Morgunblaðið - 25.11.1998, Page 44

Morgunblaðið - 25.11.1998, Page 44
#4 MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Metúsalem Kjerúlf Sig- marsson fæddist að Vallanesi á Fljóts- dalshéraði 17. októ- ber 1917. Hann lést á heimili sínu Garði, Reyðarfírði, 12. nóvember síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Einhildur Sig- j^fúsdóttir, f. 19. nóv. 1882, d. 22. mars 1970, og Sig- mar Hallason, f. 2. okt. 1888, d. 27. nóv. 1966. Metúsalem átti tvær systur, þær Hallbjörgu, f. 26.7. 1912, og Kristínu, f. 2.2. 1916, d. 26.2. 1997. Foreldrar Metús- alems fluttu til Reyðarfjarðar 1927 og bjó hann þar til ævi- loka. Metúsalem kvæntist Ástu Arnbjörgu Jónsdóttur 1. apríl 1945 en hún var dóttir Ragn- heiðar Sölvadóttur og Jóns Árnasonar skipstjóra en hann fórst j sjóslysi 5. mars 1925 og var Ásta alin upp hjá föður- ~‘t»róður sínum Ásgeiri Árnasyni og Láru Jónasdóttur konu hans. Ásta Iést í umferðarslysi 29.9. 1987. Metúsalem Sig- marsson hóf að starfa hjá Kaupfélagi Héraðsbúa 1937 og Komið er að kveðjustund. Góð- vinur kvaddur hinztu kveðju og þakkað fyrir svo margar mætar stundir horfínnar tíðar. Og myndir færast yfir á tjaldi minninganna hver annarri bjartari og betri. Við ^ftttumst síðast í sumar sem leið og Dúlli eins og okkur var tamast að kalla hann var eins og svo oft áður með gamanyrði á vör, því glettni hans var grómlaus en laðaði fram starfaði hjá því fyr- irtæki óslitið til 1987, fyrst sem bif- reiðastjóri og síðan frá 1959 sem for- stöðumaður bif- reiðaverkstæðis. Börn Metúsalems og Ástu eru: Ás- geir, f. 27.1. 1941, umboðsmaður VÍS á Reyðarfirði, kvæntur Ingu H. Ingvarsdóttur og eiga þau fímm börn og einnig átti Ás- geir einn son áður. Hildur, f. 2.1. 1946, húsmóðir á Eskifírði, gift Svavari Kristins- syni og eiga þau þrjú börn. Lára Ragnheiður, f. 1.8. 1950, húsmóðir á Eskifirði, í sambúð með Guðna Elíssyni og eiga þau tvo syni og áður átti Lára einn son. Guðlaug Björg, f. 21.2. 1961, húsmóðir í Grindavík, gift Sigurði H. Kristjánssyni og eiga þau þrjár dætur. Sigmar, f. 13.9. 1964, landfræðingur hjá Landgr;eðslu ríkisins og á hann eina dóttur. Metúsalem og Ásta eignuðust einnig eina dóttur er fæddist andvana. Utför Metúsalems fór fram frá Reyðarfjarðarkirkju 21. nóvember. bros okkar samferðamannanna eða einlægan hlátur sem engan meiddi. Og þó fannst mér eðlilega að aldrei bæri hann Dúlli sitt barr eftir hið hræðilega bflslys sem svipti hann lífsfórunaut sínum, en þann harm bar hann í hljóði enda maður dulur að eðlisfari svo fáir einir vissu hvað í huga bjó. Hann var maður hinnar traustu skaphafnar rólyndis og festu um leið, greindur vel og at- MINNINGAR hugull, ekki margmáll en þeim mun betur igrundað það sem sagt var. Hlýjan í fari hans öllu fór ekki framhjá neinum sem fékk honum eitthvað kynnzt, velvildin ríkjandi í garð samferðafólksins, vinmargur og einkar dagfarsprúður, um hann mátti sannarlega segja að hann væri drengur góður. Dúlli byrjaði ungur að hafa at- vinnu af bifreiðaakstri og lengi var það hans aðalstarf, ýmist í vöru- eða fólksflutningum og farnaðist við hvort tveggja framúrskarandi vel. Hann var einn þeirra vösku og far- sælu bifreiðarstjóra sem óku austan af fjörðum til Akureyrar á vegum sem nú þættu ekki ökufærir. En auðna fylgdi för og akstur sem ekki síður öll framkoma þótti til sannrar fyrirmyndar. Þar var Dúlli fremstur meðal góðra jafningja, ávann sér traust farþeganna með sinni alúð- legu og smáglettnu framkomu, fum- laus og öruggur hvað sem á gekk. Eg hefí hitt marga á lífsleiðinni sem rómað hafa þessa horfnu garpa, góðvild þeirra og greiðvikni, ein- stakt jafnaðargeð þeiiTa hvað sem á gekk. Þar á hann Dúlli sinn verðuga sess í minningu svo ótalmargra, en óðum fækkar þeim sem fengu þessa