Morgunblaðið - 25.11.1998, Page 41

Morgunblaðið - 25.11.1998, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 1998 41*' Sannleikurinn er ljós - lygin torskilin ÞRÁTT fyrir pott- þétt rök fjölda máls- metandi manna um eyðileggjandi áhrif nú- verandi fiskveiði- stjórnunarkerfis eru hvorki teikn á lofti um að ráðandi stjórnmála- menn landsins ætli að hlusta á þau né bregð- ast við þeim í neinu samræmi við alvöru málsins. Einu viðbrögð forystumanna Sjálf- stæðisflokksins og Framsóknarflokksins eru útúrsnúningur og blekkingar. Er sárt fyrir mig til þess að hugsa að ég ber sjálfur að hluta til ábyrgð á forystu þess fyrrnefnda með því að kjósa þann flokk mest- megnis í hálfan fjórða áratug. Enn alvarlegra er til þess að hugsa að 70% landsmanna skuli nú styðja ríkisstjórn þessara flokka, sem með sömu stefnunni í kvótamálinu „eru að vinna spjöll á framtíð íslensku þjóðarinnar" svo vitnað sé í skrif eins frambjóðanda í prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins. Helsta viðfangsefni íslenskrar þjóðmálaumræðu næstu mánuði hlýtur að verða að fá íslenskan al- menning til þess að skilja að hags- munir hans liggja í því að fela ekki þessum stjórnmálaflokkum umboð sitt á næsta kjörtímabili. Öllum hugsandi mönnum á að vera það ljóst núna að haldi núver- andi ríkisstjórn völdum mun hún festa endanlega í sessi það ótrúlega ranglæti sem felst í ómálefnalegi’i mismunun þegnanna til nýtingar sameiginlegrar eignar, fiskimiða landsins. Þá verða forréttindi sæ- greifaaðalsins endanlega ti-yggð, en það jafngildir 300 milljarða króna þjófnaði frá þjóðinni eða 300 millj- arða króna skatti á sjávarútveg framtíðar- innar þegar foréttinda- hópurinn, sem fékk í gjöf frá gjörspilltum (eða lygilega skamm- sýnum) stjórnvöldum rétt til að veiða allan sjávarafla á Islands- miðum um ókomna framtíð, hefur selt þennan rétt. Allmargir þeirra hafa þegar gert það og m.a. farið með millj- arða króna á hluta- bréfamarkaði erlend- is. Sameign þjóðarinn- ar hefur þannig farið í gegnum hendur sægreifanna til að byggja upp atvinnulíf annaiTa landa, en einnig veitir þetta gjafafé sægreifunum ósanngjarna forgjöf í samkeppninni, hvort sem þeir kjósa að halda sig áfram í sjávarút- vegi eða fara inn á ný svið atvinnu- lífsins. Nánast daglega kveðja sér hljóðs málsmetandi menn á síðum Mbl. til að lýsa því að núverandi fiskveiði- stjórnarkerfi sé „að óbreyttu óhaf- andi og beinlínis stórhættulegt fyr- ir útgerðina sem atvinnugrein og þar með þjóðarhag", svo vitnað sé orðrétt í einn þein’a. Flestir þessir menn eiga það sammerkt að hafa ekki beina persónulega hagsmuni af leiðréttingu á stjórn fiskveiða. Fyrir flestum vakir aðeins að leggja sitt af mörkum til þess að hér megi ríkja sanngjarnir og skyn- samlegir stjórnarhættir þar sem frelsi og jafnræði þegnanna fær að njóta sín, þjóðinni allri til góðs. Hinir sem reyna að verja kerfið, og þeir eru fáir, eiga það hins veg- ar flestir sammerkt að þeir hafa stórkostlega beina hagsmuni af viðhaldi óréttlætisins. Rök þeirra eru jafn óljós og þokukennd eins og rök þeirra, sem vara við afleið- ingum núverandi kerfis, eru tær og skír. Sannleikurinn er oftast einfald- ur og Ijós, en lygin er torskilin, flókin og ógrunduð. Einhverjir kunna að halda að bræðingurinn sem nú er verið að malla á vinstri kantinum sé líklegur til að taka á þessu máli. Þar eru margir góðir menn í bland, eins og raunar er í stjórnarflokkunum. Þrátt fyrir góðan hug minn til Aiþýðuflokks- ins, sem ég hef stundum stutt