Morgunblaðið - 25.11.1998, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 25.11.1998, Qupperneq 42
.*í 2 MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ELÍNBORG GUÐMUNDSDÓTTIR, Ballará, Dalabyggð, lést laugardaginn 21. nóvember sl. Jarðarförin auglýst síðar. Guðmundur Magnússon, Guðrún Magnúsdóttir, Guðríður S. Magnúsdóttir, Haraldur S. Jónsson, Elín Magnúsdóttir, Elísabet Magnúsdóttir, Svavar Guðmundsson, Ólafía Magnúsdóttir, Sæmundur Kr. Sigurlaugsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Faðir okkar, tengdafaðir, fyrrverandi eigin- maður, afi og langafi, EINAR HELGASON bókbandsmeistari, hjúkrunarheimilinu Eir, sem lést þriðjudaginn 17. nóvember, verður jarðsunginn frá Áskirkju föstudaginn 27. nóv- ember kl. 15.00. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á líknarfélög. Ragnar G. Einarsson, Guðlaug Friðriksdóttir, Helgi R. Einarsson, Helga Stefánsdóttir, Dagný H. Leifsdóttir, Steinunn Sigurgeirsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Faðir okkar, tengdafaðir, stjúpfaðir og afi, FRIÐRIK L. GUÐMUNDSSON, Espigerði 4, lést á Landakotspítala 24. nóvember. Útförin auglýst síðar. Guðbjörg M. Friðriksdóttir, Eiríkur Þóroddsson, Gylfi Friðriksson, Þórarinn Baldvinsson, Ólöf Eiríksdóttir, Þóroddur Eiríksson. + MARÍA HENCKELL, Hraunteigi 20, Reykjavík, lést mánudaginn 23. nóvember. Helga Guðrún Sigurjónsdóttir, Hjalti Sigurjónsson, Sigurjón Helgason, Guðrún Bjarnadóttir, Guðfinna Bjarnadóttir. + KRISTÍN ÓLAFÍA SIGURÐARDÓTTIR, sem lést á heimili sínu, Lindargötu 62, föstudaginn 13. nóvember, verður jarðsungin frá Háteigskirkju föstudaginn 27. nóvember kl. 10.30 Lilja Magnúsdóttir, Skarphéðinn Ólafsson og börn. María J. Sigurðardóttir, Jón Hjartarson, Árni Rósason. + Elskulegur eiginmaður minn, ÞÓRARINN VIGFÚSSON, Mararbraut 11, Húsavík, lést fimmtudaginn 19. nóvember. Útförin fer fram frá Húsavíkurkirkju laugar- daginn 28. nóvember kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Magda Vigfússon. BJARNI KRISTÓFERSSON + Bjarni Kristó- fersson fæddist á Akranesi 21. júlí 1917. Hann Iést 19. nóvember síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Akra- neskirkju 24. nóv- ember. „Þétt upp í greip- ina,“ sagði hann. „Taktu almennilega í höndina á mér.“ Það var eitt það fyrsta sem afi kenndi okkur krökkunum; að taka í höndina á fólki og heilsa því hvorki slyttislega né feimnislega, en taka þétt í hönd þess, „þétt upp í greip- ina“. Þegar við uxum úr grasi fylgdu okkur úr garði ábendingar hans og uppfræðsla sem laut að umhverfi og náttúru, öllu þessu lífí sem flaug um loftið, stökk til og frá á túnum eða synti um í sjó og ám. Afi Bjami bar virðingu fyrir nátt- úrunni og leit á sig sem hluta af henni. Hann þoldi aldrei ef menn fóru í hreiður fugla og stálu eggj- unum eða steyptu hreiðrinu. En hann var veiðimaður af guðs náð. Gekk á vorin um Akrafjall og tíndi veiðibjölluegg, eins og siður var á Skaga og er enn. Og hann fór ung- ur að stunda sjó frá Akranesi; var háseti á vertíðarbátum og var á sfld öll sumur. Síðar á ævi sinni, þegar hann „var kominn í land“ og var farinn að vinna almenna verka- mannavinnu, sá hann til þess að tengsl sín við hafið rofnuðu ekki. Hann hóf að sækja á grásleppumið norðan við Akranes. Á vorin og fram á sumar reri hann í félagi við syni sína, tengdason og fleiri - svona eftir því hvernig stóð á hjá mönnum þá og þá vertíðina - og þessi útgerð var tímafrek. Hann setti sjálfur upp sín net (og naut við það dyggrar aðstoðar ömmu) og fiskaði oft vel í þau. Auðvitað fylgdi þessu líka óttalegt bras, ekki síst ef netin höfðu legið utan með þara- loðnum skerjum í leiðinlegum sjó. Þá var staðið við að greiða úr og hreinsa. En bæði afi og amma höfðu ekki vanist öðru en því að maður þyrfti að hafa fyrir lífinu; það hafði enginn sagt að lífið ætti að vera léttur og áreynslulaus dans. Þau tóku lífið því alvarlega, en ekki of