notið. Þessi huggulegi og gjörvulegi maður bar með sér þann hlýleik og léttleik í senn að við var brugðið, hann laðaði fólk að sér með sinni elskulegu framkomu og ekki voru handtökin hans amaleg. Eftir að akstri lauk og raunar fyrr fékkst Dúlli við hvers konar véla- og bfla- viðgerðir, það var honum sem leikur einn að lagfæra það sem úr lagi fór hvernig sem það var farið. Handlagni sem athyglisgáfa áttu trygga og góða samleið. Um tíma sinnti hann löggæzlu á samkomum okkar og þar var hann réttur maður á réttum stað, ef hann gat ekki komið tauti við óeirðaseggi þá var öll von úti, ákveðni hans og ljúf- mennska ásamt mikilli fortölugáfu komu sér einkar vel. Þegar ég stóð fyrir samkomum heima sem var býsna oft þá var ég alltaf öruggur um ástandið ef Dúlli var á staðnum, því trausti brást hann aldrei frekar en öðru því er honum var til trúað. Hann var fastur fyrir í skoðunum, einlægur vinstrimaður vai’ hann, krati af gamla skólanum, einlægur í þeirri skoðun sinni að samhjálp jafnaðarmennskunnar ætti í önd- vegi að vera í samfélaginu. Oftast fann ég þó að við áttum samleið þótt ekki væri margt um það rætt. Hann Dúlli virti líka svo sannarlega skoð- anir annarra, ekki sízt sinnar góðu og greindu konu, hins einlæga og sanna og oft ákafa sósíalista, enda skoðanamunur máske ekki svo mik- ill þegar grannt var að gáð. Hún Ásta var svo sannarlega einn minn traustasti og bezti samherji og þangað gott að leita ráða. Oft voru þau hjón þannig heimsótt og bæði afbragðs góð heim að sækja, en ef talið var orðið of heitt pólitískt þá brosti eiginmaðurinn og sagði bezt að láta okkur ein um hituna. Oftar en ekki fóru leiðir þó saman og þá kom einlægni samhjálpar- sinnans bezt í ljós. Um allt þetta á ég heiðríkar og ljúfar minningar og mikill harmur að öllum kveðinn þegar hið sviplega slys svipti henni Ástu héðan af heimi þótt eigin- mannsins væri sorgin og söknuður- inn sárastur, enda hann svo mikils misst. En það var ekki bara rausn í ranni þeirra hjóna, garðurinn þein-a fagri geymdi óteljandi handtök unn- in af smekkvísi svo af bar og alúð hinna góðu garðyrkjumanna. Þar kom samheldni þeirra ekki sízt í Ijós í umhirðu þeirra og natni í garðin- um. En í allri merking ræktuðu þau garðinn sinn og barnalán áttu þau ágætt, gæfusamt fólk góðra hæfi- leika sem bera góðum foreldrum gott vitni. Við helfregn slíka húmar að í hugans borg. Mikill öðlingur mætra eiginda er kvaddur. Við hjón kveðjum góðan dreng þakk- látum huga fyrir að hafa fengið að kynnast mannkostum hans og allra helzt hlýju hans og hóglátri kurt- eisinni, yljaðri glettninni góðu. Við METUSALEM KJER ÚLF SIGMARSSON SVANHVIT EGILSDÓTTIR + Svanhvít Egils- dóttir, fyrrver- andi prófessor, fæddist í Hafnar- firði 10. ágúst 1914. "Hún lést á Landa- kotsspítala 12. nóv- ember síðastliðinn og fót útfór hennar fram frá Víðistaða- kirkju 24. nóvem- ber. Svanhvít Egilsdóttir ólst upp í Hafnarfirði. 15 ára gömul hóf hún tónlistarnám hjá dr. Franz Mixa, hún og tvíburasystir hennar Nanna fóru til söngnáms í Þýskalandi árið 1938 og vegna styrjaldarinnar lok- uðust þær þar inni. Þær sáu sér f^pr lífsviðurværi með að syngja ner og þar í Þýskalandi og Austur- ríki. Svanhvit kom til baka árið 1945 og hóf nokkru síðar að syngja í söngleikjauppfærslum í Iðnó á veg- um Leikfélags Reykjavíkur. Hún átti þar samleið með virtustu söng- stjömum Islands á þeim tíma og gat sér góðan orðstír svo sem í Bláu kápunni, sem fékk mikla að- sókn og mikið lof sem enn er haldið á lofti. Árið 1956 heldur Svanhvít enn á ný út í heim og nú til Salzburg í ’ftamhaldandi söngnám en byrjar um leið að kenn'a söng sem eftir það varð hennar ævistarf. Hún var mikilhæfur kennari og hafa margir nú orðnir frægir fengið notið henn- ar fyrstu tilsagnar í túlkun