Morgunblaðið - 25.11.1998, Síða 37

Morgunblaðið - 25.11.1998, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 1998 37 Sjálfsforræði landsbyggðarinnar Athugasemd við greinar Stefáns Ólafssonar Á AKUREYRI „hef ég getað haft stöðugt samband við bændur héraðsins, einnig sveit- unga mína í þrengri merkingu, fylgst með störfum þeirra og haft aðstöðu til að greiða á ýmsan hátt fyrir mörg- um þeirra. Eg veitti þeim lán úr útibúi Bún- aðarbankans til fram- kvæmda á jörðum sín- um og útvegaði mörg- um bændum lán úr deildum Búnaðarbank- ans o.s.frv. Sem þing- maðm' studdi ég og jafnan það, sem ég áleit hagsmunamál landbún- aðarins og þá um leið eyfírskra bænda“. Bernharð Stefánsson frá Öxnadal, þingmaður Framsóknarflokksins, lýsir í endurminningum hlutverki sínu sem landsbyggðarþingmanns fyrir miðja öldina. Þingmenn voru er- indrekar byggðanna gagnvart mið- stjórnarvaldinu í Reykjavík. Þeii' voni í persónulegu sambandi við þorra kjósenda sinna og gátu metið aðstæður þeirra. Viðurkennd stjóm- sýsla var að þingmenn útveguðu lánsfé og greiddu götu umbjóðenda sinna á ýmsan hátt. Þingmenn og stjómmálaflokkar höfðu þannig tök á framkvæmdavaldinu að einstaklingar sem ekki gerðu sér dælt við einhvern flokkanna áttu erfíðara en aðrir með atvinnu og ýmsa fyrirgreiðslu. Á fáum áratugum hefur gildi þing- manna fyrir landsbyggðina ger- breyst. Valdið sem áður var hjá Al- þingi hefur flotið í stríðum straum- um út í þjóðfélagið. Dagskrá opin- berrar umræðu var einu sinni samin á Alþingi en núna era það ekki síður fjölmiðlar, hagsmunasamtök, félags- hópar og fyrirtæki sem ráða hvaða málefni komast í umræðu og hver ekki. í fjöh-æðissamfélagi eins og okkar vegur dag- skrárvald iðulega þyngra en formlegt vald. Þess vegna skipta þingmenn og stjórnmálaflokkar miklu minna máli í dag en fyrír fimmtíu áram þótt þeir starfí innan lítt breyttrar stjómskipunar. Þróunin hefur svipt landsbyggðina erindrek- um sínum og sáralítið komið í staðinn. Upp- bygging stofnana og lagasmíðar taka meira mið af aðstæðum á höfuð- borgarsvæðinu en dreifð- um byggðum. Hvers vh-ði er Samkeppnisstofnun og samkeppnislög dreifbýlisverslun, svo dæmi sé tekið? Stærra mál og af- drifaríkara er kvótakei-fið. Fénýting veiðiréttarins særir stolt og skerðir sjálfsforræði sjávarplássa sem byggja afkomu sína á veiðum og vinnslu. Mótsögn kvótakerfisins er að það skapar stöðugleika í hagkerfinu, Landsbyggðin þarf sjálfræði sitt til baka, segir Páll Vilhjálms- son. Sjálfræði felur í sér að ábyrgð og ákvarðanataka verði flutt heim í hérað. með því að markaðsvæða til hins ýtrasta aðalatvinnugrein lands- manna, en er um leið atlaga að fram- tíð þeirra sem háðastir eru fiskveið- um. Fiskveiðistjórnunin er sniðin að þörfum hagkerfis höfuðborgarinnar. Það hagkerfi þjónar ekki hagsmun- um landsbyggðarinnar. Flestir eru hálfa starfsævina eða lengur að borga húsnæðið sem þeir búa í. Það er ómanneskjulegt, svo ekki sé sterkar að orði kveðið, að ætla fólki vítt og breitt við strönd- ina að fjárfesta í húsnæði sem gæti orðið verðlaust vegna þess að kvót- inn er seldur úr byggðarlaginu. Enginn hugsaði um afleiðingar af þessu tagi þegar kvótakerfið var innleitt á síðasta áratug. Enda var það afstaða hagsmunasamtaka á borð við LÍÚ sem réð mestu um lögleiðingu kerfisins. Þingmenn voru leiksoppar atburðarásarinnar og samþykktu það sem fram- kvæmdavaldið og hagsmunasam- tökin réttu að þeim. Stefán Ólafsson prófessor ski’if- aði fyrr í mánuðinum (10.-12. nóv.) þrjár greinar í Morgunblaðið um vanda landsbyggðarinnar. Háskóla- kennarar eru yfirleitt feimnir við að hafa skoðanir á pólitískum álitamál- um og er Stefán lofsverð undan- tekning. I síðustu greininni leggur Stefán til lífskjarajöfnun sem helstu bót landsbyggðarmeina. Lífskjara- jöfnun er góð og gild aðferð til að jafna kjörin milli tekjuhópa þjóðfé- lagins en hún hrekkur ekki til að rétta hlut landsbyggðarinnar. Landsbyggðin þarf sjálfræði sitt til baka. Sjálfræði felur í sér að ábyrgð og ákvarðanataka verði flutt heim í hérað. Sveitarstjórnir hafa á undanfömum árum eflst með sam- einingu sveitarfélaga og hafa viða bolmagn til að vera undirstaðan að stjórnskipulagi sem miðaðist við landsfjórðungana. Fjórðungarnir höfðu merkingu og inntak áður en höfuðborgin varð til og ef lands- byggðin á að ná sér á strik á ný verður hún að skilgreina sig í land- fræðilegar einingar sem geta staðið á eigin fótum. Fjórðungarnir