hátíðlega. Þess vegna var ætíð rúm fyrir hlátur, kerskni og hverskyns veislu- og samkomuhald. Afi var kappsamur maður. Og óþolinmóður. Það átti allt að gerast tafarlaust; verkin áttu ekki að bíða til morguns. Oþolinmæðin gat tekið á sig kostulegar myndir. Ef afi var á ferðalagi var það vani hans að stöðva bflinn á hverri þeirri brú sem lá yfir gjöfula laxveiðiá. Væru veiðimenn nálægir sá afi til þess að þeir kæmu upp að bílnum og þá skrúfaði hann niður rúðuna og spurði hvort þeir væru að fá hann. Þegar hann hafði fengið svar við spurningunni var hann vís með að skrúfa í skyndi upp rúðuna og bruna af stað, í burt frá viðmæl- anda sínum sem stóð ráðvilltur eft- ir og hafði búist við frekari orða- skiptum, sem engin urðu í þetta sinn. Af hálfu afa var hér ekld um dónaskap að ræða, eða stæla. Hann hafði fengið að vita það sem hann þurfti að vita og lét hvatvísi sína ráða för. Afi var skapmikill. Oft æsti hann sig og var þá jafnan snöggur upp. Þá brá okkur krökkunum stundum. En honum rann reiðin mjög íljótt. Hann var dálítill herforingi í sér; r Blómabúðín darS skom t v/ possvogsklrkjugarð , v 5ímii 554 0500 afskiptasamur og lét sig það miklu varða hvað ættbogi hans var að sýsla þá stundina. Og fannst mörgum stjórnsemin stundum ærin. En hann bar virðingu fyrir fólki. Og hann bar virðingu fyrir okkur barnabörnun- um. Honum þótti vænt um okkur og honum þótti ekki ástæða til annars en að við fengj- um sömu innsýn í lífið og þá sem hann hafði öðlast. Þess vegna tal- aði hann ekki við okkur eins og við værum skynlaus og tilgangslaus, heldur talaði hann við okkur sem værum við hans bestu vinir. Afi var fæddur á Akranesi en ólst að mestu upp í Reykjavík hjá foðurforeldrum sínum. Faðir hans var sjómaður á aflahæstu skútu ís- lendinga, Valtý, en það skip hvarf nótt eina í ársbyrjun 1921, í aftaka- veðri undan Suðurlandi. Allir skip- verjar fórust. Móðir afa, Júlíana, bjó áfram á Akranesi við Vestur- götu, í agnarlitlu húsi sem kallað var Götuhús. Seinna reisti afi tveggja hæða hús fyrir sig og fjöl- skyldu sína á þeirri lóð, beint á móti barnaskólanum. Það hús köll- uðum við krakkarnir líka Götuhús. Við sóttum mikið þangað. Afi var af íyrstu kynslóð Islend- inga sem fékk almennt tækifæri til þess að byggja upp nokkuð sjálf- stætt líf. Eftir seinni heimsstyrjöld var farið að byggja í landi hins forna Garðaprestakalls, austar á Skaga, og í þessu gamla mýrlendi tóku Skagamenn að reisa sín ein- býlishús, iðulega á tveimur hæðum. Með því að iðka óspart vinnuskipti (og virkja alla fjölskyldumeðlimi) tókst fólki að reisa sér þak yfir höf- uð, þótt það hefði ekki digra sjóði að sækja í. Afi Bjami var stoltur af húsinu við Vesturgötu. Húsið var hluti af ævistarfi hans. Hann vildi aldrei flytja burt úr því, á meðan hann hafði nokkra heilsu. Hann tók það ekki í mál. Þrátt fyrir alla vinnuhörkuna, bæði til sjós og lands, átti afi auð- vitað sínar frístundir. Að vísu upp- lifðum við barnabömin afa okkar þá jafn kappsaman og þegar hann var við sín daglegu störf. Rétt eftir stríð var hann í hópi þeirra Akur- nesinga sem tóku að renna fyrir lax í Borgarfirði og vestur í Dölum. Afi var ákafur laxveiðmaður og í lax- veiðitúmnum unni hann sér aðeins lögboðinnar hvfldar. Hann var þot- inn upp af beddanum og út úr veiði- húsinu um leið og tími var til kom- inn. Ef það var nokkuð sem átti hug hans allan þá var það líkast til glíman við þennan óútreiknanlega fisk. Síðustu árin, þegar hann hafði aðeins gervifætur að standa í, lét hann það ekki aftra sér frá því að þjálfa sig svo vel, að hann komst flestra sinna ferða. Hann ók bfl og brölti fram á árbakka... og þar gerðum við okkar besta til þess að skjóta undir hann tjaldstóli, en ákafinn og veiðigleðin var svo yfir- gengileg að sem fylgdarmaður afa átti maður stundum fullt í fangi með að halda aftur af honum og gæta þess að hann færi sér ekki að voða. En þannig var laxveiði afa