Morgunblaðið - 25.11.1998, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 25.11.1998, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 1998 43^ MINNINGAR ÞURIÐUR SIG URÐARDÓTTIR + Þuríður Sigurð- ardóttir fæddist í Reykjavík 5. októ- ber 1907. Hún lést í Hafnarfirði 22. október síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Garða- kirkju 30. október. Vinkona mín Þuríð- ur Sigurðardóttir lést að morgni 22. október síðastliðinn, á St. Jós- efsspítala í Hafnar- firði. Heilsa hennar hafði verið léleg lengi, en þó brá mér er ég frétti lát hennar því missir móð- ur, ættingja og vina kemur ávallt á óvart. Eg vil minnast vinkonu minnar. Annað get ég ekki því hún var mér mikils virði og ég sakna hennar. Við Þuríður kynntumst á St. Jós- efsspítala, þá báðar sjúklingar þar. Það var fyrir 10-12 árum að mig minnii- og það kom fljótt í Ijós að við áttum vel skap saman. Þegar Þuríð- ur fór heim bauð hún mér í heim- sókn til sín og fljótlega eftir að ég kom heim fór ég í heimsókn til hennar. Það var alltaf gaman að koma til hennar, hún var fróð og skemmtileg kona, og fór ég því oft til hennar. Þannig háttaði málum að hún átti heima á þriðju hæð og komst lítið sem ekkert um stigana svo að ég heimsótti hana alltaf á hennar heimili, en kæmist ég ekki einhvern tíma hafði ég símasam- band við hana, því að sambandið við hana vildi ég ekki fara á mis við. Þuríður hafði alveg frábæra frá- sagnargáfu. Þegar hún var að segja frá upplifði ég frásögn hennar sem allt væri þetta að gerast fyrir aug- um mínum. Þuríður var rúmum 20 árum eldri en ég, en því fann ég aldrei fyrir. Hún sagði mér svo margt frá gömlu árunum sem ég, Reykjavíkurkonan, hafði ekki áður upplifað að sjá fyrir mér, þá tíma sem ég hafði aðeins lesið um, en sumt hafði ég aldrei heyrt né lesið um. Öll árin sem við þekktumst eru mér ómetanleg og sagði ég oft við Þuríði er við kvöddumst með faðm- lagi að gömlum og góðum sið. „Þuríður mín, ég fer alltaf ríkari frá þér en þegar ég kom.“ Hún gat ver- ið glettin og gamansöm líka, og ég man þegar hún var að segja mér af fólki sem þótti öðruvísi, þá lék hún þann aðila svo vel að ég grét af hlátri, en alltaf eftir slíka sögu sagði hún eins og afsakandi: - Ljótt er af mér að vera nú að þessu um blessað fólkið, því erum við ekki öll eitthvað öðruvísi en næsta mann- eskja? - Hún talaði aldrei illa um nokkurn mann. Ég má til með að nefna eitt, hún var að tala um æskuár sín og segir mér frá því að hún hafi átt heima við Óðinsgötu um tíma og þá kynnt- ist hún tveim bræðrum, sá eldri hét Friðrik og sá yngri hét Guðni, hún sagðist aldrei hafa getað gleymt þeim því þeir kenndu henni lagið og vísuna Jólasveinar einn og átta. Þessh' drengir voru eldri en hún en léku stundum við hana, eldri dreng- urinn, sem hét Friðrik, var faðir minn. Þetta fannst mér stórmerki- legt. Sérfræðingar í blómaskreytingum við ()ll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 909(1 Þuríður var mjög listræn kona og prjón- aði og saumaði mikið, síðari árin var það helst prjónaskapm-inn á barnabörnin og hekl- aði hún líka mikið, ég sá marga fagra hluti eftir hana. Ekki má gleyma hversu mikill listmálari hún var, hún byrjaði á því sem full- orðin kona og eru mörg fögur