
ara Reykholts-
kirkju. Fyrirlest-
urinn nefnist
„Bókmenntir í
öskustó. Hugleið-
ingar um kolbíta
fomsagnanna og
bókelska almúgamenn.“ Viðar mun
fjalla um menningu og bókmenntir í
bændasamfélagi fyrri alda. Hann
spyr m.a. hvort uppsteytur kolbít-
anna fornu geti verið kveikja að
gagmýnum hugsunarhætti ýmissa
sjálfmenntaðra almúgamanna, allt
frá Jóni lærða til Stephans G. Steph-
anssonar.
Viðar lauk prófi í bókmenntafræði
frá Háskólanum í Kaupmannahöfn
árið 1989. Hann hefur m.a. stundað
rannsóknir á fornaldarsögum Norð-
urlanda, íslendingasögum eins t.d.
Eglu og Grettlu, og Jóni lærða. Að
undanfórnu hefur hann unnið að rit-
un ævisögu Stephans G., rannsókn-
arverkefninu „Endurmat á sagna-
gerð 14. aldar“ ásamt því að kenna
bókmenntir á magisters-stigi við ís-
lenskuskor Háskóla Islands.
Fyrirlestur Viðars er liður í röð
fyrirlestra sem nefndir eru „Fyrir-
lestrar í héraði“, en Snorrastofa mun
standa fyrir þessum fyrirlestrum
einu sinni í mánuði fram á næsta
sumar.
Aðgangseyrir að þessum samkom-
um verður 400 kr.
-----------------
■ FRANSKA nútímatónskáldið
Gerard Grisey lést fyrir skömmu í
París úr heilablóðfalli, 52 ára að
aldri. Grisey stundaði tónlistamám í
Trossingen í Þýskalandi og síðar í
virtum tónlistarkennaraskólum í
París. Þá lagði Grisey stund á
hljómfræði þar í borg. Hann var eitt
af fyrstu tónskáldunum sem starfaði
við rannsóknarmiðstöð í hljómfræði
og tónlist. Þekktustu verk Griseys
eru „Modulations" frá 1977, „Jour
Contre Jour“ frá 1979 og „Stele“ frá
1995.
m/rrír rrí
Tilboð baðherbergissett!
Kr. 25.000,- stgr.
Handlaug á vegg.
Stærð 55 x 43 cm
Ath. öll hreinlætis-
tæki hjá okkur eru
framleidd hjá
sama aðila sem
tryggir sama
litatón á salerni,
salernissetu,
handlaug og
_ . . - , , baðkari.
Salerni með stut i vegg
eða gólf. Hörð seta og
festingar fylgja.
VERSLUN FYRIR ALLA I
Sigurjón Ólafsson -
Andlitsdrættir formsins
MYNPLIST
Hafnarborg
SKÚLPTÚR
SIGURJÓN ÓLAFSSON
Opið alla daga nema þriðjudaga frá
kl. 12-18. Til 23. desember.
OKTÓBER síðastliðinn hefði
Sigurjón Ólafsson, myndhöggvari,
orðið níræður og á þessu ári eru
einnig liðin tíu ár frá stofnun Sig-
urjónssafns á Laugamesi. í tilefni
af þessum tímamótum hefur Lista-
safn Sigurjóns gefið út fyrsta
bindið af ævisögu listamannsins,
þar sem fjallað er um list hans og
lífshlaup, allt þar til hann snýr
heim frá Kaupmannahöfn eftir
stríð. Auk þess gengst Hafnarborg
í samvinnu við Sigurjónssafn fyrii-
yfirgripsmikilli sýningu á verkum
Sigurjóns.
Það er engum vafa undirorpið
að Sigurjón Olafsson er með merk-
ustu listamönnum þjóðarinnar á
þessari öld, og það er mikilvægt að
halda áhuga á verkum hans vak-
andi. En það hefur ekki verið auð-
velt að meta hann fyllilega að verð-
leikum því að ferill hans skiptist
milli tveggja landa. Islendingar
þekkja síður þau ár sem hann
dvaldi í Danmörku, sem var ekki
aðeins viðburðaríkt og frjótt tíma-
bil í myndlist Sigurjóns heldur
merkilegir tímar í danskri list, þar
sem Sigurjón sjálfur var framar-
lega í flokki.
