Morgunblaðið - 25.11.1998, Page 30
30 MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Astar- og
ádeiluljóð
VERT U heitir ný
ljóðabók sem Eyvind-
ur P. Eiríksson hefur
gefið út. Hann segir
útkomu bókarinnar
hafa dregist á langinn
frá því í vor, „...enda á
svona bók ekkert er-
indi í jólabókaflóðið.
Það er samt ekkert
verra úr því sem kom-
ið er“. Eyvindur segir
ljóðin í bókinni vera
samsafn ljóða sem
hann hafi ort meðfram
öðrum störfum undan-
farin ár. „Aðalstarfið
undanfarið ár hefur
verið framhald
skáldsögunnar Landið handan
íjarskans sem kom út hjá Vöku
Helgafelli í fyrra.“ Fyrir þá bók
hlaut Eyvindur Laxness-verðlaun-
in svokölluðu sem Vaka-Helgafeil
veitir árlega.
„Eg hef sinnt ritstörfum nánast
eingöngu í sex ár en þó gripið í
kennslu inn á milli sem var mitt
aðalstarf um langt skeið. Ljóðin
verða gjarnan til af samskiptum
mínum við nemendur; unglingar
eru svo skýrir í kollinum og hafa
mjög örvandi áhrif á hugsun
manns. Vert u er fjórða ljóðabók
Eyvindar en nær níu ár eru síðan
hann sendi síðast frá sér ljóðabók.
Auk ljóða hefur Eyvindur samið
leikþætti og útvarpsleikrit, fjórar
skáldsögur, smásögur, barnasög-
ur og ljóðaþýðingar. „Lengi fram-
an af tók ég ekki mark á mér í
ljóðum. Leit á ljóðagerðina sem
eins konar aukagetu. Ég hef alltaf
tekið mig alvarlega í prósanum.
En nú er ég farinn að taka mark á
mér í ljóðunum og fínnst að það
skásta eigi skilið að koma út á
bók.“
Ljóðabókin Vert u skiptist í
fimm kafla, Ijóðin eru af ýmsum
toga og sýna margar hliðar á
höfundinum. I lokakafla bókar-
innar eru þýdd Ijóð eftir fjögur
palestínsk skáld. „Þetta eru skáld
sem eru að yrkja dug og kjark í
fólkið sitt. Þetta er hersetin þjóð,
Eyvindur P.
Eiríksson
undir hæl erlends
drottnara. Ljóðin
verður að skoða í því
ljósi. Akafi skáldanna
er sambærilegur við
Einar Benediktsson og
Þorstein Erlingsson
um síðustu aldamót.
Þó var íslenska þjóðin
aldrei í þeim sporum
að berjast fyrir lífi
sínu á sama hátt og
Palestínumenn þurfa
að gera á liverjum
degi.“
„Frumsömdu ljóðin
eru ástarljóð og
ádeiluljóð, ljóð ort
með fornum hætti og
fornri stafsetningu jafnvel. Ég er
af þeirri kynslóð og þeim hópi
sem taldi baráttu fyrir betri heimi
sjálfsagða, og að listin væri vopn í
þeirri baráttu. Nú eru tímarnir
þannig að listin er bara til fyrir
Iistina, persónulegt Iíf skáldanna
er í forgrunni, og þjóðfélagsleg
viðfangsefni eru nánast orðin
feimnismál. Nú eru þau öfl
ráðandi í samfélagi manna sem
halda því fram að núverandi sam-
félagsskipan sé hin eina rétta og
muni vara að eilífu. Helst mætti
halda af gjörðum ráðamanna að
þeir búist ekki við að barnabörn
þeirra komist á legg. Allt er
miðað við hagsmuni dagsins í dag.
Allar sprænur á að virkja þó gefa
verði rafmagnið því enginn vill
kaupa. Sagan endurtekur sig og
lífið gengur í hring. Ég trúi því að
baráttuljóðið komi aftur áreynslu-
laust áður en langt um líður. Ég
er hringtrúar - lífið gengur í
hringi - en verður þó aldrei
nákvæmlega eins.“
Austanstak
Úti vælir vindurinn austan
skerandi tón a í skeggið
en éghiusta
á veggjatítlunnar viðkvæma söng
í brjóstinu.
Úr Vert u
LISTIR
Vönduð kennslu
bók fyrir alla
BÆKUR
íþróttir
BETRA GOLF
Eftir Arnar Má Ólafsson og Ulfar
Jónsson. Ljósmyndir: Friðþjófur
Helgason og fleiri. Prentun og bók-
band: Prentsmiðjan Oddi. 165 bls.
nær allar með litmyndum.
Fróði hf. 1998.
ÞEGAR rætt er á jákvæðan hátt
um gildi íþrótta er þess jafnan getið
að íþróttir séu fyrir alla.