tónlist- ar. Auk söngkennslunnar hafði Svanhvít einatt nemendur í söng- _hjálfun og taltækni og þáðu margir minnir söngvarar og leikarar í Vín- arborg aðstoð hennar á því sviði. Á summm fór Svan- hvít gjaman til nám- skeiðahalda í öðram löndum, ekki bara á Islandi heldur einnig í Finnlandi, jafnvel í Japan og víðar. Það fer slikt orð af hæfileikum hennar í starfi að tónlistarhá- skólinn í Vín falar hana til kennslu þar í borg, sem hún þekkt- ist og bjó hún í Vín eft- ir það. Austurríska menntamálaráðuneytið veitti henni prófessorsnafnbót árið 1973 og um svipað leyti var henni veitt íslenska Fálkaorðan. Svanhvít hafði keypt sér hús í Hafnarfirði og hugðist flytjast á bemskustöðvarnar þegar starfs- kraftar hennar þyrra en hún hafði þrátt fyrir háan aldur ennþá nem- endur í einkatímum. Svanhvít var höfðingleg í fasi og framkomu, af brosi hennar og per- sónuleika skein kærleikur og ylur til allra sem hún átti samneyti við. Hún tók alla tíð virkan þátt í fé- lagsskap íslendinga í Austurríki og sótti samkomur þeirra þegar hún gat því við komið. Svanhvít andaðist á Islandi 12. nóvember sl. Hennar verður sakn- að af félögum sínum hér í Vín svo og þeim sem sóttu til hennar styrk og þor til að standa á eigin fótum á vettvangi listgyðjanna. Blessuð sé minning Svanhvítar Egilsdóttur. F.h. Félags íslendinga í Austur- ríki, Haraldur Jóhannsson. Persónuleg kynni mín af Svan- hvíti Egilsdóttur hófust árið 1958, en þá var hún við framhaldsnám í söng í Salzburg og ég í Múnchen. Við voram því eiginlega nágrannar. Um tilvist hennar og tvíburasystur hennar Nönnu hafði ég heyrt sem unglingur í Hafnarfirði, en þær, sem einnig voru Gaflarar, höfðu hleypt heimdraganum árið 1938 og farið til Þýskalands til söng- og tónlistarnáms þar sem tónlistarlífið blómstraði þrátt fyrir válega þróun á sviði stjómmála. Stríðið braust út árið 1939 og þær urðu innlyksa í Þýskalandi. Nærri má geta að hildarleikurinn með öllum sínum hörmungum og eyðileggingu hafði áhrif á nám þeirra og líf. Engar fréttir bárust frá fjölskyldunni á Islandi og engr- ar aðstoðar að vænta að heiman. Þær urðu að standa á eigin fótum og sungu því og spiluðu með hljóm- sveitum, ýmist einar eða saman og gátu með því móti séð sér farborða. Eftir stríðið komu þær heim, en Svana eins og hún oftast var köll- uð, fór aftur utan til frekara náms, því hún hugðist gerast óperusöngv- ari. Meðan hún enn var við nám hóf hún „af rælni“, eins og hún sjálf sagði, að kenna söng. Þessari rælni hennar lyktaði síðar með því að hún var skipuð prófessor til lífstíð- ar við Tónlistarakademíuna í Vín. Til að hljóta titilinn „ordent- licher Professor“ í Vín varð Svana samkvæmt þarlendum lögum að gerast austurrískur ríkisborgari. Hún taldi það ekki skipta máli og hélt að hún myndi að sjálfsögðu halda sínu íslenska ríkisfangi áfram. En henni til mikilla von- brigða kom síðar í ljós að slíkt var ekki hægt samkvæmt íslenskum lögum. Til að halda sínu íslenska vegabréfi hefði hún því orðið að hafna þessari miklu virðingar- stöðu. Köllun sinni trú kaus hún að skila sínu íslenska vegabréfi og þiggja það austurríska. Svana var sívinnandi og hlaðin verkefnum, enda var hún eftirsótt sem kennari og leiðbeinandi. Hún var tíður gestur í Finnlandi, Japan, Kóreu og víðar. Sömuleiðis leituðu leiðsagnar hennar kunnir söngvar- ar frá óperanni í Vín. Eitt af því sem einkenndi Svönu var einkar hlýtt viðmót hennar, glæsileiki og mikil reisn. Hún var eðlileg í fasi og elskuleg og það geislaði af henni. Hún átti líka auð- velt með að bregða fyrir sig gríni, og hlátur hennar var smitandi. Tvíburasystumar voru um margt líkar, ekki bara í útliti held- ur og að eðlisfari. Þær voru ávallt reiðubúnar að hjálpa og leiðbeina þeim er þess óskuðu. Eitt af því sem þær áttu sameiginlegt að sögn Svönu var að þær vora ávallt að flýta sér, einkum þó Nanna sem fæddist níu klukkustundum á und- an Svönu. Svo mikill var asinn í Nönnu að h'ta ljós þessa heims að hún sparkaði, að sögn Svönu, í nef- ið á henni um leið og hún kvaddi móðurkviðinn og bar Svana þessu til merkis lengi ör á nefinu. Nanna var einnig söngkennari. 