þeg- ar þannig hefur háttað til, tel ég að R-listinn sýni það og sanni að hrokafull og ólýðræðisleg öfl séu Látum ekki kúga okkur til fylgis við þá, segir Valdimar Jóhannes- son, sem vinna gegn hagsmunum okkar. sennileg til þess að ná völdum í þessum bræðingi en ekki sá mann- kærleikur og réttsýni sem ræður för hjá sumu fólki í Alþýðuflokkn- um, sem nú er illu heilli genginn í bland við tröllin. Eg treysti illa fólki sem heldui' að til Kúbu sé að leita eftir fyrir- myndum þjóðfélagslegi’a umbóta. Eg skipti mér ekki af því að fólk fari sér til upplyftingar á sólar- strönd nánast hvert sem hugur þess býður. En að efna til hálfopin- berrar heimsóknar þangað og prísa svo sæluríki sósíalismans eins og þeir gerðu sumir eftir fórina er nú ekki til marks um dómgreind sem ég treysti mér til að blanda geði við. Kjósendur munu heldur ekki treysta þessu fólki fyrir umboði sínu. Valdimar Jóhannesson Að læra í gegn- um sjónina HUGMYNDIR fræðimanna um kennsluaðferðir á sviði uppeldis og fötlunar þróast mjög ört og taka sífelldum breyt- ingum með vaxandi skilningi á möguleik- um manneskjunnar til að læra þrátt fyrir al- varlega fötlun. For- eldrar barna með Down’s heilkenni (mongólíta) hafa sýnt mikinn áhuga á kennsluaðferðum Iré- ne Johansson, en hún er prófessor í málvís- indum og kennari fatl- aðra bai’na við háskólann í Karl- stad í Svíþjóð. Iréne kom til Islands fyrr á þessu ári að tilhlutan Félags áhugafólks um Down’s heilkenni og hélt erindi fyrir foreldra, fagaðila og kennara fatlaðra barna. Niður- stöður rannsókna á kennsluaðferð- um hennar, sem staðið hafa yfir í 18 ár, vöktu mikla athygli vegna þess að þær sýna ótrúlegar fram- farir um 60 barna, sem tekið hafa þátt í rannsókninni. Kennsluaðferðir Iréne eru byggðar á þeim skilningi að aldrei sé of seint að byrja að þjálfa börn með Down’s heilkenni, en að bestur árangur náist með þjálfun frá fæð- ingu þeirra. Niðurstöður rannsókn- anna sýna að sjónræn kennsla flýtir fyi-ir málþroska og eflir færni barn- anna til að læra stig af stigi, fyrst bókstafi, svo orðmynd- h’ og síðan málfræði- lega réttai- setningar. Tákn með tali er notað við kennsluna, þar til bamið hefur náð valdi á venjulegu talmáli. Iréne telur einnig mjög mikilvægt að fólkið í umhverfi bamsins læri mál bamsins og að það styðji við kennsluað- ferðmnar með skipu- lögðum hætti með myndun svokallaðs ör- yggisnets. Oryggisnet- ið er myndað af hópi fólks úr umhverfi barnsins,_ sem hittist einu sinni í mánuði. í því era for- eldrar, systkini, afar, ömmur, fagað- ilar, kennarar og vinir. Hópurinn tekur sífelldum breytingum eftir því sem bamið þroskast. Hann veit- ir stuðning á mánaðarlegum fund- um, þar sem fjallað er um stöðu bamsins hverju sinni og sett ný þjálfunar- og kennslumarkmið. Ábyrgðinni á störfum hópsins er dreift á milli þriggja aðila í hópnum. Á fræðslufundi, sem haldinn var nýlega á vegum Félags áhugafólks um Down’s heilkenni, kom fram að mikill áhugi er fyrir því að gera hvoratveggja; í fyrsta lagi að til- einka sér kennsluaðferðir Iréne í þjálfun og málöi-vun barnanna. I öðra lagi að stuðla að því að búið verði til öryggisnet um hvert þeirra. Iréne Johansson prófessor er væntanleg öðru sinni til Islands á Ásta M. Eggertsdóttir Kennsluaðferðir Iréne eru byggðar á því, segir Ásta María Egg- ertsddttir, að aldrei sé of seint að byrja að þjálfa börn með Down’s heilkenni. næsta ári að tilhlutan Félags áhugafólks um Down’s heilkenni til að halda fleiri fyrirlestra. Margir bíða komu hennar með tilhlökkun og eftirvæntingu. Ótrálega góður árangur af kennsluaðferðum Iréne gefur foreldram barnanna von og styrk til að takast á við uppeldi þeirra sem krefst óhjákvæmilega mikillar orku. Góður árangur Iréne eflir einnig samkennd innan hóps fjölda fólks sem umlykur börnin. Höfundur or leikskólakcimuri, fyrrv. framkvæmdastjóri og amma barns með Down’s heilkenni. 