Morgunblaðið - 25.11.1998, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
Á HVERJUM degi
erum við minnt á hve
þróunin í samfélaginu er
hraðfara, hvort sem er á
sviði tækni, viðskipta
eða menningar. Sumt
vekur ugg en fleira vek-
ur vonir um meiri hag-
kvæmni og betra líf.
Þetta sjáum við m.a.
staðfestast í ýmsum
skammstöfunum: PC,
AT, GSM, GPS o.s.frv.
Erfiðara er að koma
auga á tækifærin sem
við hefðum getað nýtt í
þróuninni - en misstum
af. Til okkar brunar
hraðlest sem spennandi
er að taka sér far með og reyna að
stjórna. Ef við horfum á hana þjóta
hjá og hverfa bak við ystu sjónarrönd
ráðum við örugglega engu um stefnu
hennar, hraða eða áfangastað.
Tvær hraðlestir -
sami áfangastaður
Til er tvenns konar samstarfsvett-
vangur atvinnulífs og skóla: Sam-
mennt og Starfsmenntafélagið.
Sammennt var stofnað árið 1990
og hefur beitt sér íyrir samstarfi at-
vinnulífs og skóla, sérstaklega með
þátttöku í evrópskum samstarfs- og
mannaskiptaverkefnum. Aðilar að
Sammennt eru um 30 félög og skól-
ar. Innan Starfsmenntafélagsins,
sem var stofnað 1995, hafa verið
starfandi yfir 20 starfshópar um til-
tekin verkefni sem stuðla að öflugra
atvinnulífi og öflugri skólum. Aðilar
að Starfsmenntafélagsins eru um 50
félög, fyrirtæki, stofnanir og skólar.
Segja má að hvort tveggja samstarf-
ið líkist hraðlest sem stefnir hvor
eftir sinni brautinni á sama áfanga-
stað. Margir eru með í ferð en of
margir standa enn og
horfa á lestarnar þjóta
hjá.
Starf Sammenntar
og Starfsmenntafélags-
ins hefur skilað ein-
staklingum, fyrirtækj-
um og skólum ótvíræð-
um árangri. Þátttaka
einstakra félaga hefur
þó verið með ýmsu
móti. Skólar hafa verið
ötulir í samstarfinu en
af einhverjum ástæð-
um hefur hvorki St-
arfsmenntafélagið né
Sammennt höfðað í
jafn ríkum mæli til fyr-
irtækja. Óhætt er samt
að fullyrða að flestir, bæði einstak-
lingar, skólar og fyrirtæki, hafa ótví-
rætt hagnast af samstarfinu.
Þótt starfsemi Sammenntar og
Undanfarin misseri
hafa orðið breytingar,
segir Ingi Bogi Boga-
son, sem kalla á við-
brögð þeirra sem telja
sig hafa hag af betra
menntasamfélagi.“
Starfsmenntafélagsins hafi skilað
árangri er margt sem bendir til þess
að nánari samvinna þeirra á víðtæk-
ari samstarfsvettvangi muni skila
enn betri árangri. Fyrirtæki hafa
undanfarin ár gert sér æ betri grein
fyrir þeirri auðlegð sem er fólgin í
vel og rétt menntuðu starfsfólki.
Bæði framhaldsskólar og háskólar
líta æ meira á starfsemi sína sem
virðisaukandi þjónustu við atvinnu-
lífið.
Nýir teinar hafa verið lagðir
Þrátt fyrir árangur Sammenntar
og Starfsmenntafélagsins þarf að
bregðast sérstaklega við um þessar
mundir og efla það samstarf atvinnu-
lífs og skóla sem fyrir er. Undanfarin
misseri hafa nefnilega orðið breyt>
ingar sem kalla á viðbrögð þeirra
sem telja sig hafa hag af betra
menntasamfélagi. Af þeim helstu má
nefna aukna áherslu fyrirtækja og
starfsfólks á menntun við hæfi, ný
lög um framhaldsskóla og háskóla,
lög um stárfsmenntun í atvinnulífinu,
nýja stefnu stjómvalda í símenntun
og upplýsingatækni og menntaáætl-
anir Evrópusambandsins.