okkar alla tíð undarleg blanda af sporti og vinnu. Hann var alltaf að draga björg í bú. Sú hugsun var honum innprentuð frá því hann var barn og unglingur. Að sama skapi vora hinar árlegu berjaferðir inn í Grafardal síðla sumars ekki aðeins skemmtilegur útivistardagur fjöl- skyldunnar heldur var ferðin farin af brýnni nauðsyn. Fólk birgði sig upp fyrir veturinn og átti til ferska krækiberjasaft á ótal gömlum flöskum. Afi bjó yfir mörgum mannkost- um sem komu honum að gagni í líf- inu. Hann var léttur í lund og snöggur að horfa á gengi lífs síns og annarra með húmor og honum féll illa allt svartagallsraus. En hann var ekki hæðinn maður og erfiðleikum í lífínu mætti hann ekki af tilfinningaleysi eða tilfinninga- kulda. Þvert á móti: Við upplifðum afa sem mjög tilíinningaríkan mann og hann skammaðist sín aldrei fyrir að sýna þær tilfinning- ar, hvoi-t sem þær voru kallaðar fram af gleði, reiði eða sorg. En þótt ævi hans hafi lengst af verið gæfurík greiddu örlögin honum mörg þung högg og það reyndi ósjaldan á manninn sem hann hafði að geyma. Amma okkar, Guðrún Oddsdótt- ir, lést íýrir sjö árum. Afi harmaði lát hennar mjög, enda höfðu þau þá að baki fimmtíu ára hjónaband. Það veittist afa erfitt að sætta sig við dauða ömmu. Hún hafði verið félagi hans og vinur og hún hafði stutt við bakið á honum í veikindum hans. En þótt ömmu nyti ekki lengur við gafst hann ekki upp, heldur bjó áfram í nokkur ár einn á heimili sínu og glímdi við fötlun sína. Um leið óx einsemd hans. Jafnvel þótt hann hafi haft samskipti við fjöl- skyldu sína og gamla vini var eins og lát ömmu væri síðasta og ef til vill afdrifaríkasta áfallið sem afi varð fyrir. Eftir það náði hann sér aldrei fullkomnlega á strik aftur. Það var ömurlegt að upplifa, hvernig langvarandi veikindi drógu máttinn úr afa Bjarna; manni sem við krakkarnir þekktum aldrei öðruvísi en hraustan, fullan af lífs- þrótti og athafnagleði. Nú er jarð- vist hans á enda. Við munum ávallt minnast afa okkar. Hann var hlýr og tilfinn- ingaríkur maður og sterkur per- sónuleiki sem var heiðarlegur og trúr sjálfum sér og kunni þá list að horfa jákvæðum augum á tilveruna, jafnvel þegar útlitið var sem verst. Það sýndi hann okkur og sannaði, oftar en einu sinni. Og öll lærðum við að heilsa fólki. Við tökum auð- vitað „þétt upp í greipina" og heils- um fólki almennilega. Blessuð sé minning afa okkar, Bjama Kristóferssonar. Barnabörn. Elsku afi. Okkur langaði til að kveðja þig með fáeinum orðum. Þótt samveru- stundir okkar síðustu ár hafi verið strjálar vegna fjarlægðar þá er margs að minnast frá þeim tíma er við bjuggum á Akranesi. Hugurinn hvarflar heim á Vesturgötuna til ykkar ömmu og afa. Þar sem R.K.E. (súkkulaði) var geymt í sér- skáp og brúnterta með englakremi var í miklu uppáhaldi í sunnudags- kaffinu. Húsið á sléttunni var mjög vinsælt á þeim tíma og þú hafðir gaman af slíkri rómantík, hvort sem var á skjánum eða í sígildum bókmenntum. Okkur er minnis- stætt er þú sast í stólnum þínum inni í stofu með bros á vör og glettni í augum þegar Andri, smá- patti, hafði stolið gervifætinum og falið hann. Alltaf varstu jákvæður og sást skondnu hliðarnar þótt fæt- urna vantaði. Einnig eru minnis- stæðir rúntar niður á bryggju eða kringum Akrafjallið með þér, þá reyndir þú að kenna okkur nöfnin á fuglunum og hin ýmsu ömefni. Þú varst duglegur að keyra langa leið austur á sumrin til að heimsækja okkur og þá var yfirleitt farið að veiða eða farið í skoðunarferðir með þér niður á firði. Þú varst alltaf brosmildur og glettinn og því var erfitt að sjá hversu sorgmædd- ur og beygður þú varst er amma féll frá svo skyndilega fyrir nokkrum árum. En við vonum að þér líði sem best nú og að fundum ykkar ömmu beri saman á ný. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Guð geymi þig. Þín Eyrún Huld, Andri Reyr og Agnes Brá.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.