Morgunblaðið - 25.11.1998, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 25.11.1998, Blaðsíða 33
32 MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. AUKIÐ VÆGI UMHVERFISMÁLA A* FLOKKSÞINGI Framsóknarflokksins um helgina sást glöggt á þeirri umræðu sem varð um umhverfismál hversu stóran sess þessi málaflokkur er farinn að skipa í stjórnmálaumræðunni hér á landi. Þetta þarf engum að koma á óvart, því þessi þýðingarmikli málaflokkur er fyrst nú að fá það vægi og þá athygli sem hann verðskuldar. Umhverfisráðstefnan í Kyoto og hin almenna umræða fyrir hana, á meðan á henni stóð og í kjölfar hennar hefur átt stór- an þátt í þeim straumhvörfum sem hafa orðið á viðhorfi manna til umhverfisins, náttúruverndar, mengunar o.þ.h. Eins og fram hefur komið í fréttum hér í Morgunblaðinu stóðu átökin á flokksþingi Framsóknarflokksins um Fljóts- dalsvirkjun og hvort flokkurinn ætti að krefjast þess að hún færi í lögformlegt umhverfismat. Niðurstaðan varð sú, að umhverfisnefnd flokksþingsins hafnaði þeirri hugmynd Ólafs Arnar Haraldssonar. Ekki var kosið um tillögu Olafs Arnar, því hann dró hana til baka. Svo einkennilega sem það kann að hljóma virtust deiluaðilar sammála um, að beiting hins lýð- ræðislega tækis, atkvæðagreiðslu, væri óæskileg. Það er í sjálfu sér athyglisvert að Ólafur Örn Haraldsson, alþingismaður Framsóknarflokksins í Reykjavík, skuli hafa haft forystu um baráttu fyrir því, að í ályktun um umhverfis- mál yrði þess krafist að Fljótsdalsvirkjun færi í umhverfis- mat. Ólafur Örn gekk með þessu í berhögg við vilja og ásetn- ing annars Reykjavíkurþingmanns Framsóknarflokksins, iðnaðarráðherrans, Finns Ingólfssonar. Er ekki ólíklegt að ágreiningur þingmannanna muni endurspeglast í prófkjörs- baráttu þeirra fyrir komandi kosningar og menn muni m.a. taka afstöðu til þeirra í prófkjöri, á grundvelli ólíkra skoðana þeirra í þessum málaflokki. Þá er það ekki síður athyglisvert, að fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins um fimmtán ára skeið, ráðherra í ríkis- stjórnum Islands í tæplega þrettán ár, þar af forsætisráð- herra í sjö ár, Steingrímur Hermannsson, skuli hafa verið talsmaður sömu sjónarmiða og Ólafur Örn að þessu leyti, en hann harmaði að ekki skyldi hafa náðst fram að Fljótsdals- virkjun færi í lögformlegt umhverfismat. Þegar stjórnmálaferill Steingríms Hermannssonar stóð sem hæst voru umhverfismál ekki á dagskrá með þeim hætti sem þau eru í dag og hann var á þeim tíma ekki sérstakur talsmaður umhverfisverndar. Öruggt má telja að umræða um umhverfismál, mengun, varðveislu náttúruperlna, virkjanaframkvæmdir, náttúru- spjöll o.fl. á eftir að vera í brennidepli langt fram á komandi öld, ekki bara hér á landi, heldur á alþjóðavettvangi. Því er það ánægjulegt, að æ fleiri virðast vera að gera sér grein fyr- ir þýðingu þessa málaflokks og þýðingu þess að við Islend- ingar séum ábyrgir gagnvart þeim sem munu erfa landið og ábyrgir gagnvart samfélagi þjóðanna. GLÆPUR í PÉTURSBORG EG get vel samþykkt að lýðræðið sé enn ótraust hjá okkur en ég held að það muni lifa af hjá okkur, með sínum sér- stöku einkennum. Það eru boðar framundan, þjóðernissinnar gætu náð völdum. En ég vona að þjóðin sé þegar búin að læra nóg til að halda lýðræðinu við, búið sé að upplýsa fólk nógu mikið,“ sagði Galína Starovojtova, rússneska þingkonan er var myrt fyrir utan heimili sitt um helgina, í viðtali við Morg- unblaðið í lok árs 1996. Starovojtova var einn virtasti fulltrúi umbótasinna á rússneska þinginu. Hún hafði getið sér orð fyrir heiðarleika og gáfur og verið framarlega í baráttunni fyrir mannréttindum, lýðræði og gegn spillingu í rússnesku þjóðlífi. Morðið á Starovojtovu hefur valdið uppnámi í Rússlandi. Þrátt fyrir stórfellda glæpastarfsemi, spillingu og fjölmörg morð á kaupsýslu- og áhrifamönnum á síðastliðnum árum er þetta fyrsta pólitíska morðið í Rússlandi á jafnháttsettum stjórnmálamanni frá því Sovétríkin leystust upp árið 1991. Önnur morð á þingmönnum hafa verið rakin til „viðskipta- deilna“. Morðið á Starovojtovu virðist hins vegar mega rekja beint til pólitískrar baráttu hennar, en hún hafði boðið sig fram í embætti héraðsstjóra í Leníngradhéraði fyrir utan Sankti Pétursborg. Mafíuhópar berjast um pólitísk völd á þessum slóðum og einnig hafði þingkonan haldið uppi harðri gagnrýni á öfgafulla þjóðernissinna og kommúnista. Hroðaverkið í Pétursborg varpar ljósi á þær hættur er steðja að hinu brothætta lýðræði Rússlands. Stjórn landsins hefur ekki tekist að hafa hemil á glæpahópum er beita mút- um og ofbeldi til að ná pólitískum völdum né heldur pólitísk- um öfgaöflum er skirrast einskis til að styrkja stöðu sína. Sú almenna reiði er morðið hefur vakið meðal rússnesks al- mennings vekur hins vegar von um að sú ósk Starovojtovu er hún lét í ljós í Morgunblaðsviðtalinu, að þjóðin sjálf hafi lært nóg til að halda lýðræðinu við, muni rætast. + Islenskir hestar og sænskir hermenn Konunglegur virðuleiki setti svip á fyrsta dag heimsóknar forseta Islands til Svíþjóðar, eins og Sigrún Davíðsdóttir rekur hér á eftir. REUTERS FORSETI Islands ásamt sænsku konungshjónunum, Karli Gústafí og Sylvíu.við upphaf kvöldverðarboðs þeirra til heiðurs forsetanum í konungshöllinni í Stokkhólmi í gærkvöldi. OPINBER heimsókn Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta íslands, til Svíþjóðar hófst í gærmorgun er tekið var á móti forsetanum við Hagahöllina, þar sem hann býr meðan á heimsókninni stendur. Þeir Ólafur Ragnar og Karl Gústaf Svíakonungur hittust síðan við konunglega hesthúsið og þaðan var haldið í sögufrægum vagni að kon- ungshöllinni, þar sem forsetinn, Hall- dór Ásgrímsson utanríkisráðherra og aðrir í fylgdarliði forseta þáðu hádeg- isverð hjá konungshjónunum ásamt sænskum stjórnmálamönnum, fulltrú- um hersins og embættismönnum. Síð- ar um daginn ræddi forsetinn við Gör- an Persson forsætisráðherra og sat blaðamannafund með honum, áður en hann hitti Islendinga búsetta í Svíþjóð. Deginum lauk með veislu konungs- hjónanna til heiðurs forseta Islands. Gist í Hagahöllinni Hagahöllin var byggð af Gústafí 3., sem lagði hornstein að höllinni 1786 í samnefndum garði. Þar hitti Ólafur Ragnar Grímsson fyrir gi'eifynjuna af Halland í gænnorgun. Þarna voru sex íslenskir hestar sem þau Ólafur Ragn- ar og hertogaynjan skoðuðu áður en haldið var inn að hesthúsunum. Um klukkan 11.30 höfðu hermenn í felubúningum með riffla komið sér fyrir á Norðurbrúnni, sem liggur frá óperunni yfír að konungshöllinni. Á torginu fyrir framan óperuna stóð her- hljómsveit og lék. Sænskir og íslenskir fánar voru