Morgunblaðið - 25.11.1998, Qupperneq 60
^60 MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Álfabiikkii 8, simi 507 8900 og 507 090
Hagatorgi, sími 530 1919
TAXI eftir LUC BESSON
www.samfilm.is
HASKÓLABIO
HASKOLABIO
Sýnd kl. 5, 7 og 11.
Kvikmyndir.is
★★★’/2
BYLGJAN
★★★
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. b.í. ie.
MAURAR
Sýnd kl. 5 og 7.
Sýndkl.9. B.i. 16.
A Smile Like Yours er smellin gamanmvnd. lauren Holly og Greg Kineor leika ung
hjón sem eiga allt nema barn. Nú þurfa þau sérfræði aðstoð til að koma þungun
af stað. þegar maður er að reyna búa til barn er ekki gott að hafa mikið af fólki
í kringum sig. Aðalhlutverk: Lauren Holly og Greg Kinear (As good as it gets)
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.05. nm>iGrai.
,the paréntTRAP
foreldraGILDraN
Sýnd kl. 4.40, 7 og 9.20.
ÉP#^
AtburSá'hásin c) É % , .
hröð ög'marlctækr *
* ^ VI
... i jfc. H4NN HEFLÍK
14.000 VITNI
fetí6 ENGINN SA
W3& Jl HVA0 GER0IST
1| 6 ; M.
i, > < •
SNAKE EYES
IIANtl MEFllR 14.000 VITIIIOG ENGINIISÁ IIVAfi GERBIST
A PERFECT MURDER
★ tA OHl 2
MBL
Sýndkl. 5og7. ísltal.
Sýnd kl. 5 og 9. B.i. 12
Sýnd kl. 5, 7,9 og 11.
NYTT OG BiTRAN5§§|
Linda Stefánsdóttir ieikmyndahönnuður
Samböndin
aðalatriðið
Linda Stefánsdóttir er leikmyndahönnuð-
urinn sem hannaði nýja myndbandið fyrir
---------------------
Bellatrix. Dðra Osk Halldórsdóttir hringdi
í hana á dögunum og kynnti sér hver kon-
an væri og spurði hana um vinnu við nýj-
ustu mynd Peters Greenaways.
SIGRÚN Eiríksdóttir, gítarleikari
Bellatrix, í Crash.
- Hvernig stóð á því að þú
fórst upphaflega til Bret-
lands?
„Ég ólst upp í Breiðdalsvík
þar til ég var 11 ára, en þá
flutti ég til möramu minnar
sem bjó í London. Ég ferðað-
Mst mikið á milli landanna frá
unga aldri, en ég var dæmi-
gert landsbyggðabam og
kynntist því ekki Reykjavík,“
segir Linda og skellihlær.
„Það er í raun ekki fyrr en á
síðustu árum að ég hef kynnst
Reykjavík.
Ég hef því búið í Englandi í
nítján ár. Ég fór í Chelsea
College of Art og lauk þar BA-
honours námi í hönnun og sér-
hæfði mig síðar í kvikmynd-
um. Eftir námið vann ég mikið
með National Film School, en
talsvert var um að hönnuðir
ynnu með leikstjórum þar. Á
hessu tímabili hitti ég Ásgrím
Sverrisson og við gerðum okk-
ar fyrstu stuttmynd saman,
myndina Home.
Ef þú stefnir á vinnu við
kvikmyndir er vænlegast að
byrja í stuttmyndum og kynning-
armyndböndum. Flestir ungir leik-
stjórar og hönnuðir byi’ja sinn feril
á þann hátt hér eins og annars
staðar. í byrjun er mest unnið fyrir
sjónvarp við ýmis konar þátta-
gerð.“
Draumur hvers hönnuðar
1 -Hvernig kom samvinnan með
Peter Greenaway til?
„Ég var að gera kvikmynd í jan-
úar með enska leikstjóranum Gar-
eth Rhys Jones sem heitir Body
Work. Þetta er fyrsta mynd leik-
stjórans í fullri lengd, en hann er
einn af þessum ungu og upprenn-
„ andi leikstjórum hér. Á meðan á
fcvikmyndun stóð var hringt í mig
frá DeLux framleiðslufyrirtækinu í
Lúxemborg þar sem verið var að
undirbúa nýjustu kvikmynd Peter
Greenaways sem heitir „8 1/2
Wornen" eða Átta og hálf kona.
Það var Wilbert Van Dort aðal-
hönnuður myndarinnar sem bauð
mér að koma í viðtal fyrir starf að-
stoðarsviðsmyndahönnuðar og ég
var valin í starfið eftir að ég hitti
hann hér í Lundúnum. Ég fór til
Lúxemborgar í apríl og var í rúma
tvo mánuði, en myndin er tekin
upp þar og í Frakklandi.
„Það er draumur hvers leik-
myndahönnuðar að fá að vinna með
mönnum eins og Greenaway og ég
var því að vonum mjög ánægð að fá
þetta tilboð. Þetta var mjög mikil
reynsla íyrir mig. Það var heillandi
ÚR Crash, myndbandi Bellatrix.
að kynnast nýjum vinnubrögðum
en samskiptin voru allt öðruvísi en
ég á að venjast í Bretlandi. Þarna
er meira frjálst flæði við vinnuna og
stundum fannst mér eins og hug-
myndir gengju á milli manna án
orða,“ segir Linda og hlær en bætir
við að hópurinn hafi unnið svo oft
saman áður að allir þekktu vinnu-
lag hvers annars út í ystu æsar.