Allt eru þetta fyrirheit um góða
hluti, en aðeins fyrirheit. Hvorki lög
um skóla né áætlanir ESB kveða á
um það út í hörgul hver skuli fram-
kvæma þá hluti sem til boða standa.
Þeir sem eiga hagsmuna að gæta
þurfa með einhverjum hætti að láta í
ljós vilja sinn um hvernig hlutirnir
verða gerðir að veruleika. Þeir sem
eiga hagsmuna að gæta þurfa sjálfir
að búa til nothæf verkfæri með góð-
an ásetning laga og Evrópusamtarfs
að bakhjarli.
Samnýtum eina lest
I ljósi þess sem hér hefur verið
rakið hafa stjórnir Sammenntar og
Starfsmenntafélagsins ákveðið að
sameina þessi tvö félög í nýjan, víð-
tækan og öflugan samstarfsvett-
vang. Það er von stjórnarfulltrúa
beggja félaga að góð samstaða náist
um stofnun nýs samstarfsvettvangs,
MENNTAR, nk. föstudag.
Fulltrúar félaga, fyrirtækja, skóla
og fræðslustofnana sem hafa áhuga á
frekari samvinnu skóla og atvinnulífs
um menntun eru hvattir til að mæta
á stofnfund Menntar á Hótel Sögu,
fostudaginn 27. nóvember kl. 16.00.
Höfundur er mcnniafulltrú! Sam-
taka iðnaðarins og á sæti i stjóm
Sammcnnlar og Slarfsmenntafé-
lagsins.
Menntalestin
brunar
Ingi Bogi
Bogason
Það er svo mörgu
skrökvað
í MORGUN, þegar
ég, sem þetta skrifa,
fékk eins og allir aðrir
landsmenn í póstkass-
ann minn eintak af
glæsilegum og dýrum
áróðursbæklingi LÍÚ
fylltist ég stolti yfir því
að vera virkur þátttak-
andi í því liði, sem LÍÚ
finnst greinilega hafa
þvingað samtökin út í
þá yfirgengilegu,
barnalegu og kostnað-
arsömu áróðursher-
ferð, sem þessi bæk-
lingur er hluti af. Þar
fara mikinn menn, sem
virðast telja sjálfgefið,
að skoðanir almennings á Islandi
verði mýldar og keyptar í heildsölu,
með því að dengja yfir hann nógu
miklu af áróðursefni í öllum dýr-
ustu og þar með öflugustu fjölmiðl-
um landsins. Allt „fræðslu“-efnið,
sem LIÚ sendir frá sér, er löðrandi
í tilefnum til gi’einaskrifa undir
þein-i yfirskrift, sem hér er notuð.
Bæklingurinn er þar engin undan-
tekning. Mestur hluti hans er raun-
ar endurprentun áróðursauglýsing-
anna úr Morgunblaðinu. Eitt lítið
dæmi af nýmeti úr bæklingnum:
„Seiðavísitala fískifræðilegt hug-
tak sem gefur vísbendingar um
væntanlega stærð fiskistofns út frá
mælingu á fjölda seiða.“ (Greinar-
merkjaskorti textans er haldið hér
óbreyttum.)
Hvar svo sem LÍÚ hefur fengið
þessa skilgreiningu verður hún
einkar spaugileg í ljósi frétta og
annarra upplýsinga, sem birst hafa
undanfarið. Sveinbjöm Jónsson,
sjómaður á Suðureyri, birti með
skilmerkilegri grein sinni í Mbl. 27.
október upplýsingar úr
skýrslum Hafrann-
sóknastofnunar, sem
skipta miklu í þessu
sambandi. Samkvæmt
þeim er hinn gríðarlegi
þorskstofn, sem nú er
kringum landið og sjó-
menn reyna að forðast
sem þeir mega og
fleygja í stórum stíl
fyrir borð til að fénýta
sem best kvótana sína,
sprottinn upp úr ár-
göngum, sem á seiða-
vísitölualdrinum
mældust afarlitlir eða
jafnvel mældust alls
ekki. Samkvæmt því er
spásagnargildi þessara vísitalna
ekki meira en svo, að þessi þorskur
átti nánast ekki að vera til. En
Allt „fræðslu“-efnið,
/ /
sem LIU sendir frá
sér, er löðrandi í tilefn-
urn til greinaskrifa
undir þeirri yfírskrift,
sem hér er notuð, segir
Jón Sigurðsson í
sjöundu grein sinni.