málverk eftir hana, ég er svo lánsöm að hún málaði og sendi mér jóla- og afmæliskort, og er síðasta kortið til mín frá 98. Þessi verk hennar til mín eru dýrgripir og hef ég þau í stórum ramma á veggnum við hlið- ina á ramma með mynd af barna- börnum mínum. Þuríður var ekki há kona en hún var stór, því hún var mjög vel gefin, og víðlesin og minnug með afbrigð- um, enda var það svo að ég gleymdi oft stað og stund í nærvist hennar. Ég minnist til dæmis þess, sem oft kom fyrir, ég var búin að vera hjá henni og við vorum að rabba saman, þá hringdi síminn, það var maður- inn minn að vita hvort hann ætti ekki að sækja mig. Ástæðan var að hált var úti og ég á ekki mjög gott með að fóta mig í hálku. Hann hafði þá labbað með mér svo ég kæmist til vinkonu minnar og ég hafði beðið hann að sækja mig en sagst hringja til að láta hann vita (tiltók þá jafn- vel tíma!) en gleymdi mér alveg, því svo skemmtilegt var að vera hjá henni. í eitt af íyrstu skiptunum sem ég kom í heimsókn kom ung kona, Þuríður segir - Þetta er Hrafnhildur dóttir mín, - ég kynni mig og stend upp og segi, ,jæja, best að fara að koma sér“, en þá segir Hrafnhildur - nei, nei, ég er að fara, ég kem bara á eftir. - Þeg- ar Hrafnhildur er farin segir Þuríð- ur, - þetta er hún Hrafnhildur mín, hjálparhellan mín. - Oft eftir þetta hittumst við Hrafnhildur hjá mömmu hennar. Hún kom þá gjarnan inn, rabbaði smávegis við okkur, fór svo og sagði um leið, - bless, ég kem á eftir mamma mín. - Sem sé, það voru óskráð lög um að láta okkur í friði! Eitt mesta áhugamál Þuríðar var ættfræði, og hef ég engan þekkt jafn fróðan um ættfræði. Þuríður, komin á tú’æðis aldur, hélt sjálf öll- um börnum í sinni ætt þar sem út- gefnum ættarbókum lauk. Hún skráði í bók nafn foreldra barns, fæðingardag og ár ásamt nafni barnsins, svona hélt hún utan um ætt sína, þetta var henni mikils vh’ði, hvað þá eftirlifandi fólki henn- ar. Þuríður var trúuð kona og töluð- um við oft um andleg mál því þar höfðum við sömu skoðun eins og í svo mörgu. Ég mun alltaf muna að þegar ég var búin að bjalla og hún að hleypa mér inn, þá stóð hún alltaf í ganginum og beið þar til ég var komin upp til hennar, og þá var maðm' faðmaður og boðinn velkom- inn og sama var þegar ég fór, þá beið hún frammi í gangi til að fylgj- ast með að allt gengi vel, að alltaf þegar við kvöddumst báðum við lwor annarri guðs blessunar. Ég kom til vinkonu minnar hálf- um mánuði áður en hún dó. Þá bár- ust í tal hjá okkur andleg mál og meðal annars að við vildum ekki láta hafa neitt fyi'ir jarðarfórinni heldur láta hana fara fram í kyrr- þey. Hún hafði líka talað um að hún vonaði að þegar að kallinu kæmi þyrfti hún ekki að vera lengi að kveðja þennan heim. Ég var henni innilega sammála og Guði sé lof, hún vai' bænheyrð. Viku eftir síðustu heimsóknina hringdi ég til hennai' og var ég þá með flensu. Ég spm-ði hana hvernig henni liði og var hún þá nokkuð hress, kvöddumst við svo og ákváð- um að hittast fljótlega. En menn- irnir áætla en Guð ræður. Ég hef hripað þessar minningai' mínar um kæra vinkonu með þakklæti fyrir að hafa átt hana sem slíka. Það er ekki öllum gefið að eignast góða vini á efri árum en þessarar náðar naut ég þar sem Þuríður var, þessi eru kveðjuorð mín til hennai'. „Hvað er að hætta að draga and- ann annað en að frelsa hann frá friðlausum öldum lífsins, svo að hann geti risið upp í mætti sínum og ófjötraður leitað á fund guðs síns?