Sýningin í Hafnarborg er um
margt ágæt og reynir að gefa yfir-
sýn yfir fjölbreytnina í list Sigur-
jóns, frá fyrstu myndunum til
þeirra síðustu, auk þess að gefa
innsýn inn í helstu atburðina á
ferli hans í Danmörku. í Apótekinu
eru myndir frá æsku Sigurjóns og
árunum áður en hann heldur utan
til Danmerkur. Þar hafa einnig
verið sett upp, til fróðleiks, spjöld
þar sem rakin eru helstu æviatrið-
in og stærstu viðburðimir á Dan-
merkurárunum.
Sigurjón var afburðanemandi
við Akademíuna dönsku og hlotn-
uðust bæði verðlaun og viðurkenn-
ingar. Hann varð einn helsti að-
stoðarmaður prófessors Utzon-
Franks og vann við opinber verk-
efni og stór minnismerki, sem ná-
inn aðstoðarmaður. Sigurjón hafði
því vel á valdi sínu klassíska högg-
myndagerð og var litið á hann sem
„náttúru-talent“ í greininni. En
þegar akademíunni sleppti þá var
hann í fararbroddi listamanna í
Danmörku sem voru að ryðja nýj-
um sjónarmiðum braut, óhlut-
bundinni list og súrrealisma. Á
spjöldunum eru m.a. raktar þær
hörðu deilur sem hann lenti í, sér-
staklega með opinbert verkefni
fyrir Vejle-bæ á Jótlandi. Tólf ár
liðu áður en verkið var endanlega
komið á sinn stað, en þykir nú ein
mesta bæjarprýði á Jótlandi.
Það sem kemur vel í ljós á sýn-
ingunni er að Sigurjón fór ávallt
sínar eigin leiðir, án þess að binda
sig á tiltekinn bás. Hann var opinn
fyrir hræringum í listum samtím-
ans, og það er greinilegt að merk-
ar sýningar á meisturum kúbisma
og súrrealisma á fjórða áratugnum
í Danmörku höfðu djúp áhrif á
hann.
Það má sjá áhrif frá Picasso í
verkum eins og „Móðir og barn“,
frá 1941, og „Svarta konan“, frá
1939, sem upphaflega hét „Hönd-
in“. Einnig má geta sér til að Jean
Arp og Míró hafi verið fyrirmynd-
imar þegar hann vann að
SPOR í sandinn, frá 1982.
ANDANS beinagrind, frá 1961.
FÓTBOLTAMENN, frá 1936.
myndröðinni fótbolta-
mennimir, „Fótbolta-
menn“, frá 1936, og
„Markmaður" frá
1937. Þau áhrif sem
hann verður fyrir á
þessum árum eru
greinilega afdrifarík-
ust fyrir list hans eftir
það.
Frá sama tíma er
fyrsta óhlutbundna
mynd Sigurjóns,
„Maður og kona“,
skorin í linditré, frá
1939, en hún er jafn-
framt eitt af lykilverk-
um óhlutbundinnar
myndlistar í Dan-
mörku á þessum áram,
og hefur jaftivel verið
kallað tákn módern-
ismans í norrænni
höggmyndagerð. En
Sigurjón aðhylltist
aldrei óhlutbundna
myndlist af prinsípá-
stæðum. Að þessu
leyti til er hann líkur
listamönnum um mið-
bik aldarinnar eins og
Picasso, Mfró og Emst, sem litu á
óhlutbundna list sem frelsun, ekki
nýjan klafa. Þar er ef til vill kom-
inn skýringin á því af hverju Sig-
urjón hlaut aldrei þann sess og
viðurkenningu meðal listamanna
sem hann átti skilið, eins og sumir
samtíðarmenn hans, eins og
danski mynhöggvarinn Richard
Mortensen hefur viðurkennt.
Framsæknum listamönnum þótti
hann of vilhallur undir natúral-
isma, á meðan akademískum lista-
mönnum þótti hann of róttækur.
Sigurjón hélt alla tíð tryggð við
portrettmyndagerð, og í Sverrissal
er úrval af yfir 200 mannamyndum
sem hann vann að, m.a. „Móðir
mín“, frá 1938, sem færði honum
eftirsótt verðlaun í Danmörku.
Það er athyglisvert að sú mynd er
gerð á svipuðum tíma og óhlut-
bundna verkið „Maður og kona“.