Hins vegar er ljóst að
eðli málsins samkvæmt
geta ekki allir stundað
allar íþróttir, en golfið
er ein þeirra greina sem
flestir geta stundað.
Með öðrum orðum er
golf ekki aðeins fyrir
þröngan hóp atvinnu-
manna, aðra keppnis-
menn og þá sem betur
mega sín, eins og virtist
einkennandi fyrir
íþróttina á árum áður,
heldur alla, unga sem
aldna, sem áhuga hafa á
útivist. Komið hefur
verið til móts við aukna
eftirspurn með bættri
aðstöðu fyrir kylfinga
víða um land og er vel
við hæfi að út sé komin
vönduð, íslensk
kennslubók í golfi.
Betra líf, bók Arnars
Más Ólafssonar, ^ golf-
kennara, og Ulfars
Jónssonar, margfalds
íslandsmeistara í golfi,
ber þess merki að þar
eru miklir kunnáttu-
menn á ferð. Litmyndir
Friðþjófs Helgasonar af
höfundunum í ýmsum
golfstellingum gefa efni
þeirra félaga líka mjög
aukið gildi og leynir sér
ekki að hann kann ekki
aðeins vel til verka með
ljósmyndavélinni heldur er hann
greinilega vel kunnugur íþróttinni.
Fjömargar kennslubækur í golfi
hafa verið gefnar út, en Betra golf
er að mörgu leyti sérstök. Hún er
samin af Islendingum með Islend-
inga i huga, tekur mið af íslenskum
aðstæðum og lögð er áhersla á mál-
rækt, en helstu hugtök í golfinu eni
útskýrð á sérstökum orðalista á öft-
ustu síðu. Bókin er jafnt fyrir byrj-
endur sem atvinnumenn í íþróttinni,
kennara sem aðra áhugamenn. Allir,
sem áhuga hafa á golfi, finna eitt-
hvað við sitt hæfi. Síðast en ekki síst
er tekið á andlega þættinum, sem
oft vill gleymast, og skýi’t með
reynslusögum hvað hann hefur mik-
ið að segja.
Öll uppsetning og frá-
gangur er til fyrii-mynd-
ar. Janus Guðlaugsson,
íþróttafræðingur, ritar
formála og að loknum
inngangi höfunda er
farið yfir undirstöðuat-
riðin, golfsveifluna og
tækniæfingar fyrir
hana, ráðleggingar á
æfingabraut, leikæfing-
ar á golfvelli, mismun-
andi aðstæður, stutta
spilið, leik- og vallar-
skipulag, hugarþjálfun,
golf á veturna og æf-
ingaáætlun, en undir
lokin eru ýmsir fróð-
leiksmolar um
höfundana.
Kylfingar á öllum
stigum njóta íþróttar-
innar, hver á sinn hátt,
en bókin er sniðin fyrir
þarfir allra. Hún er
hjálpartæki til að byrj-
endur jafnt sem at-
vinnumenn geti bætt
sig, orðið meistarar
hver á sínu sviði. Hér og
þar eru fleygar setning-
ar heimsþekktra at-
vinnukylfinga, sem eru
ekki aðeins sem gott
krydd á góðan rétt held-
ur hafa yfirleitt mikil-
vægan boðskap fram að
færa. Góð vísa er aldrei
of oft kveðin. „Æfingin
skapar ekki meistarann, rétt æfing
skapar meistarann."
Steinþór Guðbjartsson
Jónas Laufey
Jónasson Einarsdóttir
Nýjar bækur
• NÁÐUGA frúin frá Ruzombsr-
ok - æviminningar Laufeyjar Ein-
arsdóttur er eftir Jónas Jónasson,
rithöfund og útvarpsmann.
í kynningu segir: „Laufey var í
rómuðum fimleikaflokki IR, sem
vakti mikla athygli á Norðurlöndum,
Bretlandi og Frakklandi um 1930.
Hún var á Ólympíuleikunum í Berlín
1936 og á heimleið með Brúai'i'ossi
frá Kaupmannahöfn hitti hún
mannsefni sitt, Tékkann Jan Jed-
lieka. Ái’ið 1938 hélt hún til
Ruzomberok í Tékkóslóvakíu og gift-
ist honum. Heimsstyrjöldin síðari
skall á og nasistar réðust inn í hið
nýja fósturland Laufeyjar. Evrópa
stóð í ljósum logum. I september
1944 náðu skæruliðar kommúnista
Ruzomberok á sitt vald og hundruð
manna voru handtekin, þeirra á
meðal Jan. í maí 1945 lauk siðari
heimsstyijöldinni og nýir herrar
komust til valda í Tékkóslóvakíu.
Laufey var handtekin og send í
fangabúðir í Krupina."