En ég þurfti náttúrulega að vita
hvað Greenaway vildi ná fram, svo
við töluðum heilmikið saman á
meðan á myndatökunni stóð. Hann
er sérstakur maður og gefur ekki
mjög mikið upp. Þú þarft að ráða
svolítið í spilin sjálfur."
Nú eru myndir Greenaway mikil
veisla fyrir augað. Tekur hann
beinan þátt í hvernig sviðsmynd og
búningar eiga að vera, eða treystir
hann öðrum til þess?
„Þegar maður les handrit eftir
hann þá eru mjög sterkar lýsingar
á myndrænu hliðinni, þannig að
það liggur við að hægt sé að fara
beint eftir þeim. Hann gefur mjög
ákveðnar ábendingar í handritun-
um og skapar andrúmsloftið en
lætur útfærsluna öðrum eftir.
Myndin er að mörgu leyti óður
til ítalska leikstjórans Fellini, og
það gefur manni sem hönnuði
ákveðnar upplýsingar um hverju
er verið að sækjast eftir. En auð-
vitað reynir maður einnig að koma
með sínar eigin hugmyndir inn í
hugmyndabankann þótt ætíð sé
reynt að halda í þann stíl sem
Greenaway er þekktur fyrir.
- Hvenær kemur myndin út?
„Ég býst við hún komi í kvik-
myndahús eftir 8-12 mánuði.
Framleiðsluferlið hjá Greenaway
eftir að tökum lýkur er talsvert
langt.“
Frægðin skiptir máli
- Hverju mun samstarfið við
Greenaway breyta fyrir þig?
„Ég fínn fyrir auknum áhuga á
mér sem hönnuði. Greenaway er
svo stórt nafn í kvikmyndaheimin-
um að það er eins og maður færist
upp í aðra deild. Þegar verið er að
setja saman fjárhagsáætlun kvik-
myndar til að afla styrkja þá skipt-
ir mjög miklu máli að hafa á starfs-
ferlinum samstarf við þekktan leik-
stjóra. Samstarf við óþekkta, unga
leikstjóra hafa ekki eins mikið að
segja að þessu leyti, þrátt fyrir að
verkefnin geti verið meira spenn-
andi. Frægðin skiptir máli.
Ég vann til dæmis fyrir leik-
stjórann Gabi Dellal stuttmyndina
Toyboys, og hún var kosin besta
breska stuttmyndin á Bresku
Linda Stefánsdóttir
stuttmyndahátíðinni í sumar. Þessi
leikstjóri er á hraðri uppleið og
næsta verkefni hennar verður
kvikmynd í fullri lengd. En á
starfsskýi-slu minni skiptir það
ekki eins miklu máli eins og vinnan
með Greenaway, þrátt fyrir að þar
hafí ég ekki verið í stjórnunarhlut-
verki. Hins vegar gæti samvinnan
við Gabi Dellal skilað sér síðar.“
-Hvað um myndbandið fyrir
Bellatrix?
Myndbandið Crash var tekið
upp fyrir ári síðan og markaði upp-
hafið af samvinnu stórs hóps af
fólki í tengslum við hljómsveitina
Bellatrix, sem þá var að leggja
drögin að skipulagðri kynningar-
herferð sinni hér. Síðan hefur
myndbandið verið notað í allavega
þremur löndum og á hugsanlega
eftir að ferðast víðar. Það er tekið
upp í yfirgefinni vöruskemmu,
gamalli steypustöð og á mjög
skemmtilegri hárgreiðslustofu,
Peppis. Sambýlismaður minn, Mike
Woolfe, leikstýrði myndbandinu.
Það var mjög gaman að vinna að
þessu myndbandi með Bellatrix og
ekki síður gefandi að sjá hve vel
þeim gengur núna. Ég fór á útgáfu-
tónleikana þeirra í London sl.
föstudagskvöld þar sem var troðið
út úr dyrum og stemmningin ótrú-
leg. Það hefur verið mjög gaman að
fylgjast með sveitinni undanfarið
ár.“
Linda er ekkert á leiðinni til Is-
lands, enda segir hún að heimur
kvikmynda byggist fyrst og fremst
á samböndum, að þekkja rétta
fólkið og því sé erfitt að skipta um
svæði. Énda er margt spennandi á
döfínni hjá Lindu og kvikmynda-
iðnaðurinn gengur vel í Bretlandi
um þessar mundir. Hún er að byrja
að vinna að mynd sem gengur und-
ir vinnuheitinu Gangsters. „Síðan
er ég að hanna mína fystu kvik-
mynd, Paradise Grove, sem
Charlie Harris leikstýi’ir. Þetta er
svört kómedía sem gerist á elli-
heimili,“ segir Linda og hlær. „Þar
verður talsvert önnur sýn á lífið og
tilveruna en menn eiga að venjast.“