Meistaraleg tök Sigurjóns á por-
trettmyndagerð koma vel fram í
myndinni af Kristjáni Eldjárn, frá
1978, þar sem hann dregur fram,
án sýnilegrar áreynslu eða stíl-
bragða, reisn, ásamt mildi og hóg-
værð, sem ég held að sé í samræmi
við þá mynd og minningu sem al-
menningur gerir sér af Kristjáni
Eldjám. í portrettunum birtist vel
sá hæfileiki Sigurjóns að draga
fram persónuleikann án þess að
„skrá“ beinlínis einhverja tiltekna
lyndiseinkunn á formið, sem gefur
áhorfandanum þá tilfinningu að
honum finnist eins og hann sé
skyggn á persónuna bak við andlit-
ið.
Allan seinni hluta ferilsins sést
að Sigurjón er síleitandi og tilbú-
inn að skoða nýja möguleika. Á
sýningunni eru verk sem hann
vann í málm, um og eftir 1960, á
meðan hann dvaldi á Reykjalundi
vegna heilsubrests, eins og verkið
„Andans beinagrind“ frá 1961. í
þeim verkum má merkja að Sigur-
jón hafi sótt fyrii-mynclfr sínar að
einhverju leyti til Julio Gonzalez,
en þar era efnistök Sigurjóns ekki
ósvipuð þeim sem má finna hjá
listamönnum sem höfðu komið
fram á sjötta áratugnum, m.a.
Bandaríkjamanninum David
Smith og Bretanum Anthony
Caro.
Þrátt fyrir veikindin þá er ekki
hægt að segja að Sigurjón hafi
slegið slöku við því að síðustu
tuttugu æviárin, þar til hann lést
1982, var hann með eindæmum
skapandi og afkastamikill. Meðal
eftirminnilegra verka eru þau
sem hann vinnur í tré og rekavið,
en í Sigurjónssafni á Laugarnesi
er sérstök sýning á síðustu verk-
um hans.
Listasafn Sigurjóns
SKÚLPTÚR
SIGURJÓN ÓLAFSSON
Opið alla daga frá kl. 14-17. Til 1.
desember.
Á efri hæð Sigurjónssafns era
átta verk sem Sigurjón vann í tré
síðustu æviárin. Á þessari sýningu
gefst tækifæri til að skoða myndfr
Sigurjóns við allt aðrar aðstæður.
Sýningin í Hafnarborg er stór og
yfirgripsmikil, og áhorfandinn á
fullt í fangi með að taka allt inn
sem í boði er og staldrar þar af
leiðandi ekki eins við hverja mynd.
En þessi litla sýning í Sigurjóns-
safni fókuserar á fáein verk frá af-
mörkuðu tímabili við mun hljóðlát-
ari kringumstæður. Þetta eru
óhlutbundin verk sem hann va. '
tré, rekavið, veðraðan og o’
inn, þar sem æðarnar f st-ofn
kvistir, holur eftir orma og v
yfirborðið, er látið halda sér. Þessi
verk eru svo frjálsleg og „létt“ að
sköpunargleðin og lífsfyllingin
skín úr þeim. Etir að hafa skoðað
feril Sigurjóns í hnotskurn í Hafn-
arborg sér maður vel að hér er
samankomin lífsreynsla Sigurjóns
sem listamanns í samanþjöppuðu
formi.
Á veggjum era Ijósmvndir af
nokkrum portrettmyndum Sigur-
jóns, m.a. vel þekktum myndum
sem hann hjó í stein af þeim Ás-
grími Jónssyni og Sigurði Nordal.
Þótt um ólíkar myndir sé að ræða
þá er samt athyglisvert að skoða
þær í samhengi við óhlutbundna
myndlist Sigurjóns, því maður átt-
ar sig betur á skyldleikanum,
hvemig hann teflir saman sterkum
fonnmössum og fínlegum línum.
Eg held það megi segja að fígúran
sé aldrei langt undan, hvort sem
um er að ræða óhlutbundin eða
natúralísk verk. Meginviðfangs-
efnið er að leyfa forminu að tala
eigin máli, á sama hátt og líkaminn
og andlitið tjáir hið innra líf. Sig-
urjón leitast við að gæða efnið lífi
og karakter, en lætur áhorfandan-
um eftir að ráða í andlitsdrætti
formsins.
Gunnar J. Árnason