Morgunblaðið - 25.11.1998, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 1998 55
FÓLK í FRÉTTUM
nmn m mmnmiimnii iiiu iiiiiminim iiiuiu
VINSÆLUSTU KVIKMYNDIR Á ÍSLANDI Kínöv.
Nr.
1.
2.
3.
4.
5.
6.
7.
8.
9.
10.
11.
12.
13.
14.
15.
16.
17.
18.
19.
20.
u
var vikur Mynd Framl./Dreifing
(1) 2 There's Something About Mary (ÞaS er einhvoð við Mory) 20th Century Fox
Ný - Blade (Blað) New Line
(3) 3 Antz (Mouror) Dreamworks SKG
Ný - Out of Sight (Úr ougsýn) Universal
(4) 5 The Truman Show (Truman-þótturinn) Paramount
(2) 1 The Avengers (Hefnendurnir) Warner Bros.
(5) 4 Snake Eyes (Snáksaugu) Buena Vista
(6) 5 The Parent Trap (Foreldragildran) Buena Vista
Ný - A Smile Like Yars (Brosið þiti) Rysher
(10) 12 The Magic Sword (Töfrasverðið) Warner Bros.
(12) 6 Wrongfully Accused (Kærður saklaus) Morgan Creek
(7) 1 Dance With Me (Dansaðu við mig) Columbia Tri-Star
(8) 7 A Perfect Murder (Fullkomið morð) Warner Bros.
(11) 8 Dr.DolÍttle (Daglianur dýralæknir) 20th Century Fox
(13) 7 Small Soldiers (lindáiar) Dreamworks SKG
(9) 11 Saving Private Ryan (Björgun óbreytts Ryan) Dreamworks SKG
(20) 1 Girls Night (Stelpukvöld) Capitol Films
(16) 5 Halloween H20 (Hrekkjavakan H20) Miramax
(15) 10 The Mask of Zorro (Gríma Zorrós) Columbia Tri-Star
(14) 9 Dansinn ísfilm
Sýningarstaður
Regnboginn
Laugarásbíó, Stjörnubió
Háskólabíó
Háskólabíó
Laugarásbíó
Bíóborgin, Kringlubíó
Bíóhöllin, Kringlubíó
Bíóhöllin, Kringlubíó
Bióhöllin
Bíóh., Bíób., Kringlub. J
Bíóhöllin
Bíóhöllin, Bíób.
Regnboginn
Háskólabíó
Háskólabíó
Háskóiabíó
Regnboginn
Bíóhöllin
Háskólabíó
EPTTTnTT
1
r\
li
O -2
to u_
o
ca 4S
S «2
íslenski kvikmyndalistinn
Mary ennþá
vinsælust
ÞAÐ ER eitthvað við þá Mai-y sem heldur efsta
sæti Iistans yfir vinsælustu kvikmyndir á íslandi
þrjár vikur í röð þrátt fyrir harða samkeppnL
Nýju myndirnar Blað ineð Wesley Snipes og Ur
augsýn með George Clooney og Jennifer Lopez
stökkva í annað og íjórða sæti en Brosið þitt fer
í níunda sæti.
Maurar og Truman-þátturinn halda sér í fimm
efstu sætunum og virðist lítið lát á vinsældum
þeirra, enda liafa þær báðar fengið afbragðs
gagnrýni. Raunar vekur athygli að Jennifer
Lopez er bæði í þriðja og tjórða sæti listans því
hún talar inn á fyrir Aztecu í Maurum. Eina ís-
lenska inyndin sem tollir enn á listanum er
Dansinn eftir Ágúst Guðmundsson.
WESLEY Snipes virðist ekki eiga í erfiðleikum
með að halda uppi hasarmyndinni Blaði þar
sem hann á í höggi við Stephen Dorff.
Kvikmyndahátíð í Regnboganum og Háskólabíói
Hlýir vetrarvindar
VETRARVINDAR byrja að
blása á fimmtudag þegar
kvikmyndahátíð með þeirri
yfirskrift hefst í Háskólabíói
og Regnboganum. Eiga
vindarnir eílaust eftir að ylja
mörgum í skammdeginu.
Sýndar verða sex óháðar
kvikmyndir, þrjár í hvoru
bíói, og verður hver sýnd
viku í senn. Opnunarmyndir
hátíðarinnar verða tyrk-
neska myndin Baðhúsið og
norður-ameríska myndin
Reykmerki. Vikuna eftir
verða sýndar myndimar
Fjárhættuspilarinn og þjóf-
urinn og lýkur hátíðinni á
Skoteldum og Földum far-
angi-i.