dregnir að húni á brúnni og við höllina. Hópur fólks hafði safnast saman á brúnni. Karl Gústaf Svíakonungur og Ólafur Ragnar fóru í hestvagni frá konung- lega hesthúsinu að baki Dramaten, sænska þjóðleikhúsinu. Vagninn sem þeir óku í kallast Sjögluggavagninn og er frá 18. öld. Hann er aðeins notaður við opinberar heimsóknir og hátíðleg tækifæri í konungsfjölskyldunni að vetri til. Á sumrin er notaður opinn vagn. Sá sem síðast sat í vagninum var Boris Jeltsín Rússlandsforseti. Heim- sókn hans er starfsmönnum sænska utanríkisráðuneytisins í fersku minni, því aðrar eins öryggisráðstafanir hafa ekki sést. Það var auk þess bylur þeg- ar Jeltsín ók í vagninum, en í gær var grámóska yfír Stokkhólmi og stillt veður. í hallargarðinum voni fyrir fulltrú- ar sænsku stjórnarinnar, æðstu yfir- menn sænska hersins, embættismenn og hirðmenn. Konungurinn var í ein- kennisbúningi og enn sólbrúnn eftir sumarið, en hann er mikill siglinga- maður og tók á sínum tíma þátt í Ólympíulejkunum í siglingum. Þjóð- söngvar Islands og Svíþjóðar voi'u leiknir og könnuðu forsetinn og kon- ungurinn síðan heiðursvörðinn áður en þeir heilsuðu upp á gesti í garðinum. Ur garðinum var gengið til hádegis- verðar, sem konungshjónin buðu til. Viðstaddir voni auk forsetans aðeins Lillian gi'eifynja, Ki-istín prinsessa, systir konungs, og maður hennar Tord Magnusson. Á borðum var hörpudisk- ur með sveppum, kálfakjöt með maísklöttum, svartrótum og spei-gilkáli og í eftirrétt var súkkulaði- hjúpur með hindberjafroðu. I tilefni heimsóknarinnar færðu konungshjón- FLT-PICA ÓLAFUR Ragnar Grímsson, forseti íslands, í fylgd með Lillian prinsessu á leiðinni frá Hagahöllinni skammt utan við Stokkhólm til fundar við Karl Gústaf Svíakonung. Lillian er ensk að uppruna en var gift Bertil prins, föðurbróður Karls Gústafs, sem dó fyrir fáum árum. PRESSENS BILD ÓLAFUR Ragnar Grímsson ræðir við Göran Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar. in gesti sínum að gjöf eftirmynd af 18. aldar ætingu, útsýni frá Skepps- brúnni, og glerskál eftir Evald Dahlskog (1894-1950), sem var braut- ryðjandi á sviði glerlistar. Ólafur Ragnar færði hjónunum að gjöf leir- skál eftir Guðrúnu Indriðadóttur og nælu eftir Jezorsky. Eftir hádegisverðinn heimsótti Ólaf- ur Ragnar þinghúsið, þar sem Birgitta Dahl þingforseti tók á móti honum á tröppum gamla þinghússins. Forset- anum var kynnt starfsemi þingsins áð- ur en hann brá sér gangandi yfír í for- sætisráðuneytið, sem er steinsnar frá þinghúsinu. Þar hitti hann fyrir Göran Persson forsætisráðheira og ræddu þeir saman stutta stund áður en for- setinn og Halldór Ásgiámsson utanrík- isráðherra héldu blaðamannafund. Fjörugur blaöamannafundur Á blaðamannafundinum var Ólafur Ragnar mjög spurður út í viðtal í Svenska dagbladet í gær. Ólafur Ragnar segist ekki líta svo á að for- setakosningarnar hafí verið pólitískar og hann sé ekki að tala um endur- skoðun forsetaembættisins, heldur aðeins að það sé eðlilegt að stöðugt fari fram samræður forseta og þjóð- arinnar um inntak embættisins. „Það er eðlilegt að allir taki þátt í umræð- um um þjóðmál, líka forsetinn, en hann gerir það ekki á pólitískum for- sendurn," bendir forsetinn á og segir að annars fari fólk að spyrja hvers vegna verið sé að hafa forseta. Halldór sagði á