Laufey býr nú í Reykjavík, 92 ára
að aldri.
Útgefandi er Bókaútgáfan Vöxtur.
Bókin er 234 bls., prýdd fjölda
mynda. Verð: 3.690 kr.
• ÞEGAR vindurinn blæs er
spennusaga eftir John Saul í
þýðingu Björns Jónssonar.
í kynningu segir: „Sagan gerist í
litlum námubæ er höfundurinn
kallar Amberton. Stundum blæs þar
köldu ofan frá Klettafjöllunum, sem
eru í næsta nágrenni, og þegar
vindurinn blæs fara undarlegir
atburðfi að gerast í bænum og
fortíðin að vitja íbúanna."
Þetta er önnur sagan eftir John
Saul sem út kemur á íslensku, en í
fyrra kom út bókin Reiðarslag.
John Saul er þekktui- höfundur í
Bandaríkjunum og bækur hans hafa
verið þýddar á fjölmörg tungumál.
Útgefandi er Fróði hf. Bókin er
280 bls., prentuð í Prentsmiðjunni
Odda hf. Kápu hannaði Ivan Burkni.
Verð: 2.190 kr.
Arnar Már
Ólafsson
Úlfar
Jónsson
BÆKUR
Húsagerðarsaga
ÍSLENSK
BYGGINGARARFLEIFÐ I
Ágrip af húsagerðarsögu 1750-1940.
Eftir Hörð Ágústsson. Húsafriðunar-
nefnd ríkisins, 1998, 440 bls.
ÞETTA mikla ritverk, sem þó er
aðeins fyrra bindi af tveimur, hlaut
ég að nálgast eins og nemandi, sem
opnar í fyrsta sinn kennslubók í
námsgrein, sem hann kann engin
sldl á. Og það sem meira er; náms-
grein, sem hann vissi ekki til að
hann hefði neinn sérstakan áhuga á.
Torfbæir, timburhús, steinhús.
Hvað er merkilegt við það? Af
hverju ekki rífa allt þetta gamla
drasl og byggja nýtt og betra?
Það hlýtur að vera rétt, sem segir
á bókarkápu, að Hörður Ágústsson
sé „áhrifamikill myndlistarkenn-
ari“, úr því að honum hefur ekki
einungis tekist að vekja áhuga minn
á efninu heldur einnig að gera mig
heillaðan af því. Bók hans læt ég
ógjaman af hendi, því enn er margt
að læra og skoða.
Höfundur leiðir lesanda sinn um
hina gömlu íslensku torfbæi frá
miðri átjándu öld og fram í byrjun
þessarar sem nú er að kveðja. Þar
er um merkilega þróun að ræða og
veruiegar breytingar. Síðan kemur
timburtímabilið, hefst raunar fyrr
en hinu lýkur, því tímabilin skarast.
Þar er um margar stíltegundir að
ræða og hvers kyns tilbrigði. Allt
hefur þetta sín heiti og sérkenni
bæði í heild sinni og í einstökum
húsahlutum. Steinhúsatímabilið er
svo eitt. Það hófst með húsum
hlöðnum úr steini á átjándu öld:
Viðeyjarstofa, Hóladómkirkja,
Bessastaðastofa, Alþingishúsið o.fl.
í kjölfar hlöðnu húsanna komu
steinsteyptu húsin. Kirkjurnar fá
sérstaka umfjöllun, torfkirkjur,
timburkirkjur, steinhlaðnar kirkjur,
steinsteyptar kirkjur.
Jöfnum skrefum leiðir höfundur
okkur um þetta mikla svið, útskýrir
stefnur, strauma og stílbrigði, skýr-
ir hvern hlut með viðeigandi fagorð-
um, sem hann hefur yfirleitt smíðað
sjálfur af miklum hagleik, birtir
ljósmyndir, gerir skýringarmyndir,
tilgreinir höfunda húsanna, þar sem
hægt er, lýsir einstökum bygging-
um vandlega og leggur mat á list-
gildi þeirra.
Lesandinn kynnist hér fjölda
manna, sem hann vissi lítil sem
engin deili á. Forsmiði nefnir hann
þá sem teiknuðu byggingar og voru
gjarnan aðalsmiðir um leið, - áður
en lærðir arkitektar komu til sög-
unnar. Margir þeirra voru einstak-
ir listamenn, skáld, eins og hver og
einn getur sannfærst um, sem
skoðar þau fáu verk þeirra sem
enn standa. Síðan koma arkitekt-
arnir, þegar þessi öld er hafin og er
saga þeirra og verk svo sannarlega
allrar athygli verð. Meðal þeirra
voru miklir skáldmæringar. Loka-
orð höfundar eru því orð í tíma
töluð og því rétt að minna sérstak-
lega á þau: „Ekki verð-
ur betur séð af því efni
er hér hefur verið sýnt
og fram lagt en að ís-
lensk byggingararf-
leifð eigi sér merka
sögu. Bestu verk henn-
ar eru ekki síður at-
hyglinnar verð en bók-
menntir þjóðarinnar."
