Morgunblaðið - 29.11.1998, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 29.11.1998, Blaðsíða 22
22 B SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ MANNLÍFSSTRAUMAR IVlATARLIST/Njótum viðjólaundirbúningsins? VISINDI/ Getur réttur litur bjargað lífi? Ekkert stress NU ER vetur genginn í garð og jólin nálg- ast óðfluga. Dagamir styttast allt fram að jólum, þannig að grípa verður dagsbirtuna þegar hún gefst og njóta þessara fáu björtu klukkutíma út í ystu æsar. Næturn- ( ar era hins vegar langar, en bjóða upp á ýmisleg skemmtilegheit, s.s. heimsóknir til vina, leikhúsferðir, pöbbarölt, sundferð- ir (Island býður upp á þann munað) o.fl. Brátt verður allt upplýst í miðbænum, bæði í Reykjavík og hér í Brussel og fólk fer að huga að jólagjöfum, smáköku- bakstri og jólaskreytingum. Af febrúar Visa-reikningum að dæma virðist hins vegar stundum ekkert vera nógu fallegt, mikið eða gott, til að ná upp almennilegri jólastemningu. að er hins vegar hugurinn sem fylgir gjöfinni, eldamennskunni og hverju sem er, en ekki magnið. Maður ætti hins vegar að reyna að nota desembermánuð sem eins konar íhugunartíma og undirbúa komu jólanna á sem notalegastan hátt. Ein vinkona mín, mikil jóla- kerling, hitti beint í mark um daginn þegar hún sagði að hún reyndi alltaf að skapa réttu stemn- inguna fyrir jólin, þar sem maður fyndi fyrir friði, tilhlökkun og gleði. Eg hef hins vegar á tilfinningunni að margir finni nú ansi mikið fyrir einu í viðbót, þ.e. stressi, en það er mikil synd, því þá fer aðventan, þessi ynd- islegi biðtími eftir jólunum, að miklu leyti forgörðum. Hér í Brussel er 6. desember mikill hátíðisdagur, því þá kemur Heilagur Nikulás á asnanum sínum og allir setja gulrót í skóinn handa asnanum hans og eins fá bömin gjafir. Flestir byrja að skreyta hjá sér um það leyta og þar með setja upp jólatréð. Fólk gerir mikið af því að fara út að borða og lyfta sér upp í jólamánuðinum og eins er því al- mennt farið heima á íslandi. Vegna hátíðleika 6. desember er fólk samt « e.t.v. mun uppteknara af hugguleg- heitunum allt til jóla, eða til 25. des- ember þegar aðaljólamáltíðin er snædd. Upplýst og fallega skreytt jólatré hefur alltaf einstaklega ró- andi áhrif á mig og því ekki að skella því fyrr upp og leyfa því að lýsa allan jólamánuðinn? Eg talaði um bjór um daginn og heilnæmi hans í hófi. Það er tilvalið að setjast niður í rólegheitum á að- ventunni og brjóta upp daginn með einu bjórglasi eða staupi af púrtvíni og hlusta á fallega jólatónlist (ekki síbyljuna í útvarpinu). Maður finnur mikið fyrir því vik- urnar fyrir jólin, að nánast allt um- hverfi manns hvetur til neyslu: aug- lýsingar í fjölmiðlunum, búðir opnar nánast allan sólarhringinn, veitinga- hús bjóða upp á kræsileg jólahlað- borð o.s.frv. Til gamans má geta að Frakkar innbyrða innihald um 6 milljón kampavínsglasa og rúm 3.000 tonn af eðal andalifrarkæfu yfir hátíðirnar. En neytendur hafa auðvitað val. Auðvitað er gaman að gera sér dagamun í jólamánuðinum; kaupa fallegar gjafir og elda góðan mat. Sumir eru aðhaldssamir aðra mánuði ársins, en njóta þess síðan að leyfa sér meiri munað í mat, drykk, skemmtunum o.fl. í jólamán- uðinum og kaupa jólagjafirnar án þess að hafa áhyggjur af Visa- reikningum. Adele Davis er eignað spakmæl- ið: „A morgnana skaltu borða eins og kóngur, í hádeginu eins og prins en eins og öreigi á kvöldin." Nær- ingarfræðilega er þetta mikil og góð speki. Vörumst að hún breytist af einskærri eyðslusemi í: „Um jólin skaltu borða eins og kóngur, en í janúar eins og öreigi." Fólk verður náttúrlega að meta stöðuna út frá sér, en mér finnst að jólin eigi að vera tími þar sem maður losar um spennuna, stressið, budduna e.t.v. dálítið líka, en fyrst of fremst tími þar sem maður slappar af og er góður við sjálfan sig og náungann. Jólin eru tíminn til að rækta vin- skap og frændsemi, sem e.t.v. vill verða útundan í hinu daglega lífi, tíminn til að njóta hinna stuttu dægra og löngu nátta