Morgunblaðið - 29.11.1998, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 29.11.1998, Blaðsíða 26
26 B SUNNUDAGUR 29. NÓVEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ LÉK aðeins með hausnum í „Denver“. WALKEN hefur leikið frá átta ára aldri en líklega hefur hann aldrei haft meira að gera en á síðustu fjór- um árum. Á því tímabili hefur hann leikið í ekki færri en 15 bíómyndum. Á meðal þeirra eru myndir eins og „Pulp Fiction“, „Nick of Time“, „Things to do in Denver When You’re Dead“, „Basquiat", „Last Man Standing", „Mouse Hunt“ og Maurar eða „Antz“, fyrsta teikni- myndin sem hann er fenginn til að tala inná og með frábærum árangri en myndin er sýnd í Háskólabíói. Walken hefur löngum tekið að sér .Jílutverk óþokka bíómyndanna og gert þeim slík skil að fáir standa honum á sporði. Einhvemtímann þegar leikstjórinn Paul Schrader stýrði honum í „The Comfort of Strangers" og vildi gera hann skuggalegan með lýsingu, sagði hann: Það þarf engar brellur til þess að Iáta mig líta út eins og illmenni. Ég get alveg séð um það sjálfur. Líflegur ferill Hann hefur leikið fyrir alla helstu leikstjóra sinnar kynslóðar. Hann ^eikur yflrleitt einhverja sem áhorf- andinn getur ekki treyst. Hann vai- og er ólíkindatól, gersamlega óút- reiknanlegur, í öðrum heimi. Woody Allen notfærði sér kómísku hliðina á því þegar hann setti hann í lítið hlut- verk í „Annie Hall“. Walken leikur geðtruflaðan bróður Diane Keaton og segir Ailen frá því að þegar hann aki bifreið að kvöldiagi og bílljós mæta honum fái hann óviðráðanlega löngun til þess að keyra á fullri ferð á milli ljósanna. Brandarinn: Síðar ekur hann Allen og Keaton heim og aðsteðjandi bílljós skella á þeim hvert á fætur öðru. Þetta var árið 1977 og leikferill Walken í kvikmýndunujn rétt aðj “i!»efjast. Hann haifði áður leíkið í' „Next Stop Greeiiwich Village" og' lítið hlutverk í „The Anderson Ta- pes“. Árið eftir ,Apmie Hali“, 1978, lék hann í .Hjartarbananurh og hreppti Óskannn og var kominn á flug. HaniLhefur léikið í meira en 50’ bíómyndum á löngum ferli og yfir- leitt í hlutverkum þar sem maður gæti trúað honum til þess að keyra inn í aðsteðjandi ljós. Bandaríska kvikmyndatímaritið Movieline tók nýlega við hann spaugilegt viðtal þar sem hann leit yfir feril sinn og margt það furðu- legasta sem hann hefur tekið sér fyrir hendur. Hann segist hafa leik- ið svo lengi að hann telji sig ekki ■fengur af þessari plánetu heidur plánetu sem hann kallar Skemmt- anaiðnaður. Þegar hann er spurður að því hvaða myndum hann sjálfur er hrifnastur, af þeim sem hann hef- ur leikið í, nefnir hann „At Close Range“,. dansatriðið í „Pennies From Heaven", einnig „The Dead Zone“, sem er ein af betri myndum gerðum eftir sögum Stephen Kings og aukahlutverk í „True Romance" og „Pujp Fiction“. „Það sem ég gerði í „Things to do in Denver When You’re Dead“ var líka mjög Jihugavert vegna þess að þar gat ég aðeins leikið með höfðinu." Walken líkir leikurum við presta, þeir hreyfi við áhorfendum, og hann segir Marlon Brando fremstan á sínu sviði í Bandaríkjunum. „Hann var snillingur. Hann breytti heil- miklu. Ég heyrði góða sögu af hon- um. Hann var einhvemtímann spurður að því hvernig hann ætlaði Lék Presley sem konu Walken talar mikið um Elvis Presley í viðtalinu og er mikill aðdá- andi, uppáhaldslagið er „Are You Lonesome Tonight", og hann hefur gert um hann ákaflega sérkennilegt leikrit sem hann lék í sjálfur. Walken segir svo frá: „Þegar ég lék í Batman snýr aftur sá ég grein í einu af æsifréttablöðunum þar sem stóð að Elvis hefði breytt sér í konu með stór og mikil bijóst og ég vann verk- ið út frá því. Eg bjó til þessa sögu þar sem hann er ekki dauður en er í einhvers konar limbói með tvíbura- bróður sínum nema bróðú hans er svolítið yngri og myndarlegri og hann hatar hann. Og hann reynir að losna frá þessum stað og ákveður á endanum að koma aftur til jarðai- sem kona er starfar á matsölustað og er gift vörubflstjóra sem á við offituvandamál að strfða. Það var síðasta atriðið, ég kom fram með stóru brjóstin og í kvenmannsklæð- um og hann sat og horfði á sjónvarp og drakk bjór. Eg lék þetta átta sinnum á viku og sex sinnum var það fyndið en í tvö skipti ekki. Ég hef aldrei gerf neitt eins erfítt og að leika í Elvisleikritinu mínu.