Bók þessi er 440
blaðsíður í nokkuð
stóru broti og letur
fremur smátt, svo að
hér er gríðarmikill texti
á milli spjalda, enda
þótt myndir séu á átt-
unda hundrað.
Fyrst eru aðfararorð,
þar sem útskýrðar eru helstu stíl-
tegundir í fornöld, heiti útskýrð og
sýnt með dæmum hvernig þessa
gætir í íslenskri húsagerð. Þá kem-
ur kafli um íslenska torfbæinn. Þar
erum við leidd í allan sannleika um
sunnlenska gerð og norðlenska,
Galtastaðagerð, Marbælisgerð,
þurrabúðargerð eldri og yngri, mis-
mun á þrepbaðstofu, portbaðstofu
og götubaðstofu og ýmsu fleiru. Þá
lærum við um mun á strengjahlöðn-
um, klömbruhlöðnum, snidduhlöðn-
um og kvíahnaushlöðnum torfveggj-
um. Höfundur sýnir fram á að þeg-
ar best lét urðu íslensku torfbæirnir
einstæð byggingarsnilld, sem ekki á
sér hliðstæðu annars staðar. Torf-
kirkjurnar eru teknar fyrir í öðrum
kafla. Næst eru timb-
urhúsin tekin fyrir og
er það löng og mikil
saga. Þarf víst engum
að segja að mörg
þeirra, sem enn standa
og ekki hafa orðið eldi
eða annarri eyðingu að
bráð, bera höfundum
sínum fagurt vitni.
Timburkirkjur fá
hliðstæða umfjöllun í
öðrum kafla. Þá kemur
að steinhlöðnum húsum
og kirkjum, sem um er
fjallað í einum kafla.
Þau pru ekki ýkjamörg,
því Islendingum virðist
ekki hafa verið sérlega
sýnt um að byggja úr höggnum
steini. Aðra sögu er að segja af
steinsteypunni. Henni tóku menn
fagnandi og voru fljótir til þess. Það
kann að koma einhverjum á óvart
hversu snemma íslendingar til-
einkuðu sér þá byggingartækni og -
efni. Til marks um það er að íbúð-
arhúsið í Sveinatungu í Borgarfirði
mun vera elsta steinsteypta hús á
Norðurlöndum og steinsteypta
kirkjan á Ingjaldshóli er líklega
elsta kirkja sinnar tegundar í heim-
inum. Steinsteyptu bygginganiar
eru margra gerða eins og að líkum
lætur og hefur hver forsmiður eða
arkitekt sett sitt sérstaka svipmót á
byggingar sínai- auk þess sem
tískuáhrifa gætir að sjálfsögðu.
Eins og áður segir er á áttunda
hundrað ljósmyndir og skýringar-
myndir í ritinu. Ljósmyndirnar
njóta sín vel á góðum pappír og
skýringarmyndirnar eru frábærar.
Textinn er Ijós og skýi- og er því
auðvelt og raunar skemmtilegt að
tileinka sér efnið, enda þótt því sé
vel þjappað saman.
Sérstök ástæða er til að minnast
aftur á fagorðasmíð höfundar. í
bókinni er hinn mesti aragrúi
fagorða og falla þau mæta vel að
íslensku máli. Ég hef fyrir satt
að þau séu svotil öll nýyrði
höfundar. Það er í sjálfu sér mik-
ið framtak.
Ekki mun ætlun höfundar að
rekja byggingarsöguna lengra en
til 1940. I næsta bindi hyggst hann
gera. skil varðveislusögu þessarar
hefðar, „athuga hversu henni hefur
reitt af og hvað sé til úrbóta á því
sem aflaga hefur farið“. Bókinni
lýkur á mikilli heimildaskrá, upp-
lýsingum um myndir, mannanafna-
skrá, atriðisorðaskrá og „sum-
mary“ á ensku.
Augljóst má vera hverjum þeim
sem þess bók les að hér er komin
forsenda að húsafriðunarstefnu og
aðgerðum í því sambandi. Þessi bók
á vissulega eftir að verða handbók
fyrir alla þá, sem láta sig húsa-
friðunarmál varða og ætti í raun að
vera skyldulesning þeirra.
Mjög fallega er bókin útgefin,
með sama útliti og fyrri bækur
höfundar. Texti er svo vandlega
lesinn í próförk að ég rakst ekki á
eina einustu villu og má það fágætt
teljast.
Sigurjón Björnsson
Hin gleymdu skáld
Hörður
Ágústsson