til hins ýtrasta og umfram allt tíminn til að brjóta upp hið reglulega mynstur hins daglega lífs á ánægjulegan hátt. Það er notalegt að fá sér smákökur á aðventunni, kveikja á kertum, fá sér glögg eða te og slappa af. Eins er heimatilbúið konfekt, kaffi og líkjör á köldu að- ventukvöldi mjög rómantískt. Hér fylgir uppskrift að konfekti sem jólakerlingin, vinkona mín, bjó til um daginn. Það er algjört æði og best ískalt. nwnninn—■—Maaai Mörtukonfekt _________250 q marsípon__________ hnefafylli af furuhnetum (saxaðar niður, ekki of smátt) ____appelsínulíkjör (2-3 tappar)_ _______200 p hvítt súkkulaði_____ rifinn börkur af heilli appelsínu Hnoðið saman marsípani, furu- hnetum og appelsínulíkjör og mót- ið kúlur. Kælið. Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði og bætið appelsínu- berkinum út í. Veltið vel kældum kúlunum upp úr súkkulaðinu. Kúl- urnar eru frábærar með sterku kaffi (og appelsínulíkjör svona spari). Álfheiði Hönnu Friðriksdóttur Utarhermur KLÆKIR í náttúrunni eru margir og sumir hverjir hreint ótrúlegir. Einn þessara er litarherma, sem er mjög algeng á meðal skordýra. Einn tilgang- ur litarhermu er að gera óvinum erfitt með að greina dýrið frá umhverfinu. Annar er að líkjast bragðvondum dýrum sem átdýr hafa lítinn áhuga á. Þessi hæfileiki getur greint á milli lífs og dauða. Aðlögunarhæfni dýra, eins og hæfileikinn til að breyta um lit, er afleiðing margslungins þróunarfræði- legs ferils, sem er langt frá því að vera auðskilinn. Um er að ræða hæfi- leika dýra sem þróast hefur yfir milljónir ára og oft hafa mörg afbrigði ver- ið reynd áður en náttúran hefur valið þann sem þekkist í dag. Líffræðingar hafa alla tíð haft mikinn áhuga á hermuhæfileikum dýra og þeir hafa eytt miklum tíma í að rannsaka upphaf þeirra, þróun og hvaða áhrif þeir hafa á lífslíkur hermanna og þeirra dýra sem ætlunin er að blekkja. I þessum rannsóknum hafa líffræðingamir m.a. beitt aðferðum sem dregnar hafa verið frá leikjafræði, sem hefur verið vinsæl á meðal herforingja, stjórn- málamanna og hagfræðinga. Þessir hópar hafa notað leikjafræði til þróun- ar eða greiningar leikáætlana og þess hvernig bregðast skuli við hugsan- legum áformum andstæðinga. róunarfræðilega er eðlilegt að Iíta á eftirhermu sem nk. leiká- ætlun náttúrunnar, sem hægt er að rannsaka frá báðum sjónarmiðum, þeirra sem beita henni og þeirra sem henni er beitt gegn. Hvernig tekst át- dýrunum að bregðast við samlitun ætrar og óætrar bráðar og eins, hvaða áhrif hefur lita- breytingin á lífslíkur ætu eða óætu dýranna? Jafnvel eftir að átdýrin hafa lært brellur bráðanna er trúlegt að þau verði engu að síður öðru hvoru fyrir því slysi að leggja sér óæti til munns. Líffræðingar hafa sérstakan áhuga á því hvaða áhrif herman hefur á heildarjafn- vægi vistsvæða og tegunda- dreifingu innan þeirra. Fræðimenn tala um tvær mismunandi litarhermur, sem er beitt undir tveimur ólíkum kringumstæðum. Onnur, sk. Muller-herma, finnst þar sem tvö bragðvond eða óæt dýr njóta þess að vera samlita. A þennan hátt dreifa teg- undirnar tvær áhættunni á að verða étnar á milli sín. Þetta fyrirkomulag getur verið mismunandi hagstætt fyrir tegundirnar þar sem sú tegund sem er minna eftirsóknarverð fyrir átdýrið er jafn líkleg að vera étin ef dýrin eru óaðgreinanleg. Hér mundi bragðverri tegundin græða á litar- mismun. Annað litarhermukerfi, sem kennt við fræðimanninn Bates, byggist á því að bragðgott dýr tekur sama lit og annað óætt eða eitrað dýr. Slíkt getur verið góð vörn fyrir æta dýrið en leiðir venjulega til auk- innar áhættu fyrir bragðvond eða óæt dýr. Nánari athugun á litarhermum hefur leitt í ljós að þrátt fyrir „órétt- læti“ Muller-hermunnar hefur hún í heild jákvæð áhrif sem vega meira en ókostir hennar fyrir bragðverri dýr. Muller-litarherman minnkar nefnilega líkurnar á því að dýrin sem taka þátt í henni verði misétin í stað annarra tegunda sern átdýrið hefur sérstakan áhuga á. í þessu til- felli leiðir