Morgunblaðið - 29.11.1998, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 29.11.1998, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1998 B 15 fótunum og vettlingalaus. Ég lét hann fá sokka og vettlinga sem ég hafði prjónað. Mörgum árum seinna fór fyrir mig maður að kaupa silunganet í Reykja- vík. Sölumaðurinn fór að spyrjast fyrir um fyrir hvern þetta væri. Það er fyrir Guðmund Wium, svaraði maðurinn. - Hann þarf ekkert að borga. Láttu hann fá þetta og segðu að það sé upp í vettlingana og sokkana sem ég fékk hér um veturinn, sagði þá sölumaðurinn og sendi mér átta slöngur af netum. Mér þótti vænna um þetta en þótt ég hefði fengið ein- hvei-n gullpening um hálsinn!" Frosiö eyru Það getur orðið kalt í innanverðum Bárðardal og hálfgert meginlands- loftslag á vetrum. Mælirinn í Engidal hefur sigið allt niður í -31°C svo þau muna. Abúendur verða því að vera við öllu búnir. Þrátt fyrir alla varúð og dúðun varð Guðmundi einu sinni illa kalt. „Konan ætlaði að aka mér til sjós og ég þurfti að fara tvær ferðir á vélsleðanum suður í Víðiker þar sem bíllinn var,“ segir Guðmundur. Þessi spotti er um 7 km hvora leið yfir eyðihjarn. Þegar hann lagði af stað var 10 gráða gaddur en frostið herti á skammri stund í 22 gráður. „Þegar ég kom úr fyrri ferðinni fann ég að ég var orðinn eitthvð skrýtinn í höfðinu. Þegar ég þreifaði mig fann ég að hægra eyrað er gadd- freðið alveg inn í hlust!“ Hettan á úlpunni hafði ekki lagst að höfðinu þeim megin og bitran kuldann lagt að eyranu. Guðmundur fór sem leið lá aftur til baka, síðan var ekið til Húsavíkur og flogið þaðan suður. Báturinn gerði út frá Keflavík. „Þegar ég kom til Húsavíkur fór þetta að bólgna og varð eins og svins- eyra,“ segir Guðmundur. „Ég fór út á sjó um kvöldið og við lögðum um nóttina. Þegar við vorum búnir að leggja fann ég að ég var alblóðugur á öxlinni. Það hafði þá rifnað skinnið af eyranu þegar ég fór úr sjóstakknum og stóð brjóskið bert út í loftið!" Þeg- ar í land var komið fór Guðmundur til læknis sem bjó um eyrað. Það greri en var ljótt í mörg ár. ðarhúsið, nýja íbúðarhúsið í miðjunni og tækjageymslu lengst til hægri. þótti hún góð. Sagði að þær hefðu þá um eitthvað að hugsa yfir helgina!" Guðmundur segir að aðgerðimar hafi borið mjög góðan árangur, hann hafi farið að lesa gleraugnalaust, meira að segja símaskrána! Kristlaug telur að dvölin í Engidal hafi hjálpað Guðmundi í veikindum hans. Þau eiga hús á Húsavík þar sem Guðmundur hefur haft aðsetur þegar hann sækir sjóinn. Þar hafi hann ekkert getað gert, nema að horfa á sjónvarpið og að lesa dag- blöðin. I Engidal var alltaf nóg að gera innan húss og utan og loftið á heiðinni heilnæmt. „Ég er viss um að fólk sem er í nánum tengslum við náttúruna er hamingjusamara en þeir sem slitnað hafa úr tengslum við hana. Hér væri gott að hafa afdrep fyrir fólk sem hefur lent í áfóllum, erfiðum veikindum og öðrum erfið- leikum,“ segir Kristlaug. „Við þurfum bara að fá rafmagn og að finna heitt vatn,“ bætir Guðmund- ur við. „Þeir fengu heitt vatn á Stöng í Mývatnssveit, sem er 11 km hér fyrir norðan." Guðmundur hefur náð sér það vel að í sumar fór hann aftur að róa á trillunni sinni eftir þriggja sumra hlé vegna veikindanna. Guðmundur er sannfærður um að einhver fylgi sér og hafi lengi gert. Hann hafi alltaf verið farsæll í starfi og verndarvætturin oft komið sér til hjálpar. Það hafi sést maður um