“ (Kahlil Gibran). Kæra Hrafnhildur, ég sendi þér og fjölskyldu þinni innilegar samúð- arkveðjur mínar, einnig sendi ég öðrum börnum, tengda- og barna- börnum og öðrum ættingjum og vinum samúðarkveðju. Guð blessi ykkur öll. Erna Friðriksdóttir. Formáli minningargreina ÆSKILEGT er að minningargreinum fylgi á sérblaði upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og böm, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsing- ar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Áralöng reynsla. Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson, útfararstjóri útfararstjóri Útfararstofa íslands Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300 Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/ UTFARARSTOFA OSWALDS siMi 551 3485 ÞJÓNUSTA ALLAN SÓLARHRINGINN AÐALSTRÆTI ÍB • 101 REYKJAVfK LÍKKJSTUVINNUSTOFA EYVINDAR ÁRNASONAR UTFARARÞJÓNUSTAN EHF. Stofnað 1990 Persónuleg þjónusta Sími: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is utfarir@itn.is o áV Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson útfararstjóri útfararstjóri + Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐJÓN Ó. HANSSON ökukennari, Skúlagötu 40, Reykjavík, andaðist á Landspítalanum mánudaginn 23. nóvember. Jarðarförin auglýst síðar. Kristbjörg Birna Guðjónsdóttir, Brynjólfur Guðjónsson, Vaigerður Jónsdóttir, Birgir Guðjónsson, Hanna Ólafsdóttír, Gunnar Rafn Guðjónsson, Ellen Gísladóttir, barnabörn og barnabarnabarn. + NÚMI SIGURÐSSON, Hrafnistu Hafnarfirði, áður til heimilis í Garðabæ, lést á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði sunnu- daginn 22. nóvember sl. Fyrir hönd systkina og annarra vandamanna, Sigurjón Sigurðsson. + Ástkær móðir okkar, HÓLMFRÍÐUR SIGFINNSDÓTTIR frá Borgarfirði eystri, Hraunteigi 21, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju á morg- un, fimmtudaginn 26. nóvember, kl. 13.30. Jóhanna Guðjónsdóttir, Guðmundur Richter, Jóna Guðjónsdóttir, Gunnar Guðjónsson, Guðrún Björnsdóttir, Kristbjörg Guðjónsdóttir, Ingi Lárusson, Sigrún Guðjónsdóttir, Jón Sveinsson, Birna Guðjónsdóttir, Gísli Klemensson, barnabörn og barnabarnabörn. + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, MARGRÉT ÞORSTEINSDÓTTIR, Snorrabraut 56, verður jarðsungin frá Laugarneskirkju fimmtu- daginn 26. nóvember kl. 14.00. Ágústa Árnadóttir, Gunnar Kjartansson, Anna Þóra Árnadóttir, Sveinn Þorgrímsson, Sigrún Árnadóttir, Ragnar Ragnarsson, Margrét Árnadóttir, Gunnar Herbertsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum innilega öllum þeim, sem sýnt hafa okkur samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegs sonar okkar, bróður, mágs, barna- barns og frænda, JÚLÍUSAR SMÁRA BALDURSSONAR, Tungusíðu 4, Akureyri. Guð blessi ykkur öll. Baldur Ragnarsson, Þorgerður Fossdal, Thelma Baldursdóttir, Friðbjörn Benediktsson, Berglind Baldursdóttir, Tómas Arason, Sigríður Árnadóttir, Júlíus Fossdal, Þuríður Guðmundsdóttir, Baldur Smári Friðbjörnsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.