litarherman til misgrein- ingar, sem eykur lífslíkur hermu- dýranna. Hvert átdýr hefur venju- lega margar tegundir mismunandi dýra á „matseðli“ sínum. Þau verða því að greina á milli allra þessara tegunda og flokka þær samkvæmt bragðgæðum. Vegna vitsmunalegra takmarkana átdýranna gera þau fleiri mistök því stærri sem matseð- illinn er. Muller-litarherman minnk- ar lengd listans og dregur því úr lík- unum á ruglingi, sem gæti leitt til þess bragðvont dýr verði veitt. Þetta er til hagræðis bæði fyrir át- dýrið og þau dýr sem það venjulega hefur ekki mikinn áhuga á. Þetta er hins vegar hættulegur ókostur fyrir þau dýr sem ekki búa yfir litar- hermu og eru vinsæll matur átdýra. Það er hér eins og svo iðulega í nátt- úrunni að eins dýrs líf er annars dauði. TÆKNI/T^ý/ aðfinna efni sem er lengra að komið en úr sólkerfi okkar? Leit að ejhi utan úr geimnum HINN 9. desember í fyrra féll loftsteinn niður yfir Grænlandsjökul, sem kunnugt er. Það fær menn til að trúa á að loftsteinninn sé sérlega langt að kominn, að hraði hans virðist hafa verið allt að tvöfaldur sá hraði sem loft- steinar detta með, komi þeir úr okkar eigin sólkerfi. Það er auðreiknuð eðl- isfræði að lofsteinn sem bundinn er við okkar eigið sólkerfi fellur varla til jarðar „nema“ með hraðanum 43 km á sekúndu. Að auki gæti loftsteinn sem kemur á móti hreyfistefnu jarðar á braut hennar um sólu náð hraða allt að 72 km á sekúndu. Loftsteinninn sem um ræðir kom hins vegar úr átt sem enga hraðaviðbót átti að hafa í för með sér. EITT til tvö kfló fasts efnis fundust á 100 ferkfló- metrum, og gæti verið um jarð- neskt áfok að ræða. Af vísbendingum um ferð loft- steinsins, m.a. því að hann splundraðist gersamlega í gufu- hvolfinu, ráða menn að hraði hans hafi ekki verið undir 56 km á sek- úndu. Þannig má telja öruggt að hér sé um að ræða efni sem er komið utan frá og inn í sólkerf- ið. Þetta gerir loftsteininn ein- M stakan, og afar ý, Egilsson verðan þess að mikið sé lagt í sölurnar til að hafa uppi á leifum hans. Einu vísbend- ingarnar sem hingað til hafa fengist um efni upprunnið utan sólkerfisins eru smáörður í loftsteinum sem eru úr sólkerfinu sjálfu en hafa ein- hvern veginn „veitt“ þetta aðfengna efni. Líkur eru til að leifar umrædds loftsteins gefi verulegar nýjar vís- bendingar um efnasamsetningu annarra sólkerfa eða a.m.k. loft- steina þeirra. Þess vegna var það að danskur vísindaleiðangur var gerð- ur út í sumar sem leið, en hann hafði í fljótu bragði séð ekki alveg erindi sem erfiði. Menn bjuggust við að finna ofurlítil brot bergs eða málms, en á eitt hundrað ferkíló- metra svæði sem athugað var söfn- uðu þeir aðeins um kílói efnis, sem er ekki enn vitað hvort er áfok ætt- að frá eldvirkni, m.a. héðan frá ís- landi, eða ætta úr geimnum. Söfn- unin fór þannig fram að yfirborðs- snjór var bræddur við sólarhita á svörtum plastdúk en leysingavatnið látið renna af um síu. Greinilegt er að glerjaðar kúlur eru í því fína dufti er til féll. Glerjun verður til við hraða kælingu bráðins efnis. Slíkt getur vitaskuld gerst bæði í eldgos- um og við hraða kólnun þess efnis er bráðnar úr loftsteininum er hann steypist niður. í Kaupmannahöfn fer nú fram fíngreining á þessu efni, m.a. með þeirri þekktu aðferð að senda skautað ljós um þunnsneiðar efnisins. Það kann að vera að niður- stöður liggi fyrir innan örfárra vikna. Sé efnið , jarðneskt plat“, h'k- lega frá íslandi, þarf að gera út annan leiðangur, og verður slíkt erf- iðara, þar eð ákoma á jökulinn hefur hulið efnið og það er komið á vissa dýpt í honum. En vera kann að ekki hafi verið leitað á alveg réttu svæði. Af upplýsingum að dæma virðist hafa verið leitað of sunnarlega í sumar sem leið. En skemmtilegt væri ef Grænland og Danmörk gætu þannig saman lagt heiminum til fyrstu efnafræðilegu vitneskjuna um fast efni upprunnið utan sólkerf- is okkar, e.t.v. í sólkerfum í grennd við stjörnumerkið Ekilinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.