“ Ein af nýju myndum Walkens heitir „Blast From the Past“ og segir af uppfínningamanni sem býr til stórt og mikið neðanjarðarskýli og flytur niður í það með fjölskyld- unni sinni í upphafi sjöunda áratug- arins þegar Kúbudeilan stendur sem hæst. 35 árum síðar kemur fjöl- skyldan aftur upp á yfirborðið og uppgötvar að hlutirnir hafa breyst. Aðrar nýjar myndir eru m.a. „New Rose Hotel“, „Illuminata“, „Kiss Toledo Goodbye" og „Ballad of the Nightingale". Svo virðist sem Wal- ken hafi nóg fyrir stafni og það gleður okkur mjög sem álítum hann einn óvenjulegasta og skemmtileg- asta leikara sinnar kynslóðar. að leika eitthvert hlutverk og hann sagði: Ég lít á þessa persónu sem risastóran tómat. Þegar ég velti fyr- ir mér miklum leikurum verður mér einnig hugsað til Roberts De Niros. I Hjartarbananum var stór sena sem ég hafði ekki hugmynd um ÚR „The Dead Zone“. hann skýtur Dennis. „Það var eitthvað sem gerðist á milli mín og Dennis,“ segir Waiken. „Fólk segir oft við mig að við hljótum að hafa spunnið þetta allt upp á staðnum en það gerðum við alls ekki. Quentin Tarantino skrifaði hvert orð sem við sögðum. Handrit hans eru þannig, eins og leikrit. Fyrsta takan var af Dennis og hann fór að segja þessa sögu og ég byrjaði að hlæja úr mynd og þá fór hann að hlæja. Þegar svo þeir beindu vélinni að mér og tóku upp atriðið fór ég að hlæja á nákvæmlega sama stað og áður og hann fór líka að hlæja. Þetta var eins og þegar maður var í skóla og fékk hláturskast og gat ekki stoppað og kennarinn varð brjálaður. Atriðið leit mjög alvarlega út á pappírnum, hann kallaði mig sikileyskt eggaldin. Ég dreg upp skammbyssu og skýt hann en allt þetta grín og hlátur held ég að sé Dennis að kenna.“ WALKEN talaði fyrir maur í tölvuteiknimyndinni Maurar. hveraig ég átti að leika í. Ég undir- bjó mig vikum saman og var tilbú- inn með alls konar lausnir en sagði við Bob, ég veit ekkert hvemig ég á að snúa mér i þessu. Hann sagði: Gerðu þetta svona og hann gekk að dyrunum og gerði sínar hreyfingar og það var nákvæmlega það sem ég gdrði svb í tökunum. Það vai- frá-, bært. Hann Vissi hvað þurfti að - gera, ekki ég.“* Himnaiiliðið Ein af myndunum sem Walken Jiék í var önnur mynd Michael Cim- inos, leikstjóra Hjartarbanans, en hún hét Himnahliðið og er einn sögufrægasti skellur kvikmynda- sögunnar. Walken er spurður hvers vegna hann telji að myndin hafi misheppnast og hann svarar: „Það tók helmingi lengri tíma að gera hana en upphaflega var ætlunin. Þú getur séð það þegar þú hoifir á myndina að í ákveðnum atriðum hafa leikararnir og þar á meðal ég verið að gera sömu hlutina svo oft að þeir vita ekki einu sinni hvar þeir eru staddir. Það er svipur á andlít- um leikaranna í þessari mynd sem er eitt spumingamerki: Hvar? Hver? Var ég fæddur í Montana? Mun ég nokkurntímann komast heim aftur? Og vegna þess að myndin er ekki tekin í réttri tíma- röð era sum atriðin í lok hennar tekin við upphaf tökutímans þegar allir eru fullir spennu og eftirvænt- ingar og tíu mínútum síðar er komið að atriðum sem tekin voru fimm mánuðum síðar og leikararnir eru ekki jafn þungir og þeir voru og líta ekki eins út og þeir eru orðnir eins og spumingannerki í framan." Walken á sín klassísku andartök í bíómyndunum og eitt af þeim er í áð- umefndri Alienmynd. Annað er auð- vitað rússneska rúllettan í Hjarfar- bananum. Enn eitt er yfirheyrsluat- riði hans og Dennis Hoppers í „Trae Romance", sem endar með því að TARANTINO setti Walken í „Pulp Fiction". í ÖÐRUM HEIMI Bandaríski leikarinn Christopher Walken er óútreiknanlegur á hvíta tjaldinu og hef- ur nóg að gera. Arnaldur Indriðason skoð- aði feril leikarans og það sem hann hefur "7 að segja um myndirnar sínar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.