fleira kemur til. Þessa sömu daga
er í íjölmiðlum minnt á fréttir frá
1996 úr Barentshafinu, þar sem frá
því var sagt, að það ár hafi seiða-
vísitala þorsks mælst mjög há, hin
næsthæsta frá metárinu 1992, en
öll árin þar í milli hafi gefið mjög
háa vísitölu. Þessi ofurárgangur frá
1992 ætti að réttu lagi nú að vera
kominn duglega inn í veiðistofninn,
en allir vita hvað gerst hefur. Al-
þjóðahafrannsóknaráðið hefur lagt
tÚ, að þorskafli í Barentshafi fari
niður í röskan þriðjung þess, sem
það lagði til fyrir fáum árum.
Eina ályktunin, sem dregin
verður af þessum tveimur dæmum,
er, að spásagnargildi seiðavísitölu
fyrir framtíðarstærð þorskstofns sé
ekkert. Rímar það raunar mjög vel
við það, sem tölfróður maður sagði
mér og hafði reiknað upp úr skýrsl-
um Hafrannsóknastofnunar, að
enga marktæka tölfræðilega fylgni
megi finna milli stærðar hrygning-
arstofns þorsks eins og Hafrann-
sóknastofnun hefur metið hann og
nýliðunar á þorski.
Það verður að meta LÍÚ til máls-
bóta, að þetta skrök er væntanlega
aðfengið, en ekki algerlega heima-
bakað eins og annað skrök, sem
samtökin bjóða almenningi upp á
um þessar mundir og verja ógrynni
fjár til að telja fólki trú um, að lygin
sé sannleikur. En forystumönnum
LIÚ sést yfir eitt grundvallaratriði.
Á Islandi er svo mikið af vel upp-
lýstu og hugsandi fólki, hvarvetna í
þjóðfélaginu, að svona gagnsær og
oft barnalegur áróður í þágu vonds
málstaðar dugir ekki til að selja
hann almenningi. Því meira fé sem
LIÚ ber í þennan skoðanahernað,
þeim mun sannfærðari verður al-
menningur um, að málstaður LÍÚ
sé vondur. Fjárausturinn er í leið-
inni til marks um hversu þeir
óverðugu fjármunir, sem með þess-
um látum er verið að verja, eru
gríðarlegir.
Höfundur er fyrrverandi friun-
k væmdastjóri.
Jón
Sigurðsson
MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 1998 3St
LYFjAVERSLUN ÍSLANDS H F .
HLUTHAFAFUNDUR
LYFJAVERSLUNAR ÍSLANDS HF.
VERÐUR HALDINN AÐ BORGARTÚNI 6, 4. HÆÐ
(RÚGBRAUÐSGERÐIN)
MIÐVIKUDAGINN 9. DESEMBER, KL. 16.00
Dagskrá:
1. Tillaga um staðfestingu á sölu á framleiðslu- og
þróunardeildar félagsins til Delta hf.
2. Tillaga stjórnar um að félaginu sé heimilt að kaupa
allt að 10% eigin hluti samkvæmt 55. grein laga
um hlutafélög.
Dagskrá og endanlegar tillögur munu liggja frammi
á skrifstofu félagsins 7 dögum fyrir hluthafafund.
Abgöngumibar, atkvæðaseðlar og fundargögn verba
afhent á skrifstofu félagsins Borgartúni 7, á 2 hæb,
dagana 2.- 8. desember kl. 9-16. Hluthöfum er
vinsamlegast bent á ab vitja fundargagna sinna fyrir
kl. 16. þriðjudaginn 8. desember.
Stjórn Lyfjaverslunar íslands hf.
26. nóv.-9. des.
BKvifcmynclir
Vantar þig venjulega tölvu? |
nútriuvA
Blþrótlif
úA.kvr.lr’-M.*-'
HBörn
JóladagataliB
()|„«>iMwi>ún»kki«»» 129.900 kr
sTwlNNi'nturnet
Aco^Applebúðin
/ allri sinni mynd!