fundinum að for- setaembættið yrði ekki skilgreint upp á nýtt á einum degi, en ljóst væri að íslenska stjórnin bæri ábyrgð á ís- lenskri utanríkisstefnu. Umræðurnar vöktu áhuga eriendu blaðamannanna, sem vildu gjarnan heyi’a um skoðanir forseta á ESB. Hann hnykkti á að Evrópa væri ekki aðeins ESB, heldur eins og mósaíkmynd af mörgum sam- böndum. Halldór áréttaði stöðu ís- lands, sem ekki ætlaði að sækja um aðild, en halda góðu sambandi. Stöðu íslands eftir lok kalda stríðsins bar einnig á góma, og þar lagði Ólafur Ragnar áherslu á svæðasamstarfið í Evrópu. Halldór útskýrði á meðan tengsl íslands og Bandaríkjanna og minnti á tvíhliða samning ríkjanna. Ólafur var einnig spurður hvort hann hygðist bjóða sig aftur fram á næsta kjörtímabili. Hann sagðist ekki hafa neinar áætlanir um að gera það ekki, en minnti á að hann og fjöl- skylda sín hefðu verið minnt á það nýlega að ekki væri aljtaf hægt að áætla fram í tímann. „Eg á eftir að komast að því hvernig ég get starfað án Guðrúnar Katrínar," bætti hann við. Síðdegisdagski’ánni lauk á Nor- diska museet, þar sem haldin var móttaka fyrir Islendinga búsetta í Stokkhólmi. I gærkvöldi sat forsetinn síðan veislu í konungshöllinni er kon- ungshjónin héldu til heiðurs gesti sín- um. MIÐVIKUDAGUR 25. NOVEMBER 1998 33, ....-....... Olafur Ragnar Grímsson forseti í viðtali við Svenska Dagbladet Bandaríkin eru mikil- vægasta Evrópuríkið Stokkhólmi. Morgunblaðið. AÐ liggur ljóst fyrir að skoðanir Islendinga eru ekki sérlega vinsælar í Washington og Bonn, en þar vilja menn bíða og sjá til,“ er haft eftir Ólafí Ragnari Grímssyni, forseta Islands, í Svenska Dagbla- det í gær, en þar ræðir hann m.a. aðild Eystrasaltsríkjanna að Atl- antshafsbandalaginu, NATO. „En á sérhverjum fundi er ég hef átt með erlendum stjórnmálamönnum hef ég lagt áherslu á nauðsyn þess að Eystrasaltsríkin fái tækifæri í NATO. Annað væri einungis viður- kenning á því að Sovétríkin séu enn við lýði.“ Viðtalið er tekið af Elisabeth Crona, blaðamanni við Svenska Dagbladet, en Crona skrifar um málefni Norðurlanda og Eystra- saltsríkjanna fyrir blaðið. Crona kom til Islands ásamt öðrum sænsk- um blaðamanni í tilefni af opinberri heimsókn forseta íslands til Sví- þjóðar og birtist viðtalið í gær, á fyrsta degi heimsóknar Ólafs Ragn- ars. I viðtalinu byrjar Ólafur Ragnar á að ræða íslenska náttúru og þann kraft, sem í henni býr. Þeim krafti vilji hann gjarnan beina inn I norræn stjórnmál. Hann bendir á að í Norð- ur-Evrópu ríki nú aðstæður, sem geti gert norræna samvinnu mikil- vægari en nokkru sinni fyrr. I gegn- um svæðaráðin þrjú, Barentshafs- ráðið, Eystrasaltsráðið og Norður- heimskautsráðið geti Norðurlönd myndað tengsl við Rússland og Bandaríkin á nýjum sviðum. Til að mynda sé augljóst að umhverfismál verði tekin fyrir á þessum vettvangi. Forseti Islands lagði jafnframt, að sögn blaðsins, mikla áherslu á hlut- verk Islands í NATO. í sumar heim- sótti hann Eystrasaltslöndin þrjú, þar sem hann segir að boðskapur sinn hafí verið: „Þið eigið grundvall- arrétt á að verða aðilar að NATO.