22. mars 1979 var hún að loknu dagsverki að flýta sér heim til eig- inmanns síns sem beið hennar. Ungur ógæfumaður kom í veg fyrir að hún næði heim, en hún lést í bílslysi þann dag. Svanhvít kom til landsins í ágúst sl. og hugðist ekki dvelja hér lengi, þar eð hún þyrfti að flýta sér aftur út til Vínarborgar en þar biðu hennar nemendur. Svanhvít komst heldur ekki heim til Vínar því hún lést hér 12. nóv. sl. Við Sieglinde þökkum Svanhvíti vináttu hennar í gegnum árin og minnumst hennar með hlýhug og söknuði. Systkinum hennar og fjöl- skyldum þeirra, svo og ættingjum öllum bæði nær og fjær vottum við okkar dýpstu samúð. Guð blessi minningu Svanhvítar Egilsdóttur. Sigurður Björnsson. sendum börnum hans og barna- börnum svo og öðrum þeim er hon- um unnu okkar einlægustu samúð- arkveðjur. Megi hans för um lönd eilífðar- innar verða þeirri sömu birtu vafln og hann varpaði á veg okkar sam- ferðafólksins. Blessuð sé hans mæta minning. Helgi Seljan. Ég má til að minnast yngri ára minna á Reyðarfirði. Ég man þegar ég var að þvælast í kaupfélaginu og sniglast við bflana, fá far í sveitina, en þangað keyrði Dúlli, oft fékk ég að fara með honum í bíltúr en ég var oft sár þegar Ásta systir fékk að fara með honum á kvöldin í bíltúr. Mamma sagði mér að ég þyrfti ekki að láta svona, því Ásta væri það gömul að hún mætti þetta. Ég spurði Ástu systur - ef hún giftist Dúlla, hvort hún yrði ekki systir mín áfram. Þá sagði hún, jú þú verður alltaf litli bróðir minn. Þá var allt í lagi. Ég man þegar þau bjuggu í Framtíð, þar kom ég oft. Svo var voða gaman þegar þeir fé- lagar byggðu Garð, þá vorum við unglingarnir að hjálpa til. Svo þegar ég flutti suður með mömmu árið 1945 fékk ég fljótt vinnu og ég hlakkaði mest til sumarfrísins, því þá fór ég alltaf austur til Ástu og Dúlla í Garði. Ég fékk að hvítkalka húsið með þeim Dúlla, Fúsa og Bóasi, en það vora félagarnir í Garði. Nú minnist ég þeirra sumra er ég kom í Garð, þá var ekkert mál að fara með kaffl og meðlæti út í skrúðgarðinn eins og ég sagði, því Ásta systir átti alltaf hlaðborð af meðlæti. Nú verður tómlegt í Garði. Ég vil þakka Dúlla fyrir góðar og ógleymanlegar samverastundir. Nú hittirðu þá félaga og kannski rís annar Garður í efra. Ég votta börn- um hans og þeirra fjölskyldu mina samúð og bið góðan Guð að styrkja þau á þessum degi og um alla fram- tíð. Ykkar frændi og hans fjölskylda, Kristinn. Afmælis- og* minn- ingar- greinar MIKILL fjöldi minningar- greina birtist daglega í Morg- unblaðinu. Til leiðbeiningar fyrir greinahöfunda skal eftir- farandi tekið fram um lengd greina, frágang og skilatíma: Lengd greina Um hvern einstakling birt- ist ein uppistöðugrein af hæfí- legri lengd á útfai-ardegi, en aðrar minningargreinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línu- lengd, - eða 2200 slög (um 25 dálksentimetrar í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú er- indi. Formáli Æskilegt er að.minningar- greinum fylgi á sérblaði upp- lýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fædd- ur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka, og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útfór hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletr- aður, en ekki í greinunum sjálfum. Undirskrift Greinarhöfundar era beðnir að hafa skímamöfn sín en ekki stuttnefni undii- greinun- um.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.