borð í bátnum hjá honum og virtist sá vera fatlaður. Að minnsta kosti einu sinni fékk þessi fylgifiskur far með Guð- mundi. „Ég var að koma hingað inneftir í þreifandi vitlausu veðri,“ segir Guð- mundur. „Áður en ég lagði af stað keypti ég mér brjóstsykurspoka á Húsavík. Þegar ég kem suður fyrir flugvöllinn í Aðaldal ætla ég að fá mér mola, en finn hvergi pokann. Ég ætlaði að færa frænku konunnar hér í dalnum ýsu í soðið. Um leið og ég stoppa bílinn þar eru farþegadyrnar opnaðar! Ég snaraðist út til að gá hvort farþeginn skildi eftir sig för í snjónum. Það gerði hann ekki, en nú sá ég brjóstsykurinn í sætinu. Það hafði einhver setið á pokanum!" Loghentur húsbóndi Guðmundur prjónar sokka og vett- linga og lagar öll sín föt sjálfur. „Ég prjónaði oft á strákana um borð þeg- ar við vorum í Norðursjónum, frekar en að horfa á einhverja vitleysu í sjónvarpinu," segir Guðmundur. „Einu sinni kom strákur um borð sem var allslaus, í búðarsokkum á Gott samféing Hjónin í Engidal eru sammála um að í Bárðardalnum séu einstaklega góðir nágrannar og hjálpsamir. Fólk hjálpist þar að við stórvirki, svo sem að negla þök og fleira. Til dæmis um það nefna þau að í fyrra fraus í vatnsleiðslunni heim á bæ. „Karlam- ir í Víðikeri og Svartárkoti komu hingað og það var ekkert spurt um tímakaup, heldur barist í því í tvo daga að ná leiðslunni upp og koma vatninu á,“ segir Guðmundur. „Það væri ekki hægt að búa hér nema með þessari hjálpsemi," segir Kristlaug. Húnn segir að þegar foreldrar hennar dóu hafi þau getað farið frá Engidal. „Það var ekkert sem hélt okkur lengur - en þá vildum við ekki fara. Við voram orðnir svo miklir villimenn! Hér er svo mikið frelsi og ég var komin í jurtalitunina. Hér vora grösin.“ Það var fleira sem hélt í þau, ekki síst hvað samfélagið er gott í Bárðar- dal. Kristlaug telur að það megi að hluta rekja til þess að fólk sé orðið órólegt vegna fólksfækkunarinnar í sveitunum. „Nú eru tillögur um að fækka bú- um. Hvernig heldur þú að mannlífið væri hér í Bárðardal ef hér væra ein- ungis 5-6 stórbýli? Það era allir að fara, búunum fækkar svo ofsalega. Fólkinu finnst muna um alla, jafnvel smábændur eins og okkur. Þá fer fólk að kunna að meta þá sem tolla. Maður finnur að manni kemur ná- granninn við, hvernig honum líður. Fólk notar hér hvert tilefni til að hittast. Oft era haldnar stórveislur, afmæli og önnur tilefni. Það er gert allt mögulegt til að samfélagið sé gott. Ég hef samanburð úr Grindavík og Kópavogi. I Kópavogi var ég ein- mana, en hér hef ég aldrei orðið ein- mana.“ 11.janúar í 3 vikur Irá kr. 59.932. Jólaferð 12 sæti laus 14. desember frá kr. 49.975 Heimsferðir bjóða nú einstakt tilboð í sólina í janúar, þar sem þú getur tryggt þér þriggja vikna dvöl í þessari vetrar- paradís, þar sem þú finnur besta veðurfar heimsins og um 24 stiga hita í janúar- mánuði. Hjá Heimsferðum getur þú valið um gott úrval gististaða og þú nýtur traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann. Leikflmi fyrir þá sem kjósa. Verðkr. 59.932 M.v. hjón með 2 börn, 2-14 ára, Igu- azu, 3 vikur, 11. jan. Verð kr. 69.960 M.v 2 fullorðna í íbúð, 3 vikur, 11. janúar. Austurstræti 17, 2. hæð • sími 562 4600 • www.heimsferdir.is Sigurður Guð- mundsson Flugdagar 14. des. 21. des. 28. des. 4. jan. 11. jan. 1. feb. 8. feb. 22. feb. 1. mars 15. mars 22. mars 29. mars

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.