“ Það er þetta sjónarmið Islendinga, sem hann segir ekki njóta mikilla vinsælda hjá stjórnvöldum í Banda- ríkjunum og Þýskalandi. Engin efnahagsleg rök fyrir aöild íslands að ESB Forseti Islands vísar því hins veg- ar aðspurður á bug að Noregur og Island séu utangarðs þar sem ríkin eigi ekki aðild að Evrópusamband- inu. „Þetta eru pólitísk rök. Það eru hins vegar engin efnahagsleg rök sem mæla með aðild okkar að ESB. Islendingar eiga aðild að innri mark- aðnum. Efnahagurinn stendur með blóma. Við eigum aðild að sjávarút- vegsfyrirtækjum um allan heim. Það væri erfiðara ef við værum aðilar að ESB.“ „Mikilvægasta Evrópuríkið er Bandaríkin,“ segir Ólafur Ragnar, sem sænski blaðamaðurinn bendir á að sé „maðurinn, sem í átta ár var leiðtogi Alþýðubandalagsins“. Ólafur Ragnar bendir síðan á málefni Balkanskaga, Norður-írlands og Rússlands sem rök fyrir því að evr- ópskir raunsæismenn verði að viður- kenna mikilvægt hlutverk Banda- ríkjanna. Blaðamaðurinn nefnir að tveggja tíma viðtal við forsetann hafi að miklu leyti snúist um stjórnmál. Crona spyr hvort forseti Islands sé ekki samkvæmt stjórnarskránni haf- inn yfír stjórnmál og bendir á að Ólafur Ragnar hafí verið gagnrýnd- ur fyrir að þenja þau mörk til hins ýtrasta. „Ég er kosinn beinni kosn- ingu af þjóðinni (eftir harða kosn- ingabaráttu) og hef því lýðræðislegÞ umboð. Það er ekki til nein ein upp- skrift að starfssviði mínu. En ef for- seti tekur ekki þátt í þeim umræð- um, sem snerta fólk gæti það spurt: Hvaða tilgangi þjónar hann?“ Að sögn blaðsins álítur Ólafur Ragnar að önnur heimsmynd sé ríkj- andi en þegar þrír fyrstu forsetar lýðveldisins gegndu embætti og það hafi einnig átt við um upphaf emb- ættistíma Vigdísar Finnbogadóttur. Nú sé aukinn vilji fyrir því að forseti gegni víðtækara hlutverki. Blaðið bendir á að forsetinn geti stutt sig við síðustu skoðanakönnun, sem bendir til þess að 87 prósent lands- manna séu ánægð með embættis- störf forsetans. I lokin víkur talinu að andláti Guð- rúnar Katrínar Þorbergsdóttur for- setafrúar, þar sem Ólafur Ragnar segir að þátttaka hennar í forseta- starfínu hafi bæði verið henni og þjóðinni mikilvæg. Þau hafí tekið þetta að sér í sameiningu, en nú verði hann að sinna starfínu einn. Andlát hennar hafi haft mikil áhrif á sig og hver einasta sekúnda sé sér dýrmæt. „Það veit enginn fyrr en að kveldi dags hvernig dagurinn verð-- ur,“ segir forsetinn að lokum. * Halldór Asgrímsson utanríkisráðherra Sjónarmið forseta og ríkisstjórnar fari saman Stokkhólmi. Morgnnblaðid. HLUTVERK forseta ís- lands er nægilega skýrt í stjómarskránni," segir Halldór Ásgrímsson utan- ríkisráðherra og telur ekki þörf á að endurskoða það líkt og Ólafur Ragn- ar Grímsson, forseti Islands, lætur í veðri vaka í viðtali við Svenska Dag- bladet í gær. Halldór undirstrikar að Island sé þingi’æðisríki og það feli í sér ákveðna verkaskiptingu. Halldór álítur eðlilegt að forsetinn noti opin- berar heimsóknir til að koma á fram- færi sjónarmiðum íslensku stjórnai’- innar, líkt og alltaf hafí verið gert. I viðtalinu í sænska blaðinu koma hins vegar fram sjónarmið, sem Halldór er ekki samþykkur. Opinberar heimsóknir til þess að koma sjónarmiðum ríkisstjórnar- innar á framfæri Um hlutverk forseta segir Halldór að ljóst sé að samkvæmt stjórnar- skránni beri forsetinn ekki ábyrgð á utanríkismálum, heldur ríkisstjórnin og þá utanríkisráðheiTa fyrir hennar hönd. „Þannig er þetta hugsað í stjórnarski’ánni og það liggur ljóst fyrir.