Morgunblaðið - 29.11.1998, Page 4

Morgunblaðið - 29.11.1998, Page 4
4 B SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ ER. kommn ákortið Sumir sögðu það fífldirfsku af ungum og óþekktum leikara að velja sér tveggja klukkustunda langan einleik til fyrstu kynningar á sjálfum sér eftir leiklistarnám. Vogun vinnur og vogun tapar. Leikstjórinn og leikarinn Bjarni Haukur Þórsson hefur kynnst hvoru tveggja þó ungur sé og leik- húsferillinn ekki langur í árum talinn. Hávar Sigurjónsson ræddi við Bjarna Hauk um athafnasemi hans í leiklistinni. „STYRKIR mann í trúnni á að maður sé á réttri leið,“ segir Bjarni Haukur Þórsson leikari og leikstjóri. BJARNI Haukur lauk leiklistarnámi frá Amer- iean Academy of Dramatic Arts í New York í árslok 1995 eftir fjögurra ára nám og snéri heim með glænýtt leikrit, Masterclass eftir Terence MacNally, sem hann svið- setti þá um haustið í íslensku óper- unni með Önnu Kristínu Ai'ngríms- dóttur í hlutverki Mariu ' Callas. „Það var mjög gaman að vinna þessa sýningu, hún tókst vel, fékk ágæta aðsókn og ágæta dóma,“ seg- ir Bjami Haukur. Lærði af reynslunni Masterclass var sannkölluð óska- byrjun hjá leikstjóranum unga og hann hélt ótrauður áfram, náði sér í sýningarrétt á öðru glænýju Ieikriti sem vakið hafði mikla athygli víða um lönd og var orðið að vinsælli kvikmynd. Bjarni dró saman valinn hóp ungra leikara, fékk inni í Loft- kastalanum og hóf æfingai’ á Train- spotting. Fjárhagslega lagði hann mikið undir og ýmsir aðilar lögðu fé til verkefnisins; trú á velgengni sýn- ingarinnar og sannfæringarkraftur leikstjórans réðu úrslitum. „Train- spotting gekk ekki upp, ég og fleiri töpuðum miklu á því dæmi og mér leið ekki vel með niðurstöðuna," segir Bjarni Haukur „Ég taldi mig vita nákvæmlega hvernig ætti að setja upp sýninguna, ég vildi hafa hana poppaða og við lögðum mikið í umgjörðina, leikmyndina og tónlist- ina. Eftir á að hyggja tel ég að leik- ritið hefði notið sín betur ef sýning- in hefði verið einfaldari og smærri í sniðum. Það er alltaf hægt að vera vitur eftirá en þetta er reynsla sem maður lærir af og líklega er ekki hægt að læra hlutina öðruvísi". Aður en til frumsýningar kom á Trainspotting í mars á þessu ári hafði Bjarni hafið æfingar á þriðja verkefninu, að þessu sinni með sjálfan sig í eina hlutverkinu og einn þekktasta gamanleikara lands- ins, Sigurð Sigurjónsson, við stjórn- völinn. Hellisbúinn var því nokkuð lengi í undirbúningi, æfingar stóðu með hléum í fjóra mánuði og frum- sýnt var í byrjun júlí. „Ég er af- skaplega feginn að Hellisbúinn skyldi vera kominn af stað áður en við frumsýndum Trainspotting. Það var mjög gott að geta snúið sér beint að öðru og ýtt vonbrigðunum vegna Trainspotting aðeins til hlið- ar.“ Þrátt fyrir stuttan feril hefur Bjarni Haukur þó sett mark sitt áþreifanlega á leiklistarlífið í höfuð- borginni. Sýningarnar hafa vakið athygli og nú stendur hann sjálfur upp á sviði Islensku óperunnar, fjögur kvöld í viku, og uppsker fleiri hlátra en taldir verða fyrir túlkun sína á íslensk/ameríska Hellisbúan- um; iausiega samansettri blöndu af uppistandi og ieiknum atriðum, staðfært og umsamið af Hallgrími Helgasyni eftir handriti Banda- i’íkjamannsins Robert Becker. Óvæntar vinsældir Hellisbúinn er ótvíræður smellur. Sýningin hefur slegið í gegn, nú þegar hafa tæplega 20 þúsund manns séð hana, og uppselt er framyfir jól. „Sýningar halda áfram fram eftir vetii ef ekkert annað læt- ur undan,“ segir Bjarni Haukur ánægður með viðtökurnar en líka dálítið hissa. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég lendi í því að vera með sýn- ingu sem gengur svona vel, sýningu sem slær í gegn. Þetta er auðvitað rosalega gaman og skrýtið að sjá hvernig þetta gerist,“ segir hann og segist ekki telja að frammistaða sín ráði úrslitum um velgengnina. „Fyrst og fremst er textinn frábær og ég er viss um að sýningin hefði slegið í gegn með ýmsum öðrum leikurum en mér. Þetta er bara eitt- hvað sem fer af stað og allt í einu situr maður uppi með svona vinsælt dæmi.“ Funduð þið þetta á ykkur fyrir frumsýningu? Nei, eiginlega ekki. Og frumsýn- ingin lofaði heldur ekki sérlega góðu. Hún tókst ágætlega en ekki mikið umfram það. Það var svo á fjórðu sýningu sem allt varð skyndi- lega vitlaust. Þegar sýningum lauk á Carmen Negra og við fengum föstudags- og laugardagskvöldin til sýninga fór allt á fulla ferð. í haust hefur eftirspurnin verið með ólík- indum, og í október lék ég 21 sýn- ingu. Það stefnir í svipaðan sýn- ingafjölda í nóvember og það er uppselt fram yfir jól.“ Umtal hefur mest áhrif Bjami hristir höfuðið og endur- tekur að hann hafi ekki haldbærar skýringar á aðsókninni. „Þetta er auðvitað frábær texti og höfðar greinilega til margra en samt er maður hálfhissa á þessu. Ánægður og hissa.“ Hann segist ekki geta þakkað hina góðu aðsókn því að markaðssetning sýningarinnar hafi verið sérlega hnitmiðuð og öflug. „Við fórum mjög hefðbundnar leiðir og lögðum í mjög iítinn kostnað fyr- ir frumsýningu. Enda átti maður enga peninga eftir Trainspotting," segir hann með dræmu brosi. „Það sem hafði mest áhrif var að við buð- um fólki að koma á forsýningar og ég heid að orðspor sýningarinnar hafi auglýst hana meira en nokkuð annað. Fólk skemmtir sér vel og segir kunningjunum frá því. Það er alltaf sterkasta augiýsingin." Bjarni segist líka sannfærður um að það hafi verið rétt ákvörðun að fá Hallgrím Helgason til að endur- semja og staðfæra textann. „Ég þýddi þetta sjálfur fyrst og þannig æfðum við Siggi (Sigurður Sigur- jónsson) þetta í einn mánuð. Ég var búinn að læra þetta allt utanað. Svo einn daginn hringdi Siggi í mig og sagði að við yrðum að tala saman. Ég var viss um að hann ætlaði að segja mér að hann vildi hætta; þetta væri vonlaust dæmi og við skyldum pakka saman áður en alit endaði með ósköpum. Nei, nei, hann sagði bara í rólegheitum að við þyrftum að fá einhvem til að kíkja á textann, fara jdlr hann og laga hann til. Við veltum ýmsum nöfnum fyrir okkur en á endanum lögðum við þetta fyr- ir Hallgrím og hann gerði þetta á þremur vikum. Hann bætti ýmsu við og tók annað út, skrifaði þetta nánast upp á nýtt. Þetta var greini- lega hárrétt ákvörðun hjá okkur.“ Hallgrímur er skrifaður höfundur textans sem byggist á upprunalegu leikriti Bandaríkjamannsins Ro- berts Beckers og gengið hefur við gríðarlegar vinsældir í ein sex ár í New York. Bjami Haukur verður allt að því fölur við tilhugsunina. „Nei, það gæti ég ekki.“ Og líklega er markaðurinn á íslandi ekki nógu stór til að standa undir slíkri að- sókn. „Sem betur fer,“ segir Bjarni með áherslu. Hverfur inn í hlutverkið „Einn af kostunum við sýninguna er að ég hef tækifæri til að bæta í frá eigin brjósti. Á sumum sýning- um ætlar allt um koll að keyra og sumir hlæja svo mikið að ég nota tækifærið og spyr hvort ég eigi að hringja á sjúkrabfl. Það er auðvitað eins og að skvetta olíu á eld.