þjóna því hlutverki ágætlega. Höfundur er fulltrúi. Páll Vilhjálmsson ÖRN Alexandersson, sem skrifar sig „áhuga- lcikara", kvartar undan í blaðinu 19. . sl., að ég hafi gcssgid framhjá barna- f áhugaleikfélaga í umfjöllun minni um óvenjulegt framboð barnaleiksýninga á höf- uðborgarsvæðinu í Mósaík-þætti Sjón- varjpsins íyrr í haust. Eg er hræddur um að gagnrýni Arnar sé sprottin af misskilningi. Tilefni þess, að ég vakti máls á stöðu barnaleik- hússins, var fyrst og fremst þessi gróska og tilgangurinn einungis að bregða of- urlitlu ljósi á ræktunarstarfið, sem liggur að baki henni. Sjónarhornið var því skiljanlega nær einvörð- ungu bundið Stór-Reykjavíkur- svæðinu, en starfsvettvangur áhugaleikfélaga er sem kunnugt er öðru fremur landsbyggðin, þó að ekki sé með því gert lítið úr fram- lagi Leikfélags Kópavogs eða ann- arra í grannbyggðum Reykjavíkur. Vitaskuld stóð aldrei til að fram- kvæma einhverja heildarúttekt á stöðu barnaleiklistar á landinu öllu í fárra mínútna sjónvarpsinnskoti, heldur aðeins að gefa nokkrum fulltrúum þess atvinnufólks, sem þarna hefur verið í fararbroddi og fjölmiðlar hampa sjaldan, tækifæri til að tjá sig um málið. Þetta hélt ég að öllum væri ljóst, sem horfðu á umræddan sjónvarps- þátt, og það er ég viss um, að Erni var einnig. Það er sem sé greini- lega ætlun hans að nota tækifærið til að minna á áhugaleikhús- ið, en staða þess er vissulega sjaldnar rædd en vert væri, þó að full ástæða sé til, eins og kom fram á ágætu málþingi í Ráð- húsi Reykjavíkur 14. nóv. sl. Raunar vildi svo til, að aðeins einn starfandi leiklistar- gagnrýnandi sá ástæðu til að mæta á þeirri samkomu, sá sem þetta skrifar, og ekki var þar heldur neinn fulltrúi at- vinnuleikhúsanna sýnilegur. Kannski væri ráð að senda þeim bréfkorn næst? Á málþinginu kom glöggt fram, Ymsar blikur eru á lofti, segir Jón Viðar Jónsson, hvað varðar áhugaleikhúsið. að ýmsar blikur eru á lofti varðandi áhugaleikhúsið. Heildaraðsókn að sýningum félaga í Bandalagi ís- lenskra leikfélaga hefur minnkað ískyggilega á allra síðustu árum og þó að ríkisstyrkir hafi heldur hækkað í krónutölu að undanförnu fer því fjarri, að þeir séu jafn myndarlegir og þeir voru í kring- um 1990, þegar stjórnvöld undir forystu Svavars Gestssonar, þáver- andi menntamálaráðherra, gerðu umtalsverða bragarbót í þessum efnum. Skv. frumvarpi því til nýrra leiklistarlaga, sem nú liggur fyrir Alþingi, eru sveitarstjórnir ekki lengur skuldbundnar til að styrkja leikstarf heima í héraði til jafns við ríkið og fá sjálfdæmi um fjárveit- ingar til þess. Allt hlýtur þetta að vera þeim, sem vilja veg áhugaleik- hússins sem mestan, áhyggjuefni. Það er ekki aðeins hagur þeirra, sem starfa á vettvangi áhugaleikfé- laganna, að brugðist sé við slíkri öf- ugþróun. í smáu og fátæklegu leik- listarsamfélagi okkar gegnir áhugaleikhúsið mikilsverðu hlut- verki, bæði sem þátttakandi í al- mennu leiklistaruppeldi þjóðarinn- ar og einnig sem starfsvettvangur fyrir það atvinnufólk, sem er ekki í föstu starfi. Sjálft hefur áhugaleik- húsið sýnt, að það rís undir ábyrgð sinni, umfram allt með því að gera sem mest af því að ráða til sín leik- stjóra með menntun og reynslu. Hins vegar er ljóst, að með hnignandi fjárhag munu mörg félög freistast til að leita fremur til heimamanna en atvinnumanna, sem þarf að greiða fullt kaup. Til lengd- ar myndi slíkt örugglega verða áhugaleikhúsinu dýrkeypt og leiða til dilettantisma, óvandaðra vinnu- bragða, sem hlytu að sínu leyti að draga enn frekar úr aðsókn. Því skiptir óhemju miklu máli, að menn haldi vöku sinni og leiti fast eftir því, að stjórnvöld tryggi tilveru- grandvöll áhugaleiklistarinnar eins og framast er unnt. Ætli mætti ekki segja, að það væri byggðastefna á borði, en ekki aðeins í orði? Erni Alexanderssyni þakka ég svo tilskrifið, sem ber vitni um lofs- verða umhyggju fyrir leiklistinni. Höfundur er leiklishirgngnrýimndi. Orð um áhugaleikhúsið Jón Viðar Jónsson jólapósturinn Rétt póstfang skiptir öllu máli Það vill enginn missa af jólakveðjum frá ættingjum og vinum. Þess vegna brýnum við fyrir fólki að hafa rétta áritun á jólakveðjunum sínum, annars er hætta á að þær komist ekki til skila eða að þeim seinki. Eins er mikilvægt að merkja hús, póstkassa og bréfalúgur greinilega. Póstnúmeraskrá fæst afhent í næsta pósthúsi og eins eru upplýsingará bls. 681 í símaskránni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.