“ Aðspurður hvort það væri ný- breytni að forsetinn tjáði sig svo mjög um utanríkismál sagði Halldór að það hefði alltaf tíðkast að opinber- ar heimsóknir væru notaðar til að koma sjónarmiðum íslensku stjórnar- innar á framfæri. „Það er mikilvægt hlutverk og mikilvægt að því verði haldið áfram.“ Slíka túlkun sjónaimiða hefur for- setinn þó ekki hingað til sett fram í blaðaviðtölum, en Halldór sagði þetta hafa verið misjafnt í gegnum tíðina. „Aðalatriðið er að það sé samræmi í þeim sjónarmiðum, sem forsetinn setur fram og sjónarmiðum ííkis- stjórnarinnar.“ Náið og gott samstarf um stækkun NATO í viðtalinu segir Ólafur Ragnar það „alveg ljóst“ að sjónarmið Islendinga um mikilvægi þess að Eystrasalts- löndin fái aðild að Nato séu óvinsæl í Washington og Bonn. „Ég kannast ekki við þetta,“ segir Halldór, þegar ummæli Ólafs eru borin undir hann. „Islenska stjórnin hefur átt mjög ná- ið og gott samstarf um stækkun NATO við Bandaríkjastjóm, sem hefur verið ánægð og þakklát fyrir framlag íslendinga í þeim efnum. Varðandi stækkun NATO höfum við einnig átt náið samstarf við Klaus Kinkel fynverandi utani’íkisráðhen’a Þýskalands. Nú er nýr kanslari tekinn við og Davíð Oddsson forsætisráðherra hef- ur þegar heimsótt hann, svo sam- skipti þjóðanna eru mjög vinsamleg nú sem fyrr. Ég tel því að áhugi okk- ar á málinu sé vel metinn, bæði i Bandaríkjunum og Þýskalandi." Hall- dór segist ekki átta sig á hvemig þessi misskilningur Ólafs á samband- inu við Washington og Bonn sé til- kominn. Evrópskt svæðasamstarf kemur ekki í stað ESB í áðurnefndu viðtali við Ólaf Ragn- ar lætur hann í veðri vaka að pólitískt mikilvægi Evrópusambandsins sé ekki mjög mikið. Halldór segist hins vegar þvert á móti álíta pólitískt vægi ESB mjög mikið. „Ég lít svo á að ESB sé þungamiðjan í þróun Evrópu og því skiptir samstarf íslands við^ ESB mjög miklu máli,“ segir Halldór * og bætir við að þar sem það sé stefna íslensku stjórnarinnar að sækja ekki um aðild að ESB skipti það þá miklu máli að fylgjast mjög vel með og halda. öllum dymm opnum. „Ég talaði í þá venma á flokksþingi Framsóknarflokksins um helgina,“ segir Halldór, „ekki sem utanríkis- ráðheira, heldur sem flokksformað- ur. Það er einnig í fullu samræmi við stjórnarsáttmálann að tryggja að Is- land einangrist ekki. Það er útilokað annað en Island eigi góð samskipti við ESB.“ Bæði á blaðamannafundinumy gær og í áðurnefndu viðtali gerði Ólafur Ragnar mikið úr gildi svæðasann starfsins í Evi’ópu og benti sérstak- lega á Barentsráðið, Norðurskauts- ráðið og Eystrasaltsráðið. Halldór segir að þó svæðasamstarfið skipti máli þá komi það aldrei í stað ESB og rifjaði upp að hann hefði sjálfur átt frumkvæði að stofnun Norðurskauts- ráðsins á sínum tíma. „Svæðasam- stai-fíð er góð viðbót við ESB-sam- starfíð og tengir hlutina saman, enda leggur ÉSB mikla áherslu á aukið svæðasamstarf,“ segir Halldór og rifjar upp að talað hafi verið um að norræn samvinna liði undir lok, ])ví, ESB liti hana hornauga, þegai’ þrjú af fímm Norðurlöndum væra gengin í ESB. „En þetta hefur farið á annan veg, enda ESB sterkara en svo að norrænt svæðasamstarf grípi þar inn. Þvert á móti er það kostur. Það hafa orðið miklar pólitískar breyting- ar og það sem áður var talið vont, en nú talið af hinu góða.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.