“ Fyrir þá sem ekki hafa séð Hell- isbúann er rétt að upplýsa að leik- mátinn felst í beinu samtali leikar- ans við áhorfendur. Bjarni talar sí- fellt til þeima nema þegar hann Ég var að pæla í því að fá þekktan gamanleikara eins og Sigurð Sigur- jónsson til að leika. En mig langaði meira til að leika sjálfur og spurði hvort hann vildi leikstýra mér. Samt sagði ég við hann að ef honum fyndist það alveg fárán- legt þá gætum við alveg skipt! Hann leikið og ég leik- stýrt. bregður upp litlum atriðum af sam- skiptum sínum eða annarra karla við konur. Aðallega segir hann frá sambúð sinni við Ernu sem er eigin- kona Bjarna í frásögn hans í sýn- ingunni. „Það eru margir sem halda að ég sé giftur konu að nafni Erna og sé að lýsa hjónabandi okkar. En „Bjarni og Erna“ í sýningunni eru auðvitað tilbúnar persónur. Þetta er leið sem við ákváðum að fara, að gera persónuna sem líkasta „mann- inum í næsta húsi“, leika þetta á afslöppuðum nótum, ekki með mikl- um látum eða stælum. Mig hefur alltaf langað til að vera svona leikari sem hverfur inn í hlutverkið, verður að persónunni, sjálfum finnst mér skemmtilegra að horfa á þannig leik. Ég held að þessi hugmynd hafi gengið ágætlega upp, áhorfendur þekkja „Bjarna", hann er elskuleg- ur og ógnar þeim ekki á neinn hátt. Hann er einsog við hin.“ Leikhúsrotta á Lindargötunní Bjarni Haukur i eigin persónu er einnig elskulegur og lítt ógnandi, lífshlaupi hans svipar til annarra af hans kynslóð. Hann er fæddur í Reykjavík 1971 og ólst upp á Lind- argötunni. „Ég var leikhúsrotta í Nemandaleikhúsinu í Lindarbæ í kringum 1980, þegar Jóhann Sig- urðarson og Guðjón Pedersen og fleiri voru í Leiklistarskólanum. Svo átti ég eina rosalega góða vinkonu niðri í Iðnó, Áróru Halldórsdóttur, hún lánaði mér stundum búninga fyrir lítið leiksvið sem stjúpfaðir minn smíðaði fyrir mig í kjallaran- um heima á Lindargötu. Ég fluttist til Akureyrar þegar ég var ellefu ára og þá fékk ég brennandi áhuga á íþróttum og lagði leiklistina á hill- una um hríð,“ segir Bjarni og kímir. „Fjölskyldan flutti svo til Svíþjóðar og þar vorum við í tvö ár en svo fór ég í Menntaskólann við Hamrahlíð þegar við fluttum aftur heim til ís- lands. Ég kláraði samt aldrei stúd- entsprófið heldur fór fljótlega að vinna á útvarpsstöðinni Stjörnunni og uppúr því tók ég að mér umsjón með unglingaþætti á Stöð-2. Rúm- lega tvítugur fór ég til New York í leiklistarnám." Bjarni segist hafa leitað fyrir sér um hríð og prófað ýmislegt áður en hann komst inn í skóla sem honum líkaði. „Ég var fyrst í tilraunadeild við New York háskóla sem heitir The Experimental Theatre Wing en ég hætti þar. Mér leiddist að leika kartöflur og grænmeti og rúlla mér á gólfinu allan daginn. Ég fékk rosalega lítið útúr því og skipti um deild og fór í Lee Strasberg Studio og var þar um tíma, en hætti síðan alveg í New York háskóla. Þetta er svo fjölmennur skóli að maður týn- ist alveg í mannhafinu. Hann var svo fjölmennur að maður fékk engin tækifæri. Ég sótti um ýmsa skóla og var svo heppinn að komast inn í American Academy of Dramatic Arts sem er mjög þekktur skóli í Bandaríkjunum. Þar var ég í þrjú ár og lauk náminu 1995. Þetta var býsna harður skóli því á hverju vori var grisjað hressilega í hópnum. Fyrsta árið vorum við 150, annað árið 50 og inn á lokaárið komust bara 14.“ Er kominn á kortið Bjarni segir unga nýútskrifaða leikara úr Leiklistarskóla íslands standa betur að vígi en þá sem lært hafa erlendis. „Þeir sem lært hafa erlendis eru alveg óþekktir og þurfa að hafa meira fyrir að kynna sig og sanna sig. Samt er þetta einstak- lingsbundið og það eru margir leik- arar starfandi sem eru lærðir er-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.