30% afsláttur mán. mil. kl. 9-13 Andlitsbai (,.980 Litun oq plokkun 1.690 Handsmjrtituj 2.690 Samt. 9.160 30% afsl. 6.612 SNYRTI & NUDDSTOFA Hönnu Kristínar Ðidriksen Laugavegi 40, sími 561 8677 í ljósi ofangreindra staðreynda stendur nú fyi’ir dyram að stofna stjórnmálaflokk sem hefur það að aðalstefnumáli sínu að leiðrétta ranglæti núverandi fiskiveiðistjórn- unar, - frjálslyndan umbótaflokk sem leggur fyrst og fremst áherslu á frelsi, jafnrétti og samstöðu okk- ar allra til þess að hér megi ríkja forsendur fyrir almennri lífsham- ingju allra, - en ekki bara þeirra, sem njóta forréttinda. Margir góðir menn hafa tráað því að hægt væri að ná þessum markmiðum með því að vinna að þeim innan t.d. Sjálfstæðisflokks- ins. Niðurstaðan úr prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins á Reykjanesi sann- ar að svo verður ekki. Forystu- Heldur þú að Ginseng sé uóg ? NATEN ______- er nóg l menn flokksins, jafnt sem forystu- menn Framsóknarflokksins, hafa ákveðið að verja forréttindi sæ- greifaveldisins. Þeim foiTéttindum verður ekki haggað nema með ~ kosningasigri Frjálslynda flokksins í næstu kosningum. Því liggur ár- angur í þessu máli í því að gera stofnun Frjálslynda flokksins að eftirminnilegum pólitískum sigri. Látum ekki kúga okkur til fylgis við þá sem vinna gegn hagsmunum okkar og barnanna okkar, - við þá sem vilja treysta í sessi forréttinda- kerfi sem hvergi á sér samsvöran í vestrænum lýðræðisríkjum. Höfundur situr í stjóm Samtaka um þjóðareign. SÖLUKENNSLA GUNNARS ANDRA Einkaþjálfun • Námskeiö • Ráögjöf • Fyrirlestrar Við hbfum sameiginlegt markmið - að þér gangi vel! Upplýsingar í síma 561 3530 og 897 3167 Mikið úrval af ' kvenfatnaði í öllum stærðum frá 6 (32) til 30 (56) Vönduð vara - Gott verð Pantið tímanlega fyrir jólin! f ________^ sími 565 3900 I ? MARK Hádegisverðarfundur IMARK* á Hótel Sögu, Ársölum, 2. hæð, fimmtudaginn 26. nóvember kl. 12-13.30 Hvað er að gerast á smásölumarkaðinum? Um fátt hefur veri& meira rætt innan viðskiptalífsins en þróunina á íslenskum smásölumarkaði og hefur umræðan meðal annars snúist um eftirfarandi spurningar: Er valdasamþjöppun á matvörumarkaði? Hver verða áhrif erlendra verslunarkeðja? Eru innkaupasambönd smásala að ryðja heildsölum út af markaðinum? Á fundinum munu nokkrir aðilar úr viðskiptalífinu fjalla um framtíð smásöluverslunar á íslandi og áhrif breytinganna fyrir hinn almenna neytanda. Framsögumenn • Jón Björnsson, framkvæmdastjóri Hagkaups • Sigurður Jónsson, framkvæmdastjóri Kaupmannasamtakanna Fundarstjóri • Ólafur Ragnarsson, framkvæmdastjóri Vöku-Helgafells Þátttökugjald er 1.500 kr. fyrir þá sem greitt hafa félagsgjald ÍMARK en 2.500 kr. fyrir aðra. Léttur hádegisverður og kaffi er innifalið. PS. Við vekjum athygli á jólaheimsókn ÍMARK, þann 11. desember nk., tíl íslenska útvarpsfélagsins. Forsvarsmenn fyrirtækisins munu segja okkur frá markaðsstarfi sjónvarps- og utvarpsstöðva og netfyrirtækis í eigu þeirra. 1IHHI /sESJ Margt smdtt OPIN KERFl HF K-HiMI m aSNVAS? FLUGLEIDIR á •ffeviT Y1S1 m Landsbanki Mk (stonds

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.