Baðhúsið
Baðhúsið fjallar um ítalsk-
an vinnualka leikinn af
Allessandro Gassman sem erfir fast-
eign í Istanbúl eftir aldraða frænku
sína. Hann fer til Tyrklands að selja
en skiptir um skoðun þegar hann
kemst að raun um að gamalt tyrk-
neskt baðhús fylgir eigninni. Mann-
lífið og menningin í Istanbúl heillar
hann og ákveður hann að gera upp
baðhúsið og hefja starfsemi þar að
nýju. Leikstjóri er Ferzban Ozpetek
sem er bæði af ítölskum og tyrk-
neskum ættum. Myndin var tilnefnd
af tyrkneskum kvikmyndagerðai--
mönnum sem framlag Tyklands til
óskai’sverðlaunahátíðarinnar en var
afturkölluð þar sem yfirvöld töldu
hana draga upp of skýra mynd af
BAÐHÚSIÐ var afturkölluð af tyrkneskum yfirvöldum úr óskarsverðlaunaaf-
hendingunni vegna umfjöllunarinnar um samkynhneigða.
heimi samkyn-
hneigðra þar í landi.
Reykmerki
Reykmerki er
fyrsta kvikmynd í
fullri lengd sem
framleidd er og
unnin af norður-am-
erískum indíanum.
Hún hefur vakið
mikið umtal og fékk
m.a. áhorfendaverð-
launin á Sundance-
kvikmyndahátíðinni
árið Í988. Myndin
fjallar um tvo unga
REYKMERKI er gerð af
indíánum og var verðlaun-
uð á Sundance-hátíðinni.
menn, Victor og
Thomas, sem ferð-
ast til Phoenix að
sækja jarðneskar
leifar föður Victors.
Victor ber kaldan
hug til föður síns
sem hafði yfirgefið
hann við 10 ára ald-
ur. Thomas á föður
hans hins vegar líf
að launa og reynir á
leiðinni að sannfæra
Victor um að faðir
hans hafi verið góð-
ur og virðingarverð-
ur maður.
<
Morgunblaðið/Aldís Hafsteinsdóttir
JÚLIUS Daníelsson spreytti sig í Karaoke, félögum sínum til
mikillar skemmtunar.
ÞAÐ var orðið framorðið þegai' keppendurnir yfirgáfu Suðurland
eftir vel heppnaðan dag.
Herramenn heim-
sóttu ferðamannafjós
ÞAÐ var líf og fjör í ferða-
mannafjósinu á Laugarbökkuni
nýlega en þá komu strákarnir
sem taka þátt í Herra Islands
keppninni þangað í heimsókn.
Strákarnir skemmtu sér við
söng, grín og glens en aðrir
íbúar fjóssins létu sér fátt um
finnast.
Heimsóknin í fjósið á Laugar-
bökkum var liður í óvissuferð á
Suðurlandsundirlendið. Þaðan
var siðan haldið til Hveragerðis
þar sem þeir fóru í sund á Hótel
Órk.
Keppnin um titilinn Herra fs-
land fer fram á Broadway ann-
að kvöld, fimmtudag. Þátttak-
endur eru 21 og koma þeir víðs-
vegar að af landinu.
Morgunblaðið/Anna Ingólfs
BOÐSGESTIR Hótels Héraðs dreyptu á nýjasta árgangi „Beaujolais
Nouveau“ og tjáðu sig um keim og ilm.
Smakkað á jóla-
rauðvíni Frakka
FORRÁÐAMENN Hótels Héraðs
á Egilsstöðum buðu góðum við-
skiptavinum og fjölmiðlum á
„Beaujolais Nouveau“-kvöld til
þess að smakka á jólarauðvíni
Frakka á dögunum. Hefð hefur
myndast fyrir því að kynna þetta
vín með viðhöfn á hverju ári en
bragð og keimur mun segja til um
hvernig árgangurinn verður. Gest-
ir Hótel Héraðs snæddu kvöldverð
með veigunum en svo lásu tveir rit-
höfundar upp úr verkum sínum.
Þeir Huldar Breiðfjörð og Hall-
giámur Helgason. Huldar las úr
ferðasögu sinni Góðii' Islendingar
og Hallgrímur úr ljóðabók sinni
Ljóðmæli við mikinn fógnuð áheyr-
enda.
HULDAR Breiðfjörð las úr ferða-
sögu sinni Góðir Islendingar.